Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 16

Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 16
16 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Borgarnes | Gestir stökkva hundrað ár fram og aftur í tímann þegar þeir skoða sýninguna „Börn í 100 ár“ sem sett hefur verið upp í Safnahúsinu í Borgarnesi. Þeir ganga úr baðstofu frá fyrri hluta síðustu aldar og inn í unglingaherbergi ársins 2008 með tilheyrandi húsgögnum og tækjum. Söfnin í Borgarnesi standa fyrir sýningunni sem er um líf og um- hverfi barna frá 1908 til 2008. Hún er meðal annars sett upp í tilefni af 100 ára afmæli Grunnskóla Borg- arness sem er stærsti skólinn í Borgarbyggð og stofnaður var eftir að fræðslulögin voru sett 1907. Hug- myndin hefur þróast og er ekki ein- skorðuð við Borgarnes eða Borgar- fjörð og efnið kemur víða að, þótt safnkostur safnanna í Borgarnesi sé undirstaðan. Menningarfulltrúi Borgarbyggðar og stjórnendur safnanna fimm í Safnahúsi Borgarfjarðar hafa unnið saman að undirbúningi sýning- arinnar. „Við búum svo vel að nýlega hefur verið gefin út menning- arstefna sveitarfélagsins og við gát- um leitað beint í hana þegar við vor- um að huga að góðu verkefni. Þar kemur fram að við eigum að miðla safnkostinum, sérstaklega til ungs fólks. Út úr því kom hugmyndin að hafa sýningu um börn,“ segir Guð- rún Jónsdóttir menningarfulltrúi. Undirbúningur sýningarinnar hefur staðið í tíu mánuði. Snorri Freyr Hilmarsson leikmyndahönn- uður tók að sér hönnun hennar. Tímarnir breytast Safnahúsið var áður verksmiðju- húsnæði. Söfnin hafa lítið notað véla- salinn sem er á jarðhæð hússins og ákveðið var að setja sýninguna upp þar sem prjónavélarnar suðuðu. Hönnuðurinn vill ná fram ákveðn- um hughrifum gesta og eru ljós- myndir mikilvægur liður í því. Rað- að er saman á veggi myndum sem tengjast lífi barna og umhverfi þeirra á þeim tíma sem sýningin tek- ur til. „Ég vil sýna hvernig mjög gamall tími og það sem við köllum nútími mætast á þessari öld.“ Ljósmyndirnar eru eins og fjöl- skyldualbúm, þeim er raðað í tíma- röð frá upphafi síðustu aldar og fram til dagsins í dag. „Allt eru þetta myndir af ákveðnu fólki og á bak við þær allar eru sögur, ýmist ljósar eða óljósar, sem eiga eftir að koma betur fram þegar gestirnir skoða sýn- inguna,“ segir hönnuðurinn. Starfs- fólk safnanna mun taka niður upp- lýsingar hjá gestum sem þekkja fólk og aðstæður. Sýningunni er ætlað að höfða til barna en allir ættu að geta haft ánægju af henni. Guðrún Jónsdóttir telur að grunnskólar muni nýta sér þennan möguleika. Snorri Freyr sér fyrir sér að afar og ömmur skoði sýninguna með barnabörnunum. „Bernskan er óhugsandi án afa og ömmu og það passar ágætlega að taka fyrir eina öld með það í huga,“ segir Snorri. Hann segir þó að sem ungur maður kannist hann við margt á myndunum og telur að efnið höfði til margra. Á ljósmyndaveggjunum eru hólf sem gestir geta opnað og skoðað ýmsa hluti sem tengjast myndunum beint eða óbeint. Sýningin er þannig gagnvirk, ekki með tæknibrellum heldur eins og gamalt jóladagatal. „Fólk getur upplifað söguna sjálft. Margir hlutir skýra sig sjálfir en aðrir vekja upp spurningar. Það hæfir þessu efni betur að sagðar séu sögur en að mikið lesefni sé lagt fram,“ segir Snorri. Alltaf bætast við börn Baðstofa sem var á Úlfsstöðum í Hálsasveit og verið hefur í vörslu Byggðasafns Borgarfjarðar í ára- tugi er hluti af sýningunni. Þar er vettvangur gamla tímans. Aftan við hana eru uppstoppuð húsdýr. Skyndilega tekur gesturinn nærri hundrað ára stökk, inn í nútímann, og er kominn inn í allt annan heim. Gesturinn er staddur í unglinga- herbergi ársins 2008, búnu hús- gögnum frá IKEA og tækjum sem gjarnan má finna í herbergjum barna í dag. Sýningin var opnuð í gær. Hún verður opin alla daga vikunnar í sumar, frá kl. 13 til 18. Guðrún reiknar með því að hún verði uppi í að minnsta kosti tvö ár. „Það bætast alltaf ný börn við sem þurfa að vita hvernig það var að vera barn áður fyrr,“ segir Guðrún. Þessi nýi salur verður einnig notaður fyrir ýmsar uppákomur sem tengjast börnum. Óhugsandi án afa og ömmu EINN helsti vandinn í íslensku saka- málaréttarfari tengist meginregl- unni um milliliðalausa sönn- unarfærslu. Í reglunni felst að æðri dómstóll getur ekki sakfellt mann, sem sýknaður hefur verið í undir- rétti, á grundvelli framburðar hans sjálfs eða vitna, nema dómendur hafi sjálfir hlýtt á framburðinn. Í áliti allsherjarnefndar Alþingis um frumvarp til laga um meðferð sakamála kemur fram að nefndin telur millidómstig áhugaverðan kost – án þess að gefa meira upp – og vonist til að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. „Talið er að ein leið til að ráða varanlega bót á þessum vanda geti verið sú að fjölga dómstigum í sakamálum þannig að þau verði þrjú.