Morgunblaðið - 07.06.2008, Síða 18

Morgunblaðið - 07.06.2008, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FJÖLMÖRG ríki og alþjóðastofnan- ir hafa gagnrýnt harkalega þá ákvörðun stjórnar Roberts Mugabe, forseta Simbabve, að banna starf- semi allra frjálsra félagasamtaka og stofnana, þ.á.m. erlendra mannúðar- hópa, í landinu áður en seinni umferð forsetakosninga fer fram 27. júní. Stjórnvöld skýrðu frá ákvörðun- inni á fimmtudag og sökuðu ýmsar hjálparstofnanir um að vinna fyrir stjórnarandstöðuna og brjóta lög og reglur landsins. Milljónir manna í landinu reiða sig á mataraðstoð frá hjálparstofnunum. „Þetta er hörmuleg ákvörðun, sem er tekin á versta tíma fyrir íbúa Sim- babve,“ sagði John Holmes, yfirmað- ur mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum. „Ég hvet ríkisstjórnina eindregið til þess að endurskoða þessa ákvörðun og ógilda hana sem fyrst,“ sagði Holmes. Barnahjálp SÞ, UNICEF, varaði við því að 185.000 börn, sem eru háð aðstoð af hálfu stofnunarinnar, væru í hættu og sagði að um brot á réttindum barna væri að ræða. Mugabe varð forseti þegar stjórn hvíta minnihlutans hrökklaðist frá árið 1980. Stjórnarfar Mugabes hef- ur verið með þeim hætti að landið, sem er gjöfult frá náttúrunnar hendi, er á vonarvöl og atvinnuvegir í rúst. Stjórn Simbabve bannar starfsemi hjálparstofnana Reuters Ódeigur Stjórnarandstæðingurinn og forsetaframbjóðandinn Morgan Tsvangirai á gangi í Harare, höfuðborg Simbabve, í gær. UNICEF óttast um hag 185.000 skjólstæðinga Er lýðræði í Simbabve? Þing- og forsetakosningar hafa verið haldnar reglulega í landinu í tíð Mugabe. En mjög hefur verið þjarmað að stjórnarandstæð- ingum. Einnig hefur verið beitt kosningasvikum. Hverjir hafa mest fylgi? Er kosið var í vor hlutu flokkar stjórnarandstæðinga meirihluta á þingi. Stjórnarandstaðan telur að forsetaefni hennar, Morgan Tsvangirai, hafi fengið hreinan meirihluta strax í fyrstu umferð. Stjórnvöld neituðu því. Þess vegna verður önnur umferð. Hvor er líklegri til að sigra? Jafnvel stjórnin viðurkennir að Tsvangirai hafi aðeins vantað herslumuninn á hreinan meiri- hluta. Verði rétt talið er því líklegt að hann vinni. S&S ALÞJÓÐLEGRI ráðstefnu um al- næmi, sem haldin er í Kampala, höfuðborg Úganda, og hefur staðið yfir síðustu vikuna, lýkur í dag. Lögregla handtók 13 félaga úr samtökum samkynhneigðra sem mótmæltu bágum réttindum við ráðstefnusalinn. Samtök samkyn- hneigðra í Úganda hafa gagnrýnt heilbrigðisyfirvöld fyrir að snið- ganga samkynhneigða og neita þeim um meðferðarúrræði í barátt- unni við alnæmi. Mótmælendurnir gerðust að sögn lögreglu sekir um „ónáttúrulega hegðun“ og að reyna að hvetja til samkynhneigðar. Samkynhneigð er bönnuð með lögum í Úganda og talsmaður lögreglunnar, Simeo Nsubuga, sagði að mótmælend- urnir gætu hlotið lífstíðardóm fyrir hegðun sína. Stjórnvöld í Úganda þykja hafa náð góðum árangri í baráttunni við alnæmi miðað við önnur Afríkuríki. Efasemdir hafa þó verið uppi um að tölur sem stjórnvöld gefa upp um fjölda alnæmissmitaðra séu að öllu leyti réttar. | sigrunhlin@mbl.is „Ónáttúru- leg hegðun“ Reuters Sýni Starfsmaður á rannsóknastofu í Úganda við bakka með blóðsýnum. Samkynhneigðir beittir grimmilegu misrétti í Úganda ÞESSIR kátu otrar í Sjávarlífsmiðstöðinni við Timmen- dorf-ströndina í Norður-Þýskalandi myndu líklega gera hvað sem er til að fá eitthvað gott í gogginn. Otrar eins og þessir lifa villtir í Asíu sunnanverðri og hafa stuttar, bitlausar klær. Þeir eru álíka langir og tennis- spaði, með búk á stærð við keilukúlu. AP Soltnir otrar á bæn SKANDINAVÍSKA flugfélagið SAS, sem mun senn hefja reglubundið flug milli Danmerkur og Indlands, hyggst ráða indverska flugþjóna á indverskum launum til starfa á nýju leiðinni, að sögn Aftenposten. Danska þingið setti nýlega lög sem heimila SAS að ráða Indverja til starfans en félagið varð eitt sinn að greiða milljónasekt fyrir að ráða Kínverja án heimildar danskra yfir- valda. „Þetta verður ekki leyft með- an ég tóri,“ segir talsmaður samtaka danskra flugáhafna, Verner Lund- toft. Hann telur að SAS sé með þess- ari ráðabreytni að grafa undan kjarasamningum. | kjon@mbl.is Á indverskum láglaunum HÆGT er að nota mælingar á magni nikótíns í tánöglum til að spá fyrir um lík- urnar á að kona fái hjartaáfall, segir í frétt á vefsíðu BBC. Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa rannsakað afskurð af tánöglum 62.500 kvenna og kom í ljós að nikótín- magnið var tvöfalt hjá þeim kon- um sem voru með hjartasjúk- dóma. Segja vísindamennirnir að nið- urstöðurnar séu ef til vill traust- ari en þær sem fást með því að spyrja þátttakendur um reyk- ingavenjur. Til eru aðferðir til að mæla magnið í munnvatni eða þvagi en þá er aðeins hægt að mæla hvort líkaminn hafi nýlega með einhverjum hætti fengið í sig sígarettureyk. | kjon@mbl.is Táneglur segja frá VÍSINDAMENN á rannsóknar- stofum tölvufyrirtækisins IBM í Sviss hafa þróað aðferð til að kæla þrívíddarkísilflögur með vatni. Um er að ræða nýja kynslóð kísilflagna sem fyrirtækið hefur unnið að á síðustu árum. Þessum kísilflögum er staflað saman í stað þess að raða þeim á samsíða flöt. Þannig þurfa gögnin ekki að ferðast eins langa vega- lengd yfir flögurnar og komast því hraðar. Þær þurfa auk þess minna pláss þegar þeim er raðað á þenn- an hátt. Þrívíddarflögur IBM eru nettari og samþjappaðri en áður hefur þekkst og því stóð fyrirtækið frammi fyrir því að finna öflugt kerfi til að kæla þær en þetta er eitt stærsta vandamálið í fram- leiðslu kísilflagna. Hitinn sem flög- urnar gefa frá sér eykst eftir því sem þær verða smærri, flóknari og hraðvirkari. Því var gripið til þess ráðs að þróa kerfi örsmárra pípna, sem leitt er milli flagnanna í stafl- anum. Þessi uppgötvun er stórt skref í þróun fullkomnari kísilflagna en að sögn IBM verða slíkar flögur komnar í vörur þeirra innan fimm ára. | sigrunhlin@mbl.is Vatnskæld kísilflaga Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is KEPPINAUTARNIR Barack Obama og Hillary Clinton áttu óvænt einnar stundar fund í Washington á fimmtudags- kvöld að frumkvæði Clinton. Í sameiginlegri fréttatilkynningu var sagt að þau hefðu átt „gagn- legar viðræður um það mikil- væga starf sem inna þarf af hendi til að tryggja sigur í nóvember“. Frekari upplýsingar voru ekki gefnar opinber- lega um fundinn sem fór fram á heimili Dianne Feinstein, öldungadeildarþing- manns frá Kaliforníu, sem stutt hefur Clinton. Feinstein sagð- ist hafa skilið þau eftir í hæg- indastólum við arineldinn en farið sjálf upp á næstu hæð til að vinna. „Þegar þau voru búin kallaði hann á mig, ég kom nið- ur og bauð góða nótt. Meira var það ekki,“ sagði hún. Obama, sem var á fullu í kosningabaráttu sinni í Virginíu, frestaði flugferð heim til Chicago vegna fundarins. Margvíslegur orðrómur hefur verið á kreiki um að Obama muni ef til vill bjóða Clinton að verða varaforsetaefni sitt. Sumir stuðningsmenn Clinton hvetja hana ákaft til að fara fram með Obama, þá sé öruggt að flokkurinn sigri. „Hún sækist ekki eftir að verða varaforsetaefni og enginn talar fyrir munn hennar [í þeim efnum] annar en hún sjálf. Valið er í höndum Obamas öld- ungadeildarþingmanns og einskis annars,“ sagði í yfirlýsingu frá framboðskrifstofu Clinton. Ekki var sagt neitt um það hvort hún myndi þiggja boð- ið ef það yrði að veruleika. Obama hefur sagt að Clinton myndi vera á lista allra yfir hugsanleg varaforsetaefni. En hann hafi mikla trú á því að fólk eigi að vanda sig vel við mik- ilvægar ákvarðanir „ekki taka þær í flýti og ekki heldur undir þrýstingi“. Óvæntur samráðsfundur Barack Obama Hillary Clinton

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.