Morgunblaðið - 07.06.2008, Page 28

Morgunblaðið - 07.06.2008, Page 28
28 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ NýgenginndómurHæsta- réttar Íslands í Baugsmálinu staðfestir að ís- lenska dómskerfið er ófull- komið. Með þeim ummælum er ekki vísað til efnislegrar niðurstöðu dómsins, heldur málsmeðferðarinnar. Dóm- urinn er enn ein vísbendingin um, að hér á landi þarf að koma upp millidómstigi. Raunverulegu áfrýjunardóm- stigi, þar sem mál eru endur- skoðuð frá grunni. Sigurður Tómas Magn- ússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, bendir rétti- lega á að Hæstiréttur hafi ekki talið sér fært að end- urmeta sönnunarmat héraðs- dóms. Á þennan annmarka hefur áður verið bent í Morg- unblaðinu. Núna er staðan sú að áfrýjun máls til Hæsta- réttar felur ekki í sér endur- skoðun þess í heild. Hæsti- réttur tekur ekki skýrslur af sakborningum og vitnum. Reglan um milliliðalausa sönnunarfærslu, þ.e. að ákærður maður og vitni komi fyrir þá sem kveða upp dóm- inn, er því ekki virt. Ef sönn- unarfærsla í máli færi að öllu leyti fram aftur fyrir Hæsta- rétti, þá væri ekkert að því að hafa bara tvö dómstig. Þá væri um raunverulega áfrýj- un – og þar með endurskoðun – máls að ræða. Því er ekki að heilsa núna. Frumvarp um meðferð sakamála varð að lögum á síðasta degi þingsins. Þegar það var í smíðum vonuðu ýms- ir þeir, sem starfa innan dómskerfisins, að tækifærið yrði nýtt til að koma á milli- dómstigi. Þær raddir heyrð- ust jafnt frá dómurum sem ákæruvaldinu og lögmönnum. Bent var á, að í flestum ríkj- um Evrópu væri sú leið farin að hafa þrjú dómstig. Réttar- farsnefnd taldi líklegt að eina leiðin til að ráða varanlega bót á þeim vanda sem reglan um milliliðalausa máls- meðferð veldur, væri að fjölga dómstigum. Samt lagði nefndin það ekki til við samn- ingu frumvarpsins og virtist helsta ástæðan sú, að slíkt kerfi yrði of dýrt og flókið. Í réttarríki er aldrei of dýrt að tryggja mannréttindi. Nú virðist sem sú staðreynd sé loks ljós, því dómsmálaráð- herra hefur falið nefnd að kanna hvernig þriðja dóm- stiginu yrði komið á, með það í huga að breyta lögum um meðferð sakamála strax í haust. Vonandi verður ekki dregið lengur að koma íslenska rétt- arkerfinu í viðunandi horf, til samræmis við almennt við- urkennd mannréttindi. Nú- verandi skipan mála var aldr- ei góð og er löngu úrelt. Í réttarríki er aldrei of dýrt að tryggja mannréttindi.} Þörf á millidómstigi Það er árvissíþrótt í um- ræðum um nýt- ingu fiskistofn- anna í kringum Ísland að vefengja veiðiráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar fyrir næsta fisk- veiðiár. Undanfarin ár hefur af- staða útvegsmanna verið sú að hámarksafli sé skorinn of skarpt niður og vilja þeir fara hægar í sakirnar. Jafnvel er talað um að gjá hafi myndast milli útvegsmanna og sér- fræðinga, sem hafa það hlut- verk að meta stærð fiski- stofna. Vísindin á bak við aðferðir Hafrannsóknastofnunar eru vissulega ekki óskeikul. Það er ekki einfalt verk að nálgast sannleikann um fjölda fiska í sjónum. Opin umræða um að- ferðafræði er af hinu góða og til þess fallin að bæta vinnu- brögð sem viðhöfð eru. Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra útvegs- manna hefur sýnt takmörk- unum vísindanna vissan skilning. En hann telur að það vanti meira fjármagn til að sinna betur rann- sóknum á nytjastofnun í sjón- um. Á morgunvakt Rásar eitt á fimmtudag sagði fram- kvæmdastjórinn að það vant- aði stórkostlega fjármuni til hafrannsókna og Hafrann- sóknastofnunar. Vafalaust er hægt að gera betur á þessu sviði með hærri fjárframlögum. Ákvörðun um heildarafla hefur áhrif á framtíðarvirði auðlind- arinnar. En er sjálfsagt að aukin fjárframlög komi frá skattgreiðendum? Er ekki eðlilegt að þeir sem nýta þessa auðlind taki aukinn þátt í kostnaði sem fellur til vegna hafrannsókna? Til langs tíma eru það fyrst og fremst hagsmunir útvegs- manna að veiðiráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar sé sem réttust. Því eiga þeir að greiða meira til hafrannsókna í kringum Ísland. Útvegsmenn eiga að greiða meira til haf- rannsókna.