Morgunblaðið - 29.08.2019, Síða 44

Morgunblaðið - 29.08.2019, Síða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 Háttvirti þingmaður. Eins og stundum áður eruð þið þing- menn kallaðir til þings utan hefðbundins tíma. Það sýnir vel hvaða ábyrgð hvílir á ykkur þegar vá steðj- ar að eða þjóðin stendur á krossgötum. Nú má segja að hvort tveggja eigi við: Váin – orku- pakki 3 – og valið: Krossgötur okk- ar til framtíðarinnar. Ég þarf ekki að segja þér að þessi mál eru sam- ofin. Mikið ríður nú á að taka með ákveðnum og afgerandi hætti á báð- um. Ef þið, kjörnir fulltrúar okkar, gerið það ekki þá verða aðrir til þess. Þá verður valið byggt á sér- hagsmunum, fégræðgi og und- irlægjuhætti við erlent „vald“. Þá verður stjórnarskrá, drengskap- arheit og hagur lands og þjóðar víðsfjarri. – Því skrifa ég þér. Orkupakkinn Fannst þér ekki mikið um álit og skýrslur frá mörgum sérfræðingum sem voru kallaðir til, mest af stjórn- völdum og félagssamtökum? Eða skrýtið hvernig sérfræðingarnir, allir virtir, með sömu menntun og svipaða starfsreynslu, komust að ólíkri niðurstöðu? Til dæmis hvort hægt sé að vísa Íslandi úr EES ef við höfnum orkupakkanum? Sumir sögðu nei, aðrir já. Utanríkis- ráðherra sagði: „Það er ekki veg- ferð sem okkur langar til að fara“! Mér fannst – og líklega þér líka – erfitt að mynda mér skoðun á því þegar sérfræðingunum bar ekki saman; og það gerðist oft og víða. Hefur þú séð riftunar- ákvæði EES samnings- ins? En refsiákvæði hans? Ekki ég. Eru þau kannski ekki til staðar – á hverju er þá byggt? Fjöldi samtaka og einstaklinga hefur ítrekað bent á ótal hættur sem fylgja orkupakkanum. Má ég nefna þér fullyrðingar fólks sem vill að Alþingi samþykki orkupakkann og reynir að róa þá sem eru á móti því. Finnst þér rökin með pakk- anum standast skoðun? Ég set mín- ar athugasemdir í sviga. „Það verður Íslendingum til að hagsbóta að fá að kaupa raforku af Evrópu skv. orkupakka 3 því þar ríkir samkeppni.“ (Hvaða blekkingaleikur er nú þetta? Það er búið að segja okkur að rafmagn muni hækka á Íslandi. Engin þjóða Evrópu getur framleitt jafn hreint rafmagn og við eða jafn mikið miðað við fjölda neytenda. Ís- lendingum verður ætlað að kaupa raforku – okkar „eigin orku“ – í samkeppni við milljónaþjóðir sem ramba á barmi rafmagnsleysis en geta boðið langt um hærri upphæðir fyrir orku en við Íslendingar getum einu sinni nálgast! Við Íslendingar verðum að kaupa „okkar eigin raf- orku“ af EES/ESB á verði sem þeir ákveða – og ráðstafa, ef skortur er í öðru landi á raforkusvæði ESB. Sama rafmagnsverð allsstaðar!) „Hræðsla þeirra sem eru á móti pakkanum er óþörf, hann er okkur ekkert hættulegur“. (Ósatt, og jafnvel þó að það væri rétt þá er það eitt og sér ekki ástæða að samþykkja orkupakka 3. Hver er hagnaður íslensku þjóð- arinnar? Er til einhver viðskipta- áætlun sem sýnir tekjur og gjöld í þeim risavöxnu viðskiptum sem samþykkt orkupakka 3 er ætlað að liðka fyrir? Hefur þú séð hana? Hef- ur hún verið kynnt fyrir alþingis- mönnum? Ef ekki, hvernig átt þú og aðrir þingmenn að geta myndað ykkur skoðun?) Krossgötur Vilt þú ekki hafa hag íslensku þjóðarinnar sem mestan og bestan? Gott, þá erum við á sama máli. Þeg- ar Ísland gekk í EES þá var sá fé- lagsskapur einmitt það: Evrópskt efnahagssamband. Verslunarsam- band þeirra evrópsku þjóða sem ekki vildu ganga í ESB við lönd inn- an ESB. ESB tók upp eigin gjaldmiðil, evruna, ríkjum í