Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 50
50 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Eftir útreiðina í Sviss á miðviku- dagskvöldið varð ljóst að íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik myndi ekki leika í undankeppni EM 2021. Eftir að hafa komist í loka- keppni EM tvisvar í röð liggur nú fyrir að Ísland nær ekki þremur lokakeppnum í röð. Fyrir vikið hafa margir íþrótta- áhugamenn velt því fyrir sér hvort landsliðið fái ein- hver verkefni á næstunni þar sem eitthvað er í húfi. Hannes S. Jóns- son, formaður Körfuknattleiks- sambandsins, upplýsti Morgunblaðið um að Íslandi mundi spila alvöru landsleiki strax næsta vetur, þegar haft var samband við hann. „Þetta keppnisfyrirkomulag hjá FIBA er skemmtilega flókið við fyrstu sýn en þegar maður kynnir sér það þá er það nokkuð einfalt. Maður þarf kannski helgarnámskeið til að átta sig,“ sagði Hannes og hló. Hann heldur áfram. „Nú tekur við forkeppni fyrir HM sem fram fer ár- ið 2023. Lokakeppni HM mun hefj- ast í næstu viku í Kína en í vetur hefst forkeppnin fyrir HM 2023. Að lokinni forkeppni hefst síðan und- ankeppnin fyrir HM 2023 í nóv- ember 2021.“ Tap fyrir Búlgaríu svíður Ísland var með í undankeppninni fyrir HM 2019 og var þá í riðli með Tékklandi, Finnlandi og Búlgaríu. Þrátt fyrir að liðið ynni frábæra sigra gegn Tékkum og Finnum hér heima þá hafnaði það í neðsta sæti í riðlinum sem reyndist býsna jafn. Ís- lenska liðinu tókst ekki vel upp í leikjunum gegn Búlgaríu og tapaði þeim báðum. Hafði það afdrifaríkar afleiðingar því fyrir vikið féll Ísland niður um styrkleikaflokk. Var það þess valdandi að Ísland þurfti að fara í nýafstaðna forkeppni fyrir EM sem ekki tókst að komast í gegnum eins og frægt er orðið. Þá komst Ísland inn í und- ankeppni HM vegna þess að liðið komst í lokakeppni EM 2015. Nú þegar það missir af undankeppninnii fyrir EM 2021 þá er liðið þó ekki verkefnalaust því forkeppni HM 2023 hefst í febrúar. Samhliða undankeppni EM „Dregið verður í riðla fyrir for- keppnina í vetur. FIBA hefur ekki ákveðið hvort það verði í lok október eða í byrjun desember. Því fyrr því betra fyrir okkur því við vitum að þátttakan kallar á ferðalög og betra að hafa meiri tíma en minni til að skipuleggja þau. Þjóðir sem við get- um mætt eru Hvíta-Rússland, Alb- anía, Austurríki og Armenía svo ein- hver séu nefnd. Forkeppni HM mun hefjast í febrúar á næsta ári en einn- ig verður leikið í nóvember á næsta ári og í febrúar árið 2021. Tveir leikir verða spilaðir í hvert skipti og því mun Ísland spila sex leiki,“ útskýrði Hannes. Forkeppni HM er því í raun leikin samhliða undankeppni EM sem Ísland reyndi að komast í. Sömu landsleikjahléin eru notuð. „Þótt það sé mikið bakslag og svekkelsi að hafa ekki náð að komast í undankeppni EM þá eru alvöru verkefni framundan. Þarna stefnum við á að vinna riðilinn og koma okkur í undankeppni HM eins og síðast.