Morgunblaðið - 07.06.2008, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.06.2008, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Bíddu aðeins með að freta á Rússana, Tinna mín, meðan ég rek þetta dúfuræksni burt. Iðnaðarráðherra landsins, ÖssurSkarphéðinsson, skrifar á net- síðu sinni um traust tengsl Samfylk- ingar og Vinstri grænna í borginni og boðar meirihlutasamstarf þess- ara flokka eftir næstu borgarstjórn- arkosningar. En getur verið að ráð- herrann sé að gefa merki um frekari hræringar og þá í lands- málapólitíkinni?     Ráðherrannhefur reynd- ar fyrirvara í skrifum sínum og segir ólíklegt að pólitískar ástir Samfylkingar og Vinstri grænna í borginni hafi beinlínis áhrif á landsmálapólitík- ina „á þessari stundu“. Ekki núna heldur bráðum, má ofur auðveldlega lesa úr skrif- um ráðherrans.     Ráðherrann segir kulda milli for-manns VG og Samfylkingar hafa haft áhrif á það hvernig rík- isstjórn var mynduð. Er ráðherrann að gefa skilaboð um að for- ystuskipti í VG myndu tryggja myndun vinstri stjórnar? Það eru fremur kuldaleg skilaboð til Sjálf- stæðisflokks eftir einungis eins árs samstarf.     Bloggskrif Össurar Skarphéð-inssonar kölluðu á sínum tíma á einkafund hans og forsætisráð- herra þar sem sá síðarnefndi kom athugasemdum sínum á framfæri, við litlar undirtektir bloggarans að því er virðist. Er kannski kominn tími fyrir annan fund? Og þá kannski líka með þriðja manni, utanríkisráðherra?     Finnst forsætisráðherra í lagi aðráðherrar samstarfsflokksins séu sí og æ að gefa til kynna að þeir geti vel hugsað sér annað samstarf en það sem þeir eru í? Og eru þessi skilaboð í þökk formanns Samfylk- ingar? STAKSTEINAR Össur Skarphéðinsson Hvað á Össur við?                      ! " #$    %&'  (  )                              *(!  + ,- .  & / 0    + -         !                       12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                 "         :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?   #        $#   #                              *$BC                        ! "       #   $      %    $&  '   ( $)        *&+  , % *! $$ B *! %& '   &   ( ) *) <2 <! <2 <! <2 %('  + ! , -).  D2E                 6 2  '&&    ,)  ,%      ')   B    &   -    .      ' / !  ! (  +  *  0   # 1("  +,-   #   ' ( 2  /0  )11 )  2 ) ) + ! Tvímenningar ranglega sagðir þremenningar Rangt var farið með skyldleika Jóns Illugasonar afmælisbarns á fimmtu- dag og Jóns Stefánssonar kórstjóra. Þeir voru sagðir þremenningar en eru í reynd tvímenningar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Eftir Gunnlaug Árnason Flatey | Vandkvæði hafa verið með drykkjarvatn í Flatey á Breiðafirði, sér- staklega eftir að gestum í eynni fjölgaði mikið. Nú sér fram á bót í þeim mál- um. Búið er að flytja út í eyna tanka sem taka um 60.000 lítra og verður vatnið í þá flutt frá Stykk- ishólmi með ferjunni Baldri. Vatnsdreifikerfi er bú- ið að vera sameiginlegt hjá húseigendum í Flatey í nokkurn tíma. Notast hefur verið við vatn úr brunnum í eynni. Hefur það verið af skornum skammti og í þurrkatíð hefur orðið vatnslaust og fólk lent í vandræðum. Síðastliðið sumar var ástandið erfitt. Þá hefur brunna- vatnið verið lélegt og vatnið oft á tíðum bragðvont. Eftir að hótelrekstur hófst í Flatey kom meiri þrýstingur á að finna varanlega lausn. Ferja með reynslu Eyjaskeggjar hafa leitað lengi að betri úrræðum og nú er lausnin fundin. Nýja ferjan Baldur var áður siglingum á milli eyja fyrir utan Holland og hafði það hlutverk m.a. að flytja vatn út í eyjarnar frá