Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 29

Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 29 Kristinn Ólík eða lík? Mótmælandinn sem borinn var af samkomu Norðuráls í Helguvík í gær hefur svipaðan litasmekk og lögreglumennirnir, þótt höfuðbúnaðurinn sé ólíkur. Þá er skopskyn þremenninganna svipað, enda öll sposk á svip. Blog.is Gestur Guðjónsson | 6. júní Þótt maður leggi sig allan fram á maður oft í erf- iðleikum með að komast að því hvað hlutirnir kosta, ef þeir eru yfirhöf- uð merktir í mat- vöruverslunum. Það gerir það að verkum að maður er oft að setja hluti í körfuna sem maður veit ekkert hvað kosta og getur því ekki tekið upp- lýsta ákvörðun um kaupin. Maður nennir ekki að standa í því að fara á kassann og spyrja að því hvað hitt og þetta kosti. ... Meira: gesturgudjonsson.blog.is Góðar hugmyndir talsmanns neytenda Hlini Melsteð Jóngeirsson | 6. júní Ég er rosalega hrifinn af þessari hugmynd frá tals- manni neytenda að op- inbera nöfn þeirra fyr- irtækja sem brjóta lög um verðmerkingar. Þetta er farið að verða mjög slæmt í sumum verslunum að marktækur munur sé á verðmerkingum í hillu og á kassa. Hvað þá þegar merkingar eru ekki settar ná- lægt vörum sem verið er að merkja. Þetta er bundið í lög en þau hafa verið margbrotin upp á síðkastið. Meira: hlini.blog.is Matthildur Helgadóttir | 6. júní Frábær Forleikur á Ísafirði Í gærkvöldi skruppum við mæðgur í leikhús á Ísafirði. Við sáum fjóra einleiki hvern öðrum betri. Fyrst steig á svið Marsibil Kristjánsdóttir í Örvæntingu, hún var konan sem heldur að allt gangi betur ef þú lítur betur út. Konan sem var á leið í lýtaaðgerð til að lappa upp á hjónabandið. Henni Marsibil tókst að pirra mig með því að vera svona djöfull grunnhyggin eitt- hvað..........ég gleymdi augnablik að þetta var bara í plati. Hún stóð sig vel og ég held að Kómedíukarlinn hennar ætti að fá hana í fleiri hlutverk í fram- tíðinni. Næstur á svið var Sveinbjörn Hjálmarsson sem dauður. ... Meira: matthildurh.blog.is Salvör | 6. júní Hvammsvík – framtíð- arútivistarsvæði Nú hefur Orkuveitan aug- lýst Hvammsvík til sölu en undanskilur jarð- hitaréttindi. Eftir því sem ég veit þá er það ekki leyfilegt, ég hélt að jarð- hiti væri hlunnindi á jörð- inni og að hlunnindi mætti ekki selja eða undanskilja sérstaklega frá jörðum. En hvað veit ég, hið öfluga fyrirtæki Orku- veitan hlýtur að hafa leitað til hers lög- fræðinga … Meira: salvor.blog.is Björgvin Guðmundsson | 6. júní Byrjað að grafa fyrir álveri í Helguvík Skrifað var nú síðdegis undir samning milli Norð- uráls og Íslenskra að- alverktaka um byggingu kerskála við væntanlegt álver Norðuráls í Helgu- vík. Var fyrsta skóflu- stungan að kerskálanum síðan tekin en undirritunin fór fram á kerskálalóðinni. ... Sjálfsagt verða áfram skiptar skoðanir um það hvort rétt hafi verið að leyfa byggingu nýs álvers. Meira: gudmundsson.blog.is MIÐVIKUDAG- INN 28. maí sl. birtist hluti af svari dóms- og kirkjumálaráðherra, Björns Bjarnasonar, til fréttavefjar Morg- unblaðsins, mbl.is, í Morgunblaðinu, varð- andi hlerunaraðgerðir íslensku ríkisstjórn- arinnar 1949-1968, þar sem Björn segir m.a.: „Dómur sögunnar er á einn veg. Íslenska ríkið þarf ekki að biðja neinn afsökunar vegna þessa dóms.