Fréttablaðið - 21.09.2019, Síða 28

Fréttablaðið - 21.09.2019, Síða 28
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Íslendingar koma hérna út með tárin í augunum og sérstaklega þau sem héldu að þau væru búin að sjá allt, segir Agnes. „Sýndar- flugið sjálft er á tveimur hæðum, þú sest í sæti sem fer inn í myndina og svo hreyfast sætin í takt við myndina og þér líður eins og þú sért fuglinn fljúgandi að fljúga yfir íslenskt landslag,“ útskýrir hún. Metnaðarfullt myndefnið, sem umlykur gesti á kúlulaga skjá, er ákaflega skýrt og fangar fegurð Íslands á þann hátt sem lætur engan ósnortinn. Þá hafa viðbrögð erlendra gesta ekki verið síðri. „Þeir aðilar sem hafa unnið að verkefninu hér á landi eru agndofa yfir því hvað Íslendingar hafa upp á að bjóða.“ Þrautseigjan og jákvæðnin sem einkennir þessa fámennu þjóð veki mikla undrun og aðdáun. „Þeim finnst mjög áhugavert hvernig veðráttan hefur mótað okkur á þessari litlu eyju í Atlantshafinu og við leggjum áherslu á að beina athyglinni að „þetta reddast“ hugarfarinu,“ segir Agnes brosandi. Fjölþjóðlegt fyrirtæki Það er öllu til tjaldað hjá þessu nýstárlega afþreyingarfyrirtæki. Starfsemi hófst 29. ágúst síðastlið- inn, eftir töluverðan undirbúning. Fyrirmyndin að upplifuninni er FlyOver Canada sem sett var á laggirnar árið 2013 og færði svo út kvíarnar til Bandaríkjanna og nú síðast hingað til lands. „Stærsti einstaki eigandinn er Viad Corp sem er á hlutabréfa- skrá í Bandaríkjunum, en þau eiga 70 afþreyingarfyrirtæki um alla Norður-Ameríku, og einbeita sér að því að fjárfesta í stöðum sem eru einstakir í þeirra huga,“ segir Agnes. Starfsfólk FlyOver Iceland, sem telur nú tæplega 60 manns, býr að fjölbreyttri reynslu og kemur víða að. Lýsa mætti andrúmsloftinu á vinnustaðnum sem séríslensku með alþjóðlegu ívafi. „ Við erum afar stolt af starfsfólki okkar sem býr yfir víðtækri reynslu. Við erum með fjölbreytilegt teymi Íslendinga og fólks af erlendum uppruna,“ segir Agnes en meðal heimalanda starfsfólks sem hún nefnir eru Pakistan, Litháen, Slóvenía, Bretland, Bandaríkin, Pólland, Úkraína, Svíþjóð og Frakkland. Ísland alltaf í brennidepli Agnes segir að þrátt fyrir alþjóð- legan blæ sé viðfangsefnið fyrst og fremst Ísland, eins og nafnið gefur til kynna. Stjórnendur fyrirtækis- ins leggi ríka áherslu á það. „Þetta er afar mikilvægt í þeirra huga, þetta er ekki FlyOver Canada eða America, þetta er FlyOver Iceland,“ útskýrir Agnes. Upplifunin er bæði fróðleg og skemmtileg. Hún byrjar á því að gestir ganga inn í sal og stað- næmast fyrir framan stóran skjá þar sem sögusviðið er langhús. „Páll Pálsson, sjómaður til 30 ára, segir sögu Íslendinga og lýsir því hvernig híbýli manna voru á árum áður,“ segir Agnes. Það snarkar í litlu báli á meðan Páll segir gestum frá því hvernig sögurnar sem við heyrðum í barnæsku hafa mótað hugarfar Íslendinga og átt þátt í að mynda séríslenska orðatiltækið „þetta reddast“. Þá segir Páll lifandi umhverfið segja sína sögu, hvert sem litið er, og að óútreiknanleik- inn sem fylgir eldgosum og snjó- flóðum útskýri seigluna sem sé svo einkennandi fyrir þjóðina. „Svo förum við í forsýningu 2 sem heitir Well of Time, eða upphaf lífsins, sem fjallar um það hvernig Ísland mótaðist og sögu- manneskjan, eða sögutröllkonan þar, er SúVitra sem Hanna María Karlsdóttir ljáir rödd sína,“ segir Sunna Dís Örvarsdóttir, Runólfur Gylfason og Agnes Gunnarsdóttir taka vel á móti gestum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Agnes Gunnars- dóttir, fram- kvæmdastjóri FlyOver Iceland, segir fyrirtækið leggja mikla áherslu á vand- aða þjónustu og ánægju meðal starfsfólks. