Morgunblaðið - 29.08.2019, Síða 57
MINNINGAR 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019
Hákon!
Hvar ertu Hákon!?
Hvert ertu eiginlega farinn?
Það er svo mikið sem við þurfum að
ræða.
Ég fékk hugmynd Hákon.
Ég þarf að segja þér frá hugmyndinni
minni Hákon.
Ég þarf að segja þér frá henni, áður en
ég ræði hana við nokkurn annan.
Hvað finnst þér Hákon?
Ég er að lesa bók Hákon.
Ég þarf að segja þér frá henni.
Hún fjallar einmitt um það sem við vor-
um að ræða Hákon, svo oft þarna
um árið. Manstu Hákon?
Ég þarf að segja þér hvað mér finnst Há-
kon.
Ég horfði á myndina Hákon.
Ég er sammála þér Hákon.
Hvað með þessa nýju Tarrantino
mynd?
Þurfum við ekki að sjá hana Hákon?
Ræða pósterinn.
Ég vil heyra álit þitt Hákon.
Sjá þig leika eftir.
Segja „epískt“.
Hvað ertu að teikna Hákon?
Hvernig gengur að smíða Hákon?
Hvaða tónlist ertu með Hákon?
Hvaða mynd á ég að horfa á í kvöld
Hákon?
Eigum við að fara í bíltúr Hákon?
Hvað um heiminn og geiminn Hákon?
Það er svo margt sem við þurfum að
ræða Hákon.
Ég hitti þig í Madríd Hákon.
Fylgdi þér inn í logandi eldinn Hákon.
Ég þarf að segja þér hvað er að gerast
Hákon.
Hvað það er hræðilega sárt Hákon.
Eigum við ekki að ræða aftur hvað þú
ert frábær Hákon.
Hvað þú ert að standa þig vel Hákon.
Að þú átt allt skilið Hákon.
Hvað þú ert sterkur Hákon.
Hvað ég elska þig mikið Hákon.
Erindi þitt á þessari jörð.
Það er mjög mikilvægt reyndar, Hákon.
Ég veit það.
Ég hef áttað mig á því að manneskja er
svo miklu meira en líkaminn Hákon.
Þú ert alls staðar Hákon.
Þú situr hjá mér Hákon, laus allra
áhyggja.
Glaður.
Draugarnir eru flúnir Hákon.
Hraktir á brott.
Myrkrið hafði betur Hákon, en aðeins að
þessu sinni.
Þú hefur sigrað það Hákon.
Þú hlærð framan í það.
Gefur því fingurinn.
Brosið þitt yfirgnæfir það.
Það á ekki roð í þig Hákon.
Þú ert hetjan mín Hákon.
Andrea Júlía
Gunnlaugsdóttir.
Þú kveiktir áhuga minn á fót-
bolta þegar ég fékk að fara með
upp á Akranes að horfa á þig spila
á Lottó-Búnaðarbankamótinu, þú
sex ára gamall og ég þriggja ára.
Við æfðum okkur hvern einasta
dag á bílaplaninu sem var á móti
gamla húsinu sem við ólumst upp í
á Hafnarbrautinni í Kársnesinu
og lékum eftir hetjuleg „móment“
í fótboltasögunni á borð við sig-
Hákon Guttormur
Gunnlaugsson
✝ Hákon Gutt-ormur
Gunnlaugsson
fæddist 19. maí
1991. Hann and-
aðist 10. ágúst
2019.
Minningarathöfn
um Hákon Guttorm
fór fram 22. ágúst
2019.
urmark Zinedine
Zidane á móti Bay-
ern Leverkusen árið
2002, líkt og við vær-
um sjálfir að spila
úrslitaleikinn í
Meistaradeildinni.
Prakkarastrikin
okkar eru sennilega
hvað ljúfustu minn-
ingarnar sem ég á.
Hólinn sem var á
vesturhlið garðsins
notuðum við sem virki til þess að
kasta snjóboltum í bíla. Við bjugg-
um til gúmmítúttubyssur úr raf-
magnsrörum sem þú skarst út
sem byssuhlaup og notaðir þum-
alinn á uppþvottahanska til þess
að toga aftur berin sem við settum
ofan í hlaupið og skutum út um all-
ar trissur.
