Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 21

Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 21 MENNING FIMM Króatar sýna list sína í sýn- ingarsal Orkuveitunnar, í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Sýning- arstjóri er Radmila Iva Jankovic, listfræðingur og sýningarstjóri og henni til aðstoðar JBK Ransu, myndlistarmaður og listgagnrýn- andi. Viðfang listamannanna fimm er að finna í bakgrunni þeirra fyrst og fremst. Tengingu einkaheims við opinbert rými, tengslum heima- landsins við alþjóðlegan vettvang, sögu lands og þjóðar og persónu- legri sögu. Tanja Dabo birtir mynd af ör- væntingarfullum gestgjafa sem tek- ur á móti ferðamönnum án þess að hafa til þess orku eða getu, býður alla velkomna en er bókstaflega að missa móðinn. Í sama dúr var gjörn- ingur Sinisa Labrovic á opnun þar sem hann skar með gömlum rakhníf broslínur upp úr munnvikum báðum megin, augljóslega ekki hlátur í hug. Antun Maracic sýnir ljós- myndaröð af lítilli eyju, Lokrum. Lokrum liggur utan við Dubrovnik og er vinsæll ferðamannastaður, tíu mínútna bátsferð flytur ferðalanga þangað á hálftíma fresti yfir sum- artímann, eyjan minnir á paradís. Maracic hefur myndað eyjuna um nokkurt skeið, í anda skrásetning- araðferðar hugmyndalistarinnar, en viðfangið hefur yfir sér rómantískan blæ. Bæklingur með veðurskilyrðum og lýsingum á birtu hverrar myndar fylgir verkinu og fullkomnar hina hlutlausu skrásetningu á þessari draumkenndu mynd. Toni Mestrovic hefur myndað handverk föður síns þar sem hann heggur til grjót í vegg, höggin dynja hátt yfir sýningunni allri, eins og undirtónn fortíðar við veruleika nú- tímans. Verkið vekur upp nostalg- íska tilfinningu fyrir einfaldleika hversdagslífs liðinnar tíðar, en um leið er hér um erfitt strit að ræða sem fæstir myndu óska sér. Sinisa Labrovic sem brosti ekki á svo eftirminnilegan hátt við opnun sýningar, er með myndband sem sýnir fjölskyldu hans horfa á sjón- varpsfréttir og rödd þularins yfir, innrás umheimsins inn í fjölskyld- una og heimilið. Myndin hefði allt eins getað verið af íslenskri fjöl- skyldu áður en það fyrirbæri splundraðist fyrir framan marga skjái. Slaven Toljs sýnir ljósmyndir af mönnum sem látist hafa við að verja Dubrovnik, mikill fjöldi mynda líkt og svífur í rýminu upplýstur af flögr- andi geislum diskókúlu. Á kald- hæðnislegan máta er spilað saman raunverulegum, mannlegum harm- leik og yfirborðsmennsku og sölu- mennsku samtímans, svo úr verður beitt verk. Gjörningur hans við opn- un var sömuleiðis áleitinn, þar sem föðurlandsást birtist í ýmsum mynd- um. Listamönnunum liggur öllum mikið á hjarta og án þess að verk þeirra innihaldi beinan boðskap þá er það staðreynd að vitneskja okkar, eða meðvitundin um skort á vitn- eskju, um menningu Króatíu og erf- iða sögu undanfarinna ára og ára- tuga, þrengir sér í forgrunn verka þeirra. Hið ósagða er sett í aðal- hlutverk og sýningin vekur marg- víslegar tilfinningar. Það er fengur að sýningu sem þessari sem ýtir við okkur og minnir á umheiminn og veruleika ólíkan okkar eigin. Draumar og veruleiki í samtímanum Morgunblaðið/Golli