Morgunblaðið - 24.08.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 24.08.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 Tilboð til allra heilsársáfangastaða. Ferðatímabil: 1. okt. 2019 til 28. mars 2020. *Takmarkað sætaframboð. NJÓTA Kaupmannahöfn, verð frá 10.900 kr. aðra leið* SKOÐA, BÓKA, Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Næmi í samþættu líkindamati, skimunarprófi sem metur líkur á því að fóstur beri litningagalla, var óvenju lítið árið 2017 eða ein- ungis 69,2%. Þetta kemur fram í nýútgefinni Fæðingarskrá Land- spítalans fyrir árið 2017. Næmi prófsins er venjulega á milli 85 og 90% og hafði verið það árin á undan en það þýðir að litningagallar fundust í allt að 85- 90% tilfella. Jón Jóhannes Jónsson, pró- fessor og yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Land- spítalans, segir að hið óvenju litla næmi gæti verið tilviljun. Þó gefi tölurnar tilefni til að leggjast yfir framkvæmd samþætts líkindamats sem mælir möguleika á litn- ingaþrístæðum 13, 18 og 21. Skim- unarprófið gefur oft ekki vísbend- ingu um aukalitning 21. Spurning um áhættumörk „Það er spurning um hvar við drögum áhættumörkin. Eins og er eru þau 1 á móti 100 en með því að setja þau neðar gætum við auk- ið næmi. Þá fengi maður fleiri sem eru yfir mörkum, í þeim hópi gætu þá verið stöku konur sem eru með fóstur með aukalitning 21 en þetta próf hefur ekki 100% greining- argetu. Þetta kallar á skoðun á því hvað hægt sé að gera, hversu mik- ið við höldum að þetta gæti verið tilviljun og hversu mikið tilefni til einhverra breytinga hjá okkur.“ Jón bendir á að samþætta lík- indamatið sé ekki besti kosturinn í þessum efnum og heppilegra væri að taka upp svokallað NIPT- próf, skimunarpróf með sama hlutverk og samþætta lík- indamatið. NIPT-prófið hefur meira en 99% næmi en er ein- ungis í boði hérlendis á einkastof- unni Livio og er talsvert dýrara en samþætta líkindamatið. NIPT ætti að vera valkostur „Við höfum verið að skoða möguleikann á að taka upp NIPT- prófið á Landspítala og ég held að við sem erum að gera þessi fósturskimunarpróf séum öll ein- huga í því að það væri rétt,“ segir Jón sem bætir því við að hann telji að NIPT ætti að standa öll- um konum til boða á viðráðanlegu verði. NIPT er dýrara í fram- kvæmd en líkindamatið og er það helsta fyrirstaðan fyrir upptöku NIPT á Landspítalanum. Næmi skimunar- prófs 20% minna  Næmi í prófi sem metur líkur á litningagalla 69% árið 2017 en 85-90% árin á undan  Annað próf vænlegra Polar Pelagic-hátíð Hróksins í Tasiilaq, höfuðstað Austur-Græn- lands, lauk með glæsibrag sl. fimmtudagskvöld þegar Máni Hrafnsson tefldi fjöltefli við 60 nemendur grunnskólans í bænum. Máni og Joey Chan hafa undan- farna daga kennt rúmlega 400 grunnskólabörnum undirstöðu- atriði skáklistarinnar, efnt til myndlistarsamkeppni, heimsótt heimili fyrir börn sem ekki geta dvalið hjá sínum nánustu, og fært bágstöddum fjölskyldum í bænum veglegar gjafir. Í hátíðarlok var Justus Hansen, þingmaður og fulltrúi í sveitarstjórn Sermsooq, gerður að heiðursfélaga Hróksins. „Þetta var í einu orði sagt stór- kostlegt,“ segir Máni Hrafnsson, sem tekið hefur þátt í skákland- námi Hróksins á Grænlandi frá upphafi, árið 2003. Máni og Joey hafa síðustu árin séð um árlegar páskahátíðir í Ittoqqortoormiit, af- skekktasta bæ Grænlands og í fyrra fóru þau ásamt sirkuslistamönnum til Kullorsuaq, sem er á 74. breiddargráðu á vesturströndinni. Þá er vert að geta þess að Hrók- urinn býður velunnurum á opið hús á Menningarnótt í Pakkhúsi Hróks- ins, milli klukkan 14 og 16. Fjöltefli við 60 krakka  Hátíð Hróksins í Grænlandi lauk með glæsibrag Ljósmynd/Hrókurinn Góðverk Máni Hrafnsson tefldi fjöltefli við 60 nemendur grunnskólans. Tveir veirusjúkdómar hafa greinst í kjúklingum á Rang- árbúinu á Hólavöllum í Landsveit. Búið er í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fótfestu hérlendis. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu Matvælastofnunar. „Grunur um smitsjúkdóm vakn- aði eftir veikindi og aukin dauðsföll á búinu í lok júlí og þá tilkynnti Reykjagarður hf. málið til Matvælastofnunar. Stofnunin setti flutningsbann á búið og upplýsti aðila sem tengdust búinu og alifuglabændur um málið. Allir flutningar til og frá búinu eru bannaðir nema með sér- stöku leyfi stofnunarinnar. Veikir fuglar greindust með bæði innlyksa lifrarbólgu og Gumboro-veiki,“ segir þar, en sjúkdómar þessir finnast eingöngu í fuglum og berast smit því ekki í menn eða önnur spendýr. Kjúklingabú sett í einangrun  Veirusýkingarnar geta ekki borist í menn eða spendýr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.