Félags- og heilbrigðismál - 01.07.2003, Qupperneq 48

Félags- og heilbrigðismál - 01.07.2003, Qupperneq 48
46 Helstu niðurstöður 3. Helstu niðurstöður Main conclusions 3.1. Útgjöld til félags- og heilbrigðismála Útgjöld til félags- og heilbrigðismála á íbúa á verðlagi ársins 2000 hækka um 116 þús. kr. eða rúm 33% frá árinu 1991 til ársins 2000 (tafla 3.1.1). Mest er breytingin milli áranna 1997 og 1998 eða rúm 7%. Hlutur verkefnasviðsins heilbrigðismál er langstærstur af heildarútgjöldum eða tæp 40%. Næst í röðinni er verkefnasviðið aldraðir, sem tekur til rúmlega fjórðungs útgjaldanna. A tímabilinu 1991-2000 vex hlutur útgjalda til aldraðra og öryrkja af heildarútgjöldum nokkuð, en hlutur heilbrigðismála lækkar (tafla 3.1.2. og tafla 3.1.3.). Mestar sveiflur í útgjöldum milli ára á tímabilinu 1991- 2000, mælt á föstu verðlagi, eru á verkefnasviðunum atvinnu- leysi og önnur félagsaðstoð. Þar koma fram áhrif atvinnu- leysis og samdráttar á fyrri hluta tíunda áratugarins. Nánari umfjöllun um þróun útgjalda á hverju verkefnasviði er að finna í köflum 4 til 11 (tafla 3.1.4. og tafla 3.1.5.). Útgjöld á hverju verkefnasviði skiptast í peningagreiðslur og þjónustu. Samkvæmt Esspros-aðferðinni eru húsnæðis- bætur flokkaðar sem þjónusta. Allan áratuginn er hlutfall peningagreiðslna og þjónustu ámóta af heildarútgjöldum, þó er hlutfall þess síðamefnda heldur hærra í lok áratugarins eða um 52% en þjónustunnar um 48%. Hlutfall peninga- greiðslnaerhæst á verkefnasviðunum atvinnuleysi, aldraðir, öryrkjar og fjölskyldur og börn. Hlutfallið lækkar þó veru- lega á því síðastnefnda samfara aukinni tekjutengingu bamabóta (tafla 3.1.6.). Hreinar peningagreiðslur til viðtakenda ráðast af því hvort bætur eru skattskyldar eða ekki. Arið 2000 voru heildar peningagreiðslur 63,2 milljarðar króna. Meirihluti þeirra eða rúm 91% voru skattskyldar (tafla 3.1.7.). Á tímabilinu 1991-2000 lækkar hlutur ríkissjóðs í fjármögnun útgjalda til félags- og heilbrigðismála úr tæpum 55% útgjaldanna í tæp 44%. Hlutur atvinnurekenda vex á sama tíma úr rúmu 31 % í 40%. Þar er um að ræða trygginga- gjald, greiðslu launa í veikindum og hlut atvinnurekenda í greiðslum til lífeyrissjóða. Slíkar greiðslur ríkis og sveitar- félaga flokkast með greiðslum annarra atvinnurekenda. Hlutur hinna tryggðu í útgjöldunum er aðallega hlutur starfsmanna í greiðslum til lífeyrissjóða (tafla 3.1.8.). Árið 2000 var meira en helmingur af útgjöldum sem ríkissjóður fjármagnaði á verkefnasviðinu heilbrigðismál og um fimmtungur á verkefnasviðinu aldraðir. Stærsti hluti fjármögnunar sveitarfélaga fór til verkefnasviðsins fjölskyldur og börn. Stærsti hluti fjármögnunar atvinnu- rekenda (74,7 %) og hinna tryggðu (97,6%) voru á verkefna- sviðum lífeyrisþega (aldraðir, öryrkjar og eftirlifendur) (tafla 3.1.9.). Hlutfall útgjalda til félags- og heilbrigðismála af vergri landsframleiðslu hefur verið notað í alþjóðlegum samanburði sem vísbending um velferðarstig samfélaga. Það er mikil- vægt að hafa í huga að hlutfallið er háð bæði breytingum í landsframleiðslu og útgjöldum og er ekki mælikvarði á hagkvæmni velferðarkerfisins (tafla 3.1.10.). Árið 1991 varþettahlutfall I7,6%enfórí 18,3% 1992og sveiflast milli 18 og 19% eftir það fram til 1998. Árið 2000 hækkar þetta hlutfall í 20%. Mynd 3.3. sýnir breytingar milli ára á vergri landsframleiðslu annars vegar og útgjöldum til félags- og heilbrigðismála hins vegar. Þar sést einnig hlutfall útgjalda af landsframleiðslu. 