Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 ✝ Nói AlexanderMarteinsson fæddist á Siglunesi á Barðaströnd 16. nóvember 1934. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítala 13. ágúst 2019. Nói var sonur hjónanna Marteins Ólafs Þórðar Gísla- sonar frá Siglunesi, f. 5. desember 1908, d. 25. des- ember 1941, og Guðrúnar Elísu Þórðardóttur frá Fit á Barða- strönd, f. 8. apríl 1908, d. 2. mars 1982. Systkini Nóa voru Halldóra Sigríður, f. 11. janúar 1929, d. 29. júní 1929; Halldóra Sigríður, f. 5. ágúst 1930, d. 13. júlí 1974; Þórður Valdimar, f. 6. apríl 1932, d. 30. apríl 2008 og Þórdís, f. 12. apríl 1933, d. 16. febrúar 2013. Systir Nóa sam- mæðra er Lilja Sigurrós Jóns- dóttir f. 9. júlí 1948. Hinn 3. september 1960 gift- ist Nói eftirlifandi eiginkonu sinni, Fríðu Sigurðardóttur frá Tálknafirði, f. 17. nóvember 1936. Börn Nóa og Fríðu eru: 1) Bylgja Hrönn f. 2. júlí 1960, d. 14. september 2009, barnsfaðir hennar og fyrrverandi eigin- Barðaströnd. Fjölskyldan flutt- ist þaðan á Patreksfjörð en eftir sviplegt fráfall föður hans var börnunum komið fyrir hjá vandamönnum en Nói fór með móður sinni á milli bæja í sveit- inni þar sem hún aðstoðaði við heimilisstörf hjá sængurkonum. Hann dvaldi í Flatey með móður sinni um nokkurt skeið þar sem Guðrún kynntist seinni manni sínum, Jóni Matthíassyni, f. 7. maí 1901, d. 17. mars 1981. Nói starfaði sem vinnumaður í Borgarfirði um tveggja ára skeið þá 13 og 14 ára. Eftir það lá leiðin á sjóinn þar sem hann var á vertíðum, m.a. á Snæfells- nesi og Bolungarvík. Hann tók vélstjórnarpróf og réð sig á sjó á Tálknafjörð 1958. Þar kynntist hann lífsförunaut sínum og hófu þau búskap fyrst í foreldrahús- um tengdaforeldra Nóa í Ártúni en byggðu síðan Örkina sína og fluttu þar inn 1963. Hann hætti til sjós um miðjan áttunda ára- tuginn og fór að starfa á vinnu- vélum og almenna verkamanna- vinnu þar til hann sneri sér að útgerð vörubíla. Var hann vöru- bílstjóri með eigin bíl allt fram undir sjötugt er hann hætti að keyra í atvinnuskyni. Á efri ár- um var Nói duglegur að rækta líkamann með göngu og sundi og stundaði Sundlaug Tálkna- fjarðar tvisvar á dag allt undir það síðasta. Útför Nóa fer fram frá Tálknafjarðarkirkju í dag, 24. ágúst 2019, klukkan 14. maður var Kristinn Magnússon f. 28. september 1951, d. 14. apríl 1988, börn þeirra eru Hildi- gunnur, f. 26. apríl 1980, og Fríða Hrund, f. 30. mars 1982, maki Róbert Árni Jörgensen, f. 25. mars 1983. Sambýlismaður Bylgju var Bjarki Hrafn Ólafsson, f. 18. nóvember 1955. Bylgja á fimm barnabörn. 2) Börkur Hrafn, f. 16. janúar 1970, maki Helena Hinriks- dóttir, f. 5. september 1971, og er sonur þeirra Hinrik Nói, f. 22. september 2006, barnsmóðir Barkar er Rakel Jónsdóttir, f. 2. júní 1971, og eiga þau tvíburana Hafþór Karl og Sigurð Ágúst, f. 14. ágúst 2002. Stjúpdóttir Barkar, dóttir Helenu, er Ás- gerður Elín Magnúsdóttir, f. 25. nóvember 1996. 