Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 59
Bókanir og nánari upplýsingar eru hjá Hótelbókunum
í síma 499-2960, netfang hotel@hotelbokanir.is.
Ítarleg ferðalýsing er á hotelbokanir.is
Niko ehf., sími: 499-2960, netfang: hotel@hotelbokanir
Argentína
Brasilíaog
– til endamarka heimsins
Sérferð 1. – 14. mars 2020
Friðrik Ásmundsson Brekkan, einn reyndasti
leiðsögumaður Íslendinga verður leiðsögumaður
okkar meðan á ferðinni til Argentínu og Brasilíu
stendur. Friðrik hefur heimsótt um 50 lönd og
talar átta erlend tungumál þ.m.t. spænsku sem
er opinbert tungumál Argentínumanna.
Verð á mann 795.000 kr. Aukagjald fyrir eins manns herbergi er 125.000 kr.
Innifalið: Flug á Economy Class frá Reykjavík til Buenos Aires og heimflug frá Rio de Janeiro, þ.mt. skattar og gjöld. Allt innanlandsflug í Argentínu og Brazilíu, þ.m.t. skattar og gjöld. Gisting í tveggja manna herbergi í góðum
og vel staðsettum 3ja og 4-stjörnu hótelum.Máltíðir samkvæmt ferðalýsingu. Allur flutningur og skoðunarferðir þ.m.t. aðgangseyrir samkvæmt ferðaáætlun. Skoðunarferðir í Buenos Aires og aðgangur að grafhýsi Evu Peron.
Tango sýning og sameiginlegur kvöldverður í Buenos Aires. Ferðalög til Tierra del Fuego þjóðgarðarins auk bátsferðar.Heimsókn á búgarð ásamt góðum kvöldverði. Dagsferð til stærsta stöðuvatns Argentínu, Lago Argentino
og stærsta innanlandsjökuls veraldar, Perito Moreno. Heimsókn til hinna heimsfrægu Iguazú fossa bæði frá argentínsku og brasilísku landsvæðum, þ.m,t. bátsferð. Skoðunarferðir og slökun í Rio de Janeiro. Svæðisleiðsögu-
menn / náttúruleiðsögumenn. Ferðaleiðsögn Friðriks Brekkan sem tekur á móti hópnum og verður með honum allan tímann. Íslensk fararstjórn Sigurðar K. Kolbeinssonar sem ferðast með hópnum frá upphafi til loka.
Hefur þig alltaf dreymt um Suður Ameríku? – Nú er tækifærið
Uppgötvaðu Buenos Aires „París Suður-Ameríku“, njóttu breiðstrætanna og sjáðu Tangó þar sem hann er þjóðdans. Patagónía, Lago El Calafate,
heimsókn á fjárbúgarð í fallegu umhverfi við Lago Roca í Los Glaciares þjóðgarðinum þar sem gott útsýni er til Andesfjalla. Sjáðu stærsta
stöðuvatn Argentínu, Lago Argentino og stærsta innanlandsjökul í heimi Perito Moreno þar sem þú heyrir brak og bresti frá litlum og stórum
jökulhlaupum sem senda flóðbylgjur út í vatnið.Ushuaia er opinberlega syðsta staðsetta borg heims og liggur við „enda heimsins“; Eldslandið.
Bátsferð á Beaglesundinu þar sem siglt er út að hinum fræga vita, Les Eclaireus, í gegnum klettótt hafsvæði með náttúruleiðsögn innfædds
leiðsögumanns, mergð albatrossa, ýmissa andategunda, fuglategunda, sæljón og jafnvelmörgæsategundir sem dvelja líka á þessum slóðum.
Þjóðgarðurinn Tierra del Fuego, heimsókn í gamla fangelsið sem í dag er byggða- og sögusafn. Þar segir frá frumbyggjum, suðurskauts-
leiðangrum, flotasögu og föngum í þessu einangraða og fjarlæga fangelsi við enda heimsins. Iguazú þjóðgarðurinn, Iguazú fossarnir þeir stærstu
í heimi – í raun 275 fossar dreifðir yfir þriggja kílómetra svæði. Rio de Janeiro, Sykurtoppurinn og Kristsstyttan! Gríptu tækifærið og komdu með.