Morgunblaðið - 07.06.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.06.2008, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG veit ekki hvort er verra að lenda í eldgosi eða jarðskjálfta. Jarðskjálftinn gerir síður boð á und- an sér en hins vegar er meira heilt á eftir,“ segir Helga Guðmundsdóttir, íbúi á Selfossi, en hún og maður hennar, Ingvar Gunnlaugsson, misstu allt sitt í Heimaeyjargosinu árið 1973 og fluttust þá til Selfoss þar sem þau hafa búið síðan. Aðspurð segir Helga skemmd- irnar eftir skjálftann í síðustu viku langtum meiri en eftir stóra skjálft- ann 17. júní 2000. „Árið 2000 brotn- aði aðeins eitt glas hér hjá okkur en í skjálftanum fyrir viku brotnaði allt sem brotnað gat, sjónvarpið, stellin, styttur og skápar,“ segir Helga og tekur fram að það hafi þó verið mesta mildi að enginn skyldi slas- ast. Erfiðara að missa húsið „Ég var nýbúin að vera inni í stofu með barnabörnunum en við vorum sem betur fer komin inn í eldhús þegar skjálftinn reið yf- ir. Ef börnin hefðu verið inni í stofu þegar hlutir féllu út úr skáp- um og sjónvarpið datt á gólfið þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ segir Helga. Spurð hvort erfitt sé að missa stóran hluta af innbúi sínu aftur svarar Helga því til að mun erfiðara hafi verið á sínum tíma að missa húsið. „Ég er ekki frá því að maður verði æðrulausari eftir svona upp- lifun, því allt síðan við misstum hús- ið í eldgosinu hef ég haft lítinn áhuga á að safna veraldlegu dóti,“ segir Helga. Undir þetta tekur Gísli Grímsson, íbúi á Selfossi, en hann og kona hans, Bjarney Erlends- dóttir, misstu húsið sitt í eldgosinu í Heimaey 1973 og fluttust þá um tíma til Selfoss en þar hafa þau búið síðan 2001. „Glerið má alltaf bæta, því það er alltaf hægt að kaupa gler, en það er ekki hægt að kaupa líf,“ segir Gísli og vill lítið gera úr skemmdum þeim sem urðu á innbúi og húsnæði þeirra hjóna í skjálftanum. Segir hann afar vel hafa verið staðið að öllum björgunarmálum og aðstoð við fólk á svæðinu eftir skjálftann. Glerið má bæta Að mati Vestmannaeyinga sem nú búa á Selfossi skipta veraldlegir hlutir litlu þegar náttúruhamfarir ganga yfir RÍKISSTJÓRN Íslands hefur að tillögu viðskiptaráðherra ákveðið að setja bráðabirgðalög um breytingu á ákvæðum laga um Viðlagatryggingu Ís- lands þar sem kveðið er á um að lágmark eigin áhættu lækki úr 85.000 kr. niður í 20.000 kr. Breytingin er gerð í samvinnu við Viðlagatryggingu. Fram höfðu komið ábendingar um að eigin áhætta vegna tjóns á lausa- fjármunum, sem Viðlagatrygging skal bæta, væri óeðlilega há. Til sam- anburðar er eigin áhætta innbústrygginga hjá vátryggingafélögunum yf- irleitt á bilinu 10 til 20 þúsund krónur. Skýrt er kveðið á um eigin áhættu í lögum og því var ekki hægt að lækka eigin áhættu vátryggðs hjá Við- lagatryggingu Íslands nema með lagabreytingu. Lágmark eigin áhættu lækkað Ljósmynd/Egill Bjarnason Hrósa happi Hjónin Bjarney Erlendsdóttir og Gísli Grímsson segja mest um vert að enginn skyldi slasast alvarlega. Helga Guðmundsdóttir KRISTJÁN Árnason flug- vélaverkfræðingur prufuflaug á Reykjavíkurflugvelli í gær nýrri tveggja hreyfla og þriggja sæta flugvél sem hann hannaði sjálfur og smíðaði frá grunni. Aðspurður viðurkennir Kristján að það hafi fylgt því ákveðin spenna að prufukeyra vélina, en að allt hafi gengið eins og í sögu. Spurður hvað nú taki við segir Kristján það taka langan tíma að klára að prufufljúga vél, því safna þurfi 40 flugtímum. Kristján segir kostn- aðinn talsvert meiri en að kaupa tilbúna vél, en Kristján hefur unnið að smíði vélarinnar sleitu- laust sl. fjögur ár. Kristján hefur áður hannað og smíðað tvær aðr- ar vélar. | silja@mbl.is Hannaði og smíð- aði eigin flugvél Ljósmynd/Árni Sigurbergsson Svíf um loftin blá Flugvélin sem Kristján