Upp æsku- og unglingsárin
fylgdist ég með þér með blandi af
aðdáun og öfund, oft var erfitt að
greina þar á milli, yfir því hvað þú
varst mikill töffari.
Þú keyptir rafmagnsgítar og
varst allt í einu búinn að stofna
rokkband – Magnum! Þú keyptir
sérsniðin hjólabretti fyrir okkur í
gegnum ShopUSA þegar dollar-
inn var fallinn í 60 og við fórum út
um allt Kársnesið og fundum staði
til þess að hoppa niður stiga og
„skate-a“ á.
Þú varst svo fljótur að ná færni
í öllu sem þú tókst þér fyrir hend-
ur, á rafmagnsgítarinn, hjóla-
brettinu, í fótboltanum, teikning-
unum, á tölvunni, já það bara
skipti ekki máli hvað það var, allt
kom svo náttúrulega til þín.
Ég vildi alltaf gera allt sem þú
varst að gera og fara með þér
hvert sem þú varst að fara og allt-
af tókst þú mig með þér, aðeins ör-
fáum sinnum þurfti ég að væla í
mömmu og pabba yfir því að fá
ekki að fara með þér.
Það var fullkomið fyrir okkur
tvo þegar mamma og pabbi fluttu
heimilið árið 2006 í nýja húsið í
Kársnesinu. Nú vorum við nánast
við hliðina á sparkvellinum og gát-
um hoppað út á hann hvenær sem
við vildum og tekið tækniæfingar.
Við keyptum okkur X-box leikja-
tölvu sem við fengum síðar að-
stöðu fyrir úti í bílskúrnum. Við
töldum niður dagana þar til við
myndum fá nýja Call of Duty-leik-
inn á aðfangadag og gætum spilað
alla nóttina, það var okkar jóla-
hefð.
Í gegnum unglingsárin og inn í
fullorðinsárin varst þú mér svo
ótrúlega dýrmætur og góður. Þú
varst alltaf til staðar til þess að
hlusta, leiðbeina og gefa af þér.
Samtölin okkar urðu dýpri og
heimspekilegri og þú varst minn
áttaviti í gegnum oft erfiðan og
ruglingslegan tíma. Ég hafði alltaf
vitað að þú gætir orðið snillingur í
hvaða starfi sem þú hefðir kosið,
svo hæfileikaríkur og klár varstu,
en í gegnum þetta tímabil áttaði
ég mig á því að þinn helsti styrk-
leiki og mannkostur var þín góð-
mennska og háa tilfinningagreind.
Nærveran þín var alltaf svo hlý,
það breyttist aldrei og ég er svo
þakklátur fyrir að hafa átt þig sem
eldri bróður, þann besta sem hægt
er að ímynda sér.
Ég leit svo ótrúlega mikið upp
til þín, elsku stóri bróðir, þú varst,
ert og verður alltaf mín helsta fyr-
irmynd í lífinu.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Stjörnuþokan okkar, Vetrar-
brautin, mun vera um 14 milljarða
ára gömul. Tíminn sem það tekur
sólina okkar að snúast um með
stjörnuþokunni einn hring er kall-
aður „galactic“ ár eða „cosmic“ ár
og telur um 250 milljón jarðár.
Jörðin mun vera um 4,5 millj-
arða ára gömul svo hún ásamt sól-
inni hefur þegar snúist um 18
hringi með Vetrarbrautinni. Sólin
hefur takmarkaðan líftíma og á nú
eftir um fimm milljarða ára og það
þrátt fyrir að brenna um 600 millj-
ón tonnum af vetniseldsneyti á sek-
úndu.
Setjum þetta horoskóp í ósköp
venjulega 12 tíma eldhúsklukku.
Til einföldunar gef ég mér að sólin
okkar og þar með jörðin eigi eftir
sex milljarða ára en ekki fimm.
Klukkan sex að kveldi var líftím-
inn hálfnaður en klukkan um 11
hefst dauðastríðið. Klukkan 12 eru
ragnarökin á enda.
Fyrir aðeins broti úr millisek-
úndu á eldhúsklukkunni sem ekki
verður greint með mannlegu auga
skreið sjávardýr nokkurt í líki fisks
á land sem í gegnum aragrúa kyn-
slóða gaf af sér okkur, ásamt hin-
um mjög svo geðþekka náfrænda
mínum sem við nú syrgjum.
