Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 49
Ásgeir þyrfti að komast að minnsta kosti í átta manna úrslit á einhverju þessara móta og vona að keppnin sé við menn sem hafa tryggt sér farseð- ilinn á ÓL. Auk verðlauna í handbolta og frjálsíþróttum hefur Ísland átt verð- launahafa á ÓL í júdó, Bjarna Frið- riksson, sem vann brons í Los Angel- es 1984. Júdókapparnir Sveinbjörn Iura og Egill Blöndal vinna báðir að því að komast á ÓL en Sveinbjörn hefur lengi dreymt um að keppa á leikunum í Tókýó enda með sterkar rætur til Japans, þar sem hann bjó fyrstu ár ævi sinnar og hefur síðar stundað nám og dvalið í æfingabúð- um. Þeir þurfa hins vegar að hækka sig um að minnsta kosti 30-40 sæti á heimslista, Sveinbjörn í -81 kg flokki og Egill í -90 kg flokki. Þar skiptir sköpum að ná góðum árangri á HM sem hefst í Tókýó á morgun. Aðeins 18 efstu á heimslista í hverj- um þyngdarflokki júdósins komast beint á ÓL, en hver þjóð fær að há- marki eitt sæti. Hins vegar er hægt að ná inn í gegnum „álfukvóta“ en sú staða er flókin og ræðst líklega ekki fyrr en á lokasprettinum á næsta ári. Fyrst Íslendinga í þríþraut? Guðlaug Edda Hannesdóttir rær að því öllum árum að verða fyrst Ís- lendinga til að keppa í þríþraut á Ól- ympíuleikum og á raunhæfa mögu- leika á því. Alls fá 55 konur og 55 karlar keppnisrétt í þríþraut í Tókýó, heimslistinn sem birtist 11. maí 2020 ræður, og gilda takmarkanir um fjölda frá hverju landi (hámark tveir frá hverju landi, en þó þrír ef þeir/ þær eru öll í hópi 30 efstu á heims- lista). Romana Gajdosová frá Slóvak- íu er síðust inn á leikana miðað við núverandi stöðu, þrátt fyrir að vera í 77. sæti heimslista. Guðlaug Edda er í 102. sæti. Valgarð og Irina horfa til ÓL Valgarð Reinhardsson og Irina Sazonova freista þess að þræða erfiða leið alþjóðafimleikasambandsins inn á leikana en sambandið hefur fengið mikla gagnrýni fyrir flóknar þátt- tökureglur. Í stuttu máli fá alls 100 konur og 100 karlar þátttökurétt til að keppa á ÓL. Tólf efstu liðin á HM í Stuttgart í október vinna sér inn sæti fyrir alls 48 konur og 48 karla. Hægt er að komast inn á leikana með sigri á einstökum áhöldum og í fjölþraut á heimsbikarmótaröð, eða með því að vinna álfukeppnir, en eftir standa rúmlega 40 sæti hjá hvoru kyni sem fara til þeirra sem bestum árangri ná í fjölþraut í Stuttgart en tilheyra ekki liði sem fær farseðil á ÓL. Þar liggur helsti möguleiki Valgarðs og Irinu. Valgarð hefur náð flottum árangri síðustu misseri, meðal annars inn í úrslit í stökki á EM í fyrra og í úrslit í gólfæfingum á heimsbikarmóti í sum- ar, auk þess að vinna sér inn sæti á Evrópuleikunum í sumar, og ríkir ákveðin bjartsýni um að hann komist til Tókýó. Óvissan er líklega talsverð hjá Irinu sem er að komast af stað eftir barneignir en stefnir á HM og sterkt heimsbikarmót í september. Ísland á svo líka mikið í Eyþóru El- ísabetu Þórsdóttur sem keppti fyrir Holland á ÓL í Ríó 2016. Eyþóra, sem á íslenska foreldra, hefur glímt við meiðsli og því ekki keppt eins mikið og hún vildi en stefnir á að keppa fyr- ir Holland á HM í Stuttgart þar sem þær hollensku verða væntanlega í harðri baráttu um liðasæti á ÓL. Af Crossfitleikum í ÓL-baráttu Þuríður Erla Helgadóttir stefnir á að verða fyrst íslenskra kvenna til að keppa í lyftingum með því að ná einu af 14 sætum í -59 kg flokki. Lyft- ingakonur þurfa að keppa á samtals sex mótum yfir þrjú mismunandi tímabil, og gilda fjögur bestu mótin á lista sem birtur verður 30. apríl. Átta efstu á þeim lista í hverjum flokki komast á Ólympíuleikana, að há- marki ein frá hverri þjóð, og við bæt- ist svo ein frá hverri af fimm heims- álfum auk eins gestgjafa eða „bónus- keppanda“ (wild card). Þuríður er núna í 38. sæti í sínum flokki en stað- an blekkir því keppendur eru búnir með mismörg mót og hefur Þuríður aðeins klárað tvö. HM í Taílandi í september skiptir miklu máli í þessu sambandi. Ef Þur- íður nær að lyfta 87-90 