Morgunblaðið - 07.06.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.06.2008, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „HR hefur eytt töluverðu í auglýs- ingar til nýstúdenta eða á bilinu 10- 15 milljónum króna samanlagt sem dreifist á 5 deildir,“ segir Jóhann Hlíðar Harðarson, markaðsstjóri Háskólans í Reykjavík. Háskóli Ís- lands hefur einnig eytt miklu í aug- lýsingar og þá sérstaklega þær deildir sem standa í samkeppni við aðra háskóla. Að sögn Maríu Thejll, skrifstofustjóra lagadeildar HÍ, hefur ekki verið tekinn saman kostnaður en hún telur það ekki vera miklu meira en tvær milljónir króna. „Slagur um hvern nemanda er harðari nú en áður,“ sagði kynn- ingarstjóri í háskólasamfélaginu. Hjá Bifröst lágu ekki fyrir tölur um kostnað. Hjá Listaháskólanum (LHÍ) er kostnaðurinn 2 milljónir. „Við þurfum ekki að eyða miklum peningum í kynningarmál. Það er stefna skólans að hann auglýsi sig sjálfur, enda gerir hann það,“ segir Hjálmar Ragnarsson rektor LHÍ. FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is SKÓLAGJÖLD við íslenska háskóla hafa aldrei verið hærri. Skólagjöldin eru þó mjög mismunandi og er him- inn og haf á milli hæstu skólagjalda og svokallaðs skrásetningargjalds við Háskóla Íslands sem hefur hald- ist óbreytt og er 45.000 kr. Skólagjöld við Listaháskóla Ís- lands (LHÍ) fyrir skólaárið 2008- 2009 er 285.000 kr. sem felur í sér um það bil þrjátíu þúsund króna hækkun milli ára. „Við höfum alveg frjálsar hendur um fjárhæð skóla- gjalda. Kostnaður er mikill vegna aðstöðu og búnaðar og sennilega með því hæsta hérlendis,“ segir Hjálmar Ragnarsson, rektor LHÍ. „Stærstur hluti tekna skólans kem- ur í formi þjónustusamnings við rík- ið vegna kennslu. Skólagjöld og aðr- ar tekjur bæta það sem vantar upp á.“ LHÍ er sjálfseignarstofnun, rétt eins og Háskólinn á Bifröst. Háskól- inn í Reykjavík (HR) er hins vegar einkahlutafélag. Skrásetningargjöld hafa haldist óbreytt hjá ríkisreknu háskólunum. Nokkur hækkun hefur átt sér stað hjá HR á milli ára eða um 18.000 kr. á ársgrundvelli. Skóla- gjöldin þar eru núna 274.000 kr. og skýrist sú hækkun af almennum verðlagsbreytingum. Námið dýrast á Bifröst sé mið- að við grunnnámið Sérstaka athygli vekur að nám við Háskólann á Bifröst er þó nokkuð dýrara en hjá öðrum háskólum eða 472.500 kr. vegna 30 eininga skóla- árs. Gjöldin hafi þó haldist óbreytt undanfarin 3 ár. Á Bifröst greiðir stúdent 15.750 kr. fyrir hverja ein- ingu í stað þess að greiða gjaldið fyr- ir hverja önn, eins og er gert í Há- skólanum í Reykjavík. „Þetta kerfi að greiða fyrir hverja einingu sem nemandi tekur hefur verið í skól- anum frá upphafi. Það er auðvitað eðlilegt að nemandi ráði því hversu margar einingar hann tekur,“ segir Kristín Ólafsdóttir, markaðsstjóri Háskólans á Bifröst. „Við erum bæði með haustmisseri, vormisseri og sumarmisseri. „Hér fær nemandinn meiri athygli því það eru færri nem- endur á hvern kennara og gert er ráð fyrir færri nemendum í hverju námskeiði,“ segir Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, þegar hann er spurður út í fjárhæð gjald- anna. „Námið er uppbyggt öðruvísi, hér er mikil áhersla á hópavinnu. Við viljum meina að það veiti betri und- irbúning undir störf í atvinnulífinu.“ Kostnaðarsamt háskólanám  Hækkanir hjá einkareknu háskól- unum  Samkeppni aldrei jafnhörð                                            !   "##$%"##&  "''(###  "')(### "* "* +* "* "* ,       -    .            /        0 ! 1 !   / /  ( +* "* BÚIÐ er að veiða fimm hrefnur á þessu ári en veitt var heimild til að veiða 44. Að sögn Gunnars Berg- manns Jónssonar, framkvæmda- stjóra Félags hrefnuveiðimanna, hefur greinilega orðið breyting til hins betra í Faxaflóa því magar dýranna séu fullir af sandsíli. Segir hann að meira sé einnig af hrefnu á svæðinu en í fyrra og nú séu 15-20 dýr í hópum þar sem ef til vill voru tvö til þrjú dýr á síðasta ári. Hrefnubáturinn Njörður hefur veitt hrefnurnar, þær síðustu í byrj- un vikunnar. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hrefna skorin Veiddar hafa verið fimm hrefnur það sem af er ári. Fimm veiddar FJÖLDI þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 30. maí til og með 5. júní 2008 var 57, sam- anborið við 77 vikuna á undan og 49 í vikunni þar áður. Engum kaup- samningi var þinglýst á Árborg- arsvæðinu. Tíu kaupsamningum var þinglýst á Akureyri í síðustu viku. Kaupsamn- ingum fækkar „ÉG ER þokkaleg til heilsunnar,“ sagði Sigurbjörg Gísladóttir þegar hún lagði upp í kvennahlaup Hrafn- istu í Hafnarfirði og er það ekki of- sögum sagt. Hún varð 95 ára á árinu og er að taka þátt í sjötta sinn. Hún gefur lítið upp um leynd- armál góðrar heilsu sinnar en segist hafa liðið lítil veikindi gegnum tíðina og stunda leikfimi og kórstarf á Hrafnistu sér til heilsubótar og ynd- isauka. Aðspurð segir Sigurbjörg ekki reikna með að bæta tíma sinn frá í fyrra og hlær við. Hún gekk hlaupið með staf í hönd en hann virtist að- allega vera til skrauts. Þegar áð var um miðbik leiðarinnar fór hún með vísur fyrir blaðamann en bað þess að þær yrðu ekki hafðar eftir þar sem þær væru ekki hennar eigin. Sigurbjörg lofar engu um þátttöku sína að ári og segist vera stirðari í ár en í fyrra. Þó er engan bilbug á henni að sjá eða heyra og hún er hreystin uppmáluð. Þegar tal göngu- manna barst að hrukkuleysi hennar og meintum töfralyfum við slíkum vágesti skellir Sigurbjörg upp úr og segir kímin: „Ekkert hrukkukrem, þá fæ ég skegg“. | skulias@mbl.is Öldungurinn Sigurbjörg Gísladóttir tekur þátt í kvennahlaupinu Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fær skegg af hrukku- kremi RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lags- og tryggingamálaráðherra og Guðlaugar Þórs Þórðarsonar heil- brigðisráðherra um að ráðist verði í gerð frumvarps til að styrkja rétt- arstöðu lifandi líffæragjafa. Verður m.a. unnið að því að bæta líffæra- gjöfum tekjumissi og mæta kostnaði einstaklinga sem hlotist getur af líf- færagjöf. Vinnuhópur ráðherranna skilaði skýrslu sinni í apríl en hann kannaði stöðu lifandi líffæragjafa, einkum með tilliti til greiðslna vegna tíma- bundins vinnumissis eftir líffæra- gjöf. Lagt er til að sett verði sérstök löggjöf um það hvernig greiðslum til líffæragjafa skuli háttað. Hafa megi til hliðsjónar þær reglur sem fram koma í lögum um greiðslur til for- eldra langveikra eða alvarlega fatl- aðra barna þannig að tekjutengdar greiðslur til líffæragjafa nemi 80% af meðaltali heildarlauna og að há- marki í 3 mánuði. Þá má hámarks- fjárhæð tekjutengdra greiðslna í hverjum mánuði ekki nemi hærri fjárhæð en 518.600 kr. | omfr@mbl.is Bæta líffæragjöfum tekjumissi og kostnað Tekjutengdar greiðslur til líffæragjafa 80% af launum Í HNOTSKURN »Heilbrigðir einstaklingargeta gefið nýra og hluta lifrarinnar og hefur nýrna- gjöfum fjölgað mikið á síðustu árum. »Talið er að sjúklingumsem þarfnast nýrna- ígræðslu muni fjölga og ekki verði nægilegt framboð á nýr- um til ígræðslu. Slagur um nemendur FÉLAG kaþólskra leikmanna stend- ur ekki fyrir undirskriftasöfnun þar sem fólk er hvatt til að segja upp áskrift við Símann. Þetta segja Gunnar Örn Ólafsson, formaður fé- lagsins, og Ólafur Torfason, formað- ur safnaðarfélags Jósepskirkju í Hafnarfirði. Hvorugur þeirra segist hafa séð listann og vita ekki einu sinni hvort hann sé til. Þeim hafi þó báðum þótt auglýsingar Símans heldur ósmekklegar og segist Gunn- ar Örn vissulega vita um fólk sem hefur sagt upp viðskiptum sínum við Símann í kjölfar þeirra. Guðmundur Már Sigurðsson, sem greindi Morgunblaðinu frá listanum, segir hann vissulega vera til. Á hon- um séu nöfn 5.000 lögráða kaþólikka á Íslandi þótt ekki séu þeir allir í fé- laginu, t.d. hafi allnokkrir innflytj- endur með tímabundna aðsetu hér á landi skrifað undir. Hann segir að listinn verði afhentur Símanum á þriðjudaginn. | ylfa@mbl.is Tilvist lista dregin í efa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.