Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 14

Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 14
FRÉTTASKÝRING Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is „ÞETTA er eitt mest spennandi verkefni sem ég hef tekið þátt í á lífs- leiðinni,“ segir Anna Kristín Ólafs- dóttir hlæjandi þegar blaðamaður spyr hana hvernig tilfinning það sé að fara með stjórn 12 þúsund ferkíló- metra, um 12% af flatarmáli Íslands, en hún er formaður stjórnar Vatna- jökulsþjóðgarðs sem verður formlega stofnaður í dag, laugardaginn 7. júní. „Verkefni garðsins eru nátt- úruvernd, fræðsla um náttúru garðs- ins og stýring á ásókn ferðamanna,“ bætir hún við en Anna Kristín hefur komið að undirbúningsvinnu í allan vetur. Allir viðmælendur blaðsins töldu stofnunina marka tímamót í náttúruvernd á Íslandi og orðaði Árni Finnsson, formaður Náttúruvernd- arsamtaka Íslands, það svo að garð- urinn væri allt í senn „framhald, sátt og endir“ á baráttu umhverfisvernd- arsinna gegn virkjunum á svæðinu. „Með stofnun Vatnajökuls- þjóðgarðs ná Íslendingar merkum áfanga í náttúruvernd, þessi þjóð- garður er risavaxið náttúruvernd- arverkefni og boðar starfsemi hans nýja hugmyndafræði,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverf- isráðherra. Þá telur hún stofnunina sigur fyrir umhverfisvernd á Íslandi, en sigurinn felist í því að verðmætu landi sé náð undir náttúruvernd. Í tilefni stofnunarinnar verður í dag efnt til opnunarhátíðar fyrir al- menning á fjórum stöðum frá klukk- an 15 til 17: Í Gljúfrastofu í Jökuls- árgljúfrum, á Skriðuklaustri í Fljótsdal, í Skaftafellsstofu í Skafta- felli og í Kirkjuhvoli á Kirkjubæj- arklaustri. Stór en á eftir að stækka Þjóðgarðurinn nær yfir Vatnajökul og helstu áhrifasvæði hans. Svæðið er því einstaklega fjölbreytt, þar er að finna jarðhita og jökla, ósnortin víðerni og hefðbundin bóndabýli. Inn í hann renna þjóðgarðarnir í Jökuls- árgljúfrum og Skaftafelli og er út- koman stærsti þjóðgarður í Evrópu. Gert er ráð fyrir stækkun garðsins, m.a. með því að friðlýst svæði í ná- grenni hans renni inn í hann. Eitt af því sem greinir Vatnajök- ulsþjóðgarð frá öðrum görðum er að jarðir í einkaeign eru hluti hans, náist um það samkomulag við landeig- endur. Hefðbundin landnýting verð- ur áfram leyfileg auk þess sem landið helst í einkaeigu, en vilji landeigandi ráðast í t.d. efnistöku eða mann- virkjagerð þarf að sækja um leyfi. Upphaflega var gert ráð fyrir um 15 þús. km2 stærð, en ástæða þess að það takmark hefur ekki enn náðst er að samningagerð við landeigendur hefur gengið hægar en vonir stóðu til. „Það sem helst veldur okkur erf- iðleikum eru þjóðlendumálin sem eru í fullum gangi á þessu svæði. Fólk bíður niðurstöðu í þeim málaferlum áður en það tekur ákvörðun um hvort það vilji láta landið sitt inn í garðinn eða ekki,“ segir Anna Kristín. Þá seg- ir hún að afstöðumunur sé eftir land- svæðum, afstaða landeigenda sé al- mennt jákvæðari fyrir sunnan jökul en annars staðar. Hvaða hag sjá landeigendur sér í því að láta land sitt renna inn í garð- inn? Anna Kristín segir að í því felist tækifæri til að tengja sig við orðstír þjóðgarðsins og nýta sér þá athygli sem hann fær innanlands og utan sem stærsti þjóðgarður Evrópu. Þannig gætu bændur vísað til hans þegar þeir selja afurðir eða auglýsa ferðaþjónustu. Í framtíðinni sér hún fyrir sér „samstarfsnet um að tengja og kynna afurðir sem verða til innan þjóðgarðsins undir merkjum Vatna- jökulsþjóðgarðs.