Hinn ungi frændi minn var
nokkuð liðtækur á gítar en átti þó
a.m.k. ekki alveg samleið, 28 ára
gamall, með Jimy Hendrix í hinum
umtalaða 27 Club members, sem
hefur innan sinna vébanda Kurt
Cobain, Amy Winehouse og marga
aðra.
Tíminn gildir aðeins fyrir tak-
markað skynsvið mannshugans.
Ef tíminn var núll í þann mund
er svonefndur Miklihvellur hljóp af
stokkunum, hví var þá enginn tími
til staðar fyrir þann tíma? Engin
svör er að finna við því. Varla mun
það þó Óminnishegranum að
kenna.
Nýlega var frumvarp um svo-
nefnt þungunarrof samþykkt á Al-
þingi og það án nokkurrar teljandi
umræðu utan múra þess. Fóstri
má eyða allt fram á ætlaðan fæð-
ingardag og það án þess að gefin sé
upp nokkur ástæða.
Hins vegar ef fóstrið á því láni
að fagna að sleppa lifandi eftir um
níu mánuði úr móðurkviði, í rang-
látan og ósanngjarnan heiminn, þá
kveður gjarnan við hneykslan og
dómharka ef það tekur sjálft upp á
því síðar á lífsleiðinni að hverfa af
vettvangi þessa heims. Er þetta
ekki eilítil hræsni?
Jarðlíf okkar er ekki endalaust,
reyndar mjög stutt, í bestafalli
rúm 100 ár.
Er tilgangur lífsins enginn? Er
lífið eftir allt saman bara tilviljun
og tilgangsleysi og þar með hið
stutta æviskeið hins látna frænda
míns? Nei, fyrir mitt leyti tel ég
svo hreint ekki vera þó svo að skil-
vit míns mannlega huga sé ekki
fært um að sanna að svo sé. Í það
minnsta birtir yfir í sálinni að
hugsa til þín, minn kæri frændi.
Daníel Sigurðsson.
„Er hann Hákon nokkuð
frændi þinn?“ spurðu stóru kórst-
rákarnir og bentu á sex ára snáð-
ann sem sat í rólunni í fyrstu frí-
mínútunum sínum í Kársnesskóla.
Hákon horfði á mig dálítið ugg-
andi og aldrei gleymi ég svipnum
á honum þegar ég fullvissaði
krakkana á skólalóðinni um að
Hákon væri uppáhaldsfrændi
minn. Það var nefnilega engin
furða að blessað barnið teldi þenn-
an kennara náskyldan sér og sinni
tilveru. Eldri systur hans þrjár
höfðu verið burðarásar í þremur
barnakórum Kársnesskóla og
heimilislífið hjá fjölskyldunni
meira og minna snúist um kóræf-
ingar, kórsöng, kórferðalög, kór-
búninga og kórtónleika. Ósjaldan
hafði Hákon spjallað við kórstjór-
ann í síma þegar það þurfti að
minna einhverja systurina á ein-
hvern söng og stöku sinnum hafði
hann komið með á kóræfingar. Því
var hann sjóaðri kórstrákur en
jafnaldrar hans þegar hann hóf
upp raust sína í Litla kór. Þegar
byrjað var að æfa jólalögin nokkr-
um vikum síðar gekk hann að því
vísu að einsöngurinn í 3. erindinu í
jólasálminum Nóttin var sú ágæt
ein félli honum í skaut. Það var
hefð í skólakórunum að einsöng-
urinn í erindinu um fjármennina
sem fundu bæði Guð og mann til-
heyrði systkinunum við Hafnar-
brautina.
Hákon var einstaklega ljúfur
strákur, háttvís og prúður og ég
minnist þess ekki að hafa nokkru
sinni þurft að atyrða hann eða
áminna. Tónlistarhæfileikarnir
voru ótvíræðir og við bættist ein-
lægur áhugi, samviskusemi, glað-
lyndi og orðheldni. Það eiga þau
sameiginlegt öll systkinin. Hákon
og Ingvi Rafn, besti vinur hans,
fylgdu stóru systrum sínum í ung-
lingakórinn þegar þeir voru á ell-
efta ári og voru allt í senn litlu
lukkutröllin okkar, raddskörung-
arnir í altinum og prakkararnir sí-
kátu sem nutu þess að atast örlítið
í gelgjunum í sópraninum.