“ Allt opið í þjálfaramálum Spurður um þjálfaramálin þá segir Hannes að KKÍ muni væntanlega gefa sér nokkrar vikur til að taka ákvarðanir um framhaldið. Samn- ingur Craig Pedersen rennur út um áramót eða áður en kemur að fyrstu leikjunum í forkeppni HM. „Þau mál verða rædd í september, mögulega í október. Samningurinn við Craig rennur út um áramót og hann er landsliðsþjálfari þangað til. Ég vil taka skýrt fram að ég er þeirr- ar skoðunar að þjálfarateymið hafi unnið mjög gott starf og hafi einnig starfað vel saman. Eins og staðan er núna er allt opið en að sjálfsögðu munum við setjast niður og fara yfir stöðuna. Bæði stjórn KKÍ og afreks- nefnd sambandsins. Formaður af- reksnefndar mun hafa þetta á sinni könnu ásamt mér. Við skulum alla vega segja að við verðum búin að leggjast vel yfir þetta fyrir fyrsta vetrardag,“ sagði Hannes ennfremur í samtali við Morgunblaðið en hann kom heim frá Sviss á fimmtudaginn. Landsliðið ekki verkefnalaust  Forkeppni HM hefst í febrúar hjá karlalandsliðinu í körfuknattleik Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þjálfarinn Craig Pedersen ásamt Herberti Arnarsyni formanni afreksnefndar KKÍ. Hannes S. Jónsson Nýliðar Aston Villa unnu sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni þegar liðið fékk Gylfa Þór Sigurðsson og lið Everton í heimsókn í fyrsta leik þriðju um- ferðar í gær. Lokatölur urðu 2:0 fyrir Villa. Brasilíumaðurinn Wesley skoraði fyrra markið á 22. mínútu og Anw- ar El Ghazi hið síðara á 90. mínútu. Gylfi Þór byrjaði inn á en var tek- inn af velli eftir rétt rúman klukku- tíma þegar Everton bætti í sóknina, en liðinu gekk enn illa að skapa sér færi. sport@mbl.is Nýliðarnir í Villa unnu Everton AFP Tap Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í Birmingham í gær. Haraldur Franklín Magnús, kylf- ingur úr GR, hafnaði í 3. sæti á móti á Nordic-mótaröðinni í golfi í Es- bjerg í Danmörku í gær. Haraldur lék hringina þrjá á samtals höggi yfir pari en vindasamt var meðan á mótinu stóð og einungis einn kylf- ingur lék 54 holur undir pari. Haraldur lék hringina á 74, 69 og 71 höggi og var átta höggum á eftir sigurvegaranum. Axel Bóasson úr Keili hafnaði í 32. sæti á samtals tólf höggum yfir pari en Andri Þór Björnsson úr GR komst ekki í gegn- um niðurskurðinn. kris@mbl.is Haraldur Franklín í 3. sæti í Esbjerg Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 3. sæti Haraldur Franklín hélt dampi við erfiðar aðstæður. England Aston Villa – Everton.............................. 2:0  Gylfi Þór Sigurðsson fór af velli eftir klukkutíma hjá Everton. Þýskaland B-deild: Darmstadt – Dynamo Dresden .............. 0:0  Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn með Darmstadt. Frakkland B-deild: Le Havre – Grenoble ............................... 3:1  Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í leikmannahópi Grenoble. Holland B-deild: Telstar – Excelsior .................................. 3:0  Elías Már Ómarsson spilaði síðustu tíu mínúturnar hjá Excelsior. Pólland Jagiellonia – Wisla Kraków ................... 3:2  Böðvar Böðvarsson var ónotaður vara- maður hjá Jagiellonia. Katar Al-Arabi – Al Ahli Doha.......................... 3:1  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið.  Þau mistök urðu í blaðinu í gær að Arna Sif Ásgrímsdóttir, miðvörður Þórs/KA og leikmaður 14. um- ferðar, var ekki inni í liði umferðar- innar. Arna á þar auðvitað skilið sæti og fær það á kostnað Lilju Daggar Valþórsdóttur úr KR. Arna Sif hefur þar með tvívegis verið valin í lið umferðar í blaðinu í sumar. Arna í liði umferðar í annað sinn HANDBOLTI Danmörk Bikarkeppni 16-liða úrslit: Kolding – Aalborg............................... 19:25  Árni Bragi Eyjólfsson skoraði eitt mark fyrir Kolding en Ólafur Gústafsson var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni.  Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.