Morgunblaðið - 29.08.2019, Qupperneq 29
sem við erum að gera með því að
byggja upp félagsmenn og styðja
góð málefni eru ekki síður mik-
ilvæg verkefni en þegar Thomas
Wildey stofnaði regluna. Besti
dómurinn um starf okkar er að
fólk vill vera í reglunni og nýtt
fólk vill koma til liðs við okkur.“
Félagar í Oddfellow-stúkum eld-
ast, eins og gjarnan gerist í öðrum
reglum og klúbbum. Guðmundur
segir að horfa verði til framtíðar
og fá ungt fólk til liðs við regluna.
Unnið sé að því, ekki síst nú á af-
mælisárinu.
46 stúkur eru starfandi á Ís-
landi, 28 bræðrastúkur og 18 Re-
bekkustúkur (kvennastúkur). Við
bætast svonefndar búðir sem eru
regludeildir fyrir þá sem eru
lengra komnir í starfinu. Verða
deildir alls um 61 undir lok ársins.
Í tilefni afmælisins hafa verið
veittir sérstaklega veglegir styrk-
ir, eins og fram kemur hér að
framan. Þá var ákveðið að gera
minningarreit um Holdsveikraspít-
alann í Laugarnesi. Unnið er að
því verkefni í samvinnu við
Reykjavíkurborg og minnir Guð-
mundur á að bygging Holds-
veikraspítalans hafi markað upp-
haf starfsins hér á landi.
Síðast en ekki síst þá opna flest
Oddfellow-heimilin dyr sínar fyrir
almenningi næstkomandi sunnu-
dag, 1. september, og verða þær
opnar á milli klukkan 13 og 17.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Oddfellow-húsið Stúkurnar í Reykjavík eiga samastað í Oddfellow-heimilinu við Vonarstræti, virðulegu húsi sem
setur svip á miðbæ Reykjavíkur. Reglan er með heimili á tíu stöðum á landinu og opna þau dyr sínar um helgina.
Ljósmynd/Hreinn Magnússon
Heimsókn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, heimsóttu Oddfellow-heimilið við Vonarstræti þegar
200 ára afmælis reglunnar var minnst. Þeir voru viðstaddir úthlutun styrkja og ræddu við Guðmund Eiríksson stórsír í setustofu í skoðunarferð um húsið.
29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019
Næsta verkefni Oddfellow-reglunnar, á eftir stofnun Holdsveikraspít-
alans í Laugarnesi, var stofnun Sjúkrasamlags Reykjavík. Síðar kom regl-
an að byggingu Vífilsstaðaspítala. Reglan kom þannig að baráttunni við
þessa tvo illvígu sjúkdóma, holdsveiki og berkla, með góðum árangri.
Fjöldi annarra verkefna hefur notið stuðnings Oddfellow-reglunnar.
Guðmundur Eiríksson nefnir hjúkrunarþjónustu, barnaheimili að Sil-
ungapolli, sumardvalarheimili á Laugum, forgöngu um kaup á tæki til
geislalækninga. Styrktar- og líknarsjóður hefur sinnt verkefnum við
kennslu vangefinna barna og veitt styrki til Tjaldanesheimilisins, Styrkt-
arfélags lamaðra og fatlaðra, Krabbameinsfélagsins, Landssambands
hjartasjúkra og Rauða kross Íslands. Á 150 ára afmælinu var keypt kób-
alttæki fyrir Landspítalann en tilkoma þess markaði tímamót í krabba-
meinslækningum. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur fengið stuðning,
Öskjuhlíðarskóli og Mæðrastyrksnefnd, svo fleiri samtök séu nefnd.
Síðustu stóru verkefnin eru uppbygging líknardeildar Landspítalans í
Kópavogi og aðstöðu Ljóssins við Langholtsveg. Guðmundur nefnir til
viðbótar íbúðir fyrir aðstandendur þeirra sem þurfa að leita sér lækninga
eða þjónustu á Akureyri, tækjakaup á Selfossi og styrki til Reykjalundar,
Píeta-samtakanna og Hlaðgerðarkots.
Á samkomu sl. vor þegar 200 ára afmæli alþjóðareglunnar var minnst
voru afhentir veglegir styrkir til Hlaðgerðarkots, samtaka fyrir börn á
Háaleitisbraut 13 og til Kvennaathvarfsins.
Sjúkrahús byggð og stutt við líknarstarf
STYRKIR
Upphafið Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi var á sinni tíð stærsta hús landsins
og enn hefur ekki verið byggt stærra timburhús hér. Hann brann til grunna árið
1943. Bygging spítalans var fyrsta góðverk Oddfellowa hér á landi.
Allt um
sjávarútveg
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga www.alno.is