Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 ✝ Ágúst GunnarOddgeirsson fæddist á Grjóta- götu 10 í Reykjavík 9. nóvember 1957. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 16. ágúst 2019. Foreldrar hans voru Oddgeir Sig- urberg Júlíusson, f. 6. febrúar 1928, d. 16. ágúst 2003, og Kristjana Þórey Ísleifsdóttir, f. 11. apríl 1936, d. 28. desember 2014. Þau slitu samvistum. Seinni kona Oddgeirs var Guðbjörg Bryndís Sigfúsdóttir, f. 30. maí 1935. Systkini Ágústs eru Rúnar, f. 1952, Sigrún Júlía, f. 1959, Hall- grímur, f. 1963, Ólafur, f. 1964, og Halldór, f. 1967. Ágúst kvæntist 25. mars 1978 Sæunni Kristjönu Ágústsdóttur, f. 16. mars 1952. Foreldrar hennar voru hjónin frá Kötlu- holti, Ágúst Lárusson, f. 27. ágúst 1902, d. 2. janúar 1993, og Ástrós Halldórsdóttir, f. 24. október 1913, d. 30. september 1979. Börn Ágústs og Sæunnar: 1) Bryndís Ásta, f. 13. maí 1978, maki Arnar Lax- dal, f. 10. maí 1981, börn Bryndísar eru Jóhann Ágúst, f. 2005, og Evíta Eik, f. 2010. 2) Atli Már, f. 18. apríl 1985. 3) Hjálmdís Ólöf, f. 25. janúar 1991, sambýlismaður Þorgils Arnar Þór- arinsson, f. 22. mars 1988. Barn Hjálmdísar er Emma Dís, f. 2015. 4) Rúnar Hallgrímsson, uppeldissonur Ágústs, f. 27. mars 1973. Börn Rúnars eru Elís Orri, f. 1998, og Gabriel Berg, f. 2006. Ágúst flytur 16 ára til Ólafs- víkur frá Reykjavík. Hann vann hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur frá 1973-1992. Frá 1992-1999 var hann atvinnubílstjóri. Í febrúar 1999 hóf hann störf hjá Ragnari og Ásgeiri sem at- vinnubílstjóri til 2005 og tók þá við deildarstjórastöðu hjá Ragn- ari og Ásgeiri í Snæfellsbæ. Ágúst Gunnar verður jarð- sunginn frá Ólafsvíkurkirkju í dag klukkan 14. Pabbi. Hér sit ég með tárin í augun- um, sár og reiður yfir því að þú hafir verið tekinn frá okkur. Það er svo margt sem ég vil segja þér en ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ef ég gæti fengið eina ósk upp- fyllta þá sætum við saman í hús- inu mínu nýkláruðu, tveir saman inni í stofu með pítsu að spjalla. En í staðinn verð ég að klára það sem við byrjuðum saman á einn. Þú gerðir svo margt fyrir mig. Ég gat alltaf leitað til þín alveg sama hvað það var, þú áttir alltaf svar. Þú kenndir mér svo margt. Að smíða er eitt það skemmtileg- asta sem þú kenndir mér. Að vera ég sjálfur, sjá jákvæðnina í ein- hverju sem virkaði ónýtt eða ómögulegt. Þú kynntir fyrir mér áhugamál sem ég þakka þér fyrir að eilífu, þú veist hvaða áhugamál ég er að tala um – torfæran. Ég man ekki hvað keppnirnar sem við fórum á voru orðnar margar. Eitt er víst að minningar mínar um okkur saman á keppni í vindbuxum, lopapeysum með Pepsi Max-flöskurnar og Cara- mel súkkulaðið að horfa á bílana spæna upp brekkurnar. Hlæjandi að þulnum í hátalarakerfinu, horfa framan í hvor annan þegar einhver valt niður eða tók þvílíkt stökk. „Þetta var geðveikt,“ sögð- um við oft hvor við annan. Að laga húsið mitt, húsið sem við unnum svo mikið saman í verður erfitt en ég hef alltaf þig í hjarta mínu þegar ég er þar. Þegar við vorum að opna niður í kjallarann og þú skarst þig við að brjóta niður gömlu lúguna. Upp á Heilsugæslu, saumaður, heim til mömmu í kaffi. „Jæja, eigum við ekki að fara niður eftir aftur?