Við tóku tónleikaferðir innan-
lands og utan og ekkert tónverk
eða viðfangsefni reyndist Hákoni
of erfitt. Hann var alltaf glaður og
fannst allt skemmtilegt. Meira að
segja var hann sáttur þegar það
eina sem hann gat borðað í æf-
ingabúðum var pylsubrauð, kart-
öflur eða spaghetti með tómatsósu
því aldrei gat kórstjórinn munað
að þau systkinin borðuðu ekki
kjöt. Fáar fjölskyldur á Kársnes-
inu hafa verið mér jafn kærar og
fjölskylda þeirra Ragnheiðar og
Gunnlaugs, enda þau foreldrarnir
klettar sem studdu krakkana sína
í einu og öllu.
Það er sárara en orð fá lýst að
Hákon sé horfinn okkur og mig
skortir orð til að lýsa samúð minni
með yndislegum foreldrum hans,
dásamlegum systkinum og fjöl-
skyldunni allri. Minninguna um
einstaklega fallegan og hæfileika-
ríkan dreng mun ég varðveita í
hjarta mínu. Guð blessi minningu
elsku Hákonar.
Þórunn Björnsdóttir (Tóta).
Hákon, Hákon konungur, eins
og nafn hans merkir, niðji hins göf-
uga. Hkon, Kux, Kox, Schölle,
Schölle’de’c’hon, Shocon. Nafni
hans, Hákon gamli Noregskonung-
ur, og Hkon vinur okkar áttu það
eitt sameiginlegt að þeir voru báðir
helvítis kóngar. Öll þessi nöfn eru
nöfnin þín. Frá fyrstu stundu hafði
Hkon sérkennilegt aðdráttarafl,
eitthvað óútskýranlegt sem ekki
var hægt að horfa framhjá.
Hugmyndaflug Kox var botn-
laust og er það minnisstætt þegar
Hkon fór að gera myndasögur.
Hann var frábær teiknari og skap-
aði nýjar víddir. Hann gerði skrif-
legan útgáfusamning við systur
sína og fékk smá aur fyrir hvert
eintak sem hann sendi til hennar.
Þessi snilld vakti áhuga fólksins
í kringum hann og gerðust nokkrir
svo frægir að fá að leggja hönd á
plóg. Schölle útbjó samning við við-
komandi og borgaði samviskusam-
lega af launum sínum fyrir afköst-
in, sama hversu léleg þau kunnu að
vera. Allir fengu að vera með, það
var konunglegt.
Konungurinn keypti sér raf-
magnsgítar. Hann gat lagt stolt sitt
og sjálf til hliðar og vildi læra af
öðrum. Ekki er víst að nafni hans
Noregskonungur hafi haft slíka
kosti.
Frá fyrstu nótu hafði Hkon sér-
stakan hljóm. Hljómsveitarmeð-
limir fengu skýr fyrirmæli; hann
sýndi trommaranum hvaða taktur
virkaði, gaf rytmagítarleikaranum
hljómagang svo melódíur og söng-
ur hans fengju fullkominn hljóm-
grunn.
Að auki benti hann bassaleikar-
anum á hvaða grunnnótur væru í
hverjum hljómi svo heild lagsins
kæmi heim og saman. Lagasmíð-
arnar voru flóknar og fallegar þó
svo textarnir bæru þess merki að
hljómsveitarmeðlimir væru ungir
að árum. Enginn er fullkominn, en
þú fórst helvíti nálægt því Schölle-
’de’c’hon.
Hvað er konunglegra en gott
partí? Jú, betra partí.
Margt var brallað á unglingsár-
unum. Við kunnum sannarlega að
skemmta okkur saman og oftar en
ekki var boðið upp á öl. Málglaðir
tóku til máls, leyndarmál voru sögð
og tilfinningar fengu að fljúga. Það
er okkur minnisstætt að konungur
vor hóaði hersveit sinni saman í
ránsferð með skotheldu plani. Okk-
ar maður hafði tekið eftir glufu í
öryggiskerfi ónefnds skemmtistað-
ar sem við gátum nýtt okkur til
góðs. Uppskeran var ölkútur.
