Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 24. ágúst 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.58 125.18 124.88 Sterlingspund 151.19 151.93 151.56 Kanadadalur 93.67 94.21 93.94 Dönsk króna 18.495 18.603 18.549 Norsk króna 13.883 13.965 13.924 Sænsk króna 12.87 12.946 12.908 Svissn. franki 126.75 127.45 127.1 Japanskt jen 1.1698 1.1766 1.1732 SDR 170.63 171.65 171.14 Evra 137.91 138.69 138.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.1121 Hrávöruverð Gull 1498.7 ($/únsa) Ál 1750.5 ($/tonn) LME Hráolía 60.43 ($/fatið) Brent ● Hagnaður sjóða Íslandssjóða nam 262 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Það er ríflega 140% aukning frá sama tímabili árið áður. Þetta má lesa í árshluta- uppgjöri Íslandssjóða fyrir fyrri helm- ing ársins. Allir sjóðir Íslandssjóða skiluðu já- kvæðri ávöxtun á tímabilinu og nam ávöxtun sjóðanna alls 8.010 millj- ónum króna. Til samanburðar var hagnaðurinn ríflega 1,4 milljarður króna árið áður og fimmfaldaðist þannig milli ára. Tekjur jukust verulega milli ára og námu 912 milljónum króna og jukust um tæplega 29% milli ára. Árið áður hafði sú upphæð numið 707 millj- ónum króna. Að sama skapi jukust rekstrargjöld eilítið, fóru úr 572 millj- ónum króna árið 2018 í 584 milljónir króna á fyrri helmingi þessa árs. Nemur aukningin rétt um 2%. Kjartan Smári Höskuldsson, fram- kvæmdastjóri Íslandssjóða, var ánægður með uppgjör félagsins. „Rekstur Íslandssjóða er áfram sterkur og góð ávöxtun sjóða og eignasafna hefur skilað sér til við- skiptavina okkar á þessu ári.“ Í lok júní voru 22 verðbréfa- og fjárfestingasjóðir í rekstri hjá Íslands- sjóðum og nam hrein eign þeirra 165 milljörðum króna. Hagnaður Íslandssjóða eykst verulega milli ára STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Samanlagður hagnaður stóru tryggingafélaganna þriggja fyrir skatta, TM, Sjóvá og VÍS, nær átt- faldast á milli ára, sé horft til fyrstu sex mánaða þessa árs í sam- anburði við fyrstu sex mánuði síð- asta árs. Þannig nam hagnaðurinn í ár 7,3 milljörðum króna en var á sama tíma í fyrra 859 milljónir króna, en tap varð það ár af fjár- festingarstarfsemi Sjóvár og trygg- ingastarfsemi TM. Nemur breyt- ingin á milli ára 755%. Sé horft til þess hvaðan hagn- aðurinn kemur, þá högnuðust félög- in um tæplega 1,9 milljarða króna af tryggingastarfsemi á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 340 milljóna króna hagnað af sömu starfsemi á síðasta ári, en inni í töl- unni er 327 milljóna tap TM fyrstu sex mánuði 2018. Fjárfestingar skila meiru Fjárfestingarhlutinn skilaði enn betri afkomu en tryggingahlutinn í ár. Hagnaður af þeim hluta rekstr- ararins nam samtals tæpum 5,5 milljörðum króna fyrir skatt, en á síðasta ári var hagnaðurinn á sama tíma meira en tíu sinnum minni eða einungis 519 milljónir króna. Inni í þeirri samtölu er 259 milljóna króna tap Sjóvár. Ef horft er til fjárfestingarstarf- semi einstakra félaga þá hagnaðist Sjóvá um 1,9 milljarða króna fyrstu sex mánuði þessa árs af þeirri starfsemi, samanborið við áður- nefnt 259 milljóna króna tap í fyrra. VÍS hagnaðist um 1,8 millj- arða samanborið við 387 milljóna króna hagnað í fyrra og TM hagn- aðist um 1,7 milljarða, samanborið við 391 milljóna króna hagnað af fjárfestingarhlutanum á sama tíma á síðasta ári. Þorsteinn Andri Haraldsson, sér- fræðingur í Greiningardeild Arion banka, segir í samtali við Morg- unblaðið að rekstur tryggingafélaga hafi í grófum dráttum tvær hliðar; annars