Morgunblaðið - 24.08.2019, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 24.08.2019, Qupperneq 48
ÓL 2020 Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Nú þegar nákvæmlega 11 mánuðir eru þar til eldurinn verður tendraður á ólympíuleikvanginum í Tókýó í Jap- an er vert að velta vöngum yfir því hvaða Íslendingar koma til með að njóta þar sviðsljóssins á því sem kalla má stærsta svið íþróttanna. Einn ís- lenskur íþróttamaður og tveir ís- lenskir þjálfarar eru þegar öruggir um farseðilinn á Ólympíuleikana en hversu margir gætu bæst í hópinn? Ísland hefur mest átt 31 keppanda á Ólympíuleikum en það var árið 1988 í Seúl. Þar af voru 14 handboltamenn. Eftir að hafa verið með 27 fulltrúa á ÓL 2008 og 2012 og fulltrúa í sex mis- munandi greinum á þeim síðarnefndu átti Ísland hins vegar aðeins átta keppendur samtals í fjórum greinum á ÓL í Ríó 2016. Fulltrúar okkar höfðu ekki verið færri í tæplega hálfa öld eða síðan í Mexíkó 1968. Stór hópur íslensks íþróttafólks vinnur nú að því að komast til Tókýó og hér verður reynt að varpa ljósi á það hver koma helst til greina í þeim efnum. Næstu mánuðir ráða úrslitum og margir gætu þurft að bíða með öndina í hálsinum fram til loka júní á næsta ári með að vita örlög sín. Anton Sveinn McKee synti sig inn á sína þriðju leika og varð fyrstur ís- lenskra íþróttamanna til að tryggja sér farseðilinn til Tókýó með frammi- stöðu sinni í 200 metra bringusundi á HM í síðasta mánuði. Anton gæti einnig náð keppnisrétti í 100 og 50 metra bringusundi. Það er nokkuð mismunandi eftir íþróttagreinum hvernig keppendur geta unnið sér sæti á leikunum en í sundi er leiðin nokkuð skýr. Syndi fólk undir ákveðnum tíma hefur það tryggt sér keppnisrétt í viðkomandi sundgrein á leikunum. Einnig eru til „B-lágmörk“ sem geta dugað sund- fólki til að fá keppnisrétt. Árangur sundkvennanna Eyglóar Óskar Gústafsdóttur og Hrafnhildar Lúthersdóttur var það sem stóð upp úr hjá íslenska hópnum í Ríó (meist- aratitill Guðmundar Guðmundssonar sem landsliðsþjálfari Dana í hand- bolta er þá ekki talinn með). Báðar syntu þær úrslitasund á leikunum, fyrstar íslenskra kvenna. Hrafnhild- ur er nú hætt keppni og bakmeiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá Eygló. Hún er þó eftir sem áður lík- legust af okkar sundfólki til að fylgja Antoni. Kristinn Þórarinsson og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sem kepptu bæði á HM í sumar, horfa einnig til ÓL en eiga lengra í land. Hilmar stendur best að vígi í frjálsíþróttum Í frjálsum íþróttum er nokkuð stór hópur með Ólympíuleikana í sigtinu. Frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Haf- steinsson verður vísast einnig á leik- unum en lærisveinn hans Daniel Ståhl er þegar kominn með keppn- isrétt í kringlukasti. Alþjóðafrjáls- íþróttasambandið hefur breytt sínu inntökukerfi talsvert eftir innleiðingu heimslista í hverri grein. Enn er hægt að vinna sig inn á leikana með því að ná ákveðnu lágmarki í hverri grein, en þessi lágmarksskilyrði eru mun strangari en áður. Fyllt verður svo í keppendafjölda í hverri grein út frá stöðu á heimslista 1. júlí, og er fjöldinn mismunandi eftir greinum (t.d. 32 í kastgreinum en 80 í mara- þoni). Enginn íslenskur frjálsíþróttamað- ur hefur náð lágmarki fyrir ÓL. Guðni Valur Guðnason og Ásdís Hjálmsdóttir eiga árangur sem kemst hvað næst því; Guðni 47 sentí- metra frá lágmarkinu í kringlukasti og Ásdís 57 sentímetra í spjótkasti. Besti tími Anítu Hinriksdóttur í 800 metra hlaupi er hálfri sekúndu frá