Félags- og heilbrigðismál - 01.07.2003, Síða 94

Félags- og heilbrigðismál - 01.07.2003, Síða 94
92 Heilbrigðismál 6. Heilbrigðismál Sicknesslhealth care 6.1. Útgjöld til heilbrigðismála Tafla 6.1.1. sýnir að útgjöld vegna heilbrigðismála á föstu verðlagi lækka milli áranna 1991 og 1993, en vaxa að nýju frá árinu 1994 og hækka verulega árið 1998 eða um tæp 10% og rúm 12% árið 1999. Árið 1998 aukast útgjöld til þjónustu um 11% frá árinu áður og má gera ráð fyrir að þar gæti í einhverju áhrifa nýs launakerfis opinberra starfsmanna. Útgjöld til peningagreiðslna, sem að stærstum hluta eru launagreiðslur í veikindum, lækka milli ára á föstu verðlagi árin 1991-1996, vaxa milli ára eftir það og gætir þar áhrifa hagsveiflunnar í meiri atvinnuþátttöku og hækkun launa. A þessu verkefnasviði renna fjórir fimmtu allra útgjalda til þjónustu og þar eru sjúkrahús stærsti einstaki liðurinn með um 60% útgjalda. Af peningagreiðslum eru samnings- og lögbundnar launagreiðslur í veikindum langstærsti hlutinn. Greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði, sem greiða félögum sínum dagpeninga þegar launagreiðslum líkur (réttur til launa í veikindum er minni en hjá opinberum starfsmönnum) eru áætlaðar. Færa má rök fyrir að um eitthvert vanmat sé að ræða, en ekki síður vantar upplýsingar til hvaða annarrar þjónustu sjúkrasjóðimir greiða. I töflunni sést að sjúkradagpeningarTryggingastofnunarnkisins, sem greiddir em til veikra sem ekki hafa annan rétt, standa í stað á tímabilinu og lækka því á föstu verðlagi. Tafla 6.1.2. sýnir heildarútgjöld til heilbrigðismála sam- kvæmt uppgjöri þjóðhagsreikninga á opinberum útgjöldum og einkaneyslu. Þetta em upplýsingar sem sendar hafa verið af hálfu Islands í gagnagmnn OECD um heilbrigðismál (OECD Health Data). Þar sem þjónustugjöld, þ.e. kostnaðar-þátttaka neytenda í þjónustu er ekki tekin með í NOSOSKO/Esspros flokkunarkerfi útgjalda em heildarútgjöld í töflu 6.1.2. ekki sambærileg við útgjöld til þjónustu í töflu 6.1.1., en bera má saman útgjöld hins opinbera í fyrrnefndu töflunni við þjónustuútgjöld í þeirri síðamefndu. Nokkur munur er á þeim tölum, sem skýrist í meginatriðum af mismunandi færslum útgjalda til sjúkrahúsa, hjúkrunar og endurhæfmgar. I töflu 6.1.2. era þau öll tekin með, en útgjöld vegna langlegudeilda sjúkrahúsa og hjúkrunarheimila færast í NOSOSKO/Esspros flokkunarkerfmu með útgjöldum til aldraðra og útgjöld vegna endurhæfingar með útgjöldum til öryrkja. 6.2. Samanburður milli Norðurlanda Samanburður milli Norðurlanda á þessu verkefnasviði sýnir að útgjöld á íbúa á Islandi eru í hærri kantinum miðað við hin löndin öfugt við útgjöld á öðrum sviðum. Utgjöld era hæst í Noregi, þákemur Island. s vo S víþjóð en Danmörk og Finnland reka lestina. Mest er varið til heilbrigðisþjónustu í Noregi, þá kemur Island annað í röðinni, en minna er varið til hennar í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Eins og fram kemur í kafla 2.2. eru aldraðir lægra hlutfall íbúa á Islandi en í hinum löndunum. Færa mætti rök fyrir því að það ætti að koma fram í lægri útgjöldum til heilbrigðisþjónustu á Islandi. A móti kemur þó að líklegt er að