“ Eitt af þeim 32 heimilum sem sættu hlerunum á tímabilinu 1949- 1968 var heimili ömmu minnar og afa, Guðrúnar Guðjónsdóttur og Stefáns Jakobssonar, en þar var ég tíður gestur sem barn og hjá ömmu minni eftir að afi féll frá. Hér á eftir langar mig að fjalla lítillega um að- stæður á þessu heimili æsku minnar þar sem ég tel það geta haft nokkra þýðingu sem innlegg í umræðuna um hleranir íslensku ríkisstjórn- arinnar á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Amma mín og afi voru fædd sitt hvorum megin við alda- mótin 1900 og því af kynslóð sem var þátttakandi í miklum þjóðfélags- breytingum. Amma mín ólst upp í Reykjavík, dóttir verkafólks, og afi var bóndasonur og síðar bóndi, áður en þau fluttust til Reykjavíkur þar sem afi komst í nám í múraraiðn. Sem ung kona gekk amma til fylgis við alþjóðlega hugsjón sósíalismans, hugsjón sem fól í sér að hin vinnandi alþýða fengi fulla hlutdeild í að stjórna vinnuskilyrðum sínum og að- stæðum og gæti því gengið stolt til móts við nýja og betri tíma. Þessi hugsjón gaf ömmu minni sjálfs- traust til þess að líta á sig sem jafn réttháa hverjum öðrum, þó svo að hún væri af verkafólki komin. Sósíal- isminn var á þessum tíma styrk stoð í bar- áttu ömmu minnar og afa og ótal margra annarra úr röðum ís- lenskrar alþýðu fyrir auknum réttindum og bættum kjörum á öll- um sviðum mannlífs- ins, bæði á atvinnu- markaðinum og innan heilbrigðis- og menntamála. Sem dæmi um þann árang- ur sem slík barátta skilaði, þá gátu börn afa og ömmu komist til langskóla- náms, en amma og afi þurftu sjálf að hætta námi á unglingsaldri þrátt fyrir góða námshæfileika. Svo mikið er víst að umbætur á kjörum verka- fólks og aðgangur almennings að góðu menntakerfi og heilbrigðiskerfi varð að veruleika í krafti ötullar bar- áttu hugsjónafólks með jafn- aðarhugsjón að leiðarljósi. Sú bar- átta krafðist hugrekkis og baráttuþreks. Það er ekkert launungarmál að Marx og Lenín voru í hávegum hafð- ir hjá ömmu og afa og Sovétríkin voru sú samfélagslega fyrirmynd sem vonir þeirra og trú voru bundn- ar við. Í baráttunni var mikilvægt að hafa hugmyndafræðilegan bakhjarl og fá ákveðnar vísbendingar um að hugsjónir þeirra væru framkvæm- anlegar. Nú þegar við vitum að sov- éska ævintýrið endaði illa og upp hefur komist um marga og ljóta glæpi yfirvalda þar, þá vilja sumir draga þá ályktun að allar hugsjónir um samvinnu, jöfnuð og réttlæti séu þar með ógildar og dauðar. Á und- anförnum áratugum hefur pen- ingaöflunum með nýfrjálshyggjuna að vopni vaxið fiskur um hrygg. Í kjölfarið hefur félagsleg mismunun aukist og að margra áliti hefur þegar verið grafið undan því velferðarkerfi sem lagður var grunnur að af kyn- slóð afa míns og ömmu. Hins vegar er engan veginn útséð um end- anlegan dóm sögunnar yfir jafn- aðarhugsjóninni. Hún er ung og engin ástæða til annars en að ætla að hún eigi framtíðina fyrir sér. Á heimili ömmu minnar og afa voru