3) Ingibjörg Jóna, f. 6. nóvember 1979, barnsfaðir hennar er Birgir Gunnarsson, f. 15. apríl 1980, sonur þeirra er Nói Alexander, f. 3. nóvember 2012. Nói bjó fyrstu árin með for- eldrum sínum, systkinum og föðurforeldrum á Siglunesi á Elsku pabbi minn, ég kveð þig með einu af ljóðum karls föður þíns, því sama og þið mamma kvödduð Bylgju systur með hér um árið. Ljósið hefur slokknað en birtan lifir í brjósti þeirra sem eft- ir sitja. Hvað er lífið? Kaldur eldur, klakabönd sem hefta ylinn. Enginn lifir eilíf jól. Margur kveður sorgum seldur, sælu heimsins viður skilin, gjörvöll streitist sorg í sól. Helgir geislar drottinsdýrðar, daga og nætur lýsi þér. Leiði þig á lífsins brautum, lausnarinn sem fæddur er. Aldrei kvala stígðu stíg, sterkum valinn huga. Lífs um dali leiði þig, ljósið almáttuga. (MG frá Siglunesi) Hvíl í friði pabbi. Börkur Hrafn Nóason. Elsku pabbi minn. Það er sárara en orð fá lýst að skrifa þessi orð. Þú varst tekinn svo snögglega frá okkur og ég bara get ekki enn skilið eða sætt mig við það að ég eigi aldrei eftir að sjá þig eða heyra í þér aftur, það er allt of mikið fyrir litla pabbastelpuhjartað mitt að skilja. Ég á að heita að vera orðin full- orðin manneskja en þessa dagana græt ég eins og lítil smástelpa og vantar bara pabbaknús. Allir þessir hversdagslegur hlutir eins og að þú setjist hér fyrir utan Lækjarbakka eftir einn af þínum fjölmörgu göngutúrum og við ræðum um daginn og veg- inn, að horfa á eftir ykkur nöfn- unum ganga af stað í eina af ykkar ótal göngum niður á bryggju, að koma í Örkina og þú situr í horn- inu þínu á pallinum eða í stólnum þínum inni í stofu, með annan fót- legginn hangandi fram yfir arm- bríkina, að rétta þér kaffibollann þinn út á pall og svona mætti lengi telja. Allt voru þetta svo lítilvægir hlutir fyrir bara nokkrum dögum en þýða svo mikið í minningunni núna. Minningar, það er eitthvað sem við eigum nóg af fjölskyldan og yljum okkur við þessa erfiðu daga. Verandi örverpið í fjöl- skyldunni og þú kominn í land þegar ég kom í heiminn gaf okkur mikinn tíma saman enda fékkstu sjaldan frið fyrir mér. Þær voru ófáar ferðirnar sem ég fékk að fljóta með þér í vörubílunum þín- um í gegnum árin og margt sem við lentum í var sko heldur betur ævintýri fyrir skottuna mig; að fá að sitja uppi á palli með teljara og telja háfa sem hífðir voru upp í tanka á pallinum, að þurfa sem níu til tíu ára púki að vera túlkur á milli þín og útlendinga sem keyrt höfðu út af. Svo voru það öll gælu- nöfnin sem við fundum fyrir hina og þessa vegavinnukalla, sum hver sem við notuðum allt fram til síðasta dags, okkar á milli. Svo voru það nú öll gullin og gersem- arnar sem ég safnaði í kringum þetta stúss okkar. Setningin „pabbi, er þetta ónýtt, má ég eiga þetta?