sambandinu fjölg- aði og eru nú hátt á þriðja tug. Af- skipti ESB af „innanríkismálum“ ríkja í sambandinu hafa farið vax- andi – við mismikla ánægju heima- manna. En þessa sögu þekkja þing- menn auðvitað. Hitt er rétt að rifja upp að ESB hefur árum saman beitt ýmsum aðferðum til að fá enn fleiri ríki í raðir sínar, þ. á m. Ís- land. Nú reynir ESB að ná í nýja með- limi með óbeinni aðferð: ESB send- ir árlega urmul fyrirmæla og reglu- gerða gegnum EES sem ætlast er til að séu þýddar og felldar inn í lög og reglugerðir viðkomandi ríkis. Stangist þetta efni á við lög og reglugerðir sem fyrir eru skal það víkja og reglur ESB/EES koma í þess stað. Svona má koma reglum og fyrir- mælum ESB „bakdyramegin“ inn í ríki sem aldrei hugðust ganga í ESB – þangað til flest er inn komið nema umsóknin sjálf! Svona hefur ESB gegnum EES sett reglur um hvíldartíma öku- manna á stórum flutningabílum, vinnu unglinga og fjölda fyrirtækja í raforkudreifingu, svo fátt eitt sé nefnt. Erum við ekki komin ansi langt frá viðskiptum og tollanið- urfellingum? Eða heldur nokkur að hér verði hætt? Er ekki vatnið næst? Og svo „fisk-pakki“? Hvað finnst þér um þetta afsal rafork- unnar til útlanda svo þar megi verð- leggja hana og selja okkur aftur á stórhækkuðu verði? Glórulaust. Krossgötur. Hvað veljum við, hvernig framtíð viljum við sjá börn- in okkar í? Ein gatan liggur til Esb með stuttri viðkomu í EES. Ekki líst mér á þá leið, en þér? Hvernig Ísland vilt þú að þínir afkomendur eignist eftir þinn dag? Þín vakt er núna – hvernig vilt þú skila henni af þér? Er þetta okkar leið? Orkan okkar er ein af undir- stöðum lífshátta okkar, framleiðslu og velgengni. Fæðuöryggi krefst líka raforku, bæði til framleiðslu, geymslu, dreifingar – og matreiðslu. Sömuleiðis heilbrigðisþjónustan. Því má ekki tefla í tvísýnu. Ég tel ósannað með öllu að sjálfræði þjóð- arinnar í orkumálum sé tryggt í orkupakka 3. Ég met það svo að ekki sé fullsýnt hvort brottvísun úr EES liggur við ef við höfnum orku- pakka 3 eins og gefið hefur verið í skyn. Væntanlega þyrfti dómsmál til að úrskurða þar um. Þar sem við getum ekki búið við óvissu um hvort og hvaða refsing liggur við ef við höfnum „pökkum“ og fyrirmælum EES, nú og í framtíðinni, tel ég öruggast að við samþykkjum ekki orkupakka 3 heldur höfnum honum öllum og algerlega. Pantaður eftirlaunadómari frá Evrópudómstóli var fenginn til að skrifa skýrslu um stöðu okkar gagn- vart ESB. Hann var síðan fenginn til landsins og sagði utanrík- ismálanefnd að ef við ekki segðum já þá myndi ESB væntanlega refsa okkur; takmarka réttindi okkar í EES og sýna hörku, m.a. vegna þess að ESB vantar orku – þar höf- um við það! Nei, þetta er ekki rétti tíminn til að „lúffa“. Þetta er tíminn til að segja nei og sjá sjá hver réttarstaða okkar raunverulega er. Ef þeir geta í fullum rétti, á grundvelli t.d. EES-samningsins, beitt okkur refsingum þá viljum við vita það sem fyrst. Ef þessi verður niðurstaða dómstóls er kveðjustund Íslands og EES/ESB runnin upp því undir slíkt ok gangast Íslend- ingar aldrei. Opið bréf til þingmanna Eftir Baldur Ágústsson » Orkan okkar er ein af undirstöðum þjóð- félagsins. Fæðuöryggi krefst raforku, sömu- leiðis heilbrigðisþjón- ustan og tölvur. Því má ekki tefla í tvísýnu. Baldur Ágústsson Höfundur er fv. forstjóri, flugumferð- arstjóri og forsetaframbjóðandi 2004. baldur@landsmenn.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.