hagkvæmni stærðarinnar gæti í heilbrigðisþjónustu í hinum mun fjölmennari grannlöndum Islands. Utgjöld til peningagreiðslna eru einnig mest í Noregi af löndunum fimm eða 73% meiri en í Svíþjóð og 128% meiri en á íslandi sem næst koma í röðinni. Taflan sýnir hve þýðingamikilar launagreiðslur í veikindum era í íslenska sjúkratryggingakerfinu og hve sérstakt það er miðað við hin löndin að Noregi undanskildum. Þar eru greiðslur sjúkra- trygginga einnig miklar, sem skýrir að peningagreiðslur á þessu verksviði eru langhæstar þar. Tafla 6.2.2. sýnir heilbrigðisútgjöld í hlutfalli af lands- framleiðslu í löndum OECD árin 1980-2000. Tölumar era fengnar frá OECD og byggja að hluta til á þjóðhagsreikningum og sérstökum landsbundnum reikningum heilbrigðisútgjalda og að hluta á „System of Health Accounts“, uppgjöri miðað við nýjan staðal OECD sem aðildarlönd eru að byrja að tileinka sér. Tölumar era því misjafnlega sambærilegar. Samkvæmt ofangreindum upplýsingum era heilbrigðisútgjöld um og yfir 8% af landsframleiðslu á íslandi frá 1990 til 1997 sem er lítillega hærra en að meðaltali í löndum OECD. Hlutfallið fer síðan í 8,7% árið 1998 og í 9,5% árið 1999 og er þá orðið það hátt að aðeins þrjú lönd OECD eru með hærra hlutfall, Bandaríkin (13,7%). Sviss og Þýskaland (10,7%). Hlutfall opinberra útgjalda af heilbrigðisútgjöldum í heild í löndum OECD á sama tímabilikemurfram ítöflu 6.2.3. Þar sést að hlutur hins opinbera lækkar á fslandi úr um 88% 1980 í 83% 2000. Þannig hefur hlutur einkaneyslu, þ.e. greiðslur heimila á þjónustugjöldum, vaxið um þriðjung á tímabilinu. Athyglisvert er hve Bandaríkin skera sig úr í töflunni sem eina landið þar sem hlutur hins opinbera er vel innan við helmingur þessara útgjalda. 6.3. Upplýsingar um peningagreiðslur og þjónustu Fyrstu töflumar sem hér fylgja fjalla um fjölda heilbrigðis- starfsmanna eftir starfsstétt og um setnar stöður í heilbrigðis- þjónustunni eftir starfsstétt og tegund stofnana. Er efnið fengið frá Landlæknisembættinu. Upplýsingar um hlutfall vinnuafls frá vinnu vegna veikinda á tímabilinu eru áætlaðar á grundvelli vinnumarkaðsrannsókna Hagstofu íslands. Upplýsingar um fjölda viðtakenda greiðslna sjúkradag- peninga eru hvorki tiltækar hjá sjúkrasjóðum verkalýðs- félaga né hjá Tryggingastofnun. Birtar eru tölur um tilkynnt slys til almannatrygginga og um vinnuslys á grundvelli upplýsinga frá Tryggingastofnun og Vinnueftirliti ríkisins. Þá eru tölur um dána eftir dánarorsökum frá Hagstofu. Tölur um neyslu- og söluverðmæti lyfja eru fengnar hjá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Upplýsingar um neytendur þjónustu á þessu verksviði sem hér birtast eru einkum fengnar frá Tryggingastofnun, Land- læknisembætti og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. í sumum tilvikum liggja tölur ekki fyrir til ársins 2000. Á það t.d. við tölur um starfsemi sjúkrahúsa, sem ná til ársins 1995.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Félags- og heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félags- og heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/1388

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.