Félags- og heilbrigðismál - 01.07.2003, Blaðsíða 49

Félags- og heilbrigðismál - 01.07.2003, Blaðsíða 49
Helstu niðurstöður 47 efnahagsvæðinu í heild eru peningagreiðslur rúm 68% útgjalda en til þjónustu fara tæp 32%. Á Norðurlöndum er hlutfall peningagreiðslna af útgjöldum til félags- og heilbrigðismála hæst í Danmörku og Finnlandi eða um tveir þriðju útgjalda. IS víþjóð og N oregi er hlutfallið um tæp 60%, en um 50% á Islandi. Hlutfallsleg skipting útgjalda milli peningagreiðslna og þjónustu breytist lítið á Norðurlöndum frá árinu 1991 til 2000. Þó vex hlutur peningagreiðslna mikið í Finnlandi um miðjan áratuginn (en hefur gengið til baka). Ástæða sérstöðu Finna eru efnahagserfiðleikar á tíunda áratugnum með miklu atvinnu- leysi (tafla 3.2.7.). Samkvæmt Esspros-aðferðinni eru útgjöld flokkuð eftir hvort réttur til þjónustu eða peningagreiðslna er tekju- tengdur. Það á við um 10,3% heildarútgjalda árið 1999 í löndum Evrópska efnahagssvæðisins, en 5,0% heildar- útgjalda á fslandi. Hlutfall peningagreiðslna sem eru tekju- tengdar á íslandi er 9,1% en í heild á Evrópska efnahags- væðinu er þetta hlutfall 8,1% peningagreiðslna. Tekju- tenging þjónustu á íslandi er langt undir samtölu EES og sú lægsta á Evrópska efnahagsvæðinu. Tekjutenging útgjalda til félags- og heilbrigðismála er hæst í Noregi af Norðurlöndunum árið 1999 eða 15,7% og rúmur fjórðungur útgjalda til peningagreiðslna er tekju- tengdur þar. Finnland er í öðru sæti með 14% útgjalda tekjutengd árið 1999, en þetta hlutfall er lægst í Danmörku eða tæp 3%. Athyglisvert er að tekjutenging útgjalda á Norðurlöndum er mun hærri á peningagreiðslum en á þjónustu nema í Svíþjóð og í Danmörku. Tekjutenging útgjalda til þjónustu á við rúm 15% hennar á Evrópska efnahagssvæðinu, en hvergi á Norðurlöndum fer það hlutfall yfir 7,5% (tafla 3.2.8.). Árið 1999 fjármögnuðu ríki og sveitarfélög meira en helming eða 50,2% útgjalda til félags- og heilbrigðismála á fslandi. Það er með hærra hlutfalli hins opinhera í þessari fjármögnun í löndum Evrópska efnahagssvæðisins, en þar er þetta hlutfall hæst í Danmörku, Noregi og á írlandi urn eða yfir 60%. Hlutfall atvinnurekenda í þessari fjármögnun á íslandi var 41% sem er örlítið hærra en meðaltal EES landanna (tafla 3.2.9.). Á öllum Norðurlöndunum fjármagna ríki og sveitarfélög stærstan hlut útgjalda til félags- og heilbrigðismála eða frá 43% í Finnlandi til 64% í Danmörku árið 2000. Bæði á íslandi og í Danmörku hefur þetta hlutfall hins opinbera lækkað frá 1991, en staðið nokkurn veginn í stað í hinum löndunum. Hlutur atvinnurekenda í fjármögnun útgjalda til félags- og heilbrigðismála er vel rúmur þriðjungur árið 2000 á íslandi (þar sem hann hefur vaxið nokkuð frá 1991), í Finnlandi og Svíþjóð. f Noregi er hlutur atvinnurekenda um fjórðungur en aðeins 9% í Danmörku. Hlutur hinna tryggðu í fjármögnun útgjalda til félags- og heilbrigðismála er lítið eitt lægri á íslandi og í Svíþjóð en í hinurn löndunum (tafla 3.2.10.). í þeim alþjóðlega samanburði sem hér hefur verið gerður kemur fram að ísland hefur sérstöðu varðandi útgjöld til félags- og heilbrigðismála meðal þeirra landa sem ísland er helst borið saman við. Útgjöld til þessara mála eru lægri á íslandi en í ríkari löndum Evrópska efnahagssvæðisins og töluvert lægri en á öðrum Norðurlöndum. Önnur sérstaða íslands meðal landa á Evrópska efnahagssvæðinu er að útgjöld til félags- og heilbrigðismála skiptast næstum jafnt milli