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Agnes. „Hún segir frá því hverjir voru fyrstu landnemarnir, en það voru tröllin og svo komu menn- irnir. Við byggjum smám saman upp eftirvæntingu meðal gesta okkar sem nær hámarki í f luginu sjálfu.“ Lygilegt sjónarspil Það er óhætt að fullyrða að myndefnið sem notað er í aðal- hluta sýningarinnar er algjörlega einstakt. „Það er sérstakur áhættu- þyrlumaður sem flaug á þá staði þar sem myndin er tekin upp en hann gengur undir nafninu Jón Spaði og starfar hjá Norðurflugi, hann hefur verið að fljúga fyrir f lestallar erlendar Hollywood- kvikmyndir sem hafa verið teknar hérna á landi, eins og Oblivion með Tom Cruise, Noah, Game of Thrones, Star Trek og James Bond,“ segir Agnes. „Myndin er tekin upp með því að hengja upp sérstaka 8K há- skerpumyndavél framan á þyrlu. Svo er f logið í miklu návígi við íslenskt landslag og þannig næst þetta einstaka sjónarhorn sem endurspeglast í sýndarfluginu,“ útskýrir Agnes. „Til samanburðar eru venjulegar bíómynd teknar upp í 4K upplausn.“ Reynsluboltinn Rick Mikill metnaður einkennir alla starfsemi FlyOver Iceland og er valinn maður í hverju rúmi. „Sá sem við höfum unnið stíft með er listræni stjórnandinn okkar, magnaður maður sem heitir Rick Rotschild,“ segir Agnes. „Hann vann í meira en 30 ár sem listrænn stjórnandi hjá Walt Disney, stýrði yfir 50 sýningum, þar á meðal Soarin’ sem mjög margir Íslendingar kannast við, og það er ennþá eitt vinsælasta tækið í Disney-görðunum. Gestir f ljúga yfir landslag og finna fyrir vind- inum í andlitinu og lyktina af nátt- úrunni. Í raun er verið að virkja öll skilningarvit þín og það er akkúrat það sem við gerum hér. Rick lauk störfum hjá Disney árið 2012 og þá fengu þau í FlyOver Canada hann til liðs við sig og það gekk svona svakalega vel, í kjölfar- ið tóku þau upp FlyOver America og svo núna FlyOver Iceland,“ segir Agnes. „Rick sá um alla leikstjórn og heildarútlit upplifunarinnar frá A til Ö, ásamt frábæru teymi Íslendinga og erlendra aðila.“ Fagmennska fram í fingurgóma Þá segir Agnes fyrirtækið leggja mikla áherslu framúrskarandi þjónustulund og hafa í hávegum vandlega útfærð gildi. „Við vinnum eftir fjórum grunn- gildum,“ segir Agnes. „Fyrsta gildið snýr að öryggi, eða „safety first“. Annað gildið er „honor place“, eða það að bera virðingu fyrir þeim stað sem maður er á, hvort sem það er gagnvart fólkinu, menningu, þjóð, sögu eða umhverfi þess.“ Starfsfólkið er þannig hvatt til þess að leggja sitt af mörkum til samfélagsins og umhverfisins. „Á laugardaginn ætlum við til dæmis að vera með átak þar sem við tínum rusl í nærumhverfi okkar,“ segir Agnes. „ Einnig sýnum við ábyrgð með því að endurvinna eins mikið og við getum og er markmið okkar að vera betri í dag en í gær. Þriðja gildið sem við störf- um eftir „anticipate“ snýr að for- sjálni eða að vera ávallt einu skrefi á undan og til þjónustu reiðubúin. Þetta lýtur að gestrisni starfsfólks okkar. Við leggjum mikla áherslu á þetta gildi og hafa umsagnir ekki látið á sér standa hvað það varðar. Við leggjum gríðarlega mikla áherslu á þjálfun starfsfólks okkar en áður en við opnuðum vorum við búin að þjálfa teymið í þrjár vikur stöðugt, þar sem við fórum meðal annars yfir öryggisatriði, f læði gesta um húsið og mikil- vægi gestrisni.“ Þá segir Agnes samheldni og starfsánægju skipta miklu máli og að starfsfólk sé hvatt til þess að sýna frumkvæði og ástríðu í starfi sínu. „Fjórða gildið lýtur að því að gera ávallt sitt besta, eða „do your best“. Við byggjum smám saman upp eftirvæntingu meðal gesta okkar sem nær hámarki í f luginu sjálfu. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 2 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 D 6 -5 F 2 4 2 3 D 6 -5 D E 8 2 3 D 6 -5 C A C 2 3 D 6 -5 B 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.