Morgunblaðið - 29.08.2019, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 29.08.2019, Qupperneq 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 Alþingi Þingmenn þungt hugsi við umræðurnar um þriðja orkupakkann í gær. F.v. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ágúst Ólafur Ágústsson, Ingibjörg Þórðardóttir og Sigríður Andersen. Eggert Nú finna margir fyrir því hvað umferðin er þung. Fólk er lengi á leiðinni. Stöðugur straumur í vestur á morgnana og síðan til baka síð- degis. Það er skipulagshalli í borg- inni og ekki batnar hann þegar stofnunum fjölgar enn frekar í mið- borginni. Landspítalinn stækkar. Landsbankinn byggir og stjórn- arráðsreiturinn sem brátt verður byggður er gríðarstór. Þetta veldur því að álaginu er misskipt. Og það fer vaxandi. Sums staðar eru þéttar raðir bíla. Annars staðar á sama tíma eru auðir vegir. Fólk hefur fundið á eigin skinni hvernig lokanir hafa þrengt að starfsemi og umferð. Og svo er það umferðarstýringin. Hún er í lamasessi. Það þarf ekki að finna upp hjólið. Það er löngu komið. Það þarf að koma fólki milli staða. Lausnirnar eru til. Aðrar borgir með mun fleiri íbúa hafa tekist á við samgöngu- málin með tæknina að vopni. Og það með mjög góðum árangri. Með því að nota heildstætt umferðarmódel er hægt að forgangsraða rétt og stýra umferð miklu betur. Tæknin hefur markvisst ver- ið tekin í notkun í öllum þeim borgum sem við miðum okkur við. Hún er til staðar. Við þurfum að snjallvæða umferðina í verki, í stað þess að tala um lausnir sem eru fjarlægar og ófjármagn- aðar. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja áherslu á skynsam- legar lausnir í samgöngumálum. Lausnir sem gagnast öllum þeim sem eru á leiðinni í umferðinni. Gangandi, hjólandi, jafnt sem akandi sína leið. Hver ferð skiptir máli. Það veit fólkið í borginni. Borgin þarf að gera sitt. Eftir Eyþór Arnalds »Með því að nota heild- stætt umferðar- módel er hægt að forgangsraða rétt og stýra umferð miklu betur. Eyþór Arnalds Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Alltaf á leiðinni Húsnæðismál hafa verið ofarlega á baugi síðastliðin ár enda ríkir skortur á íbúðarhúsnæði víða um land. Ríkisstjórnin hefur langt mikla áherslu á að efla húsnæðismarkaðinn og stuðla að auknu jafn- vægi á honum óháð efna- hag og búsetu. Fjölmörg- um aðgerðum hefur nú þegar verið hrundið í framkvæmd til að bregð- ast við og eru aðrar í bígerð. Lands- byggðin hefur löngum þótt sitja eftir í þessum efnum. Uppbygging íbúðar- húsnæðis víða um land hefur ekki fylgt auknum íbúafjölda, frekar en á höf- uðborgarsvæðinu og eru dæmi um að skortur á íbúðarhúsnæði hafi staðið at- vinnuuppbyggingu á landsbyggðinni fyrir þrifum. Tillögur unnar í samstarfi við sveitarfélög Á haustmánuðum setti ég af stað til- raunaverkefni um húsnæðismál á lands- byggðinni með Íbúðalánasjóði, Byggða- stofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Var það gert í því skyni að leita leiða til þess að bregðast við langvar- andi stöðnun á húsnæðismarkaði víða um land. Þrjátíu og þrjú sveitarfélög af öllu land- inu sóttu um þátttöku. Sjö urðu fyrir valinu og tók valið mið af því að áskoranirnar sem þau stæðu frammi fyrir væru mismunandi og á ólíkum landsvæðum. Þannig yrði til breiðara framboð lausna í húsnæðismálum sem nýst geti sem flestum sveitarfélögum sem á þurfa að halda. Íbúða- lánasjóður hefur undanfarna mánuði unnið náið með til- raunasveitarfélögunum að því að greina þann vanda sem þau standa frammi fyrir og und- irbúa tillögur að aðgerðum. Tólf tillögur að aðgerðum Á grundvelli þeirrar vinnu voru lagðar fram tólf tillögur að lausnum sem kynntar voru fyrir ríkisstjórn í maí og birtar í sam- ráðsgátt stjórnvalda í lok júlí. Þær um- sagnir sem bárust voru allar jákvæðar og var í kjölfarið ákveðið að tillögurnar yrðu innleiddar. Í byrjun vikunnar skrifaði ég undir breytingar á reglugerð um lánaflokka Íbúðalánasjóðs sem gerir það að verkum að sveitarfélög, einstaklingar og óhagn- aðardrifin félög á landsbyggðinni muni geta tekið lán hjá Íbúðalánasjóði til hús- næðisuppbyggingar á stöðum þar sem op- inber húsnæðisáætlun, staðfest af Íbúða- lánasjóði, sýnir að skortur sé á húsnæði af því tagi sem byggja á. Þá verður brugðist við skorti á hagkvæmu leiguhúsnæði með því að gera sveitarfélögum á landsbyggð- inni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með auknu stofnframlagi rík- isins og verður frumvarp þess efnis lagt fram á haustþingi. Öflug byggðastefna er hagsmunamál okkar allra Það er mikilvægt að atvinnutækifæri séu nýtt allt í kringum landið en dæmi eru um að skortur á íbúðarhúsnæði hamli frekari uppbyggingu. Sá skortur er til- kominn vegna þess að misvægi er á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs. Mikilvægt er að húsnæðisskortur standi ekki í vegi fyrir því og geri það að verkum að fólk fáist ekki til starfa. Sé það raunin ber stjórnvöldum að mínu viti skylda til þess að grípa til aðgerða og eftir því hefur ítrekað verið kallað. Með þeim aðgerðum sem ákveðið hefur verið að ráðast í til að bregðast við húsnæðisvanda á lands- byggðinni erum við að undirstrika vilja ríkisvaldsins til að standa við bakið á heimamönnum í uppbyggingu íbúðar- húsnæðis. Eftir Ásmund Einar Daðason » Það er mikilvægt að atvinnutækifæri séu nýtt allt í kringum landið en dæmi eru um að skortur á íbúðarhúsnæði hamli frekari uppbyggingu. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er félags- og barnamálaráðherra. Atvinnuuppbygging á lands- byggðinni strandar á íbúðaskorti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.