“ Þó er sagt að eftirsjá verði að tveggja dómstiga kerfi, þar sem nýtt kerfi verði hugsanlega hægvirkara. FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÉG KYNNI afstöðu mína að fengnu álitinu,“ skrifaði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í svari til blaða- manns spurður út í afstöðu sína til millidómstigs. Hvort hann hafði hug- mynd um að hann yrði þá að gefa upp afstöðu sína strax í næstu viku, er ekki víst. Þó er næsta víst að nefnd sem starfar í umboði ráðherra mun skila af sér áliti um millidómstig í næstu viku. Fullyrða má að nefndin sé jákvæð í garð þess að fá nýjan, sjálfstæðan dómstól. Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs og nefndarmaður, vildi ekki tala hreint út þegar hann var spurður um álit nefndarinnar. „En ég held hins vegar að það megi segja að þessi umræða hafi notið slíkrar jákvæðni í hvívetna. Nefndin fékk nokkra einstaklinga á sinn fund og þeir voru allir á sama máli, að það væri óhjákvæmilegt að taka þetta upp hér á landi.“ Vildu ekki tefja fyrir frumvarpi Að því sögðu, gengur blaðamaður út frá því að mælt verði með að ráð- herra mæli fyrir breytingu á lögum um meðferð sakamála – sem sam- þykkt voru nýverið – strax í haust. Þegar Símon er spurður út í slíka lagabreytingu segir hann að nefndin hafi ákveðið að bíða með að skila skýrslu sinni þar til ljóst verði með afdrif frumvarpsins um meðferð sakamála. Afar brýnt var talið innan réttar- kerfisins að það frumvarp yrði sam- þykkt þegar í stað, og var ekki hætt á að tefja afgreiðslu þess með breyt- ingum á lokastigum málsins. Símon segir hins vegar að lagabreytingin sé tiltölulega einföld, ákveðnar breyt- ingar þurfi að gera og taka inn kafla um millidómstigið. Hæstiréttur velur sín mál Gjörbylting verður á réttarkerfinu ef af breytingunum verður. Hægt verður að endurskoða sönnunar- færslu héraðsdóms þar sem sak- borningar og vitni munu koma aftur fyrir dóm. Því er ekki að skipta hjá Hæstarétti í dag. Önnur veigamikil breyting er sú, að áfrýjunarleyfi þurfi til að Hæsti- réttur fjalli um einstök mál. Hæsti- réttur fær því í raun að velja þau mál sem tekin verða fyrir. Verður þetta til þess að létta mikið á álaginu. Gert er ráð fyrir að sex dómarar starfi við millidómstigið, í tveimur deildum. Þeir yrðu skipaðir á sama hátt og við Hæstarétt og dómstóllinn yrði algjörlega sjálfstæður frá öðr- um. Yfirgnæfandi líkur á millidómstigi Nefnd á vegum dómsmálaráðherra skil- ar áliti um millidómstig í næstu viku Einn helsti vandinn Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Kristinn Snorri Freyr hönnuður hefur „laumað“ inn myndum sem tengjast hans eigin fjölskyldu. „Ég vildi tryggja að hér kæmu örugglega fyrir þær fimm kynslóðir sem spanna tímabilið. Fleiri geta komið fram,“ segir Snorri. Á sýningunni er mynd af Stefáni og Gíslínu ásamt Hugrúnu, elstu dóttur sinni, en hún er amma Láru, konu Snorra, og þar af leiðandi langamma barna þeirra. Þarna er mynd af föður Snorra, á tunnuskíðum. Á einni af yngstu myndunum sést Unnur, dóttir Snorra, í glugga húss. Myndin tengir saman kynslóð- irnar því komið hefur í ljós að langalangafi hennar hafði átt húsið. Fimm kynslóðir á öldinni  Sýningin Börn í 100 ár opnuð í nýjum sýningarsal Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi  Farið yfir líf og umhverfi barna úr baðstofunni og inn í tæknivætt unglingaherbergi nútímans Hughrif Hönnuður barnasýningarinnar vill ná fram hughrifum gesta og notar mikið ljósmyndir til að segja söguna. Morgunblaðið/G.Rúnar Morgunblaðið/G.Rúnar Baðstofan Aðstæður á heimilum hafa breyst mikið. Morgunblaðið/G.Rúnar Nútíminn Allsnægtir nútímans sjást í unglingaherbergi. ???

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.