“ Gert er ráð fyrir sex gestastofum sem veita ferða- mönnum fræðslu og þjónustu og eru vonir um að slíkar miðstöðvar verði lyftistöng fyrir ferðaþjónustu. Til að tryggja aðkomu heima- manna að garðinum er honum skipt í fjögur rekstrarsvæði undir stjórn svæðisráða, en í þau ráð eiga sveit- arfélög greiðan aðgang. Mikil aukning ferðamanna Fyrir utan landvernd er eitt af helstu verkefnum garðsins þjónusta við ferðamenn. Árið 2005 sóttu um 200 þúsund ferðamenn svæðið heim og samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að þegar árið 2012 verði fjöld- inn kominn yfir 300 þúsund, þar af verði um 70% erlendir ferðamenn. Slík aukning kallar á uppbyggingu innviða garðsins en Anna Kristín segist telja að með réttri stýringu á ásókn ferðamanna þoli garðurinn álagið. Ráðist verði í að afmarka svæði sem þoli álag betur en önnur og verður meginþunga umferðar stýrt þangað. Talið er að garðurinn einn og sér geti árlega skilað 3 til 4 ma. króna í gjaldeyristekjur inn í þjóðarbúið. Morgunblaðið/RAX Færunestindar í Skaftafellsfjöllum Vatnajökulsþjóðgarður mun ná yfir samtals 12 prósent af flatarmáli Íslands og á eftir að stækka. Hann er talinn verða lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. 14 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Athygli vekur að í lögum er heimild til töku þjónustugjalds af gestum garðsins. „Við erum á því stigi að ekki er búið að útfæra nákvæmlega hvernig þetta verður [en] það er búið að taka þá meginlínu að það verða tekin aðgangsgjöld,“ segir Magnús Jóhannesson, ráðuneyt- isstjóri í umhverfisráðuneytinu, sem hefur unnið lengi að stofnun þjóðgarðsins. Hann leggur áherslu á að hugsunin bakvið ákvæðið sé alls ekki sú að girða eigi svæðið af eða koma upp gjaldskýlum til að innheimta gjaldið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, um- hverfisráðherra, segist þeirrar skoðunar að það sé verkefni stjórn- arinnar að ákveða hvort heimildin verði nýtt en almennt telji hún slíkt aðeins réttlætanlegt ef takmarka þurfi ágang á viðkvæmt land. Anna Kristín Ólafsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, vildi ekki láta hafa annað eftir sér um mögulega gjaldtöku en að þetta væri „mál sem stjórnin [hafi] ekki tekið til efnislegrar meðferðar enn sem komið er.“ Steingrímur J. Sigfússon, alþing- ismaður, segir eðlilegt að ferða- menn borgi fyrir þjónustu eins og tjaldstæði en vill ekki gjaldtöku inn á einstök svæði. Hann bætir við að „miklu nær sé að skoða upptöku á almennum skattstofni til að standa straum af frekari aðgerðum á sviði náttúruverndarmála, kannski lágan skatt á alla flugfarseðla.“ Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, er já- kvæður í garð gjaldtökuhugmynda. Gjaldtökuna mætti nota annars vegar til að takmarka ágang og hins vegar til að koma til móts við kostn- að við þjónustu við ferðamenn. Þarf að borga aðgangseyri í framtíðinni? Stofna stærsta þjóðgarð í Evrópu                                 ! " !   ! " !  #$   % &   '               (    ) !!  *!$ !  +  (    ) !!  Vatnajökulsþjóðgarður formlega stofnaður í dag  Mun ná yfir 12% af flatarmáli Íslands Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða- markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“ Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Allrahanda. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. www.menntun.is Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.