peningagreiðslna og þjónustu. Peningagreiðslur eru í öllum öðrum löndum hærra hlutfall útgjalda en þjónusta og í heild á EES svæðinu eru þær 68% útgjalda. Þó er vert að benda á að í Noregi og Svíþjóð er þetta hlutfall um 58% og koma þau lönd næst á eftir íslandi með lægstar hlutfallstölur. Loks á ísland sameiginlegt með öðrum Norðurlöndum að hluti ríkis og sveitarfélaga í fjármögnun útgjalda er stærri en í flestum öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Ef skipting útgjalda milli peningagreiðslna og þjónustu á Norðurlöndum árið 2000 er athuguð annars vegar í hlutfalli af landsframleiðslu og hins vegar á íbúa í jafnvirðisgildum í evrum (sjá töflu 3.2.11.), kemur fram að munur Islands og hinna landanna liggur fyrst og fremst í minni hlut peningagreiðslna. Þannig eru útgjöld til þjónustu á íbúa reiknað í jafnvirðisgildum í evrum (PPP) 30% lægri í Finn- landi en á íslandi, en þessi útgjöld eru 14% hærri í Svíþjóð og Danmörku og 27% hærri í Noregi en á Islandi. Útgjöld til peningagreiðslna eru hins vegar mun lægri á Islandi mælt á þennan mælikvarða en í hinum löndunum. Á hinum Norðurlöndunum eru þau frá því að vera 47% hærri í Finnlandi til að vera 98% hærri í Danmörku, en á íslandi. Tafla 3.2.12. sýnir þróun útgjalda til félags- og heilbrigðis- mála á Norðurlöndum frá 1950 til 2000 í hlutfalli af landsframleiðslu. Athyglisvert er að munur landanna er tiltölulega lítill 1950. Ef hlutfall íslands árið 1950 er sett í 100, er hlutfall Svíþjóðar 137, Danmerkur 129, Finnlands 118ogNoregs 102. Breytingarframtil 1960erutiltölulega litlar ef Noregur er undanskilinn. Áratug síðar eða 1970 hefur orðið stökkbreyting. Ef hlutfall íslands er þá sett í 100, er hlutfall Svíþjóðar og Danmerkur 181, Finnlands 137 og Noregs 149. Breytingar þessar á útgjöldum falla saman við ört vaxandi þátttöku kvenna á vinnumarkaði og í nárni í löndunum ölhtm. Nefnamáþrennt sem hugsanlegar skýringar áþessum mismun í þróun útgjalda. Fyrsta atriðið og líklega það þýðingarmesta er að atvinnuástand á Islandi nær allt tímabilið er mun betra en í hinum löndunum eins og tafla 3.2.13. sýnir. Atvinnuleysi á Islandi var nær ekkert lengst af á tímabilinu, það litla atvinnuleysi sem mældist var eingöngu skammtímaatvinnuleysi. I hinum löndunum var ástandið annað eins og taflan sýnir. Atvinnuleysi kallar á rneiri útgjöld til peningagreiðslna á sviði félags- og heilbrigðis- mála. Á það að sjálfsögðu ekki síst við verkefnasviðið atvinnuleysi, en einnig með óbeinni hætti á öðrum sviðum. Þannig lýsir mikil atvinnuþátttaka eldri borgara á Islandi mikilli eftirspum eftir vinnuafli. Einnig má gera ráð fyrir að mikil eftirspum eftir vinnuafli gefi fötluðum meiri möguleika á vinnumarkaði, eins og raun hefur verið á hér á landi. Loks veldur gott atvinnuástand minni þörf fyrir fjárhagsaðstoð. Þetta fellur vel saman við að það er fyrst og fremst á sviði útgjalda til peningagreiðslna sem útgjöld á Islandi eru vemlega önnur en á hinum Norðurlöndunum. Aðra skýringu má finna í mismunandi áherslum stjórn- valda í löndunum. Annarstaðar á Norðurlöndum hefur sú leið verið farin í mun meiri mæli en á Islandi, að skattleggja íbúana og millifæra tekjumar til einstaklinga í gegnum tryggingakerfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Félags- og heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félags- og heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/1388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.