“ Þú lést ekkert stoppa þig. Að vinna með þér í 13 ár var æðislegt því betri kennara gat ég ekki fengið. Við höfum nú lent í ýmsu. Gámahurð í hausinn. Þú að klemma puttana á hurðum. Ég vil bara segja, pabbi, ég elska þig. Takk fyrir allt. Þú ert bestur í alheiminum. Án þín ég væri ekki hér. Nú ætla ég að enda þetta með því að segja orðið sem verður allt- af okkar. Orð sem einhvern veg- inn varð orð sem við notuðum alltaf. Eftir að þú veiktist og ég hjálpaði þér að setjast í stólinn þinn eða þegar við vorum sestir í brekkurnar á Torfærunni. Góður? Atli Már. Elsku pabbi minn. Ég kyssi þig og knúsa bless áður en ég fer í vinnuna og segi við þig sjáumst eftir viku á afmælinu þínu, þú ert að fara til læknis. Bíllinn þinn stendur fyrir utan heima hjá mér eftir vinnudaginn og ég vissi þá að þegar ég færi inn myndi veröld mín hrynja. Það er sárt að horfa upp á þann sem maður elskar mest takast á við og berjast af öllu því sem hann á vitandi það að batahorfur eru engar. Hetjan sem þú varst gerð- ir það svo sannarlega vel eins og allt annað sem þú tókst þér fyrir hendur. Ég hef alltaf verið mikil pabba- stelpa og samband okkar var dýr- mætt. Sem barn áttir aðeins þú að greiða mér, strjúka mér bak við eyrun og kyssa góða nótt. Þú gerðir það svo auðvelt að koma og tala við þig því inni á heimilinu voru engin mál það erfið að ekki væri hægt að ræða þau. Þú varst alltaf brosandi og sást jákvæðni og það góða í öllu. Ég á eftir að sakna þess að heyra „hæ“ þegar við hringdum hvort í annað, bara þetta litla orð sem ég hugsa um allan daginn, alla daga af hræðslu við að týna því hvernig það hljóm- aði þegar þú sagðir það. Fjöl- skyldan þín var það mikilvægasta sem þú áttir, þú vildir alltaf hafa okkur hjá þér og eru þær margar uppáhaldsstundirnar sem við átt- um saman, þegar við sátum öll við eldhúsborðið, skelltum í pönnu- kökur og svo var hlegið enda- laust. Börnin mín eru svo heppin að hafa fengið þig sem afa, Jóhann Ágúst vildi hvergi annars staðar vera en í vinnunni með afa og Atla og alltaf fékk hann að fara með á rúntinn og hjálpa. Evíta afastelpa fangaði hjartað þitt daginn sem þið hittust og þú hennar, ykkar samband var sterkt og fallegt og leitaði hún alltaf í fangið þitt hvort sem hún vildi leggja sig þar eða kúra. Hún vildi bara vera hjá þér. Ég undirbjó mig vel til að segja þeim að þú værir veikur en hún var löngu búin að sjá það en nefndi það ekki. Hún er mikið bú- in að spyrja af hverju það séu til svona vondir sjúkdómar og af hverju afi. Hún spurði mig einn daginn ef ég gæti töfrað einu sinni í hvað ég myndi nota þessa töfra, ég var of lengi að svara svo hún svaraði; hún hefði töfrað þig, tekið sjúkdóminn. Ég vildi ekkert annað en að hún ætti þessa töfra. Hún á erfitt með að missa þig og langar örugglega bara að komast á sinn stað í fangið þitt. Hún fékk að sitja í vinnubílnum með Atla og ömmu þegar við sóttum þig og þú fékkst loksins að fara heim. Ég get ekki sætt mig við það að þú sért ekki hjá mér, þetta er svo óréttlátt, ég reyni að vera sterk en ég er mölbrotin, mig vantar þig svo mikið, ég vil bara fá þig aftur. Þú átt að vera rúntandi um Ólafsvík og hlaupandi um með pakkana, þú áttir ekki að fara svona, ekki þú, elsku pabbi minn. Þú sparaðir aldrei faðmlögin og það verður svo sárt að koma heim til þín og fá ekki knúsið mitt, að ég eigi ekki eftir að fá pabbaknús og heyra þig segja stelpan mín. Ég trúi því að þú sért staðinn upp, kominn í vinnugallann og farinn að gera við þarna í draumalandinu. Ég elska þig svo heitt, elsku pabbi. Ég sakna þín svo sárt. Stelpan þín, Bryndís Ásta. Elsku pabbi minn. Það eru engin orð sem geta lýst söknuðin- um sem ég finn fyrir núna, sem við finnum öll fyrir núna, sárs- aukanum og tóminu, ég er svo dofin og trúi ekki þú sért farinn í raun. Það er svo erfitt að sætta sig við að ég fæ ekki allan þann tíma sem mig langar með þér og að Emma fær ekki allan þann tíma sem mig langar með þér. Ég er svo heppin að hafa feng- ið þig sem föður minn, varst alltaf til staðar fyrir mig og ég vissi að ég gat alltaf leitað til þín með allt. Þú mátt vera stoltur af svo mörgu: Af því hvað þið mamma hafið kennt okkur systkinum margt og leitt okkur svona vel áfram í lífinu. Því hversu miklu þú hefur áorkað í gegnum lífið. En fyrst og fremst