Morgunblaðið - 07.06.2008, Síða 8

Morgunblaðið - 07.06.2008, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is SAMNINGUR um byggingu ker- skála fyrsta áfanga álvers Norðuráls í Helguvík var undirritaður í gær. Það voru Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) sem hrepptu hnossið, en Norðurál hafði einnig átt í viðræðum við Ístak og ÞG-verk. Að sögn Ragn- ars Guðmundssonar, forstjóra Norð- uráls, er það ánægjuefni að ganga til samstarfs á ný við ÍAV, sem byggðu á sínum tíma kerskála fyrsta áfanga álversins á Grundartanga. Reynslan af samstarfinu við þá sé góð, enda eigi þeir rætur að rekja til Suð- urnesja. Áætlað er að byggingu áfangans ljúki á árinu 2010. Þá mun álverið framleiða um 150.000 þúsund tonn á ári og skila áætluðu 35 milljarða króna útflutningsverðmæti á ári, en heildarkostnaður við þennan áfanga er áætlaður 60-70 milljarðar. Enn á eftir að útvega starfsleyfi fyrir ál- verið og sækja um losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda. Þá á eftir að tryggja afhendingu orku fyrir annan áfanga álversins. Ragnar áætlar að það takist fyrir lok árs 2010. Álverið verður hið sjötta undir hatti móðurfélags Norðuráls, Cent- ury Aluminium, sem rekur fjögur ál- ver í Bandaríkjunum, álverið á Grundartanga og báxítvinnslu á Ja- maíka, en báxít er hráefni ál- framleiðslunnar. Viðstaddir und- irritunina voru John P. O’Brien stjórnarformaður Century og að- stoðarforstjórinn Wayne Hale. Umhverfissinnar mótmæltu Ræðumönnum við athöfnina varð tíðrætt um gott samstarf við stjórn- sýslustofnanir og sveitarfélög, ekki síst í umhverfismálunum. Engu að síður lét fámennur hópur mótmæl- enda í sér heyra með friðsamlegum hætti, en þó voru þrír einstaklingar fjarlægðir af svæðinu fyrir ólæti, hróp og köll, eða að hlaupa um með svartan fána. Kváðu mótmælend- urnir álverið drepa niður nýsköpun, frekar ætti að efla þar ferðaþjón- ustu. „Bjargið Íslandi!“ hrópaði einn þeirra á ensku. Alsælir stjórnmálamenn Viðstaddir stjórnmálamenn voru þó á öðru máli. „Þetta er mjög góður dagur,“ sagði Árni Mathiesen, fjár- málaráðherra. „Sögulegur dagur fyrri Suðurnesjamenn,“ sagði Björg- vin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. „Þetta verður gríðarlega stór stoð í atvinnulífi okkar hér,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykja- nesbæ. Björgvin segir byggingu ál- versins ekki í andstöðu við stefnu Samfylkingarinnar í umhverf- ismálum, enda hafi undirbúningur þess verið langt kominn við síðustu kosningar, aldrei hafi verið ætlunin að slíta það ferli úr sambandi. „Þetta þýðir væntanlega þúsund vel launuð störf fyrir Suðurnes, störf sem eru í hæsta flokki meðallauna á Suðurnesjum. Þetta er því gríð- arlega mikilvægt fyrir okkur. Það eru bara tvö ár síðan við misstum 700 störf hjá varnarliðinu,“ sagði Árni Sigfússon enn fremur. Byrjaðir að moka  Skóflustungur teknar að kerskála álversins í Helguvík  Mótmælendur fjarlægðir af svæðinu vegna hrópa og kalla Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Mokað Fjögurra ára undirbúningsferli að byggingu álversins er nú að ljúka, undirbúningsframkvæmdir eru hafnar og fyrsti áfanginn rís á næstu þremur árum. Bjartsýni gætir meðal stjórnmálamanna á Suðurnesjum en atvinnuleysi er þar með því mesta á landinu í dag. HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest sakfellingu yfir karlmanni fyrir kyn- ferðisbrot. Maðurinn notfærði sér ölvunarástand stúlku til að hafa við hana samfarir, en hún gat sökum ástands síns ekki spornað við atlögu mannsins. Atburðurinn átti sér stað í maí 2006 þegar maðurinn hitti stúlkuna á skemmtistað, en hún er frænka barnsmóður hans. Í framhaldinu fóru þau í leigubíl heim til hennar og átti atvikið sér stað þar. Maðurinn neitaði upphaflega að hafa átt samræði við stúlkuna en breytti síðar framburði sínum og sagði það hafa verið með vilja henn- ar. Á það féllst dómurinn ekki. