Morgunblaðið - 29.08.2019, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.08.2019, Qupperneq 29
sem við erum að gera með því að byggja upp félagsmenn og styðja góð málefni eru ekki síður mik- ilvæg verkefni en þegar Thomas Wildey stofnaði regluna. Besti dómurinn um starf okkar er að fólk vill vera í reglunni og nýtt fólk vill koma til liðs við okkur.“ Félagar í Oddfellow-stúkum eld- ast, eins og gjarnan gerist í öðrum reglum og klúbbum. Guðmundur segir að horfa verði til framtíðar og fá ungt fólk til liðs við regluna. Unnið sé að því, ekki síst nú á af- mælisárinu. 46 stúkur eru starfandi á Ís- landi, 28 bræðrastúkur og 18 Re- bekkustúkur (kvennastúkur). Við bætast svonefndar búðir sem eru regludeildir fyrir þá sem eru lengra komnir í starfinu. Verða deildir alls um 61 undir lok ársins. Í tilefni afmælisins hafa verið veittir sérstaklega veglegir styrk- ir, eins og fram kemur hér að framan. Þá var ákveðið að gera minningarreit um Holdsveikraspít- alann í Laugarnesi. Unnið er að því verkefni í samvinnu við Reykjavíkurborg og minnir Guð- mundur á að bygging Holds- veikraspítalans hafi markað upp- haf starfsins hér á landi. Síðast en ekki síst þá opna flest Oddfellow-heimilin dyr sínar fyrir almenningi næstkomandi sunnu- dag, 1. september, og verða þær opnar á milli klukkan 13 og 17. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Oddfellow-húsið Stúkurnar í Reykjavík eiga samastað í Oddfellow-heimilinu við Vonarstræti, virðulegu húsi sem setur svip á miðbæ Reykjavíkur. Reglan er með heimili á tíu stöðum á landinu og opna þau dyr sínar um helgina. Ljósmynd/Hreinn Magnússon Heimsókn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, heimsóttu Oddfellow-heimilið við Vonarstræti þegar 200 ára afmælis reglunnar var minnst. Þeir voru viðstaddir úthlutun styrkja og ræddu við Guðmund Eiríksson stórsír í setustofu í skoðunarferð um húsið. 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 Næsta verkefni Oddfellow-reglunnar, á eftir stofnun Holdsveikraspít- alans í Laugarnesi, var stofnun Sjúkrasamlags Reykjavík. Síðar kom regl- an að byggingu Vífilsstaðaspítala. Reglan kom þannig að baráttunni við þessa tvo illvígu sjúkdóma, holdsveiki og berkla, með góðum árangri. Fjöldi annarra verkefna hefur notið stuðnings Oddfellow-reglunnar. Guðmundur Eiríksson nefnir hjúkrunarþjónustu, barnaheimili að Sil- ungapolli, sumardvalarheimili á Laugum, forgöngu um kaup á tæki til geislalækninga. Styrktar- og líknarsjóður hefur sinnt verkefnum við kennslu vangefinna barna og veitt styrki til Tjaldanesheimilisins, Styrkt- arfélags lamaðra og fatlaðra, Krabbameinsfélagsins, Landssambands hjartasjúkra og Rauða kross Íslands. Á 150 ára afmælinu var keypt kób- alttæki fyrir Landspítalann en tilkoma þess markaði tímamót í krabba- meinslækningum. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur fengið stuðning, Öskjuhlíðarskóli og Mæðrastyrksnefnd, svo fleiri samtök séu nefnd. Síðustu stóru verkefnin eru uppbygging líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og aðstöðu Ljóssins við Langholtsveg. Guðmundur nefnir til viðbótar íbúðir fyrir aðstandendur þeirra sem þurfa að leita sér lækninga eða þjónustu á Akureyri, tækjakaup á Selfossi og styrki til Reykjalundar, Píeta-samtakanna og Hlaðgerðarkots. Á samkomu sl. vor þegar 200 ára afmæli alþjóðareglunnar var minnst voru afhentir veglegir styrkir til Hlaðgerðarkots, samtaka fyrir börn á Háaleitisbraut 13 og til Kvennaathvarfsins. Sjúkrahús byggð og stutt við líknarstarf STYRKIR Upphafið Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi var á sinni tíð stærsta hús landsins og enn hefur ekki verið byggt stærra timburhús hér. Hann brann til grunna árið 1943. Bygging spítalans var fyrsta góðverk Oddfellowa hér á landi. Allt um sjávarútveg Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga www.alno.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.