Fallnir Myndir Slaven Toljs af þeim sem féllu við að verja Dubrovnik. MYNDLIST Orkuveita Reykjavík Til 27. júní. Opið mán. til fös. frá kl. 9-16. Aðgangur ókeypis. bbbmn Ragna Sigurðardóttir TÓNLIST Íslenzka óperan Listahátíðartónleikarbbbmn Þorkell Sigurbjörnsson: Að vornóttum (1981), Skref fyrir skref (1986), Umleik- ur (1998), Enn fleiri skref (1998) og G– svita (1976). Sigurbjörn Bernharðsson fiðla og Anna Guðný Guðmundsdóttir pí- anó. Miðvikudaginn 4. júní kl. 20. TÍMINN flýgur. Áður en varir fer einn fyrsti „enfant terrible“ hinna framsæknu fríhjólandi Musica Nova daga snemma á 7. áratug að verða sjötugur! Nærri hálf öld er senn fok- in hjá sem hendi væri veifað, og með henni ótal eftirminnilegra viðburða út í buska hins liðna. Að vísu var undirritaður ekki sjálfur nærstaddur allra fyrst þegar módernisminn sleit hér barnskónum með látum. Það voru hins vegar margir áheyrenda í þéttingssetinni Íslenzku óperunni s.l. miðvikudags- kvöld. En kunni einhverja að hafa laumlangað til að heyra og sjá eitt- hvert uppákomustykki frá téðum klaufaslettutíma, þó ekki væri nema fyrir svipaða hvöt og þegar Egill Skallagrímsson vildi dreifa silfri á Alþingi, þá varð þeim ekki að ósk sinni. Elzta verkið var frá 1976. Enda hefur Þorkell Sigurbjörns- son fyrir löngu markað sér sess með tonnataki í hópi viðurkenndustu og afkastamestu tónskálda okkar, þótt fyrrum fyndist sér orðið (Tondichter á tylliþýzku) óþarflega háfleygt ef ég man rétt. Og það sem meira er – hann er orðinn einn ástsælasti allra íslenzkra nútímatónhöfunda. Kannski m.a. þökk sé því að hjá hon- um stóð tilraunatímabil tilrauna vegna skammt, hafi þær nokkru sinni verið meginmarkmið. Þvert á móti hafa verk Þorkels, eins og fiðl- arinn frændi hans nefndi réttilega eftir hlé, einkennzt af sígildri tilfinn- ingu fyrir laglínu, fáguðu tónmáli og ósjaldan kímni. Að meðtöldu ósviknu næmi fyrir músíkantískum og mið- ilsvænum rithætti sem hefur verk Þorkels upp fyrir „konseptúalisma“ stundartízku og gerir þau skemmti- leg í spilun. Eins og nærri má geta er sá eiginleiki jafnframt allra líkleg- astur til að smita upplifun hlustenda – síðasta en oft gleymdasta hlekks- ins í heildarferli nútímatónsköp- unar. Ein– og tvíleiksverkin fimm fyrir fiðlu með eða án píanós gáfu vit- anlega varla sanngjarna þversneið af gríðarfjölbreyttum verkasjóði Þorkels, fyrir utan að þrjú þeirra voru umritanir á frumgerðum. Að vornóttum var upphaflega fyrir flautu Manuelu Wieslers og píanó, Skref fyrir skref fyrir einleiksvíólu Svövu, systur Sigurbjörns, og Um- leikur var umritun úr verki fyrir ein- leiksfiðlu og Kammersveit Reykja- víkur er að mínu viti kom, e.t.v. óhjákvæmilega, frekar þurr- pumpulega út í niðurþrengingu fyrir fiðlu og flygil. Enn fleiri skref, frum- samið fyrir Sigurbjörn, skilaði sér betur, og G-svitan var hreinasta eyrnayndi, eins og leiða mátti af orðaleik enska frumheitisins (ef rétt er munað), G-sweet. Eiginlega fannst mér Listahátíð sleppa fullódýrt frá upplögðu tilefni til að heiðra jafngóðan tónsmið á tímamótaári að verðleikum. Á móti kom að flest var ljómandi vel leikið og sumt rúmlega