kg í snörun og 108-110 kg í jafnhendingu á HM auk eins móts í viðbót ætti hún að komast á Ólympíuleikana. Það er raunhæft markmið (Þuríður snaraði 87 kg á EM í apríl og hefur best jafnhent 2108 kg á HM 2017) setji Þuríður lyftingarnar í forgang núna þegar Crossfit-leikarnir eru að baki. Badmintonspilarinn Kári Gunnars- son hefur horft til Tókýó og þyrfti þá að verða einn af 38 keppendum í ein- liðaleik karla. Að hámarki einn kepp- andi frá hverri þjóð kemst inn nema þjóð eigi tvo keppendur í hópi 16 efstu á heimslista en þá fá þeir báðir sæti á leikunum. Sem stendur má segja að Artem Pochtarov frá Úkra- ínu sé síðasti maður inn en hann er í 99. sæti á heimslista. Kári er í 162. sæti en hefur hæst náð 138. sæti. Fleiri mætti nefna hér enda verður svona yfirlit sjálfsagt seint tæmandi. eldurinn lýsa? Ljósmynd/Simone Castrovillari Fyrstur Anton Sveinn McKee synti inn á Ólympíuleikana með frammistöðu sinni á HM í Gwangju í sumar. Áætlaður keppendafjöldi Fjöldi Íslendinga í hverri grein frá upphafi Íþróttagreinar Karlar Konur Samtals Karlar Konur Samtals Frjálsar íþróttir 988 912 1.900 52 11 63 Sundíþróttir 664 746 1.410 35 24 59 Hjólreiðar 300 228 528 Róður 263 263 526 Fótbolti 288 216 504 Júdó 193 193 386 9 0 9 Hokkí 192 192 384 Blak 192 192 384 Skotfi mi 180 180 360 3 0 3 Körfubolti 176 176 352 Siglingar 175 175 350 3 0 3 Handbolti 168 168 336 74 0 74 Kanó- og kajakróður 164 164 328 Fimleikar 114 210 324 1 1 2 Ruðningur 144 144 288 Glíma 192 96 288 2 0 2 Hnefaleikar 206 80 286 Skylmingar 106 106 212 Hestaíþróttir 100 100 200 Lyftingar 98 98 196 5 0 5 Badminton 86 86 172 2 2 4 Borðtennis 86 86 172 Tennis 86 86 172 Bogfi mi 64 64 128 Taekwondo 64 64 128 Golf 60 60 120 Þríþraut 55 55 110 Nútíma fi mmtarþraut 36 36 72 Nýjar greinar Hafnabolti/mjúkbolti 144 90 234 Karate 40 40 80 Hjólabretti 40 40 80 Klifur 20 20 40 Brimbretti 20 20 40 Samtals 5.704 5.386 11.090 186 38 224 Ólympíuleikarnir í Tókýó 2020 ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 Adam Árni Róbertsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson hafa framlengt samn- inga sína við knattspyrnudeild Kefla- víkur. Gera leikmennirnir þriggja ára samning en þeir hafa leikið stórt hlut- verk með liðinu í 1. deildinni, Inkasso- deildinni, í sumar. Adam Árni hefur skorað fimm mörk í sjö leikjum í sumar. Þá hefur Rúnar Þór komið við sögu í ellefu deild- arleikjum með liðinu í sumar þar sem hann hefur skorað þrjú mörk.  Naby Keita, leikmaður enska knatt- spyrnufélagsins Liverpool, er nú að glíma við meiðsli í mjöðm. Keita hefur ekkert spilað með Liverpool í upphafi leiktíðar en hann hefur verið óheppinn með meiðsli undanfarna mánuði. Keita mætti meiddur til leiks til Liverpool eftir Afríkukeppnina en náði sér góð- um. Hann meiddist svo á nýjan leik þegar hann var að koma sér af stað með Liverpool á undirbúnings- tímabilinu og nú er óvíst hversu lengi hann verður frá. Eitt ogannað ÚTILJÓSADAGAR afsláttur af völdum útiljósum 50% Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9–18 Laugard. kl. 10–16 Sunnud. kl. 12–16 KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla: Norðurálsvöllur: ÍA – ÍBV .....................L16 Greifavöllurinn: KA – KR .......................S16 Kaplakrikavöllur: FH – Breiðablik...S18:15 Víkingsvöllur: Víkingur – Grindavík.S19:15 Úrvalsdeild kvenna: Þórsvöllur: Þór/KA – Selfoss..................S14 Kópavogsvöllur: Breiðablik – Stjarnan .S14 Nettóvöllurinn: Keflavík – KR ...............S14 Würth-völlurinn: Fylkir – Valur.............S14 Hásteinsvöllur: ÍBV – HK/Víkingur......S14 1.deild karla: Þórsvöllur: Þór A. – Leiknir R. ..............L16 Rafholtsvöllur: Njarðvík – Magni..........L16 1.deild kvenna: Extra-völlurinn: Fjölnir – ÍR .................L14 Mustad völlurinn: Grindavík – Tindastóll ...................................................................L16 UM HELGINA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.