Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 25

Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 25
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 25 Einmunatíð hefur verið í Húnaþingi í vor, svo elstu menn muna varla annan eins maímán- uð, tún eru að spretta, og gæti sláttur hafist um miðjan mánuð hjá kúabændum, en sauð- fjárbændur beita flestir sín tún fram í júní. Sauðburður virðist hafa gengið vel, að sögn ráðunauts RHS. Ýmislegt hrjáir þó sauð- fjárbændur hér, mikil hækkun áburðar og annarra aðfanga, ótti við afleiðingar mat- vælafrumvarps landbúnaðarráðherra og nú síðast riðugreining í Hrútafirði. Sú staðreynd mun krefja sauðfjárbændur Miðfjarðarhólfi um nýja starfshætti í samskiptum og um- gengni með búfé, vélar og tæki og um marg- víslegra samstarf en áður var. Miðfjarð- arhólf, sem nær yfir austanverðan Hrútafjörð, Miðfjörð og hluta Fitjárdals, tel- ur 11–12 þúsund vetrarfóðraðar kindur og er undirstaða afkomu fjölmargra bænda á svæð- inu.    Veiðifélag Miðfirðinga hefur boðið til útleigu veiðirétt í vatnasvæði Miðfjarðarár frá og með sumrinu 2009. Í útboðslýsingu eru m.a. þær nýjungar, að skylt verður að sleppa öll- um stórlaxi og einnig skylt að sleppa öllum laxi eftir 10. sept. Einnig verður áin eingöngu leigð fyrir fluguveiði. Stöngum verður fjölgað í tólf á besta tíma en einungis byrjað með sex stangir. Meðallaxveiði frá 1974 er 1.243 laxar og mesta veiði 2.581 laxar 1977 en minnsta veiði 433 laxar 2001. Félagið Lax–á ehf. hefur verið með ána á leigu í 9 ár en ekki náðust samningar um framhaldsleigu. Tilboð eiga að berast fyrir 7. júní og mun stjórn félagsins þá þegar fara yfir umsóknir.    Heilbrigðisstofnun Hvammstanga á sér marga velunnara. Í árbyrjun 2007 voru stofn- uð Hagsmunasamtök HSH, sem hefur að markmiði að kaupa búnað og tæki til heil- brigðsþjónustu fyrir söfnunar- og gjafafé sem berst. Á fyrsta starfsári samtakanna söfn- uðust um tuttugu milljónir króna og hefur þegar verið keyptur búnaður fyrir um tólf milljónir króna. Kvenfélögin hafa einnig stað- ið sterkt við bakið á HSH, nú á dögunum gaf Kvenfélagið Björk stórt fiskabúr til að gleðja vistfólk og var því valinn staður á hvíld- arsvæði fólks, svo það mætti gleðja augu sín við síkvikult líf nýrra íbúa.    Mikill áhugi er á að efla ferðaþjónustu hér- aðsins, aukin uppbygging er í Selasetri Ís- lands, sem er í hinu virðulega húsi Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. Aðsókn var góð á fyrsta starfsári og miklar væntingar bundnar við komandi ferðamannavertíð. Á Illugastöðum á Vatnsnesi hafa ábúendur gert góða aðstöðu til selaskoðunar, byggt þar upp þjónustuhús og leyfa þau gestum að skoða fallegt og mjög áhugavert íbúðarhús, frá um 1930. Á Gauksmýri er unnið að uppsetningu sýn- ingar um íslenska hrafninn; þar á staðnum er einnig áhugavert fuglaskoðunarhús við Gauksmýrartjörn, sem er endurheimt vot- lendi. Nýr framkvæmdastjóri við Grettistak hefur margt á prjónum fyrir sumarið og áframhaldandi uppbyggingu, m.a. sýningar í Grettisbóli á Laugarbakka, en þar hefur hann sjálfur aðstöðu í sumar. HVAMMSTANGI Karl Ásgeir Sigurgeirsson fréttaritari FÓLK sem borðar lítið salt á frek- ar á hættu að deyja úr hjartasjúk- dómum en þeir, sem innbyrða passlega eða of mikið af salti mið- að við það sem ráðlagt er. Þetta sýnir ný bandarísk rannsókn sem vefmiðill Berlingske Tidende greinir frá. Mataræði og lífsstíll 8.700 Bandaríkjamanna var skráður og borinn saman við sjúkdóma og andlát í hópnum. Í ljós kom að dán- artíðnin var 24% hærri hjá hópnum sem neytti minnst af salti en hjá meðaltalinu. Mest áberandi var munurinn á dánartíðni þeirra sem þjáðust af hjarta- og æðasjúkdómum. Í þeirra hópi hefðu menn frekar búist við hærri dánartíðni hjá þeim sem borðuðu mest salt, þar sem salt- neysla hefur áhrif á blóðþrýsting. Hins vegar kom í ljós að þeir hjartasjúklingar sem sneyddu hvað mest hjá salti voru í 80% meiri hættu á að deyja úr hjartasjúk- dómum en aðrir. Í tölunum er tek- ið tillit til annarra áhrifaþátta, s.s. reykinga, háþrýstings og syk- ursýki. Ekki ástæða til að vera mjög hræddur við saltið Að sögn danska næringarsér- fræðingsins Susanne Gjedsted Bü- gel sem hefur skoðað rannsóknina, innbyrðir hópurinn sem um ræðir nánast ekkert salt, en bæði klór og natríum, sem í því er að finna eru lífsnauðsynleg manninum. Hún bendir enn fremur á að sami hópur er léttari en meðaltalið. Að auki neytir hann lítils kalíums, sem einnig getur valdið hjartasjúkdóm- um. Bügel segir almennt ekki ástæðu til að vera mjög hræddur við salt. Ekki skaði að draga úr saltneysl- unni en erfitt sé að benda á ávinn- ing af slíku fyrir fullfrískt fólk. Margar rannsóknir hafi hins vegar sýnt fram á að hægt sé að lækka blóðþrýsting með því að minnka við sig salt. Og samkvæmt fréttinni er enginn vafi á fylgninni milli há- þrýstings og hjartasjúkdóma. Of lítið salt hættulegra en of mikið vinbudin.is E N N E M M / S ÍA / N M 33 16 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.