Árnason hannaði og smíðaði. HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt rúmlega tvítugan karlmann í 20 mánaða fangelsi fyrir að stinga þrjá menn með hnífi og sparka í andlit fjórða mannsins. Þá var hann dæmdur fyrir að selja fíkniefni og aka undir áhrifum fíkni- efna og var sökum þess sviptur öku- réttindum í tvö ár frá birtingu dóms- ins. Hnífaárásirnar voru framdar á Akureyri að morgni laugardags í nóvember á síðasta ári. Í niðurstöðu dómsins segir að maðurinn hafi sveiflað hnífi og slegið frá sér hingað og þangað, þar sem mikill atgangur var og hefði hæglega getað farið verr. Hann hafi ekkert gert til að bæta fyrir þessi brot sín gagnvart brotaþolum. Við refsiákvörðun var hins vegar horft til þess að maðurinn var til- tölulega ungur að árum þegar brotin voru framin, en hann var þá tvítug- ur. Þá hafi hann á síðustu vikum leit- ast við að snúa lífi sínu til betri veg- ar, gengið til geðlæknis, tekið lyf og sæki viðtöl á vegum SÁÁ. Hins veg- ar er í dóminum tekið fram að mað- urinn hafi ekki tekið upp þessa lífs- háttabreytingu fyrr en ákærur tóku að birtast honum, ein af annarri, og þannig hafi hann gerst sekur um lík- amsárás í lok janúar 2008, þremur mánuðum eftir hnífsstunguárásirn- ar. Maðurinn var dæmdur til að greiða einu fórnarlambanna 600 þús- und krónur í bætur, öðru 200 þúsund og því þriðja 150 þúsund. Einnig var hann dæmdur til að greiða Ólafi Rúnari Ólafssyni, réttargæslumanni þremenninganna, 200 þúsund í þóknun og Sigmundi Guðmundssyni, skipuðum verjanda sínum, 750 þús- und í málsvarnarlaun. Málið dæmdu Þorsteinn Davíðsson, Erlingur Sig- tryggsson og Ólafur Ólafsson. 20 mánaða dómur fyrir hnífaárásir INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, ut- anríkisráðherra, segir í yfirlýsingu að hún telji bersýnilegt að umfang rann- sóknar og ákæra sem upphaflega voru gefnar út í Baugsmálinu séu alls ekki í samræmi við tilefnið. „Víðfeðmasta opinbera rannsókn síðari ára sem hófst í tilefni af tiltekn- um kreditreikningi, hefur nú verið til lykta leidd í Hæstarétti Íslands eftir sex ára meðferð í réttarkerfinu sem kostað hefur ógrynni fjár. Hæstirétt- ur veitti öllum sem komu að útgáfu þessa tiltekna reiknings sýnilega jafna og réttláta málsmeðferð. Ber- sýnilegt er að dómstólar kveða upp úr um að um- fang rannsóknar- innar og ákær- anna sem gefnar voru út upphaf- lega var alls ekki í samræmi við til- efnið. Óhjá- kvæmilega hljóta íslensk stjórnvöld að draga lærdóma af þessari út- komu,“ segir í yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar. | egol@mbl.is Er ekki í sam- ræmi við tilefnið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Yfirlýsing Ingibjargar um Baugsmálið Sumar í Svartaskógi og dvöl við Bodenvatn 19.–30. ágúst Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir Innifalið: Flug með sköttum, akstur til og frá flugvelli, gisting á 4* hótelum með ríkulegum morgunverði í 11 nætur, eftirmiðdagssnarl á Hotel Baren og þrí- til fjórréttaður matur á hverju kvöldi í 10 kvöld. Íslensk fararstjórn allan tímann. Sumarferð til Berlínar 21.–26. ágúst Fararstjóri: Óttar Guðmundsson Innifalið: Flug með sköttum, gisting á 4* hóteli með ríkulegum morgunverði í fimm nætur, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 78.900 kr. Verð á mann í tvíbýli Nokkur sæti laus! 118.800 kr. Verð á mann í tvíbýli ÞESSI heiðlóa lét ljósmyndara ekki hrekja sig af eggjunum, enda er stutt í að ungarnir fari að gægjast út. Það er hins vegar ekki auðvelt að koma auga á lóuna því segja má að hún sé í felulitunum. Varp lóunn- ar hefst um miðjan maí og tekur út- ungun um það bil 27-34 daga. Ung- arnir verða fleygir um eins mánaða gamlir. | egol@mbl.is Ungarnir að koma úr eggjum Ljósmynd/Sigurður Ægisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.