það – einkum síð- astnefnda meistarastykkið frá 1976 er dillaði svo hlustendum innanvert að jafnaðist á við skyndiferð í efra. Enda gat enginn vefengt hlýleika nærstaddra þegar tónskáldið og flytjendur voru hyllt að leikslokum. Eftir var þá aðeins aukalagið, kyrr- lát útsetning Þorkels á íslenzka sálmalaginu Grátandi kem ég, Guð minn, til þín. Ríkarður Ö. Pálsson Meistari laglínu, fágunar og kímni SÝNINGIN sem nú stendur eftir í Hafn- arhúsinu eftir að tilrauna- maraþonsdagskránni lauk endurspeglar eft- ir sem áður áherslur sýningarstjóranna Ólafs Elíassonar og Hans Ulrich Obrist á samspil lista og vísinda. Sýningin heldur áfram að vera vettvangur ýmissa viðburða fram eftir sumri og á eflaust eftir að taka einhverjum breytingum. Í A-sal má sjá ágætlega heppnaða inn- setningu sem samanstendur af heimildum og upptökum frá áþekku maraþoni sem þeir héldu í Serpentine gallery í London á síð- asta ári. Heimildasafn sýningarinnar La- boraterium í umgjörð eftir Yona Friedman í B-sal og hans eigið safn í C-sal er hins vegar veikasti partur sýningarinnar og virkar helst eins og ódýrt uppfyllingarefni. Hins vegar er E-salur Errós með áhugaverðasta móti þar sem sjá má sjálfsmyndirnar Augn- líkami/Umbreyting, þekkt verk Carolee Schneemann sem Erró ljósmyndaði á sínum tíma ásamt fleiri verkum þar sem Erró vinn- ur í samvinnu við aðra. Í þeim sal er einnig einskonar matreiðslubók, innrammað bók- verk eftir Marianne Abramovic en báðar þessar heimsþekktu listakonur komu fram á tilraunamaraþoninu og drógu að fjölda gesta. Í E-sal eru einnig verk eftir aðra listamenn og nýtur hljóðverk Brians Eno „Singing the Soul of Civilisation“ sín vel þar en hljóðverkið hljómar í ýmsum myndum um allt Hafnarhúsið. Í D-sal má upplifa einskonar breytilegt lit- ljósamálverk í rými „Litamettun í Reykjavík“ eftir Carlos Cruz-Diez sem gerir tilraunir með hvernig augað skynjar liti sem eru jafnvel ekki til staðar í verkunum. Það eru þó verk Darra Lorenzen og Katrínar Sigurðardóttur sem skipta með sér F-salnum sem toppa sýninguna. Darri býður upp á sérstaka upplifun í lokuðu rými, sjónræna og líkamlega upplifun sem hraðar hjartslætti, skerpir eftirtekt og neyðir áhorfandann til ákveðinnar sjálfskoðunar. Leyndardómsfull verk Katrínar af húsum nafn- greindra manna sem voru aldrei byggð hafa ekki einungis verið raungerð sem módel heldur einnig verið brotin og límd saman aftur. Hér má upplifa þá upphöfnu tilfinningu sem fylgir gömlum sögulegum rústum ásamt óvæntri eft- irsjá eftir því sem aldrei var en hefði getað orð- ið. Sýningin í heild er sundurlaus og samspil vísinda og lista virkar yfirborðslegt á köflum. Að hrista saman vísindi og listir er ekki ósvip- að og að búa til majónes, að blanda olíu við vatnsuppleysanleg efni svo úr verði samfella sem ekki skilur sig og kekkjast. Einn aðal- viðburður maraþonsins sem mikil eftirvænting var fyrir, samvinna Dr. Ruth og Abramovic, hljóp einmitt í kekki svo það endaði með því að þær komu fram hvor í sínu lagi. Sögusagnir af því ferli öllu saman verða eflaust hjá mörgum eftirminnilegasti gjörningur þessa viðburðar, eins og hús Katrínar, minningar um eitthvað sem stóð til að gera en var aldrei gert. Tilrauna-majónes MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús Tilraunamaraþon - Listahátíð í Reykjavík. Sýningin stendur til 24. ágúst. Opið alla daga frá kl. 10 til 17. Aðgangur ókeypis. bbbnn Morgunblaðið/Frikki Módel „Leyndardómsfull verk Katrínar af húsum nafn- greindra manna sem voru aldrei byggð ...