Morgunblaðið - 07.06.2008, Page 20

Morgunblaðið - 07.06.2008, Page 20
20 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FYRSTA sýningin í sýning- arröðinnni Sjónheyrn verður opnuð í dag í menningar- miðstöðinni Skaftfelli. Það eru þau Ingólfur Örn Arnarson og Elísabet Indra Ragnarsdóttir sem stýra sýningarröðinni. Þar hyggjast þau tefla saman ung- um listamönnum sem vinna með mynd og hljóð. Gunnhildur Una Jónsdóttir og Hilmar Bjarnason hefja leikinn. Gunnhildur sýnir myndbandsverk sem byggja á frásögnum, teikningum og hreyfimynd- um, en Hilmar vinnur með hljóðupptökur úr um- hverfinu ásamt tölvugerðum hljóðum. Myndlist Séð og heyrt í Skaftfelli Ingólfur Örn Arnarson ÞEIR Halldór Ásgeirsson og Paul-Armand Gette sýna um þessar mundir verk í í Listasafni ASÍ sem eru innblásin af hinum fjölmörgu eldfjöllum Íslands. Sýningin ber nafnið Hvaða eld- fjöll? Það myndefni hefur áður komið við sögu í verkum beggja listamannanna. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Á morgun klukkan 15 mun Halldór spjalla við gesti safns- ins um verk sín þar sem hann notar logsuðutæki til að bræða grófgert hraun og umbreyta því. Sýn- ingin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og stendur til 15. júní. Myndlist Spjall um eldfjöll í Listasafni ASÍ Halldór Ásgeirsson Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is FRAMLAG Nýlistasafnsins til Listahátíðar í ár er sýning sænska listamannsins Karls Holmqvist sem fjöldi annarra listamanna tekur þátt í með honum. Holmqvist setti upp svið inni á safninu þar sem hann fór með gjörning á opnunarhelginni, en síðan hafa aðrir stigið á svið og tekið við hljóðnemanum. „Þessi hugmynd kom upp í vinnu- ferlinu að gera einhvers konar svið, stað í safninu sem hægt er að nýta yfir sýningartímann fyrir uppá- komur,“ segir Huginn Arason myndlistamaður og varaformaður safnsins. Þar stendur nú yfir mikil skráningar- og flokkunarvinna í til- efni af þrjátíu ára afmæli safnsins. „Okkur vantaði einhvern stað sem stæði utan við þetta vinnuferli og væri svolítið frjálsari. Þetta er alveg í takt við það sem Karl Holmqvist hefur verið að gera, hann vinnur alltaf á einfaldasta máta með það sem er til eða einfalt að ná í.“ Huginn segir að starfsfólk Ný- listasafnsins hafi fengið frjálsar hendur með það hvernig það skipu- lagði uppákomur á sviðinu og þar séu lítil takmörk sett. „Það eina sem við biðjum um er að fólk komi fram á sviðinu og noti röddina. Það hafa verið lesin ljóð og textar og það er allt opið.“ Uppákomur eru haldnar á sviðinu hvern laugardag út sýning- artímabilið og verður sú síðasta haldin 21. júní. Síðustu sýning- arhelgina er ráðgert að vera með allsérstakt atriði sem Holmqvist á sjálfur frumkvæðið að. „Það á eftir að útfæra það nánar, en það stendur til að vinna eitthvað með Lars von Trier myndina Dogville. Við gætum tekið einhverjar senur og endurgert þær.“ Í dag verða ýmis atriði í boði á safninu á milli klukkan tvö og fimm. Kristín Ómarsdóttir og Gunnhildur Hauksdóttir lesa valin ljóð eftir Jelaluddin Rumi og hafa þær gefið þeim gjörningi nafnið „Dagurinn sem finnst ekki á almanaki.“ Mystic Foley les í lófa áhorfenda, Hug- leikur Dagsson fer með ljóð og tón- listarkonan Sigurlaug Gísladóttir stígur á stokk. Sviðið er jafnframt opið öllum þeim sem vilja koma ein- hverju á framfæri á þessum vett- vangi. Uppákomur á vegum Karls Holmqvist og Nýló halda áfram í dag Allir velkomnir á svið Morgunblaðið/Frikki Glimmer Huginn Arason, varaformaður Nýló, mátar sviðið þar sem lista- menn verða með margvíslegar uppákomur á morgun. BANDARÍSKI leikstjórinn Clint Eastwood neitar ásökunum leik- stjórans Spike Lee þess efnis að hann noti ekki nógu marga svarta leikara í myndum sínum, en Lee nefndi máli sínu til stuðnings kvik- myndina Flags of Our Fathers. Eastwood segir hins vegar í samtali við dagblaðið Guardian að myndin sé sagnfræðilega rétt, enda hafi blökkumenn ekki komið nálægt því að reisa hinn fræga fána í Iwo Jima. „Ef ég hefði notað svarta leikara hefði fólk haldið að ég væri orðinn eitthvað klikkaður,“ sagði leikstjór- inn góðkunni í viðtalinu. Þá sagði hann að vissulega hafi nokkrir blökkumenn tekið þátt í bardögum í síðari heimsstyrjöldinni, en þeir hafi hins vegar ekki komið nálægt þeim þáttum stríðsins sem Flags of Our Fathers fjallaði um. Eastwood neitar ásök- unum Lee Segir svarta her- menn ekki hafa verið í Iwo Jima Clint Eastwood Spike Lee SONARSONUR brotamálmssafn- ara varð 7,5 milljónum króna ríkari í vikunni þegar gullbikar sem afi hans fann á víðavangi var boðinn upp í Bretlandi. John Webber fékk bikarinn að gjöf frá afa sínum þegar hann var