Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 Tilboð til allra heilsársáfangastaða. Ferðatímabil: 1. okt. 2019 til 28. mars 2020. *Takmarkað sætaframboð. NJÓTA Kaupmannahöfn, verð frá 10.900 kr. aðra leið* SKOÐA, BÓKA, Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Næmi í samþættu líkindamati, skimunarprófi sem metur líkur á því að fóstur beri litningagalla, var óvenju lítið árið 2017 eða ein- ungis 69,2%. Þetta kemur fram í nýútgefinni Fæðingarskrá Land- spítalans fyrir árið 2017. Næmi prófsins er venjulega á milli 85 og 90% og hafði verið það árin á undan en það þýðir að litningagallar fundust í allt að 85- 90% tilfella. Jón Jóhannes Jónsson, pró- fessor og yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Land- spítalans, segir að hið óvenju litla næmi gæti verið tilviljun. Þó gefi tölurnar tilefni til að leggjast yfir framkvæmd samþætts líkindamats sem mælir möguleika á litn- ingaþrístæðum 13, 18 og 21. Skim- unarprófið gefur oft ekki vísbend- ingu um aukalitning 21. Spurning um áhættumörk „Það er spurning um hvar við drögum áhættumörkin. Eins og er eru þau 1 á móti 100 en með því að setja þau neðar gætum við auk- ið næmi. Þá fengi maður fleiri sem eru yfir mörkum, í þeim hópi gætu þá verið stöku konur sem eru með fóstur með aukalitning 21 en þetta próf hefur ekki 100% greining- argetu. Þetta kallar á skoðun á því hvað hægt sé að gera, hversu mik- ið við höldum að þetta gæti verið tilviljun og hversu mikið tilefni til einhverra breytinga hjá okkur.“ Jón bendir á að samþætta lík- indamatið sé ekki besti kosturinn í þessum efnum og heppilegra væri að taka upp svokallað NIPT- próf, skimunarpróf með sama hlutverk og samþætta lík- indamatið. NIPT-prófið hefur meira en 99% næmi en er ein- ungis í boði hérlendis á einkastof- unni Livio og er talsvert dýrara en samþætta líkindamatið. NIPT ætti að vera valkostur „Við höfum verið að skoða möguleikann á að taka upp NIPT- prófið á Landspítala og ég held að við sem erum að gera þessi fósturskimunarpróf séum öll ein- huga í því að það væri rétt,“ segir Jón sem bætir því við að hann telji að NIPT ætti að standa öll- um konum til boða á viðráðanlegu verði. NIPT er dýrara í fram- kvæmd en líkindamatið og er það helsta fyrirstaðan fyrir upptöku NIPT á Landspítalanum. Næmi skimunar- prófs 20% minna  Næmi í prófi sem metur líkur á litningagalla 69% árið 2017 en 85-90% árin á undan  Annað próf vænlegra Polar Pelagic-hátíð Hróksins í Tasiilaq, höfuðstað Austur-Græn- lands, lauk með glæsibrag sl. fimmtudagskvöld þegar Máni Hrafnsson tefldi fjöltefli við 60 nemendur grunnskólans í bænum. Máni og Joey Chan hafa undan- farna daga kennt rúmlega 400 grunnskólabörnum undirstöðu- atriði skáklistarinnar, efnt til myndlistarsamkeppni, heimsótt heimili fyrir börn sem ekki geta dvalið hjá sínum nánustu, og fært bágstöddum fjölskyldum í bænum veglegar gjafir. Í hátíðarlok var Justus Hansen, þingmaður og fulltrúi í sveitarstjórn Sermsooq, gerður að heiðursfélaga Hróksins. „Þetta var í einu orði sagt stór- kostlegt,“ segir Máni Hrafnsson, sem tekið hefur þátt í skákland- námi Hróksins á Grænlandi frá upphafi, árið 2003. Máni og Joey hafa síðustu árin séð um árlegar páskahátíðir í Ittoqqortoormiit, af- skekktasta bæ Grænlands og í fyrra fóru þau ásamt sirkuslistamönnum til Kullorsuaq, sem er á 74. breiddargráðu á vesturströndinni. Þá er vert að geta þess að Hrók- urinn býður velunnurum á opið hús á Menningarnótt í Pakkhúsi Hróks- ins, milli klukkan 14 og 16. Fjöltefli við 60 krakka  Hátíð Hróksins í Grænlandi lauk með glæsibrag Ljósmynd/Hrókurinn Góðverk Máni Hrafnsson tefldi fjöltefli við 60 nemendur grunnskólans. Tveir veirusjúkdómar hafa greinst í kjúklingum á Rang- árbúinu á Hólavöllum í Landsveit. Búið er í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fótfestu hérlendis. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu Matvælastofnunar. „Grunur um smitsjúkdóm vakn- aði eftir veikindi og aukin dauðsföll á búinu í lok júlí og þá tilkynnti Reykjagarður hf. málið til Matvælastofnunar. Stofnunin setti flutningsbann á búið og upplýsti aðila sem tengdust búinu og alifuglabændur um málið. Allir flutningar til og frá búinu eru bannaðir nema með sér- stöku leyfi stofnunarinnar. Veikir fuglar greindust með bæði innlyksa lifrarbólgu og Gumboro-veiki,“ segir þar, en sjúkdómar þessir finnast eingöngu í fuglum og berast smit því ekki í menn eða önnur spendýr. Kjúklingabú sett í einangrun  Veirusýkingarnar geta ekki borist í menn eða spendýr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.