máttu vera stoltur af þér, þinni baráttu við þennan illgjarna og ósanngjarna andstæðing, ég heyrði þig aldrei kvarta og ég heyrði aldrei neina uppgjöf frá þér sem segir svo margt um þig. Þú mátt vera svo stoltur af þér – því ég er það. Þú varst einstakur maður; góð- hjartaður, blíður, hress, kátur og fyndinn. Allt sem þú gerðir gerðir þú svo vel. Ég elskaði að sitja við eldhúsborðið og hlusta á þig tala og segja mér sögur, mér var al- veg sama þótt það væru sögur sem ég hafði heyrt mörgum sinn- um áður, mér leið alltaf eins og ég væri að heyra þær í fyrsta skipt- ið. Mig langar ekki að einblína á reiðina sem fylgir því að þessi sjúkdómur tók þig frá okkur en ég vil að þú vitir að ég vildi óska þess að ég hefði getað breytt út- komunni, að sjúkdómurinn hafi valið einhvern annan og þú yrðir hér með okkur næstu 30 árin til viðbótar. Það var svo sárt að vera hjálp- arvana, að geta lítið sem ekkert gert til að láta þér líða betur, að geta ekki sest með þér og spjallað um daginn og veginn, ég upplifði svo mikið vonleysi. Ég hefði gert hvað sem er til að taka þennan fjanda í burtu frá þér. En ég verð að reyna að sætta mig við hver útkoman er og trúa því að þú sért frjáls, þú sért ham- ingjusamur og þér líði vel. Þú fylgist með og vakir yfir okkur og þú verður alltaf í hjarta okkar. Ég sakna þín ógurlega og til- veran verður ekki sú sama án þín. Löngunin er svo mikil að fá að sjá þig en ég veit að þú sérð mig. Löngunin er svo mikil að fá að heyra rödd þína en ég veit þú heyrir mína. Svífðu inn í draumalandið elsku pabbi minn, ég elska þig svo mikið og sakna þín svo. Þú ert mín hetja. Þegar kemur að Emmu mun hún aldrei gleyma þér, ég mun sjá til þess að minning þín lifi með henni. Ég veit að þú hefðir viljað fá tækifæri til að vera henni þessi frábæri afi sem þú varst, fyrir henni stóðstu þig svo vel, þú gerð- ir þitt allra besta í að vera afi hennar. Ég veit hún elskar þig af öllu sínuhjarta og þú verður ávallt hennar afi Gústi. Það er svo margt sem mig langar að segja þér og ég er ekki tilbúin að kveðja þig og held ég muni aldrei kveðja þig endanlega, ég mun tala við þig eins og þú sért hér alltaf. Ég veit þú fylgir okkur öllum í gegnum lífið, leiðbeinir okkur og verndar. Ég elska þig alltaf engillinn minn, hvíldu þig nú. Hjálmdís Ólöf. Elskulegi tengdafaðir minn féll frá alltof fljótt eftir veikindi föstudaginn 16. ágúst sl. Hann Gústi var alltaf eins og annar faðir minn og kenndi mér margt sem ég hef tekið út í lífið enda var ég aðeins 17 ára þegar ég flutti inn á heimili hans. Öll þau 21 ár frá kynni mínum af þessum snillingi var hann alltaf tilbúinn að hjálpa mér, hvað sem ég var að brasa, enda með ein- dæmum verklaginn og hjálpsam- ur. Hann var okkur Bryndísi og börnum okkar alltaf til staðar og gaf okkur alltaf tíma og góða nærveru, enda setti hann fjöl- skylduna alltaf í fyrsta sæti. Hann gat oft verið þrjóskur og staðfastur á sínu og lá ekki á skoðunum sínum á neinn hátt og það nýttist honum alltaf til góðs. Hann bjó að þeim eiginleika að vera með einstaklega góða rétt- lætiskennd, þjónustulund, alltaf tilbúinn að hjálpa og redda mál- unum. Það má við þetta bæta að Gústi var einn mesti og brosmildasti ljúflingur sem sögur fara af, þannig man ég hann mest og sú minning mun lifa með mér um ókomin ár. Gústi minn, nú hefur þú fengið þína hinstu hvíld. Þú hefur alltaf frá okkar fyrstu kynnum verið stór partur af hjarta mínu og munt verða þangað til við hitt- umst aftur þegar ég stíg til þín. Elska þig, elsku besti tengda- pabbi í heimi. Arnar Laxdal. Í dag kveðjum við kæran vin okkar Gústa eftir erfiða baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Það var fyrir rúmu ári sem við fengum þær hræðilegu fréttir að hann hefði greinst með