Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 48
ÓL 2020 Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Nú þegar nákvæmlega 11 mánuðir eru þar til eldurinn verður tendraður á ólympíuleikvanginum í Tókýó í Jap- an er vert að velta vöngum yfir því hvaða Íslendingar koma til með að njóta þar sviðsljóssins á því sem kalla má stærsta svið íþróttanna. Einn ís- lenskur íþróttamaður og tveir ís- lenskir þjálfarar eru þegar öruggir um farseðilinn á Ólympíuleikana en hversu margir gætu bæst í hópinn? Ísland hefur mest átt 31 keppanda á Ólympíuleikum en það var árið 1988 í Seúl. Þar af voru 14 handboltamenn. Eftir að hafa verið með 27 fulltrúa á ÓL 2008 og 2012 og fulltrúa í sex mis- munandi greinum á þeim síðarnefndu átti Ísland hins vegar aðeins átta keppendur samtals í fjórum greinum á ÓL í Ríó 2016. Fulltrúar okkar höfðu ekki verið færri í tæplega hálfa öld eða síðan í Mexíkó 1968. Stór hópur íslensks íþróttafólks vinnur nú að því að komast til Tókýó og hér verður reynt að varpa ljósi á það hver koma helst til greina í þeim efnum. Næstu mánuðir ráða úrslitum og margir gætu þurft að bíða með öndina í hálsinum fram til loka júní á næsta ári með að vita örlög sín. Anton Sveinn McKee synti sig inn á sína þriðju leika og varð fyrstur ís- lenskra íþróttamanna til að tryggja sér farseðilinn til Tókýó með frammi- stöðu sinni í 200 metra bringusundi á HM í síðasta mánuði. Anton gæti einnig náð keppnisrétti í 100 og 50 metra bringusundi. Það er nokkuð mismunandi eftir íþróttagreinum hvernig keppendur geta unnið sér sæti á leikunum en í sundi er leiðin nokkuð skýr. Syndi fólk undir ákveðnum tíma hefur það tryggt sér keppnisrétt í viðkomandi sundgrein á leikunum. Einnig eru til „B-lágmörk“ sem geta dugað sund- fólki til að fá keppnisrétt. Árangur sundkvennanna Eyglóar Óskar Gústafsdóttur og Hrafnhildar Lúthersdóttur var það sem stóð upp úr hjá íslenska hópnum í Ríó (meist- aratitill Guðmundar Guðmundssonar sem landsliðsþjálfari Dana í hand- bolta er þá ekki talinn með). Báðar syntu þær úrslitasund á leikunum, fyrstar íslenskra kvenna. Hrafnhild- ur er nú hætt keppni og bakmeiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá Eygló. Hún er þó eftir sem áður lík- legust af okkar sundfólki til að fylgja Antoni. Kristinn Þórarinsson og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sem kepptu bæði á HM í sumar, horfa einnig til ÓL en eiga lengra í land. Hilmar stendur best að vígi í frjálsíþróttum Í frjálsum íþróttum er nokkuð stór hópur með Ólympíuleikana í sigtinu. Frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Haf- steinsson verður vísast einnig á leik- unum en lærisveinn hans Daniel Ståhl er þegar kominn með keppn- isrétt í kringlukasti. Alþjóðafrjáls- íþróttasambandið hefur breytt sínu inntökukerfi talsvert eftir innleiðingu heimslista í hverri grein. Enn er hægt að vinna sig inn á leikana með því að ná ákveðnu lágmarki í hverri grein, en þessi lágmarksskilyrði eru mun strangari en áður. Fyllt verður svo í keppendafjölda í hverri grein út frá stöðu á heimslista 1. júlí, og er fjöldinn mismunandi eftir greinum (t.d. 32 í kastgreinum en 80 í mara- þoni). Enginn íslenskur frjálsíþróttamað- ur hefur náð lágmarki fyrir ÓL. Guðni Valur Guðnason og Ásdís Hjálmsdóttir eiga árangur sem kemst hvað næst því; Guðni 47 sentí- metra frá lágmarkinu í kringlukasti og Ásdís 57 sentímetra í spjótkasti. Besti tími Anítu Hinriksdóttur í 800 metra hlaupi er hálfri sekúndu frá lágmarkinu og Hilmar Örn Jónsson