“ Þóra Þórisdóttir EINN félagi minn sagði við mig í veislu á nýársnótt að hann hefði heyrt í útvarpinu þá um daginn að fram- undan yrði ár kammertónlistar á Ís- landi. Nú veit ég ekki hvort þetta hefur gengið eftir. Á vissan hátt er alltaf ár kammertónlistar á Íslandi, það er sú tegund tónlistar sem mér finnst oft- ast leikin og því miður sú sem venju- lega nær bara sæmilegu meðallagi. Af hverju? Jú, vegna þess að yf- irleitt eru þetta hópar sem spila ekki saman öllu jöfnu, nema þá í Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Það er þekkt staðreynd að kammerhópur þarf að hafa leikið lengi saman til að ná rétta samhljómnum. Ég hugsa að það taki tónlistarhóp mánuði, jafnvel ár, að ná því að spila eins og einn maður. Auðvitað eru til nokkrir kamm- erhópar á Íslandi sem lengi hafa starfað saman, en tónleikar þeirra eru frekar undantekningin en hitt. Og tónleikar erlendra kammerhópa eru enn sjaldgæfari. Kvöldstund með Ensemble Berlin í Grafarvogskirkju á miðvikudagskvöldið var því kær- komin tilbreyting, en þau eru öll með- limir í Fílharmóníusveit Berlínar, þeirri sömu sem Herbert von Karaj- an stjórnaði. Ég sá Karajan einu sinni stjórna Berlínarfílaharmóníunni. Hljóm- sveitin spilaði af sjaldheyrðri fágun, og Karajan virtist lítið gera annað en að standa fyrir framan hana með báð- ar hendur uppi í lofti. Enda var hljómsveitin svo þaulæfð að það þurfti nánast ekkert að stjórna henni á sjálfum tónleikunum. Upplifunin var svipuð á mið- vikudagskvöldið. Ensemble Berlin samanstendur af sjö hljóðfæraleik- urum og hvort sem viðfangsefnið var Rossini eða Cimarosa, Scarlatti eða Boccherini, var útkoman einstök, túlkunin hnitmiðuð og leiftrandi og tæknilegt öryggið nánast fullkomið. Útsetningarnar eftir Wolfgang Renz sem hópurinn lék voru sérlega hugvitsamlegar. Sumar þeirra voru á margan hátt áhrifameiri en frum- gerðirnar, eins og óbókonsert í d-moll eftir Scarlatti, sem unninn er úr sembalsónötum hans. Það er sérlega skemmtileg tónsmíð! Í rauninni er óþarfi að telja upp hvert atriði dagskrárinnar, en ég get þó ekki annað en nefnt óbóleikarann Christoph Hartmann, einhvern besta óbóleikara sem hingað hefur komið. Einleikur hans í Minningum frá Na- pólí eftir Pasculli var svo stór- fenglegur að ég man varla eftir öðru eins. Nákvæmnin var lygileg og mús- íkin svo lifandi og grípandi að maður gleymdi stund og stað. Hafi tónleikahaldarinn (Dominant ehf) bestu þakkir fyrir að flytja svona frábæra listamenn til landsins! Er ár kammertónlistar? TÓNLIST Grafarvogskirkja Tónlist eftir Scarlatti, Hasse, Boccherini, Cimarosa, Rossini og Pasculli. Ensemble Berlin lék. Miðvikudagur 4. júní. Kammertónleikarbbbbm Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.