Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 Moskvu. AFP. | Fyrsta fljótandi kjarnorkuver heimsins hóf í gær um 5.000 kílómetra siglingu með- fram norðurströnd Rússlands þrátt fyrir viðvaranir umhverfisverndar- samtaka sem óttast að kjarnorku- verið stefni viðkvæmu lífríki norðurskautssvæðisins í hættu. Rússneska orkuverið Akademik Lomonosov er hlaðið kjarnorku- eldsneyti. Það lagði úr höfn í Múr- mansk og á að sigla til hafnar- bæjarins Pevek í Tsjúkotka-héraði í norðaustanverðri Síberíu. Gert er ráð fyrir því að siglingin taki fjórar til sex vikur. Tíminn fer eftir veðri og magni hafíss á leiðinni. Rússneska kjarnorkustofnunin Rosatom segir að einfaldara sé að smíða fljótandi kjarnorkuver en að reisa það á jarðvegi sem er frosinn allt árið. Hún hyggst selja slík orkuver til annarra landa. Umhverfisverndarsamtök hafa hins vegar varað við hættunni sem stafar af fljótandi kjarnorkuverum og lýst þeim sem hugsanlegu „Tsjernobyl-slysi á ís“ og „kjarn- orku-Titanic-slysi“. Rashíd Alímov, sem fer fyrir orkudeild Grænfriðunga í Rúss- landi, sagði að umhverfisverndar- samtök hefðu gagnrýnt áformin um að nota fljótandi orkuver frá því að þau voru fyrst kynnt. „Öll kjarn- orkuver geta af sér geislavirkan úr- gang og skapa hættu á kjarnorku- slysum en fljótandi orkuverið er þar að auki illa varið fyrir storm- um,“ sagði hann. Alímov bætti við að önnur skip myndu hafa orkuver- ið í togi, þannig að hættan á árekstri í stormi væri mikil. Gert væri ráð fyrir því að notað kjarn- orkueldsneyti yrði geymt í kjarn- orkuverinu og það myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir við- kvæmt lífríki norðurskautssvæð- isins ef slys yrði. Þar að auki væru ekki næg úrræði til að hefja hreins- un á svæðinu. Alímov sagði að með því að smíða fljótandi kjarnorkuver hefðu rúss- nesk stjórnvöld misst af kjörnu tækifæri til að smíða vindorkuver í Tsjúkotka, sem er rúmlega 730.000 ferkílómetrar að stærð og aðeins með 50.000 íbúa. „Fljótandi kjarn- orkuver er of áhættusöm og dýr leið til að framleiða rafmagn,“ sagði hann. Kjarnorkuver lætur úr höfn Um 5.000 km Fyrsta fljótandi kjarnorkuver heimsins Rússneska orkuverið hóf 4-6 vikna siglingu í gær MOSKVA SÍBERÍA TSJÚKOTKA Múrmansk Pétursborg Pevek Norðurpóllinn Barents- haf Grænlandshaf Kara- haf Laptevs- haf Norður-Íshafið Kjarnorkuverið Lengd: 144 m Að sögn rússnesku kjarnorkustofnunarinnar Rosatom var ákveðið að smíða fljótandi kjarnorkuver þar sem það er einfaldara en að reisa kjarnorkuver á jarðvegi sem er frosinn allt árið Nýja fljótandi kjarnorkuverið á að koma í stað kjarnorkuvers á staðnum og kolaorkuvers Smíði pallsins hófst í Pétursborg árið 2006 Verður tekið í notkun fyrir lok ársins Á m.a. að sjá olíuborpöllum á svæðinu fyrir orku Þyngd: 21.000 tonn Er með tvo kjarnakljúfa sem geta framleitt 35 megavatta orku hvor 69 manna áhöfn  Varað við hættu á kjarnorkuslysi Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Bretlands sögðu í gær að miklir eldar í Amason-regnskógunum væru „alvarlegt alþjóðavandamál“ sem þyrfti að ræða á leiðtogafundi G7- ríkjanna í franska bænum Biarritz um helgina. Leiðtogar Frakklands og Írlands sögðust einnig ætla að leggj- ast gegn viðskiptasamningi Evrópu- sambandsins við Brasilíu og þrjú önnur Suður-Ameríkuríki vegna stefnu Brasilíustjórnar sem er sögð hafa ýtt undir það að bændur brenndu skóga í því skyni að taka land til ræktunar, auk þess sem hún hafi stuðlað að auknu skógarhöggi og námuvinnslu á Amason-svæðinu. Viðskiptasamningurinn