“ var óspart notuð en ætli það sé ekki þaðan sem nafni þinn fær þessa áráttu að draga heim hvern einasta járntein, ryðgaða skrúfu eða hvað annað járn- og/ eða plastdrasl sem hann finnur. Ég er svo glöð með að Nói Alexander fékk að kynnast þér og yndislega einstaka sambandið sem þið tveir áttuð allt frá upp- hafi. Hann saknar þín mikið, elsku pabbi, og á stundum erfitt, enda erfitt og illskiljanlegt fyrir strákgutta að vita að afi kemur aldrei aftur. En hann er líka mjög duglegur að minnast þín og rifja upp alls konar, eins og t.d. allar bryggjuferðirnar og við amma er- um búnar að frétta af ýmsum prakkarastrikum sem þið nafn- arnir hafið gert, seint kemst upp um suma. Þetta eru erfiðir tímar sem framundan eru, elsku pabbi, en við komumst í gegnum þá eins og svo margt annað. Þú þurftir að upplifa margt í þínu lífi en alltaf reistu upp aftur sem sá klettur sem þú varst en nú er þínum raunum lokið í þessu lífi og þið Bylgja systir njótið nú samvista að nýju. Kveð þig hér með kveðj- unni okkar, elsku pabbi, gakktu hægt um gleðinnar dyr, þú þarft ekki að eyða öllu, þú kemur heim með afganginn. Elska þig, elsku pabbi minn. Þín pabbastelpa Ingibjörg Jóna (Inga Jóna). Elsku afi, hann afi Nói, er far- inn yfir í annan heim. Hefur kvatt þessa jarðvist og haldið í ferðalag- ið langa til að hitta dóttur sína, hana mömmu mína. Ég bið að heilsa þar til við hittumst á ný. Takk, afi, fyrir allar minning- arnar og stundirnar okkar. Ég er þakklát fyrir að hafa átt yndisleg- an tíma með ykkur ömmu í sumar þegar þið komuð í mat til okkar. Þú hélst að ég væri að grilla allt of mikið, en það urðu ekki eftir nema tvær sneiðar. Við áttum svo skemmtilegan tíma saman. Aldrei hefði mér dottið í hug að þetta yrði með okkar síðustu stundum saman. Þegar ég frétti að það væri verið að flytja þig suður lífs- hættulega veikan trúði ég því að þú myndir ná þér að fullu, líkt og öll hin skiptin. Þú varst hörkutól sem stóðst alltaf upp aftur ef þú varst felldur. En þetta reyndist vera þrautin þyngri og sú síðasta, þótt þú berðist hetjulega. Allar minningarnar um þig geymi ég í Nói Alexander Marteinsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Grensásvegi 58, lést fimmtudaginn 15. ágúst. Útför hennar verður gerð frá Grensáskirkju mánudaginn 26. ágúst klukkan 13. Garðar Sverrisson Kristín Þórarinsdóttir Ásdís Sverrisdóttir Sverrir, Gerður, Birgir, Þorgerður, Helga og langömmubörn Ástkær faðir minn, tengdafaðir, bróðir og afi, HJÖRLEIFUR SVEINSSON sjómaður, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 18. ágúst, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 3. september klukkan 14. Sveinn Hjörleifsson Þóra Guðrún Friðriksdóttir og barnabörn Ástkær faðir okkar, afi og langafi, BIRGIR HÓLM HELGASON tónlistarmaður og kennari, lést á dvalarheimilinu Hlíð 16. ágúst. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 26. ágúst klukkan 13:30. Jóhanna Kristín Birgisdóttir Konráð Jón Birgisson Guðbjörg Margrét Birgisdóttir Ásdís Inga Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður og vinur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÖRN HELGASON prófessor emeritus, Norðurbakka 17a, lést mánudaginn 19. ágúst. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 28. ágúst klukkan 13. Bjarney Kristjánsdóttir Ívar Örn Arnarson Guðný Ævarsdóttir Hörður Hinrik Arnarson Emelía Victorsdóttir Lúðvík Arnarson Nína Hrönn Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar og tengdamóðir, ERNA FINNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 23. ágúst. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 29. ágúst klukkan 15. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningar- og styrktarsjóð Sóltúns. Fyrir hönd aðstandenda, Hallgrímur Geirsson Aðalbjörg Jakobsdóttir Kristín Geirsdóttir Freyr Þórarinsson Finnur Geirsson Steinunn Kristín Þorvaldsd. Áslaug Geirsdóttir ✝ Helga Brynj-ólfsdóttir fædd- ist á Akureyri hinn 30. janúar 1937. Hún andaðist 22. júlí 2019 á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni. Helga var yngst þriggja dætra, dóttir hjónanna Þórdísar Haraldsdóttur og Brynjólfs Sveins- sonar yfirkennara við Mennta- skólann á Akureyri. Systur henn- ar eru Ragnheiður, f. 1931 (látin), og tvíburasystirin Bryndís, f. 1937. Ragnheiður var gift Jóni Níelssyni skurðlækni, f. 1931 (lát- inn). Ragnheiður og Jón eignuðust þrjú börn: 1) Brynjólf Þór, f. 1956. 2) Þor- björn lækni, f. 1960, og 3) Helgu Bryn- dísi gæðafulltrúa, f. 1967. Barnabörn þeirra og ömmu- systkinabörn tví- buranna eru fimm; Jón, María, Haukur, Ragnheiður og Níels Thibaud. Helga lauk stúdentsprófi frá MA vorið 1957 og mestallan hluta starfsævinnar vann hún við bankastörf. Útför Helgu fór fram í kyrrþey. Sofðu vært, sofðu rótt, hina síðustu nótt. Burt úr þjáning og þraut þú ert svifinn á braut. Vakir vinur þér hjá, hann mun vel fyrir sjá. Sofðu vært, sofðu rótt, hina síðustu nótt. (SHG) Hver endurminning er svo hlý en nú skilja leiðir um stund. Orð sem koma okkur í hug þegar við kveðjum annan betri helminginn af tveimur jafngóðum – Helgu & Bryndísi: væntum- þykja, góðmennska, hlýja, hugul- semi, þolinmæði og mikil elska. Ljúf minning lifir. Takk fyrir allt og allt. Í Guðs friði. Þín, Helga Bryndís & Níels Thibaud (Nilli). Helga Brynjólfsdóttir Á fögrum sum- ardegi þegar nátt- úran skartaði sínu fegursta og sólin speglaði sig í Breiðafirðinum, lokaði vinur okkar Guðmundur Kristinsson, augunum til sinnar hinstu hvíld- ar, á sjúkrahúsinu í Stykkis- hólmi. Það hlýtur að hafa vantað góðan stálsmið í Draumalandið, fyrst hann er kallaður svo snemma þangað yfir. Það var sannarlega gæfa okk- ar að fá að kynnast þessum öð- lingi, sem hann Gvendur okkar var og fá að fylgja þeim Binnu og krökkunum í gegnum lífið. Hann var einstakt ljúfmenni, ró- legur og yfirvegaður og vildi allt fyrir alla gera. Það er alltaf erf- itt að kveðja ástvini sína og sér- staklega þegar þeir falla í blóma lífsins. En við munum hugsa Guðmundur Kristinsson ✝ GuðmundurKristinsson fæddist 12. maí 1960. Hann lést 6. ágúst 2019. Útförin fór fram 14. ágúst 2019. hlýtt til hans og ylja okkur við minningar liðinna ára, minningar um góðan vin og félaga sem munu varð- veitast í hjörtum okkar ásamt þak- kæti fyrir að hafa notið þess að eiga hann sem vin. Elsku Binna, Sævar, Gunni, Tinni, Linda og aðrir ástvinir. Megi góður Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við kveðjum vin okkar með þökk og virðingu og biðjum góð- an Guð að varðveita hann. Pétur, Bjarney og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.