meginlandinu. Í skipinu er öflugur dælubúnaður og stórir tankar undir vatnið. Að sögn Péturs Ágústssonar hjá Sæferðum vaknaði áhugi húseigenda í Flatey þegar nýi Baldur hóf siglingar á því að nýta búnaðinn til vatnsflutn- inga á sama hátt og gert var í Hollandi. Fyrir tæpu ári bauðst 45.000 lítra tankur og var þá ákveðið að slá til. „Þessi stóri tankur var fluttur út í Flatey í vor og keyptir voru tveir aðrir 8.000 lítra tankar til viðbótar. Samtals geta þeir geymt 60.000 lítra. Verið er að leggja lögn frá stóra tankinum að dælustöð fyrir dreifikerfið og svo aðra frá tanki niður að bryggju til að tengjast við Baldur. Áætlað er að gott vatn fari að renna frá tankinum í þessum mánuði,“ segir Pétur Ágústsson. Betri tíð Magnús Jónsson, bóndi í Flatey, við nýja tankinn. Hann sá um framkvæmdina. Baldur bragðbætir vatnið í Flatey Morgunblaðið/Gunnlaugur RANNSÓKN efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra á meintum skattalagabrotum einstak- linga tengdum Baugi er lokið. Að sögn Helga Magnúsar Gunnarssonar, saksóknara efnahags- brota, verður sumarið nýtt til að yfirfara gögnin og taka ákvörðun um framhaldið. Ef til þess kem- ur að ákært verði, mun ákæra vera gefin út „ein- hvern tíma“ í haust. Skattamálið hefur verið kallað þriðji hluti Baugsmálsins, sem lauk á fimmtudag. Ljóst er að mikill þrýstingur er á ríkislögreglustjóra að ákæra ekki í málinu. Ekki síst í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar en þar er dráttur á rannsókn m.a. gagnrýndur. Rannsókn Baugsmálsins í heild hef- ur tekið nærri sex ár. Í byrjun marsmánaðar úrskurðaði yfirskatta- nefnd Baugi í hag í einum af þremur liðum sem fé- lagið skaut til nefndarinnar í kærumáli vegna álagningar opinberra gjalda frá árunum 1998- 2002. Niðurstaðan þýddi að ríkisskattstjóri þarf að endurgreiða Baugi 75 milljónir króna. Einn þáttur í rannsókn efnahagsbrotadeildar hvað varðar meint skattalagabrot var að bíða dóms yfirskattanefndar. Óvíst er hvort úrskurð- urinn hafi áhrif á ákvörðun deildarinnar. Nokkur styr hefur staðið um rannsókn efna- hagsbrotadeildarinnar og skemmst er að minnast þess að í febrúar sl. fékk ríkislögreglustjóri hús- leitarheimild til að nálgast gögn vegna málsins hjá ríkisskattstjóra. | andri@mbl.is Ákvörðun um ákæru tekin í haust Í HNOTSKURN »Þrátt fyrir að hinu eiginlega Baugsmálihafi lokið með dómi Hæstaréttar á fimmtudag er ekki þar með sagt að allir ang- ar séu afgreiddir. »Eftir rannsókn skattrannsóknarstjóra ámeintum skattalagabrotum var nið- urstaðan send efnahagsbrotadeild. »Í haust kemur í ljós hvort enn ein ákæraná hendur Baugsmönnum verði gefin út. VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ BLOG.IS MUN meira verður malbikað í borg- inni í sumar en undanfarin ár að sögn Theodórs Guðfinnssonar, deildarstjóra á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Auknar fjár- veitingar gera nú mögulegt að fara betur inn í hverfin en verið hefur en víða eru gamlar götur enn á sínu fyrsta slitlagi og endurnýjunin því brýn. Hækkun olíuverðs mun draga töluvert úr svigrúminu en gert er ráð fyrir að malbikunarvinnan verði um 30% dýrari en í fyrra. Fjórir verktakar vinna fyrir borgina í sumar og má því gera ráð fyrir malbikunarvinnu á mörgum stöðum í borginni í einu þegar vel viðrar. Drafnarfell mun sjá um fræsingar samkvæmt útboði og Bergsteinn, Loftorka og Höfði um malbikun. Einn verktaki hóf mal- bikunarvinnu í þessari viku en vinnan verður komin á fullt í næstu viku. | jmv@mbl.is Mikið mal- bikað í sumar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.