} Útgerðarmenn borgi Í vikunni stóð ég í sól og blíðu og virti fyrir mér hundagrafreit Edinborgar- kastala. Þar las ég um dygga og trygga og hugrakka hunda sem höfðu þeyst um heimsins lendur með „hús- bændum“ sínum að verjast óvinum. Grafreitir þeirra og minnisvarðar voru reistir af ást og umhyggju mannskepnunnar. Þegar ég kom heim á hótel las ég á netinu að ísbjörn hefði verið skotinn á Íslandi. Þegar alfriðað dýr í útrýmingarhættu rekur á Íslands strendur ætti tiltekið grundvallarvið- mið nokkuð augljóslega að liggja fyrir: Leitað verði allra – allra – leiða við að komast hjá af- lífun, enda ætti siðuð þjóð með minnsta áhuga á dýravernd fyrir löngu að hafa komið sér upp áætlun um hvernig bregðast eigi við. Ísbirni hefur í gegnum aldirnar rekið til Íslands – það kemur ekki á óvart að svo sé enn. Þeim sem á endanum tóku í gikkinn er hér ekki um að kenna. Þeir fóru að fyrirmælum yfirvalda, ákvörðunum annarra, og ef til vill var staðan flókin. En kemur aflífun friðaðs dýrs á Íslandi á óvart? Hversu glöggt skiljum við sameiginlega ábyrgð okkar á útrým- ingu dýrategunda, eyðileggingu lífríkis og niðurrifi vist- kerfa? Þegar allt kemur til alls þá skutum við öll þennan ísbjörn sem féll – við tókum öll í gikkinn. Staðreyndin er nefnilega sú að óábyrgir lífshættir okkar og neysluómenn- ing, sóun, mengun, útblástur, græðgi, andvaraleysi og fleira til – allt er þetta einmitt að útrýma ísbjörnum heims- ins. Hlýnun jarðar af mannavöldum er að grafa undan til- vist þeirra af meiri hraða en nokkurn óraði fyrir. Við sjáum það ekki eins bersýnilega og þegar eitt stakt dýr er drepið, en þannig er það. Þarna bíða þau eitt af öðru, undur veraldar, í biðsal dauð- ans: Við röðum þeim upp við múrinn ósýnilega til aftöku og tökum í gikkinn á hverjum degi með áframhaldandi sóun og skeytingarleysi. Ísbjörninn trónir á toppi ísjakans. Ef við viljum raunverulega bjarga ísbjörn- um, fiskistofnum, tígrisdýrum, plöntum, vatns- föllum, landslagi og vistkerfum frá útrýmingu, þá þurfum við að hafa hugrekki til að setja um- hverfismál í sinni heildstæðu mynd mannlegs samfélags, lífríkis og lífshátta í fyrsta sæti. Ekki bara í eitt sinn þegar stakur ísbjörn kem- ur til landsins, heldur á hverjum degi. Hvað ætlum við að gera í dag til að stuðla að vistvænni lifnaðarháttum í eigin lífi? Hvernig pólitík ætlum við að velja, hvernig efnahag, hvernig fyrirtæki, hvernig samfélag, hvernig gildi til fram- tíðar? Í flugvélinni á leið heim las ég aðra frétt. Núna af kött- um. Aldrei hefur ríkt jafnmikið neyðarástand í Kattholti. Kettir eru í tugatali skildir eftir í reiðuleysi og ömurleg ör- lög blasa jafnvel við kettlingafullum læðum. Kattavinir hafa ekki undan. ,,Siðferðilegt þrek þjóðar er hægt að meta með því hvernig hún fer með dýr“ sagði dýra- og mannvinurinn Mahatma Gandhi. Kann hann að hafa eitthvað fyrir sér í því? | liljagretars@gmail.com Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Pistill Tökum við í gikkinn í dag? Hljóðpistlar Morgunblaðsins Guðfríður Lilja Grétarsdóttir les pistilinn Hljóðvarp | mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÞAÐ harðnar á dalnum og snörp dýfa hagkerfisins setur mark sitt á fjárlagagerðina, sem hafin er fyrir næsta ár. „Það er alveg ljóst að árið 2009 verður allt annað en 2008. Þar af leiðandi þarf að horfa á að tekjur og gjöld spili þar saman á skyn- samlegan hátt,“ segir Gunnar Svav- arsson, formaður fjárlaganefndar. Ráðlegt er að búa sig undir snögg- an viðsnúning og að tekjur ríkissjóðs skreppi saman. Þær hafa aldrei vax- ið jafnmikið og í uppsveiflu seinustu ára, tekjuafgangurinn á seinustu fjórum árum var 170 milljarðar. „Núna er að fjara undan tekjunum þegar horfur eru á því að hagvöxt- urinn minnki mikið,“ segir Nökkvi Bragason, skrifstofustjóri