MND- sjúkdóminn, sem læknavísindin fá lítt við ráðið. Þessu tók hann með æðruleysi þótt áfallið væri mikið. Gústi lét það ekki aftra sér og nýtti tímann eins og hann gat á meðan heilsan leyfði. Sem dæmi fór hann með Sæju sinni í ferð til Sviss og Ítalíu fyrir ári en þá hafði heilsu hans hrakað mikið. Með þrautseigju og dugnaði varð þetta dýrmætt ferðalag fyrir þau. Þessi ferð var ein af þeim, sem þau sýndu okkur myndir og sögðu frá með gleðiglampa í aug- um. Margar minningar koma upp með þessum öðlingi þegar við hugsum til baka. Fjölskylduboð, ferðalög í sumarbústaði en ekki síst innlit á heimili hvert annars. Lífsgleði og jákvæðni var hans förunautur, vinnusemi og dugn- aður. Manni leið alltaf vel eftir samveru með Gústa. En fyrst og fremst voru það Sæja og börnin þeirra öll sem áttu hug hans all- an. Hann var mikill fjölskyldu- maður. Þau hjónin voru einstak- lega samhent í að njóta lífsins þótt þau hefðu ekki alltaf úr miklu að spila, hvort sem það var í hversdagsleikanum eða í fríum. Það er því sárt til þess að hugsa að þau fái ekki lengur notið lífsins saman. Að leiðarlokum stendur eftir þakklæti fyrir einstakan vin, sem var eins og besti bróðir. Elsku Sæja og fjölskyldan öll. Með aðdáun höfum við fylgst með ykkur í veikindum Gústa. Um- hyggjan og styrkurinn sem þið veittuð honum voru honum mik- ilvægust. Megi minningarnar um yndis- legan eiginmann, föður, tengda- föður og afa styrkja ykkur og leiða um ókomin ár. Blessuð sé minning Gústa. Hörður og Sigurborg. Fallinn er frá Ágúst Gunnar Oddgeirsson, eða Gústi eins og við kölluðum hann, langt um ald- ur fram. Gústi vann hjá Ragnari og Ásgeiri í tæp 20 ár og reyndist okkur ákaflega vel. Hann hafði mikla þjónustulund, var vand- virkur og sérlega laghentur. Það lék allt í höndunum á honum. Fyrst þegar hann kom til starfa hjá okkur var hann bílstjóri og seinna meir vann hann á starfs- stöð okkar í Snæfellsbæ. Ef það var eitthvað sem bilaði þá bara lagaði hann það. Gústi var mikill sögumaður og sátum við oft í kaffistofunni og hlustuðum á sög- urnar sem hann hafði að segja. Hann var mikill fjölskyldumaður og vildi hafa fólkið sitt í kringum sig, hann ferðaðist mikið og var húsbíllinn í uppáhaldi. Þau hjónin voru á faraldsfæti á sumrin og oft voru krakkarnir með í för. Hann var mikill áhugamaður um bíla og torfæruna og fóru þeir feðgar mikið á hana. Fyrirtækið fór á trukkasýningar erlendis og þar var Gústi á heimavelli, maður fróður um bíla og vagna. Einnig er minnisstæð ferðin sem við fór- um til Almería öll saman. Það er mikill söknuður að Gústa þar sem hann hefur þjónað íbúum, fyrir- tækjum og félagasamtökum í Snæfellsbæ. Elsku Gústi, við verðum þér ævinlega þakklát fyr- ir allt sem þú hefur unnið fyrir okkur hjá Ragnari og Ásgeiri ehf. Minning þín lifir. Elsku Sæja og fjölskylda, inni- legar samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Ásgeir Ragnarsson og fjölskylda. Ágúst Gunnar Oddgeirsson Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Helga Guðmundsdóttir, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Systir okkar, mágkona og frænka, ÓLÖF ERLA ÁRNADÓTTIR, Ollý, frá Akureyri lést í Stokkhólmi laugardaginn 6. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey. Systkini, makar, frændur og frænkur Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns og föður, HELGA ÞÓRS GUÐMUNDSSONAR rafeindavirkja. Sérstakar þakkir fá þeir sem komu að hjúkrun hans og umönnun. Guð blessi ykkur öll. Salóme Guðný Guðmundsdóttir Auður Helgadóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við fráfall ÞÓRIS HELGASONAR læknis. Auður Jónsdóttir Hilda Klara Þórisdóttir Bogi Andersen Anna Sesselja Þórisdóttir Helga Þórisdóttir Theodór Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.