þyrfti að bæta sig um rúma tvo metra í sleggjukasti. Þessi fjögur eiga hins vegar öll vel raunhæfa möguleika á að komast á ÓL vegna stöðu á heims- lista og skilyrða um að að hámarki þrír keppendur frá hverri þjóð keppi í hverri grein. Þau þurfa að ná góðum árangri á sterkum mótum til að safna stigum fram til 30. júní, en sem stend- ur er Hilmar Örn efstur Íslendinga á heimslista eftir stöðugan árangur á þessu ári. Hilmar er „inni“ á leikunum í Tók- ýó miðað við núverandi stöðu, í 30. sæti miðað við kröfuna um hámark þrjá frá hverju landi. Alls keppa 32 í sleggjukasti karla í Tókýó. Ásdís er í 39. sæti í spjótkasti (32 sæti í boði), Guðni í 47. sæti í kringlukasti (32 sæti í boði), Dagbjartur Daði Jónsson í 60. sæti í spjótkasti (32 sæti í boði), Aníta í 74. sæti í 800 m hlaupi (48 sæti í boði), Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í 77. sæti í 200 m hlaupi (56 sæti í boði) og Arnar Pétursson í 197. sæti í maraþoni (80 sæti í boði). Vert er einnig að minnast á EM-farann Sindra Hrafn Guðmundsson sem hef- ur kastað yfir 80 metra í spjótkasti en lítið getað keppt á þessu ári. Ekkert þeirra er hins vegar í þeirri stöðu að geta næsta sumar stefnt á að bætast í hóp með Vilhjálmi Einarssyni og Völu Flosadóttur sem það íslenska frjálsíþróttafólk sem unnið hefur ól- ympíuverðlaun. Ólafía og Valdís „dottnar út“ Í fyrra og fram á þetta ár var gott útlit fyrir að Ólafía Þórunn Krist- insdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir yrðu í hópi 60 kvenkylfinga á ÓL í Tókýó. Sú staða hefur snarversnað. Eftir aldarlanga fjarveru kylfinga var golf aftur á dagskrá Ólympíuleikana í Ríó, og keppt þar í einstaklings- keppni karla og kvenna. Þátttöku- réttur miðast við stöðu á heimslista undir lok júní á næsta ári. Hins vegar mega aðeins tveir kylfingar frá hverju landi keppa í hvorum flokki, nema úr hópi 15 efstu á heimslista en þaðan mega að hámarki fjórir kylf- ingar frá sama landi koma (til dæmis eru fjórar frá Suður-Kóreu í hópi 15 efstu á heimslista kvenna). Þetta þýðir til dæmis að hin finnska Sanna Nuutinen er inni á leikunum miðað við núverandi stöðu, þrátt fyrir að hún sé í 395. sæti á heimslista. Valdís er núna í 542. sæti og Ólafía í 646. sæti en í fyrravor, svo dæmi sé tekið, var Ólafía í 173. sæti og Valdís í 299. sæti. Þá voru þær báðar inni á leikunum og þannig var staðan einnig í mars á þessu ári. Sem stendur er Valdís fimmti varamaður inn á leikana. Handboltalandsliðið þarf að standa sig vel á EM Karlalandsliðið í handbolta hefur sjö sinnum komist á Ólympíuleikana og þar stendur silfrið í Peking 2008 vitaskuld upp úr. Guðmundur Guð- mundsson, sem státað getur af því að hafa unnið verðlaun á ÓL með tveim- ur landsliðum, á raunhæfa möguleika á að koma strákunum okkar til Tók- ýó. Leiðin þangað er þó torfær. Lykillinn að ÓL felst í góðum árangri á EM í janúar en fleira þarf til. Vinni Ísland mótið fær liðið reynd- ar strax þátttökurétt á ÓL, en annars snýst málið um að komast í sérstaka ólympíuundankeppni sem fram fer í apríl. Hvað þarf til að komast þang- að? Segja má að Ísland berjist á EM um annað af tveimur lausum sætum í ólympíuundankeppninni, en að í þeirri baráttu þurfi liðið ekki að spá neitt í stöðu Danmerkur, Noregs, Frakklands, Þýskalands, Svíþjóðar, Króatíu og Spánar (liðanna sjö sem enduðu í efstu sætum á HM í ár). Einfaldast er því að segja að Ísland standi á EM í baráttu við lið á borð við Ungverjaland og Rússland (sem eru með Íslandi í riðli), Norður- Makedóníu, Slóveníu, Tékkland, Hvíta-Rússland