Morgunblaðið - 29.08.2019, Side 8

Morgunblaðið - 29.08.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 Breskir kjósendur samþykktu aðkoma sér úr ESB. Þeir sem urðu undir lofuðu ítrekað og sam- þykktu á flokksþingum að þjóðin mætti treysta því að niðurstaða hennar stæði. Ekki leið langur tími frá þar til ESB sinnar á þingi bættu við sem ófrávíkjanlegu skilyrði fyrir þess að þeir stæðu við loforð sín, að samningur næðist um „útgöngu- samning.“ Með því var Brussel fengið úrslitavald um hvort af út- göngu yrði.    Theresa May spilaði með í þess-um ljóta leik. Eftir að Johnson tók við embætti tilkynnti hann að Bretland færi úr ESB 31. október eins og lög stæðu til, með eða án út- göngusamnings. Hann kysi fremur að samningur næðist, en það væri þó ekki stórmál.    En andstæðingarnir voru ekkihættir og vildu gera bandalag flokka og einstakra þingmanna um að breyta gildandi lögum.    Boris Johnson tilkynnti þá aðhann hygðist fresta samkomu þingsins sem kemur saman í sept- ember, eftir stuttan fund þar, til 14. október. Þá verða 17 dagar til út- göngu. Forsætisráðherrann lagði um leið fjölmörg mál fyrir þingið sem fara fyrir öðrum tillögum. Er hann sakaður um einræðistilburði og níðingsverk gagnvart stjórnlög- um.    En Elísabet II. hefur nú sam-þykkt tillögu hans og ljóst að stjórnlagafræðingar krúnunnar hafa farið rækilega yfir. Líkur á því að nú verði vilji þjóðarinnar loksins virtur hafa því aukist mjög. Boris Johnson Það skiptir máli hver leiðir STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Endanleg niðurstaða um það hvort smálán fyrirtækisins Commerce 2020 heyri undir íslensk eða dönsk lög fæst frá úrskurðarnefnd neyt- endamála. Fyrirtækið býður íslensk- um neytendum upp á smálán í gegn- um þjónusturnar 1909, Hraðpeninga, Kredia, Múla og Smálán. Neytendastofa úrskurðaði nýverið að fyrirtækinu bæri að fara eftir ís- lenskum lögum við gerð neytenda- samninga sinna. Commerce 2020, sem hefur aðsetur í Danmörku, telur nauðsynlegt að fá skorið úr þessu lagalega álitaefni. „Þangað til úr- skurður fæst munum við að sjálf- sögðu halda áfram að gera okkar til þess að samstarfið við Neytenda- stofu verði sem best,“ sagði Ondrej Smakal, forstjóri fyrirtækisins. Þórunn Anna Árnadóttir, sviðs- stjóri neytendaréttarsviðs hjá Neyt- endastofu, segir að umrædd lán heyri undir lög um lagaskil á sviði samningaréttar þar sem segir að neytandinn eigi rétt á að njóta verndar í því ríki sem hann býr í. „Ákvarðanir okkar eru bindandi en fyrirtækið getur vísað henni til áfrýj- unarnefndar neytendamála. Þar verður ákvörðun okkar annaðhvort staðfest eða felld úr gildi,“ segir Þór- unn. Áfrýjunarfrestur er fjórar vik- ur og hafði Þórunn í gær ekki haft spurnir af því að danska fyrirtækið hefði áfrýjað. Smálánin fyrir úrskurðarnefnd  Smálánafyrirtækið Commerce 2020 ósammála úrskurði Neytendastofu  Telur að lánin heyri undir dönsk lög  Getur vísað til úrskurðarnefndar neytendamála Arctic Fish hefur endurheimt leyfi til að ala lax í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði. Fyrstu seiðin sam- kvæmt nýju leyfunum voru sett í kvíar í Tálknafirði í gær. Leyfi Arctic Fish og Arnarlax til aukningar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði voru felld úr gildi í sept- ember á síðasta ári með úrskurði úr- skurðarnefndar umhverfis- og auð- lindamála. Var ágalli talinn á umhverfismati fyrirtækjanna. Vegna þeirrar stöðu sem upp var komin var lögfest heimild til ráð- herra sjávarútvegsmála að veita fyr- irtækjum bráðabirgðaleyfi, að upp- fylltum skilyrðum, með sama hætti og umhverfisráðherra hafði til að gera í sínum málaflokki. Viðbót við umhverfismat Fyrirtækin gerðu viðbótarskýrslu við umhverfismatsskýrslu þar sem bætt var úr þeim ágöllum sem taldir voru á fyrra mati. Einkum snérist hún um samanburð við fleiri valkosti og gildi þeirra. Fyrirtæki töldu að ekki væru tæknilegir möguleikar til eldis á ófrjóum laxi og notkun lok- aðra kvía og það samrýmdist ekki markmiðum framkvæmdarinnar. Hins vegar var staðsetningu kvía breytt með tilliti til nýrrar tækni og þekkingar til að draga úr neikvæð- um áhrifum laxeldisins. Mikill léttir Matvælastofnun hefur nú veitt Arctic Fish rekstrarleyfi fyrir 6.800 tonna eldi í þessum tveimur fjörðum og samhliða veitir Umhverfisstofnun starfsleyfi. Unnið er að afgreiðslu umsókna Arnarlax um endurheimt leyfa á sömu forsendum. „Þetta er mikill léttir. Vissulega er ferillinn búinn að vera langur því það hefur tekið tæpt ár að endurheimta leyfin,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish. helgi@mbl.is Seiði í Tálknafjörð með nýjum leyfum  Arctic Fish endurheimtir lax- eldisleyfi sín Patreksfjörður Starfsmenn Arctic Fish setja laxaseiði í sjókví. Tjarnarbíó - Listasafn Íslands - Ráðhús Reykjavíkur - Hard Rock Cafe - Borgarbókasafn 4.-8. SEPTEMBER www.reykjavikjazz.is facebook.com/Rvk.jazz miðasala á tix.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.