3.2. Samanburður við lönd á Evrópska efnahags- svæðinu Útgjöld til félags- og heilbrigðismála í löndum Evrópska efnahagssvæðisins árið 1999 í hlutfalli af landsframleiðslu voru lægst á íslandi og írlandi eða innan við 20%, en hæst í Svíþjóð 33% (tafla 3.2.1.). Röð landanna breytist þegar samanburður er gerður á grundvelli útgjalda á íbúa reiknað í jafnvirðisgildum í evrum (PPP). Island með háa þjóðarframleiðslu færist úr neðsta sæti og upp fyrir „fátæku“ Evrópusambandslöndin, en er eftir sem áður neðarlega (í 13. sæti). Staða Lúxemborgar í efsta sæti í þessari röð skýrist af því að þar starfar fjöldi útlendinga og leggur til þjóðarframleiðslu, en er ekki hluti af deilitölunni íbúar þegar reiknuð eru jafnvirðisgildi á íbúa (tafla 3.2.2.). Hlutfallsleg skipting útgjalda eftir verkefnasviðum í löndum Evrópska efnahagssvæðisins árið 1999 sést í töflu 3.2.3. Hæst er hlutfall útgjalda til aldraðra í öllum löndunum (40,8 % á Evrópska efnahagsvæðinu í heild) nema á íslandi (28% útgjalda) og á írlandi (19% útgjalda). í tveim síðast- nefndu löndunum er hlutfall útgjalda til heilbrigðismála nokkuð stærri hluti heildarútgjalda en í hinum löndunum eða um 40%. Vert er að benda á að þessi tvö lönd hafa vegna hærri frjósemi (sjá töflu 2.2.5.) nokkuð aðra aldurs- samsetningu mannfjölda t.d. er hlutfall aldraðra þar lægra. Töflur 3.2.4. og 3.2.5. sýna útgjöld Norðurlandanna árið 2000 skipt á verkefnasviðin annars vegar í hlutfalli af landsframleiðslu og hins vegar í jafnvirðisgildum í evrum. Útgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu eru eins og áður kom fram hæst í Svíþjóð (rúm 32%) og lægst á Islandi (20%). I Noregi og Finnlandi sem næst koma íslandi í röðinni eru útgjöld um 25% mælt á þessum mælikvarða. Niðurstaðan er ekki alveg sú sama ef útgjöld eru skoðuð á íbúa í jafnvirðisgildum í evrum. Þar dregur aðeins saman með löndunum. Þar er Danmörk í efsta sæti, rúmlega 56% hærri en Island. Athyglisvert er að á verksviði heilbrigðis- mála, þar sem útgjöld eru mikil, eru útgjöld næst hæst á Islandi meðal Norðurlanda. Eins og fram kom skiptast útgjöld til félags- og heilbrigðis- mála á Islandi nærri jafnt milli peningagreiðslna og þjónustu. Eins og sést í töflu 3.2.6. er hluti peningagreiðslna stærri hluti þessara útgjalda í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins eða á bilinu frá 56% á tlandi og til 77% á Italíu. Á Evrópska
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200
Qupperneq 201
Qupperneq 202
Qupperneq 203
Qupperneq 204
Qupperneq 205
Qupperneq 206
Qupperneq 207
Qupperneq 208
Qupperneq 209
Qupperneq 210
Qupperneq 211
Qupperneq 212

x

Félags- og heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félags- og heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/1388

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.