Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 60 ára Ásgerður ólst upp í Reykjavík og Kópavogi og býr í Kópavogi. Hún er við- skiptafræðingur frá HÍ og er með MS-gráðu í heilsuhagfræði við HÍ. Hún er framkvæmda- stjóri fjármálasviðs hjá SÁÁ. Maki: Böðvar Héðinsson, f. 1963, stað- gengill skrifstofustjóra í heilbrigðis- ráðuneytinu. Börn: Björn Rúnar Benediktsson, f. 1981, Auður Böðvarsdóttir, f. 1988, Héðinn Össur Böðvarsson, f. 1996, og Hörður Bersi Böðvarsson, f. 1998. Barnabörnin eru Böðvar Darri Vilhelmsson, f. 2015, og Iðunn Eva Vilhelmsdóttir, f. 2017. Foreldrar: Björn Einarsson, f. 1934, d. 2018, bifreiðarstjóri, og Anna Magnea Valdimarsdóttir, f. 1934, fyrverandi ritari, búsett í Kópavogi. Ásgerður Theodóra Björnsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gættu þess að lenda ekki í óþarfa orðaskaki við vin þinn eða vandamann. Ef þú þarft að láta í minni pokann skaltu gera það með reisn. 20. apríl - 20. maí  Naut Það muna reyna á samböndin í fjöl- skyldunni og þú mátt hafa þig allan við til þess að halda fólkinu saman. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er um að gera að taka öllum aðfinnslum vel, sumar hafa ýmislegt til síns máls, aðrar ekki. Samskipti innan fjöl- skyldunnar einkennast af hlýju. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Einhver sem býr langt í burtu mun reyna að komast í samband við þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur skýrar hugmyndir varðandi vinnuna og ákveðnar skoðanir á því hvern- ig verja eigi peningum. Ekki gera lítið úr hlutum sem skipta fólk miklu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert að velta gildismati þínu fyrir þér og því hvað raunverulega skiptir þig máli. Hlustaðu af athygli, en geymdu við- brögð þar til þú hefur hugsað málið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu ekki óþolinmæðina ná tökum á þér, þótt hlutirnir gangi ekki jafn fljótt fyrir sig og þú vilt. Reyndu að tryggja að þú get- ir átt stundir í einrúmi svo þú náir að hlaða batteríin á ný. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Leyfðu öðrum að kynnast kostum þínum í ró og næði. Segðu álit þitt. Hristu af þér slenið, brettu upp ermarnar og gakktu djarfur á vit nýrra ævintýra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt gott sé að hafa reynsluna bak við eyrað er nauðsynlegt að ganga fordómalaus til móts við nýja tíma. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert friðsæll og í góðu jafn- vægi og hefur því góð áhrif á alla í kringum þig. Láttu aðstæður ekki leiða þig út í hluti sem þér eru á móti skapi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er ekki þinn máti að gefast upp við fyrsta mótbyr. Hafðu það í huga. Einhver er að reyna að segja þér fyrir verk- um. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú stendur á tímamótum og þarft að gera upp hug þinn til nýrra verkefna. Láttu þér ekki til hugar koma að hvílast fyrr en þetta er búið. Helgi er J.C.I. senator nr. 11802, hann hlaut Ásmundarskjöld 1970 og var útnefndur Paul Harris Fellow hjá Rótaryklúbbi Garðabæjar 1995. Helgi er heiðursfélagi í Hesta- mannafélaginu Andvara 1995. „Ég hætti í raun ekki störfum fyrr en á þessu ári þegar ég skilaði af mér 25 einbýlishúsum fyrir Byggingasamvinnufélag eldri kirkjunnar 1987-2007, kirkjuþings- maður 1990-02. kirkjuráðsmaður 1994-98, sat í þjóðmálanefnd ís- lensku þjóðkirkjunnar 1990-2002, var formaður Félags eldri borgara í Garðabæ 1996-99 og 2002-2004 og var formaður Landssambands eldri borgara 2004-2006 og formaður og stofnandi byggingasamvinnufélags eldri borgara í Garðabæ 2007-2019. H elgi Konráðs Hjálms- son er fæddur 24. ágúst 1929 í Bjarma í Vestmannaeyjum. Hann flutti á Hverfisgötu 98 í Reykjavík 1934 og á Seltjarnarnes í kringum árið 1940. „Ég var sendur í sveit að Hömrum í Grundarfirði 8 ára og Neðra-Holti í Ásum, Austur-Húnavatnssýslu 9, 10 og 11 ára. Ég var í vegavinnu 12 ára og síðar þrjú sumur á síld.