var gerður í júní en hefur ekki enn verið staðfest- ur. „Húsið okkar er að brenna. Ama- son-svæðið – lungun sem framleiða 20% af súrefni jarðar – stendur í ljós- um logum,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti á Twitter þegar hann hvatti leiðtoga G7-ríkjanna til að ræða málið á fundinum um helgina. Talsmaður Angelu Merkel, kansl- ara Þýskalands, sagði síðar að hún væri sammála Macron um að eldarnir í Amason-regnskógunum væru alvar- legt vandamál sem leiðtogarnir þyrftu að ræða. Boris Johnson, for- sætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í yfirlýsingu á Twitter. „Hugarfar nýlenduherra“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur neitað því að eldunum hafi fjölgað í Brasilíu vegna stefnu stjórnarinnar og segir „umhverfis- sturlun“ hafa hindrað uppbyggingu landbúnaðar og nýtingu náttúruauð- linda í landinu. Hann sakaði Macron um íhlutun í innanríkismál Brasilíu í pólitískum tilgangi. „Tillaga forseta Frakklands um að málefni Amason- svæðisins verði rædd á fundi G7 án þátttöku landanna á svæðinu minnir óþyrmilega á hugarfar nýlenduherra sem á ekki við á 21. öldinni,“ sagði hann á Twitter. Áður hafði geimrannsóknastofnun Brasilíu, INPE, sagt að gervihnatta- myndir sýndu að 73.000 gróðureldar hefðu kviknað í landinu, flestir þeirra á Amason-svæðinu, á fyrstu átta mánuðum ársins. Þeir voru um 85% fleiri en á sama tímabili á síðasta ári. Áður hafði Bolsonaro sakað stofnun- ina um lygar vegna skýrslu þar sem fram kom að skógareyðingin á Ama- son-svæðinu hefði verið 88% meiri í júní en í sama mánuði í fyrra. Yfir- maður stofnunarinnar sagði síðar að sér hefði verið vikið frá vegna deil- unnar. Þýðingarmiklir fyrir jörðina Amason-regnskógarnir eru alls um 5,5 milljónir ferkílómetra að stærð og stærstur hluti svæðisins er í Brasilíu. Regnskógar eru tegundaríkustu vist- kerfi heimsins og þeim hefur verið lýst sem lungum jarðar. Margir fræðimenn telja að um 20% af ný- myndun súrefnis á jörðinni eigi sér stað í Amason-skógunum sem eru stærsta regnskógasvæði jarðar, að því er fram kemur í grein eftir Jón Má Halldórsson líffræðing á Vísinda- vefnum. Ennfremur er mikið af kol- efni bundið í regnskógunum og eyð- ing þeirra getur aukið gróðurhúsa- áhrif sem eru talin stuðla að loftslags- breytingum á jörðinni. Jón Már bendir m.a. á að í „gríðar- lega fjölbreyttri fánu og flóru regn- skóganna“ séu „ýmis efni sem gætu nýst til að vinna á sjúkdómum í nán- ustu framtíð“. Segja megi að regn- skógarnir séu „lyfjasafn af stjarn- fræðilegri stærðargráðu“. Landbúnaður er helsta ástæða þess að gengið hefur stórlega á regn- skóga jarðar síðustu áratugi. Skógar- eyðingin á Amason-svæðinu er eink- um rakin til vaxandi nautgriparæktar vegna mikillar eftirspurnar eftir nautakjöti á Vesturlöndum. Margir fátækir bændur í Brasilíu hafa beitt þeirri aðferð að brjóta gróðurinn nið- ur til að brenna hann og taka nýtt land til ræktunar. Hætt er þá við að bændurnir missi stjórn á eldinum og hann breiðist út með alvarlegum af- leiðingum fyrir dýra- og plöntulífið. Skógareldarnir sagðir al- varlegt alþjóðavandamál  Frakkar og Írar hóta að hindra viðskiptasamning ESB við Brasilíu ARGENTÍNA BÓLIVÍA Eldar í Amason-regnskógunum Heimild: FIRMS BRASIL ÍA 200 km BRASILÍA ATLANTSHAF Eldar í gær og fyrradag AFP SOS Skógareyðingu á Amason-svæðinu mótmælt fyrir utan sendiráð Bras- ilíu í Berlín. Stjórn landsins er sökuð um að hafa ýtt undir skógareyðinguna. GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.