Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019
Op i ð v i r k a d a g a 11 -18 / l a u g a r d a g Menn i n g a r n n ó t t 11 -2 0 / s u nnud . 12 -17 / S ím i 5 6 2 0 0 16
T Í S K A & L Í F S S T Í L L
S k ó l a v ö r ð u s t í g 1 6 a
Rýmingar-
SALA
50% afslátturaf fatnaði
VERSLUNIN HÆTTIR
Í byrjun sumars fór
ég ásamt fleirum í ferð
til Ungverjalands. Á
öðrum degi ferðarinnar
var farið í skoðunarferð
um nágrenni Búdapest.
Farið var meðal annars
upp á hæð sem gerði
okkur ferðalöngunum,
ásamt fleirum, kleift að
sjá yfir Dóná og svæðið
þar í kring. Það vakti at-
hygli mína hversu margir voru uppi á
þessari hæð sem skýra má af því að
útsýni þetta er á heimsminjaskrá
UNESCO. Útsýnið sjálft vakti þó
ekki athygli mína. Mér varð heldur
hugsað til útsýnisins af Almanna-
skarði við Hornafjörð.
Á síðustu fimmtíu árum hafa orðið
miklar breytingar í Austur-Skafta-
fellssýslu, meðal annars vegna hlýn-
unar. Jöklar hafa minnkað og ferða-
mannastraumurinn aukist gífurlega
og það sem áður var litið á sem farar-
tálma er nú orðið að fjölsóttum ferða-
mannastað eins og til dæmis Jökuls-
árlón. Utan háannatímans í ferða-
mannabransanum eru dæmi þess að
ferðamaðurinn fari ekki lengra en að
Jökulsárlóni sem gerir það að verk-
um að eystri hluti sýslunnar er í dag
ekki eins eftirsóknarverður þrátt
fyrir að hægt sé að skoða marga fal-
lega staði. Mikilvægt er þá að standa
vörð um þessa staði og gera þá eftir-
sóknarverða í augum ferðamannsins
og okkar allra.
Útsýnið af Almannaskarði er ein-
staklega fagurt. Þar sést yfir Horna-
fjörð og þegar veður er gott, heiðríkt
og logn, speglast fjöllin í firðinum
sem er að mörgu leyti sérstakt þar
sem Hornafjörður er
einn af þremur inn-
fjörðum á landinu. Eftir
að jarðgöng komu við
Almannaskarð hefur
þessi útsýnisstaður
dregið færri að en áður.
Aftur á móti er lítið mál
að keyra upp Skarðs-
dalinn og njóta fegurð-
arinnar af Almanna-
skarði og horfa yfir
fjörðinn. Vissulega
þyrfti að bæta aðstöð-
una, svo sem með góðri útsýnisskífu
og enn fremur öflugum sjónaukum
sem staðsettir væru á útsýnispall-
inum svipað og var til staðar í Ung-
verjalandi.
Eftir að hafa horft yfir Dóná af
hæðinni í Ungverjalandi hef ég velt
því fyrir mér hvers vegna slík fegurð
sem sést frá Almannaskarði sé ekki á
heimsminjaskrá UNESCO? Mjög
margir í gegnum tíðina hafa vakið at-
hygli á þessu útsýni. Þar á meðal
Steindór Steindórsson frá Hlöðum í
grein sem finna má í bókinni Út og
suður sem Friðrik Páll Jónsson tók
saman. Þar lýsir Steindór ferðalagi
sínu ásamt fleirum frá Brekku í
Fljótsdal að Landmannaleið. Til-
gangur ferðarinnar var að kanna
náttúrufar á svæðinu, sér í lagi aust-
an undir Vatnajökli og suður í Lón.
Farið var yfir Víðidal og Lónsöræfi
sem eru hluti af Vatnajökulsþjóð-
garði sem nú er kominn á heims-
minjaskrá UNESCO. Á ferð sinni
lenda þeir í þoku þegar farið er frá
Stafafelli í Lóni en þegar komið var
upp á Almannaskarð létti þokunni
snarlega og hið fagra útsýni af Al-
mannaskarði tók á móti hópnum.
Steindór Steindórsson hafði þetta að
segja um útsýnið: „Það hafa margir
talið að það væri fegurst útsýn af Al-
mannaskarði. Það er ákaflega erfitt
að dæma um slíkt, því að það verður
smekksatriði hvers og eins. En hitt
er víst, og ég held að það fái enginn
um það deilt, að útsýn af Almanna-
skarði er ein af þeim fegurstu, sem
við sjáum á okkar landi, og verður þá
langt leitað víðar um lönd.“ Einnig
hafði Eymundur Björnsson, fyrr-
verandi bóndi í Dilksnesi, orð á því
hversu fagurt útsýnið væri af Al-
mannaskarði, en hann orti ljóð um
það á áttræðisafmæli sínu. Eymund-
ur þessi hafði flutt til Vesturheims en
sneri til baka nokkrum árum síðar og
hefur greinilega haft gott auga fyrir
fegurð náttúru Hornafjarðar, sem er
einstök.
Ég stend hér hátt og sé nú fjörðinn fríða
við fætur mina rétt að kalla má,
sem ótal nes og æðarhólmar prýða,
iðjagrænir sumarhögum á.
Og Hornafjarðarfljót sem silfurslæða
falla meðfram smaragðs litum reit
og fjöllin blá sig hefja upp til hæða
hvergi leit ég tignarlegri reit.
Hvarfla ég víða hvarma minna ljósum,
harla mikið fæ ég þá að sjá:
Engi græn með ótal vatnaósum
eins og glitvef bláum söndum á.
Háreist fjöll og hvítar jökulbungur,
hæsti jöfur lengst í vestri skín,
Skriðjöklar með skitin kaun og sprungur
skæla sig og glotta beint til mín.
Úti fyrir undurbláu tjaldi
Atlantshafið spegilfagurt skín
bryddir strendur báruhvítum faldi,
blikar skærst sem fágað brúðarlín
Ferðast hef ég hálfan hnöttinn yfir,
en hvergi leit ég slíkan sjónarhring.
Þessi útsýn mann af manni lifir
og mun ei reynast neinum sjónhverfing.
Að lokum vil ég skora á stjórnvöld
og þá sérstaklega ráðherra um-
hverfismála, menntamála og ferða-
mála að íhuga þessa hugmynd sem
ég set fram í þessari grein. Það er
ekki síður mikilvægt að standa vörð
um þá náttúrufegurð sem er í ná-
grenni við þéttbýli. Lítið þarf að
gera til þess að spilla varanlega nátt-
úrufegurð og útsýni yfir Hornafjörð,
sem hefur verið að mestu leyti
óraskað frá landnámi.
Eftir Eirík
Egilsson
Höfundur er bóndi á Seljavöllum.
seljavellir@simnet.is
Ljósmynd/Ásta Steinunn Eiríksdóttir
Eiríkur Egilsson
Útsýni af Almannaskarði á heimsminjaskrá
» Það er ekki síður
mikilvægt að standa
vörð um þá náttúrufeg-
urð sem er í nágrenni
við þéttbýli.
Af Almannaskarði Víða er
fagurt útsýni á Íslandi.