lágmarkinu og Hilmar Örn Jónsson þyrfti að bæta sig um rúma tvo metra í sleggjukasti. Þessi fjögur eiga hins vegar öll vel raunhæfa möguleika á að komast á ÓL vegna stöðu á heims- lista og skilyrða um að að hámarki þrír keppendur frá hverri þjóð keppi í hverri grein. Þau þurfa að ná góðum árangri á sterkum mótum til að safna stigum fram til 30. júní, en sem stend- ur er Hilmar Örn efstur Íslendinga á heimslista eftir stöðugan árangur á þessu ári. Hilmar er „inni“ á leikunum í Tók- ýó miðað við núverandi stöðu, í 30. sæti miðað við kröfuna um hámark þrjá frá hverju landi. Alls keppa 32 í sleggjukasti karla í Tókýó. Ásdís er í 39. sæti í spjótkasti (32 sæti í boði), Guðni í 47. sæti í kringlukasti (32 sæti í boði), Dagbjartur Daði Jónsson í 60. sæti í spjótkasti (32 sæti í boði), Aníta í 74. sæti í 800 m hlaupi (48 sæti í boði), Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í 77. sæti í 200 m hlaupi (56 sæti í boði) og Arnar Pétursson í 197. sæti í maraþoni (80 sæti í boði). Vert er einnig að minnast á EM-farann Sindra Hrafn Guðmundsson sem hef- ur kastað yfir 80 metra í spjótkasti en lítið getað keppt á þessu ári. Ekkert þeirra er hins vegar í þeirri stöðu að geta næsta sumar stefnt á að bætast í hóp með Vilhjálmi Einarssyni og Völu Flosadóttur sem það íslenska frjálsíþróttafólk sem unnið hefur ól- ympíuverðlaun. Ólafía og Valdís „dottnar út“ Í fyrra og fram á þetta ár var gott útlit fyrir að Ólafía Þórunn Krist- insdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir yrðu í hópi 60 kvenkylfinga á ÓL í Tókýó. Sú staða hefur snarversnað. Eftir aldarlanga fjarveru kylfinga var golf aftur á dagskrá Ólympíuleikana í Ríó, og keppt þar í einstaklings- keppni karla og kvenna. Þátttöku- réttur miðast við stöðu á heimslista undir lok júní á næsta ári. Hins vegar mega aðeins tveir kylfingar frá hverju landi keppa í hvorum flokki, nema úr hópi 15 efstu á heimslista en þaðan mega að hámarki fjórir kylf- ingar frá sama landi koma (til dæmis eru fjórar frá Suður-Kóreu í hópi 15 efstu á heimslista kvenna). Þetta þýðir til dæmis að hin finnska Sanna Nuutinen er inni á leikunum miðað við núverandi stöðu, þrátt fyrir að hún sé í 395. sæti á heimslista. Valdís er núna í 542. sæti og Ólafía í 646. sæti en í fyrravor, svo dæmi sé tekið, var Ólafía í 173. sæti og Valdís í 299. sæti. Þá voru þær báðar inni á leikunum og þannig var staðan einnig í mars á þessu ári. Sem stendur er Valdís fimmti varamaður inn á leikana. Handboltalandsliðið þarf að standa sig vel á EM Karlalandsliðið í handbolta hefur sjö sinnum komist á Ólympíuleikana og þar stendur silfrið í Peking 2008 vitaskuld upp úr. Guðmundur Guð- mundsson, sem státað getur af því að hafa unnið verðlaun á ÓL með tveim- ur landsliðum, á raunhæfa möguleika á að koma strákunum okkar til Tók- ýó. Leiðin þangað er þó torfær. Lykillinn að ÓL felst í góðum árangri á EM í janúar en fleira þarf til. Vinni Ísland mótið fær liðið reynd- ar strax þátttökurétt á ÓL, en annars snýst málið um að komast í sérstaka ólympíuundankeppni sem fram fer í apríl. Hvað þarf til að komast þang- að? Segja má að Ísland berjist á EM um annað af tveimur lausum sætum í ólympíuundankeppninni, en að í þeirri baráttu þurfi liðið ekki að spá neitt í stöðu Danmerkur, Noregs, Frakklands, Þýskalands, Svíþjóðar, Króatíu og Spánar (liðanna sjö sem enduðu í efstu sætum á HM í ár). Einfaldast er því að segja að Ísland standi á EM í baráttu við lið á borð við Ungverjaland og Rússland (sem eru með Íslandi í