vegar þá sem snúi að því hvernig iðgjöld félaganna duga til að mæta tjónum og rekstrarkostn- aði og hins vegar hvernig gengur að ávaxta eignasafn félaganna. „Sjóvá sker sig úr hvað varðar vöxt tekna en eigin iðgjöld Sjóvar á fyrri árshelmingi jukust um tæp 16% milli ára á meðan raunvöxtur bæði TM og VÍS var nær enginn. Þannig virðist Sjóvá vera að auka sína markaðshlutdeild á kostnað hinna félaganna,“ segir Þorsteinn. Hann segir að samanburður milli ára litist af stórum brunatjónum vorið 2018. Þá segir hann stóru breytinguna milli ára snúa að fjár- festingartekjum. „Það er blæ- brigðamunur á eignasöfnum félag- anna en heilt yfir ræður annars vegar breyting á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa og hins vegar þró- un innlends hlutabréfamarkaðar þar mestu um. Eftir nokkuð óhag- fellda þróun síðustu ár á innlendum verðbréfamarkaði var vorið mjög hagfellt. Mikil lækkun á ávöxtunar- kröfu ríkisbréfa á fyrri hluta árs og hækkun hlutabréfaverðs skýrir að mestu þessa miklu hækkun fjárfest- ingartekna. Samtals eru fjárfesting- areignir félaganna um 100 ma.kr. og bókfært eigið fé um 45 ma. Breytingar á eignamörkuðum hafa því mikil áhrif á arðsemi eigin fjár hjá félögunum.“ Hagnaður tryggingafélaga áttfaldast milli ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Afkoma Bílatryggingar eru stór hluti af tryggingakostnaði almennings og fyrirtækja. Fyrri helmingur 2019 » Vís hagnaðist um 2,5 millj- arða fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins » Sjóvá hagnaðist um 2,9 milljarða króna. » TM hagnaðist um 1,9 millj- arða króna. » Skattgreiðslur VÍS námu 315 milljónum fyrstu sex mánuði 2019, Sjóvár 341 mkr.og TM 126 mkr.  Fjárfestingar skiluðu 5,5 milljörðum  Tryggingar skiluðu 1,9 milljörðum Svo virðist sem líbran, rafmynt Fa- cebook, verði háð strangari reglu- setningu en margir af þeim fjárfest- um sem fyrst skuldbundu sig til þess að taka þátt í verkefninu um rafmynt- ina bjuggust við. Ræða þeir nú sín á milli um leiðir til þess að hætta við fjárfestinguna, að því er fram kemur í frétt Financial Times. 28 fyrirtæki sem saman mynda Libru-sambandið (e. Libra Associa- tion), þar á meðal Visa, Mastercard, Uber, Spotify og dótturfyrirtæki Facebook, Calibra, gerðu með sér óskuldbindandi samkomulag um að fjárfesta 10 milljónir Bandaríkjadala hver hið minnsta í verkefninu sem Facebook kynnti heiminum í júní, með það að markmiði að hrista upp í heimi greiðslumiðlunar. Rafmyntin hefur aftur á móti vakið ugg stjórn- málamanna og alþjóðlegra reglu- varða en á meðal þess sem nú hefur verið sett í gang er rannsókn embætt- ismanna Evrópusambandsins sem vinna að löggjöf gegn auðhringum. Tveir væntir fjárfestar í líbrunni hafa lýst yfir áhyggjum sínum við FT vegna þess kastljóss sem beinist að reglusetningu líbrunnar. Annar sagð- ist hafa áhyggjur af eigin fyrirtækj- um og að opinber stuðningur við líbr- una gæti beint sjónum eftirlitsaðila að þeim. „Ég tel að það verði erfitt fyrir meðlimi, sem vilja láta líta á sig sem fyrirtæki sem fara eftir reglum, að styðja líbruna opinberlega,“ segir einn meðstofnenda við FT en sam- kvæmt heimildum blaðsins eru stjórnendur Facebook orðnir þreyttir á að vera einir í víglínunni. Bæði Fa- cebook og Líbrusambandið neituðu að sjá sig um málið. AFP Rafmynt Fjárfestar líbrunnar hafa áhyggjur af harðari reglusetningu. Uggur í fjárfest- um líbrunnar  Harðari reglu- setning virðist bíða rafmyntarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.