“ Helgi fór í Austurbæjarskóla og tók fullnaðarpróf frá Mýrarhúsa- skóla. Hann gekk í Ingimarsskóla við Lindargötu og síðar í Mennta- skólann á Akureyri og varð stúdent 1951. Hann fór síðan í viðskipta- fræði við Háskóla Íslands og út- skrifaðist þaðan sem cand. oecon. 1956. Helgi var framkvæmdastjóri Hljóðfæraverslunar Sigríðar Helga- dóttur í Reykjavík 1952-70, var fulltrúi hjá Verslunarráði Íslands 1962-64. og forstjóri Tollvöru- geymslunnar hf. og síðar TVG- Ziemsen 1963-96. Hann var stunda- kennari í hagfræði, bókfærslu og verslunargreinum við Gagnfræða- skóla Garðahrepps, síðar Fjöl- brautaskóla Garðabæjar, 1967-79 og var bókari hjá Garðasókn til fjölda ára. Helgi hefur skrifað greinar í Morgunblaðinu um þjóðfélagsmál og kjaramál eldri borgara. Helgi var ritari undirbúnings- nefndar um stofnun Tollvöru- geymslu 1962-63, stofnandi Hesta- mannafélagsins Andvara í Garðahreppi 1964 og formaður 1964-67, stofnandi Tónlistarfélags Garðahrepps og fyrsti formaður. Hann var landsforseti Junior Chamber Ísland 1969, sat í Fríhafnarnefnd 1973-75, var for- maður sóknarnefndar Garðakirkju 1975-86, formaður Hjálparsjóðs Garðakirkju 1975-86, sat í héraðs- nefnd Kjalarnesprófastdæmis 1977- 94, var formaður stjórnar bókasafns Garðabæjar 1978-86, formaður húsaleigunefndar Garðabæjar 1978- 82. og var varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn Garðabæjar 1978-90. Hann var for- maður leikmannaráðs íslensku þjóð- borgara í Garðabæ, en húsin eru á Unnargrund. Ég er stoltur af því verki og sömuleiðis stoltur af því þegar við byggðum safnaðarheimili fyrir Vídalínskirkju í Garðabæ og að sjá safnaðarstarfið springa út eins og blóm þegar safnaðarheimilið var komið. Mér finnst gaman að byggja upp frá grunni og skila góðu dagsverki og hef alltaf litið björtum augum fram á veginn. Í Hornafirði vorum við hjónin með lögbýli sem heitir Fornustekkar og þar byggð- um við sumarhús og stunduðum skógrækt í 20 ár og er orðinn myndarlegur skógur þar. Síðan hefur snar þáttur hjá mér verið kórastarf, en ég var í Kirkju- kór Garðakirkju frá 1964 og síðan Kór eldri borgara í Garðabæ.“ Með- al fleiri áhugamála Helga eru golf, brids, útskurður í tré, félagsmála- störf og að lifa lífinu lifandi. Afmæl- isdeginum ætlar Helgi að eyða með fjölskyldunni og verður hann að heiman. Helgi Konráðs Hjálmsson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi forstjóri – 90 ára Á Fornustekkum Helgi ásamt hundinum sínum Lubba á fjórhjóli í sveitasælunni. Gaman að byggja upp frá grunni Í ræðupúlti Helgi í Vídalínskirkju.Golfarinn Helgi í golfi í Svíþjóð. Jósef Ólafsson læknir er níræður í dag, 24. ágúst. Jósef hefur lengst af verið búsettur í Hafnarfirði og stærst- an hluta starfsævinnar starfaði hann sem læknir við St. Jósefsspítala þar. Jósef er búsettur á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi í Kópavogi, hann verður að heiman á afmælisdaginn. Árnað heilla 90 ára 50 ára Gísli er fædd- ur í Björgvin í Noregi en ólst upp á Akur- eyri og í Farum í Danmörku. Hann er nýfluttur að Minna- Mosfelli í Grímsnesi. Hann er lögfræðingur frá HÍ 1997 og tók málflutningsréttindi 1998, lauk MBA-gráðu með áherslu á mannauðsstjórnun frá HR 2004 og er með diplóma í sáttamiðlun frá 2008. Hann rekur eigin lögmannsstofu í Reykjavík og sérhæfir sig í erfðamálum. Börn: Tryggvi Gíslason, f. 1998, Erika Gísladóttir, f. 2001, og Aníta Gísladóttir, f. 2003. Foreldrar: Tryggvi Gíslason, f. 1938, fyrrverandi skólameistari, og Margrét Eggertsdóttir, f. 1938, fyrrverandi grunnskólakennari. Þau eru búsett í Reykjavík. Gísli Tryggvason Til hamingju með daginn ... stærsti uppskriftarvefur landsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.