riðli), Norður- Makedóníu, Slóveníu, Tékkland, Hvíta-Rússland og fleiri um tvö laus sæti í ólympíuundankeppninni. Þar verður svo keppt í þremur fjögurra liða riðlum í apríl og komast tvö lið upp úr hverjum riðli og á Ólympíu- leikana, eins og Ísland gerði síðast 2012. Ljóst er að Dagur Sigurðsson verður að minnsta kosti í Tókýó, með sína menn í gestgjafaliði Japans, og afar líklegt er að Þórir Hergeirsson verði þar einnig með norska kvenna- landsliðið. Sveinbjörn með á „heimavelli“? Skotíþróttamaðurinn Ásgeir Sig- urgeirsson stefnir á að komast á sína aðra Ólympíuleika eftir að hafa keppt í London 2012. Alls fá 29 karlar sæti í keppni með 10 m loftskammbyssu og eru 14 sæti enn laus. Fyrir Ásgeir eru tvö sæti í boði á síðasta heimsbikar- móti tímabilsins, í Ríó í komandi viku, tvö á EM í Póllandi í febrúar, eitt á sérstöku ólympíuundanmóti og eitt vegna stöðu á heimslista. Ljóst er að Á hvaða Íslendinga mun  Íslendingar í að minnsta kosti tíu greinum horfa til ÓL næsta sumar  Frumkvöðlar í golfi og þríþraut? 48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 Inkasso-deild karla Víkingur Ó. – Fjölnir............................... 4:1 Harley Willard 7. (víti), Ibrahim Sorie Bar- rie 29., Guðmundur Magnússon 40., 72. (víti) – Albert Brynjar Ingason 69. (víti). Grótta – Fram .......................................... 3:1 Arnar Þór Helgason 24., Sölvi Björnsson 67., 81. – Frederico Bello Saraiva 79. (víti). Þróttur R. – Keflavík .............................. 1:3 Jasper van der Heyden 53. – Þorri Mar Þórisson 5., Ísak Óli Ólafsson 26., Adolf Mtasingwa Bitegeko 39. (víti). Staðan: Fjölnir 18 10 5 3 35:19 35 Grótta 18 9 7 2 37:25 34 Þór 17 9 5 3 29:17 32 Leiknir R. 17 9 2 6 30:25 29 Keflavík 18 8 4 6 27:23 28 Víkingur Ó. 18 7 6 5 22:16 27 Fram 18 8 2 8 27:29 26 Þróttur R. 18 6 3 9 34:29 21 Afturelding 18 5 3 10 23:34 18 Haukar 18 3 7 8 24:34 16 Magni 17 4 4 9 21:43 16 Njarðvík 17 3 2 12 16:31 11 3. deild karla KV – Skallagrímur ................................... 8:1 4. deild karla D Elliði – Ægir ............................................. 2:1 KÁ – Kóngarnir ...................................... 17:0 Inkasso-deild kvenna FH – Haukar............................................. 3:5 Tara Björk Gunnarsdóttir (sjálfsmark) 44. Margrét Sif Magnúsdóttir 48., Birta Georgsdóttir 53. – Vienna Behnke 3., 5., 10., Sierra Marie Lelii 11., Dagrún Birta Karls- dóttir 36. ÍA – Þróttur R. ......................................... 0:4 Linda Líf Boama 44., 88., Margrét Sveins- dóttir 61., Lauren Wade 62. Afturelding – Augnablik ........................ 1:1 Darian Elizabeth Powell 85. – Vigdís Lilja Kristjánsdóttir 66. Staðan: Þróttur R. 15 13 0 2 62:10 39 FH 15 11 2 2 45:20 35 Haukar 15 9 0 6 28:19 27 Tindastóll 14 8 1 5 35:32 25 Afturelding 15 6 3 6 26:20 21 ÍA 15 4 4 7 16:24 16 Grindavík 14 3 6 5 19:25 15 Augnablik 15 4 3 8 12:24 15 Fjölnir 14 3 4 7 17:31 13 ÍR 14 0 1 13 3:58 1 2. deild kvenna Álftanes – Fjarðab/Höttur/Leiknir ........ 1:3 KNATTSPYRNA PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir mánudaginn 2. september SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Börn & uppeldi Víða verður komið við í uppeldi barna í tómstundum, þroska og öllu því sem viðkemur börnum frá fæðingu til 12 ára aldurs. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 7. sept. EM kvenna U16 B-deild í Búlgaríu Leikið um sæti 21-23: Albanía – Ísland.................................... 43:79 KÖRFUBOLTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.