Seinna þennan mánuð átti Hkon
okkar 18 ára afmæli og blásið var
til veislu. Fólk hvaðanæva úr bæn-
um kom til að heiðra nærveru Kux
sem stýrði hátíðarhöldunum með
silkihönskum. Skemmtu gestir sér
konunglega enda var nóg í boði fyr-
ir alla. Boðið var upp á þýfi, jú því
það er það sem alvöru kóngar gera.
Hkon var einn sá allra fyndnasti.
Húmorinn var lúmskur og smaug
inn að beini og það var alltaf gott að
vera í kringum Schölle.
Hann bjó yfir þeim eiginleika að
draga fólk út á mikið dýpi og sýna
því stærra samhengi. Oft kom
þessi mannlega speglun okkur í
opna skjöldu, skyndileg sprenging
í heilahvelið. Hákon Guttormur
fékk okkur til að hugsa. Hlýr,
traustur, hjálpsamur og óbrigðull
vinur vina sinna.
Öll eigum við okkar sögu af
hjálpsemi konungsins. Minning-
arnar streyma fram og ljóst hversu
mikilvægur hluti hann var af lífi
okkar allra. Elsku Hákon okkar,
það er þyngra en tárum taki að
þurfa að kveðja þig. Þú verður allt-
af í hjarta okkar og við verðum
ævinlega þakklát fyrir þig og allt
sem þú hefur gefið okkur. Nær-
vera þín verður ávallt hluti af okk-
ur. Við elskum þig og söknum þín.
Þínir vinir,
Agnar, Arnar, Aron, Glódís,
Ingvi, Jóhann, Steinar,
Þorsteinn & Ævar.
Meira: mbl.is/minningar
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
SIGURGEIRS JÓNSSONAR
framhaldsskólakennara.
Guðrún S. Óskarsdóttir
Óskar Sigurgeirsson Ragnheiður Þorkelsdóttir
Arnar Jón Sigurgeirsson Helena Árnadóttir
Harpa, Emma og Orri
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÁSGEIR GUÐNASON
rafeindavirkjameistari,
Sléttuvegi 23,
lést á heimili sínu miðvikudaginn
21. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Sveinfríður Ragnarsdóttir
Líba Ásgeirsdóttir
Guðmundur Ásgeirsson
Embla Dís Ásgeirsdóttir
Kristín Guðjónsdóttir
Hildur Guðjónsdóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÞÓRÐUR KRISTINN KARLSSON,
Dvergabakka 36,
frá Miðkoti í Þykkvabæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
26. ágúst. Útförin verður auglýst síðar.
Auður Þorsteinsdóttir
Karl Svavar Þórðarson Ásta Gísladóttir
Halldór Magni Þórðarson
Elísabet Linda Þórðardóttir Frosti Friðriksson
barnabörn og barnabarnabörn
Hún Sigrún systir
mín er látin. Við
þetta hefur myndast
tómarúm sem vand-
fyllt verður. Hún barðist erfiðri
baráttu við krabbamein síðustu 2
árin og tók sú barátta tollinn sinn.
Ekki vildi hún samt gefast upp.
Minningarnar hrannast upp á
stund sem þessari og það eru þær
sem við höfum við ferðalok. Við
systkinin bárum gæfu til að hafa
gaman af því að ferðast saman um
landið okkar og kom þar ekki síst
til áhugi Sigrúnar og Hilmars.
Segja má að við höfum ferðast um
Sigrún Jónína
Jensdóttir
✝ Sigrún JónínaJensdóttir
fæddist 13. sept-
ember 1941. Hún
lést 2. ágúst 2019.
Sigrún var jarð-
sungin 14. ágúst
2019.
land allt. Sá háttur
var hafður við að við
skiptumst á að ráða
hvert ferðinni væri
heitið. Flestar úti-
legurnar voru með
þátttöku allra systk-
ina og barna og að
ógleymdri mömmu
meðan hennar naut
við. Þar sem boðið
var upp á útilegurn-
ar um þessa helgi
minnkaði áhugi unglinganna á að
fara á útihátíðir. Þótti okkur það
ekki verra. Að auki má rifja upp
öll gamlárskvöldin sem við áttum
saman í Hörgatúninu.
Sigrún mín, við eigum eftir að
sakna þín öll og erum þakklát fyr-
ir eljuna þína og dugnaðinn. Við
vottum Hilmari Loga, Helgu, Haf-
dísi og þeirra fjölskyldum innilega
samúð.
Kristín og Jens.