Morgunblaðið - 07.06.2008, Síða 17

Morgunblaðið - 07.06.2008, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 17 ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is RÁÐAMENN í Evrópusambandinu aflýstu fundi sem átti að fara fram í gær um leiðir til að auðvelda konum að fara í fóstureyðingu. Ástæðan? Ír- ar, sem eru kaþólskir og margir mjög andvígir fóstureyðingum, efna til þjóðaratkvæðagreiðslu nk. fimmtu- dag um Lissabon-sáttmálann, öðru nafni stjórnarskrá sambandsins. Reyndar er bannað að kalla hann stjórnarskrá af því að kjósendur í Frakklandi og Hollandi felldu árið 2005 tillögur að stjórnarskrá ESB í þjóðaratkvæði. Enga stjórnarskrá, takk! En flestir sem vit hafa á segja nýja sáttmálann nánast samhljóða tillögunum sem voru felldar, þ.á.m.Valery Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakk- lands og einn aðalhöfundur gömlu til- lagnanna. Annar ráðamaður sagði að í nýja sáttmálanum væri af ásettu ráði loðið og flókið orðalag til að fela að um gömlu tillögurnar væri að ræða. Ekki fannst öllum þetta til fyr- irmyndar. Ef menn ætluðu sér að blekkja væri lágmarkið að sýna ekki þá ósvífni að játa strax brotið. Og gagnrýnt var að allir leiðtogarnir skyldu samþykkja að alger óþarfi væri að bera Lissabon-sáttmálann undir að- ildarþjóðirnar. Nóg væri að þjóðþingin segðu já. Allir leiðtogarnir nema for- sætisráðherra Íra. Þeir settu á sínum tíma lög um að alla meiriháttar samn- inga í ESB skyldi leggja í dóm þjóð- arinnar. Þess vegna verður kosið þar og sporin hræða: Írar felldu Nice- samninginn svonefnda 2001. Að vísu var ákveðið að láta þá kjósa aftur og þá samþykktu þeir hann en samt er ótti í Brussel og herbúðum Brians Cowens, forsætisráðherra í Dublin. Og ný könnun í gær sýndi að í fyrsta sinn voru andstæðingar Lissa- bon-sáttmálans með meira fylgi en stuðningsmenn, 35% gegn 30%. En 28% sögðust ekki hafa gert upp hug sinn og ljóst er að hart verður barist. AP Verða Írar aftur með múður? Ráðamenn ESB óttast að írskir kjósendur felli Lissabon-sáttmálann í þjóðaratkvæðagreiðslu í næstu viku en ný skoðanakönnun sýnir í fyrsta sinn meira fylgi andstæðinga en stuðningsmanna Hvers vegna þarf nýja stjórnarskrá í ESB? Fjölgun aðildarríkjanna úr 15 í 27 á fáeinum árum er sögð gera óhjá- kvæmilegt að laga stofnanir og ákvarðanatöku að nýjum veruleika. Öll aðildarríkin verða að samþykkja sáttmálann til að hann öðlist gildi. Hverju breytir Lissabon-sáttmálinn? Ein breytingin er að lítil aðildarríki fá ekki endilega fulltrúa í fram- kvæmdastjórninni í Brussel og fækk- að verður í henni. Fleiri mál verða nú ákveðin með einföldum meirihluta í stað þess að allir verði að vera sam- þykkir. Hvaða embætti verða valdamest? Forseti framkvæmdastjórnar fær aukin áhrif, einnig forseti ráðherra- ráðsins og nýr talsmaður í utanrík- ismálum. Ekki er alveg búið að skil- greina valdsvið embættanna. Geta lítil ríki komist til áhrifa? Meðal þeirra sem einkum hefur verið rætt um sem forseta ráðherraráðs- ins er Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur. S&S HANN var ólmur í að svara spurningum kenn- arans, hinn 84 ára gamli Kimani Nganga Ma- ruge, þegar hann settist í fyrsta bekk grunn- skólans í bænum Eldoret í vesturhluta Kenýa fyrir fjórum árum. Nganga öðlaðist fyrir vikið heimsfrægð á gamals aldri, enda elsti maður sögunnar til að hefja nám í grunnskóla, sam- kvæmt upplýsingum heimsmetabókar Guinness. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar var námsþorsti gamla unglambsins ósvikinn. Eiga margir erfitt með að trúa því að Nganga hlýði yfirvöldum sem vilja nú að hann setjist í helgan stein á dvalarheimili. „Ég er efins um að hann muni samþykkja slíka röskun á námi sínu,“ sagði Jane Obinchu kennari, sem minnti á að hinn heimsfrægi Nganga væri enginn venjulegur nemandi. Marg- ir taka undir. „Menntamálaráðuneytið ætti að koma okkur til bjargar,“ sagði Albert Kebenei, formaður kennarasamtaka á svæðinu. Námsþorsti Nganga hefur orðið mörgum innblástur, Kebenei segir að nemendum við Kapkenduiywo-grunnskólann hafi snarfjölgað. Nganga hefur notað frægðina til að vekja máls á þeirri staðreynd að mörg börn fara á mis við menntun. Hann hefur fengist við ýmislegt á langri ævi, löngu áður en hugur hans stóð til náms barðist hann í Mau-Mau-uppreisnarsveit- unum gegn yfirráðum Breta. | baldura@mbl.is AP Sá elsti Ávallt er stutt í brosið hjá Nganga. Heather Stone, sjálfboðaliði hjá samtökunum NetAid, fylgdist með þar sem öldungurinn var á ferð um New York fyrir þremur árum vegna herferðar sem ætlað var að minna á að hundrað milljónir barna í heiminum ættu ekki kost á menntun sökum sárrar fátæktar. Elsti skólastrákurinn á leið út úr stofunni Námfúsum öldungi í Kenýa gert að fara á elliheimilið Dúxinn? „Ég veit svarið“ hugsar Nganga eflaust með sér. Óvíst er hvort hann snúi aftur í skólann. BRESKIR um- hverfisvernd- arsinnar hafa lengi haft horn í síðu „Chelsea- traktoranna“ svokölluðu, fjórhjóladrif- inna bíla sem áður gegndu hlutverki land- búnaðartækja en minna nú meira á koníaksstofur á hjólum. Range Rover-lúxusjeppinn hefur ósjaldan orðið skotspónn græningja, enda slagar koldíoxíðslosunin hátt í 400 grömm á hvern kílómetra eða með því allra mesta í bifreiðum. Nú gætu unnendur þessa fyrsta evrópska lúxusjeppa sögunnar úr röðum efnafólks í Chelsea-hverfinu alþekkta í Lundúnum andað léttar. Fram er komið fyrirtæki sem hyggst breyta þessum óði til sprengihreyfils- ins í hljóðlátan og mengunarlausan rafmagnsbíl. Fyrirtækið heitir Liberty Electric Cars og er með höfuðstöðvar í Oxford Miðast áætlanir við að senn muni 250 manns hafa fullt starf við að útbúa jeppann í rafmagnsútfærslu. Miðað er við að afköstin verði nokkrar tugir þúsunda bifreiða þegar fram í sækir og er verðmiðinn frá 95.000 pundum til 125.000 punda eftir útfærslum, eða allt frá 14,1 milljón ís- lenskra króna og upp í tæpar 18,6 milljónir króna á núverandi gengi. Þótt ekkert verði púströrið á bif- reiðinni og losun koldíoxíðs engin ber að hafa í huga að orkan sem mun knýja bifreiðarnar á götum bresku höfuðborgarinnar mun að öllum lík- indum verða sótt í bruna jarðefna- eldsneytis til að byrja með, eða þar til vegur endurnýjanlegrar orku vex frekar þar í landi. Hér á Íslandi væri þetta ekki vandamál. | baldura@mbl.is Grænn „Chelsea- traktor“ Rafmagnsútfærslur af Range Rover Ranger Rover- lúxusjeppinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.