fjár- lagaskrifstofu fjármálaráðuneyt- isins. Spá 19,6 milljarða halla 2009 Fjárlögin fyrir yfirstandandi ár voru afgreidd með 39 milljarða af- gangi. Nú gerir fjármálaráðuneytið ráð fyrir að hann verði 11 milljörðum kr. minni eða 28 milljarðar (reiknað á svonefndum þjóðhagsgrunni). Sam- drátturinn hafi þessu næst þau áhrif að ríkissjóður verði að öllum lík- indum rekinn með halla bæði á næsta og á þarnæsta ári. Í vor- skýrslu ráðuneytisins er því spáð að tekjuafkoma ríkissjóðs verði nei- kvæð um 19,6 milljarða á árinu 2009 og 2010 verði hallinn um 15 millj- arðar. Gunnar Svavarsson segir þó ekki stefnt að hallarekstri á ríkissjóði á næsta ári, „en það má allt eins búast við því að við verðum einhvers staðar á pari öðru hvorum megin við núllið.“ Niðursveiflan í efnahagslífinu er enn sem komið er ekki sýnileg að neinu ráði í skattheimtunni á fyrstu mánuðum ársins. Afkoma ríkissjóðs hefur verið í samræmi við spár en fastlega má búast við að í ágúst og september verði komin fram skýr merki um að skatttekjur séu að minnka, aðallega vegna minni neysluskatta. Ganga má út frá því að fjara muni undan fjármagns- tekjuskattinum þegar kemur fram á næsta ár. Þótt tekjuhlið ríkisfjármálanna skreppi saman með haustinu „sjá það allir í hendi sér að við blasir tölu- verður útgjaldavöxtur í fjárlaga- frumvarpi næsta árs,“ segir einn við- mælandi. Það stafar ekki síst af ákvörðunum ríkisstjórnar um fjöl- margar aðgerðir sem lofað var í stjórnarsáttmálanum. Þær leiða til aukinna útgjalda, m.a. í almanna- tryggingakerfinu, þar sem dregið er úr tekjuskerðingum og hækkanir munu eiga sér stað á húsaleigu- bótum, vaxtabótum og barnabótum. Loforð liggja fyrir um tekjuskatts- lækkanir til að greiða fyrir sam- komulagi á vinnumarkaði og engum blandast hugur um að kjarasamn- ingar ríkisins verða mjög þungir fyr- ir ríkið. Um þessar mundir eru ráðu- neytin að vinna að tillögugerð innan útgjaldaramma sem þeim hafa verið settir fyrir fjárlagafrumvarpið. Boð- skapurinn er að draga úr út- gjaldavextinum þar sem unnt er. Skoða vel hvar tækifæri eru til hagræðingar í ríkisrekstrinum Skoða á rækilega á næstu vikum hvar tækifæri eru í ríkisrekstrinum til hagræðingar. Ýmis stór verkefni verða einnig skoðuð: ,,Það má vel vera að það séu líka einhver önnur verkefni sem hugsanlega þurfi að fresta vegna þess að þau eru ekki komin nógu hratt fram. Þar er ég að tala um hugsanlega háskólasjúkra- húsið,“ segir Gunnar Svavarsson. Eftir blásandi meðbyr tekur hallarekstur við » Kjarasamningar opinberrastarfsmanna auka launakostn- að ríkissjóðs verulega. » Áformað er að fjárfesting-arútgjöld ríkisins verði aukin á þessu ári og því næsta nema ákveðið verði að fresta einstökum framkvæmdum. » Hækkun húsaleigubóta, aukinréttindi í almannatrygg- ingakerfinu, hækkun bóta og auknar atvinnuleysisbætur munu auka á útgjöld ríkissjóðs á næsta ári og ljóst er að útgjöld vaxa vegna menntamálanna. » Veltuskattar á borð við virð-isaukaskatt eru næmir fyrir sveiflum og ríkissjóður verður af tekjum þegar neysla minnkar. » Spáð er minni tekjum af gjöld-um sem lögð eru á í krónutölu, s.s. af bensíngjaldi og gjöldum sem hafa lítið breyst um árabil, s.s. áfengisgjald af sterku áfengi. » Reikna má með að fjari undantekjum af fjármagnstekju- skatti. »Minni tekjur koma í ríkissjóðeftir hækkun persónuafsláttar og lækkun tekjuskatts fyrirtækja. Aukin útgjöld Minni tekjur Tekjur ríkissjóðs janúar til apríl árin 2006 til 2008 Þótt ríkið hafi haft miklar tekjur frá áramótum sjást þess merki að nú sé að hægjast um. Innheimta virðisaukaskatts dróst saman um 4,8% að raunvirði.  ((('   ( .        ! =     / =  /  !     /  " !#   $%  &!# J            8/ -  '   (! !#% '* !%)      ==   "'($'M &(#$) +.(&MM   .'(M#) +$(#M)   11 P     ( =!  "M(M&' $()$& "#($#$    22()"$ +)(M$"     =   .+(#2' $(&2" "'(MM#  ).(&'M 22(M'M +&(&MM    "##) "##$ "##&

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.