lítill. Kaupandinn er óþekktur safn- ari frá Somerset. Talið er að bik- arinn hafi verið búinn til fyrir 2.300 árum í Mið-Austurlöndum og svip- aður bikar sem gerður er úr silfri er í British Museum. Webber veitti bikarnum fyrst at- hygli fyrir alvöru á síðasta ári þeg- ar hann stóð í flutningum og þurfti að fara rækilega í gegnum allar eigur sínar. Hann lét rannsaka bik- arinn og komst þá að því að hann væri úr skíragulli. Milljónir fyrir brotamálm Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is ANNAÐ kvöld verða haldnir tón- leikar í minningu tónlistarmanns- ins Árna Scheving sem lést í lok síðasta árs. Það má segja að öll framvarðasveit djasstónlistar á Ís- landi komi fram á tónleikunum, því alls spila og syngja þar um 40 manns. Árni lék aðallega á víbrafón, en líka á bassa, harmónikku, óbó, saxófón og píanó. Hann byrjaði að spila á víbrafón um sextán ára ald- ur og var fljótlega beðinn að ganga til liðs við KK sextettinn. Í gegnum árin lék hann m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hljóm- sveit Ragnars Bjarnasonar og Út- lendingaherdeildinni, þar sem hann og félagar hans léku klass- ískan djass. „Við Árni kynntumst upphaflega í Laugarnesskólanum í gegnum tónlistina en við lékum þar á ýms- um skólaskemmtunum,“ segir Reynir Sigurðsson slagverksleik- ari sem varð Árna að hluta til samferða á tónlistarferlinum og einn þeirra sem heiðra minningu hans annað kvöld. „Fyrirmynd okkar beggja var Gunnar Reynir Sveinsson víbra- fónleikari og tónskáld. Hann var þá í KK sextettinum, hafði byrjað þar kornungur og var þá eini víbrafónleikarinn á landinu. Síðan byrjaði Árni að spila á víbrafón og varð eftirmaður Gunnars í KK sextettinum og vann þar þangað til að sextettinn var lagður niður um 1962. Þeir urðu báðir mín fyr- irmynd, fyrst Gunnar og svo Árni, því ég byrjaði að spila á víbrafón nokkru síðar.“ Þegar þeir Árni og Reynir voru að hefja störf sem tónlistarmenn á sjötta áratugnum var skemmt- analífið með talsvert öðrum brag. „Upp úr 1950 og nokkur ár þar á eftir var djassinn eiginlega dans- músík. Þegar við vorum að byrja voru danshljómsveitirnar oft skip- aðar mönnum sem gátu líka spilað djass. Þá voru böllin yfirleitt frá níu til eitt og oft spilaður djass svona fyrsta klukkutímann og síð- an tók danstónlistin við. Þá kom oft fólk sem vildi hlusta á djassinn og gat gengið að honum þarna. Reynir segir hæfileika Árna hafa komið snemma í ljós. „Hann var afbragðs músíkant í hljóm- sveit. Á þessum tíma spiluðu menn oft á mörg hljóðfæri sem þótti hentugt svo hægt væri að breyta um hljóðfæraskipan eftir stílteg- undum.“ Meðal þeirra fjölmörgu sem fram koma annað kvöld eru Stór- sveit Reykjavíkur, Ragnar Bjarna- son, Sigurður Flosason, Jón Páll Bjarnason, Andrea Gylfadóttir, Tómas R. Einarsson og Einar Scheving. Tónleikarnir fara fram í Súlna- sal klukkan átta annað kvöld. Að- gangseyrir er 1.500 krónur og rennur óskiptur í minningarsjóð Árna, sem mun styrkja efnilega tónlistarmenn til framhaldnáms. Miðasala fer fram á midi.is og við innganginn. Fremsta djasstónlistarfólk landsins leikur saman í Súlnasal annað kvöld Djassveisla í minningu Árna Scheving Ljósmynd/Guðmundur Albertsson Vanur Árni Scheving í kunnuglegum stellingum með sleglana í hönd. MYNDLISTARSÝNINGIN Lóan er komin eftir Steingrím Eyfjörð var framlag Íslend- inga til Feneyjatvíæringsins í fyrra. Í dag klukkan 14 verður opnuð sýning á völdum verkum úr henni í Ljósafossstöð í Sog- inu. Verkin eru af ýmsu tagi, bæði myndefni og þrívíðir gripir sem minna á hugarheim Íslendinga. Listamaðurinn Steingrímur Eyfjörð hefur haldið fjölda einkasýninga hér heima og erlendis og einnig tekið þátt í mörgum samsýningum. Listasafn Íslands hélt yfirlitssýn- ingu á verkum hans árið 2006. Myndlist Lóan kemur í Ljósafossstöð Steingrímur Eyfjörð Einn þeirra sem treður upp á sviði Karls Holmqvist í Ný- listasafninu í dag er Hugleikur Dagsson. Flestir þekkja hann sem mynda- sögusmið en í dag ætlar hann að flytja frumsamin ljóð. „Ég hef svolítið verið að fikta við að búa til rímur,“ seg- ir Hugleikur. „Ég tel mig ekki vera neitt sérstaklegar gott ljóðskáld, þannig séð. En mér finnst gaman að ríma, það er svo pottþétt regla. Mér finnst ljóð ekki einu sinni þurfa að vera góð, ef þau eru rímuð.“ Hann segir sitt helsta yrk- isefni vera kynlíf. „Eða kannski gredda frekar. Ég bý til alls konar persónuleika þegar ég skrifa þetta til þess að þurfa ekki að bera ábyrgð á því sem sagt er í ljóðunum. Það er oft annaðhvort mjög hallærislegt eða dónalegt og þarna fæ ég útrás fyrir leik- arann í mér.“ Hallærislegt eða dónalegt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.