og fleiri um tvö laus sæti í ólympíuundankeppninni. Þar verður svo keppt í þremur fjögurra liða riðlum í apríl og komast tvö lið upp úr hverjum riðli og á Ólympíu- leikana, eins og Ísland gerði síðast 2012. Ljóst er að Dagur Sigurðsson verður að minnsta kosti í Tókýó, með sína menn í gestgjafaliði Japans, og afar líklegt er að Þórir Hergeirsson verði þar einnig með norska kvenna- landsliðið. Sveinbjörn með á „heimavelli“? Skotíþróttamaðurinn Ásgeir Sig- urgeirsson stefnir á að komast á sína aðra Ólympíuleika eftir að hafa keppt í London 2012. Alls fá 29 karlar sæti í keppni með 10 m loftskammbyssu og eru 14 sæti enn laus. Fyrir Ásgeir eru tvö sæti í boði á síðasta heimsbikar- móti tímabilsins, í Ríó í komandi viku, tvö á EM í Póllandi í febrúar, eitt á sérstöku ólympíuundanmóti og eitt vegna stöðu á heimslista. Ljóst er að Á hvaða Íslendinga mun  Íslendingar í að minnsta kosti tíu greinum horfa til ÓL næsta sumar  Frumkvöðlar í golfi og þríþraut? 48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 Inkasso-deild karla Víkingur Ó. – Fjölnir............................... 4:1 Harley Willard 7. (víti), Ibrahim Sorie Bar- rie 29., Guðmundur Magnússon 40., 72. (víti) – Albert Brynjar Ingason 69. (víti). Grótta – Fram .......................................... 3:1 Arnar Þór Helgason 24., Sölvi Björnsson 67., 81. – Frederico Bello Saraiva 79. (víti). Þróttur R. – Keflavík .............................. 1:3 Jasper van der Heyden 53. – Þorri Mar Þórisson 5., Ísak Óli Ólafsson 26., Adolf Mtasingwa Bitegeko 39. (víti). Staðan: Fjölnir 18 10 5 3 35:19 35 Grótta 18 9 7 2 37:25 34 Þór 17 9 5 3 29:17 32 Leiknir R. 17 9 2 6 30:25 29 Keflavík 18 8 4 6 27:23 28 Víkingur Ó. 18 7 6 5 22:16 27 Fram 18 8 2 8 27:29 26 Þróttur R. 18 6 3 9 34:29 21 Afturelding 18 5 3 10 23:34 18 Haukar 18 3 7 8 24:34 16 Magni 17 4 4 9 21:43 16 Njarðvík 17 3 2 12 16:31 11 3. deild karla KV – Skallagrímur ................................... 8:1 4. deild karla D Elliði – Ægir ............................................. 2:1 KÁ – Kóngarnir ...................................... 17:0 Inkasso-deild kvenna FH – Haukar............................................. 3:5 Tara Björk Gunnarsdóttir (sjálfsmark) 44. Margrét Sif Magnúsdóttir 48., Birta Georgsdóttir 53. – Vienna Behnke 3., 5., 10., Sierra Marie Lelii 11., Dagrún Birta Karls- dóttir 36. ÍA – Þróttur R. ......................................... 0:4 Linda Líf Boama 44., 88., Margrét Sveins- dóttir 61., Lauren Wade 62. Afturelding – Augnablik ........................ 1:1 Darian Elizabeth Powell 85. – Vigdís Lilja Kristjánsdóttir 66. Staðan: Þróttur R. 15 13 0 2 62:10 39 FH 15 11 2 2 45:20 35 Haukar 15 9 0 6 28:19 27 Tindastóll 14 8 1 5 35:32 25 Afturelding 15 6 3 6 26:20 21 ÍA 15 4 4 7 16:24 16 Grindavík 14 3 6 5 19:25 15 Augnablik 15 4 3 8 12:24 15 Fjölnir 14 3 4 7 17:31 13 ÍR 14 0 1 13 3:58 1 2. deild kvenna Álftanes – Fjarðab/Höttur/Leiknir ........ 1:3 KNATTSPYRNA PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir mánudaginn 2. september SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Börn & uppeldi Víða verður komið við í uppeldi barna í tómstundum, þroska og öllu því sem viðkemur börnum frá fæðingu til 12 ára aldurs. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 7. sept. EM kvenna U16 B-deild í Búlgaríu Leikið um sæti 21-23: Albanía – Ísland.................................... 43:79 KÖRFUBOLTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.