Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.09.2019, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 21.09.2019, Qupperneq 68
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Cornel G. Popa segir merki- legt að matur fátæka fólksins sem þurfti að komast af með hagsýni og hugmyndaflugi á kreppuárum Ítalíu sé nú fæði ríka manns- ins í heim- inum. Honum þykir Íslend- ingar í mörgu líkir Ítölum þegar kemur að stemningu í kringum mat en að þeir fari þó frekar út að borða með fjölskyldu og vinum á meðan Ítalir eldi matinn og hafi samfundina heima. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Hún amma mín sagði alltaf að mikilvægasta hráefnið við eldamennskuna væri ást. Því er mitt einlæga ráð þegar eldaður er ítalskur matur að nota hjartað við matseldina og setja ást í allt sem maður gerir í eldhúsinu. Þá gengur maður að því vísu að maturinn bragðist sem hinn besti í heimi,“ segir Cornel G. Popa, ítalskur matreiðslumaður sem hefur búið á Íslandi undanfarin tvö ár. „Ég er fæddur og uppalinn í þorpinu Carpino á Suður-Ítalíu, en fluttist til Íslands í skammdeginu í nóvember 2017. Ástæðan var sú að Ísland er landið sem ég hafði ætíð leitað að. Friðsældin á þessari litlu eyju er vandfundin annars staðar í heiminum.“ Matur er hamingjuvaldur Cornel gaf á dögunum út sína fyrstu matreiðslubók, Food and Family: Secrets from an Italian family kitchen. „Áhuginn á eldamennsku kviknaði þegar ég var ellefu ára og mamma hélt matarboð fyrir fjölskyldu og vini á sveitasetri fjölskyldunnar. Þá rann upp ljós fyrir mér um hvað ég vildi gera við líf mitt og ég eignaðist draum um að gera fólk hamingjusamt í gegnum mat,“ segir Cornel sem skráði sig þrettán ára í fyrsta matreiðsluskólann og var farinn að vinna við matseld sextán ára. Á átjánda árinu ákvað hann að f lytja til Lundúna og bjó þar og starfaði þar til Ísland kallaði og Cornel skynjaði að land elds og ísa væri hans réttu heimkynni. „Kominn til Íslands fann ég f ljótt að íslensk stemning í kringum mat er að stórum hluta svipuð þeirri ítölsku og það er sennilega ástæða þess að ég elska að búa hér. Eini munurinn er sá að Íslendingar fara frekar saman út að borða með fjölskyldu og vinum í stað þess að elda mat og hafa samfundina heima,“ segir Cornel sem er heillaður af íslenskum mat og hráefni. „Mér þykir íslenskur matur bæði höfugur og bragðmikill og Íslendingar mega vera stoltir af matarhefðum sínum og hvernig þeim tókst að skapa marga góða rétti þegar vöruúrval var af skornum skammti. Í dálæti er ristaður þorskhaus og uppáhalds naslið mitt er harðfiskur með smjöri,“ upplýsir Cornel sem veldi hiklaust íslenskt lambakjöt og skyr sem hráefni í ítalskan rétt. „Lambið mundi ég marinera á ítalska vísu og skyr notaði ég nýlega í stað mascarpone-osts í ítalska eftirréttinn tiramisú. Útkoman var algjört lostæti og hefur nú fengið sitt eigið nafn; skyramisú,“ segir Cornel kátur. Glæpsamlegar uppljóstranir Ítalskur matur þykir einn sá besti í veröld víðri. „Food and Family byggir á hefð- bundnum ítölskum uppskriftum vegna þess að ég ólst upp við þess háttar mat og í hvert sinn sem ég elda hann fyrir sjálfan mig fyllist ég glöðum æskuminningum. Að vera uppalinn á Suður-Ítalíu færir manni skilning um mikilvægi fjölskyldunnar og svo matarins sem spilar stórt hlutverk á glöðum stundum í lífi hvers manns,“ segir Cornel sem í matreiðslubókinni sviptir hulunni af sælkera- leyndarmálum fjölskyldu sinnar í ítalska eldhúsinu. „En þótt það hjómi kannski glæpsamlegt að upplýsa fjöl- skylduleyndarmálin er fjölskyld- an mín í Carpino ákaf lega glöð að þeim sé nú deilt