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotið beindist að persónu- frelsi stúlku en á móti kom að mikill dráttur varð á lögreglurannsókn. Þótti Hæstarétti 18 mánaða fangelsi hæfilegt, en héraðsdómur hafði áður dæmt 15 mánaða fangelsi. Ástæða þess að refsingin er nokkru vægari en sést hefur í öðrum nýlegum kynferðisbrotadómum er m.a. sú að sérákvæði gilti á þeim tíma sem misneytingin átti sér stað og varðaði brot gegn því mun vægari refsingu en almenna nauðgunar- ákvæðið. | andresth@mbl.is 18 mán- uðir fyrir nauðgun Hæstiréttur þyng- ir samt héraðsdóm HRESSIR nemendur í Digranes- skóla heilluðu foreldra sína og aðra gesti upp úr skónum í sal- arkynnum skólans á uppskeruhá- tíð Comenius-verkefnis þar sem sungið var Höfuð, herðar, hné og tær á 4 tungumálum. Verkefnið „Sögur Evrópu“ er verkefni fjög- urra skóla sem fengu styrk úr Comenius 1-sjóði Evrópusam- bandsins og EES-landanna. Tóku skólar frá Finnlandi, Ítalíu og Portúgal þátt í verkefninu ásamt Digranesskóla. Tilgangurinn var að gera nemendur meðvitaðri um menningararf sinn og efla sjálfsvitund þeirra í evrópsku samhengi samhliða því að efla þekkingu þeirra á sviði tölvu- og upplýsingatækni. Verkefnin áttu m.a að fanga sagnaarf þjóðanna og voru efnistök hin fjölbreytt- ustu, allt frá íslenskum jólasvein- um til portúgalskra sæfara eins og Vasco da Gama. Verkefnið sjálft heldur úti bloggsíðu á www.comenius-tales.blogs- pot.com. | thorbjorn@mbl.is Höfuð, herðar, hné og tær á 4 tungumálum í Digranesskóla Morgunblaðið/Valdís Thor JÓHANNA Kristjánsdóttir frá Kirkjubóli í Bjarnardal í Önund- arfirði lést sl. miðvikudag en hún náði 100 ára aldri 7. maí. Var hún þá ein af átta Vestfirðingum, sem voru tíræðir eða eldri. Jóhanna var eitt af fjórum börnum þeirra Kristjáns Guð- mundssonar og Bessabe Hall- dórsdóttur en bræður hennar voru allir landskunnir menn, þeir Ólafur Þ. skólastjóri, Guðmundir Ingi bóndi og skáld og Halldór al- þingismaður. Jóhanna bjó á Kirkjubóli til ársins 2003 eða til 95 ára aldurs. Var hún lengi í stjórn Sambands vestfirskra kvenna, mikil áhuga- kona um esperanto, garðyrkju og skógrækt og var veitt viðurkenn- ing fyrir störf sín að þeim málum úr verðlaunasjóði Kristins Guð- laugssonar frá Núpi. Segja má, að Jóhanna hafi ver- ið hagort jafnt til munns sem handa, mikil hannyrðakona og skáldmælt vel. Gaf Kvenfélag Mosvallahrepps út bókina Hrísl- urnar hennar Hönnu með ljóðum eftir hana. Jóhanna var síðustu æviárin á sjúkrahúsi Patreksfjarðar en hún lætur eftir sig dótturina Kolfinnu Guðmundsdóttur. Andlát Jóhanna Kristjáns- dóttir 23. apríl 2007 Samningar nást við Hitaveitu Suðurnesja um orkukaup. 7. júní 2007 Samningar nást við Orkuveitu Reykjavíkur um orkukaup. 3. október 2007 Samið er við Landsnet hf. um flutning raforku til Helguvíkur. 10. október 2007 Landvernd kærir úrskurð Skipu- lagsstofnunar um umhverfis- áhrif álversins til umhverf- isráðherra. 17. desember 2007 Breytingar á aðalskipulagi Garðs og Reykjanesbæjar vegna álversins taka gildi. 12. mars 2008 Byggingarleyfi samþykkt í bæj- arstjórnum Garðs og Reykja- nesbæjar. 27. mars 2008 Stjórnsýslukæra berst frá Nátt- úruverndarsamtökum vegna út- gáfu byggingarleyfis. 6. júní 2008 Fyrsta skóflustungan. Enn á eft- ir að fá starfsleyfi og sækja um losunarheimildir fyrir álverið. Stiklað á stóru

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.