með öðrum. Hví ekki að láta matargleðina berast til annarra þegar maður kann eitthvað einstakt um matseld, sem gerir matinn enn betri og leyfa öðrum að upplifa sama ljúf- fenga bragðið? Okkur fjölskyld- unni þótti hreinlega eigingjarnt að halda leyndardómunum út af fyrir okkur og ekkert einasta vit í því lengur,“ segir Cornel og brosir. Fæði fátækra nú matur ríkra Cornel vann að Food and Family í heilt ár en bókin hefur boðskap. „Með bókinni vil ég sameina fólk við matarborðið en einnig vekja fólk til umhugsunar um matarsóun. Í Evrópu einni fara 32 prósent matar í tunnuna en endurunninn matur, þótt það hljómi ekki vel, er ein besta leiðin til að spyrna fótum gegn matar- sóun. Ég vil líka sýna fram á að það er enginn vandi að elda góm- sætan, ítalskan mat og þegar upp er staðið eru engin laun sætari né betri en ánægjan af því að elda mat fyrir fjölskyldu og vini,“ segir Cornel. Hann segir Miðjarðarhafsmat- seld að stórum hluta upprunna á Ítalíu. „Allir bestu réttir ítalska eld- hússins voru búnir til á kreppu- árum þegar fólk þurfti að vera hugmyndaríkt til að geta borið máltíðir á borð. Í kjölfarið urðu fjölskylduleyndarmálin til. Það er skondið til þess að hugsa hvernig tímarnir hafa breyst; að matur fátæka mannsins þá sé nú matur ríka fólksins. Að réttir sem eldaðir voru við mikinn skort af fátæku fólki sem reyndi að komast af sé í dag talinn einn besti og heil- næmasti matur sem um getur,“ segir Cornel sem á sér uppáhalds uppskrift í bókinni sem geymir hjartfólgnar minningar frá uppvaxtarárunum með stórfjöl- skyldunni. „Sú uppskrift er líka eins sú allra vinsælasta; hestabaunir og kaffifífils-salatblöð. Það eru einu hráefnin sem til þarf í réttinn og svolítil extra virgin ólífuolía.“ Cornel gefur lesendum upp- skrift að óhefðbundnum tira mi- sú-eftirrétti. „Uppskriftin varð til vegna þess hve mér þótti kaffi vont á táningsaldri. Hún geymir eitt af mínum eigin leyndarmálum sem ég vil þó gjarnan upplýsa svo aðrir fái að njóta.“ Tiramisú Cornels Popa: 380 ml appelsínusafi 250 ml marsala-vín 230 g strásykur 6 eggjarauður 10 g vanilludropar 750 g mascarpone-ostur 4-5 eggjahvítur Lady Fingers/Savoiardi-kex- kökur Kakóduft Aðferð: Mýkið mascarpone-ost í skál með vanilludropum og eggjarauðum. Stífþeytið eggjahvítur saman við sykurinn. Blandið eggjahrærunni varlega saman við mascarp- one-ostinn með sleif. Setjið nú tiramisú-réttinn saman. Dýfið kexinu í blöndu marsalavíns og appelsínusafa í 2 til 3 sekúndur og raðið neðst í djúpa skál eða fat. Setið síðan lag af mascarpone- blöndunni ofan á. Leggið því næst bleytt kex ofan á mascarpone- blönduna og endurtakið lagskipt þar til hráefnið er búið. Stráið þunnu lagi af kakódufti ofan á eftirréttinn og kælið í minnst hálf- tíma áður en borið fram. Matreiðslubók Cornels, Food and Family, fæst á Amazon, Water­ stones og fleiri bókaverslunum á netinu, undir nafninu (Cornel G. Popa, Food and Family) og von­ andi í íslenskum bókaverslunum á næstunni. Ástin er mikilvægasta hráefnið Ítalinn Cornel G. Popa sviptir hulunni af leyndarmálum suður­ítalskrar fjölskyldu sinnar í matreiðslubókinni Food and Family. Bókina vann hann í íslenskri friðsæld sem hann elskar. Með bókinni Food and Family vill Cornel sameina fólk við matarborðið. Ísland er landið sem ég hafði ætíð leitað að. Friðsældin á þessari litlu eyju er vandfundin annars staðar í heiminum. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 2 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 D 6 -5 0 5 4 2 3 D 6 -4 F 1 8 2 3 D 6 -4 D D C 2 3 D 6 -4 C A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.