heiðarleiki og heilindi í háveg- um höfð og svo rammt kvað að ströngu siðferði þeirra að hvít lygi var næstum ófyrirgefanleg. Deilt var hart á pólitíska andstæðinga, en þó var alltaf rætt um þá málefnalega og af ákveðinni virðingu. Það er því sárt til þess að vita að þetta heimili hafi orðið að þola þá lágkúru af hendi íslenskra stjórnvalda að rofin var friðhelgi þess með símhlerunum, án nokkurs rökstudds gruns um lög- brot. Trúir dómsmálaráðherra því virkilega að dómur sögunnar leggi blessun sína yfir hleranir á heimilum gegnra og saklausra borgara á þeim forsendum einum að þeir/þær hafi skoðanir sem eru valdhöfum lítt þóknanlegar? Ef dómur sögunnar er slíkur þá er útlitið svart í lýðveldi Ís- lendinga. Ég lít á símhleranirnar á heimili afa míns og ömmu sem ljót svik af hálfu íslenska ríkisins gagn- vart þessu heiðarlega og duglega fólki og finnst illt til þess að vita að núverandi dómsmálaráðherra telur enga þörf á afsökunarbeiðni. Slík af- staða er réttlæting á valdníðslu og skilur eftir spurningar um hvar við erum stödd í dag. Ragnheiður Hrafnkelsdóttir Dómur sögunnar Eftir Ragnheiði Hrafnkelsdóttur »Ég lít á símhler- anirnar á heimili afa míns og ömmu sem ljót svik af hálfu ís- lenska ríkisins gagnvart þessu heiðarlega og duglega fólki. Ragnheiður Hrafnkelsdóttir. Höfundur er myndlistar- og kaupmaður. HJÖRLEIFUR Guttormsson alþingismaður ritar grein um hleranir í Morgunblaðið 6. júní. Hann lætur eins og unnt sé að bera saman upplýsingar um lög- regluaðgerðir hér á landi á árum kalda stríðsins og pólitískar hler- anir leyniþjónustu í Noregi. Á þessu tvennu er grundvall- armunur, sem gerir samanburð Hjörleifs marklausan. Lögregluaðgerðir (símhleranir í þágu lögreglu): a. eru löglegar (með samþykki dómara), b. standa stutt, eru bundnar til- teknum atburðum, c. eru eingöngu notaðar í þágu lögreglu. Pólitískar hleranir: a. eru ólöglegar, b. standa um langan tíma (ótímabundnar), c. eru notaðar til að koma upp- lýsingum á framfæri við póli- tískra andstæðinga. Fyrir liggur ýtarleg skýrsla hlutlausra aðila um öll þessi mál hér á landi. Ég skora á Morg- unblaðið að endurbirta efni þess- arar skýrslu. Hún gefur trúverð- ugri mynd af því sem hér gerðist á tímum kalda stríðsins en lýs- ingar Kjartans Ólafssonar og Hjörleifs Guttormssonar. Málsvarar sósíalisma og komm- únisma á Íslandi á tímum kalda stríðsins geta ekki leitað neins skjóls í því, sem gerðist í Noregi þá eða nú. Þar er gjörólíku saman að jafna. Björn Bjarnason Marklaus samanburður Höfundur er dóms- og kirkju- málaráðherra. HVERT viljum við stefna? Við viljum ekki kreppu? Nei. Þá þarf að bretta upp á ermar! Sameiginlega getum við snúið hjólum efnahagslífsins í gang aftur og losnað við þetta harð- lífi með því að allir lækki verð á fasteignum um 15%, Íbúða- lánasjóður hækki hámarkið á lánum og bankar lofi að fara aftur að lána til kaupa á fast- eignum gegn því að Seðlabankinn láni þeim í erlendri mynt á meðan bankarnir fá ekki lán erlendis. Við eigum nóg af peningum, það þarf bara að koma þeim í dreifingu. Um leið og fasteignamarkaður- inn fer af stað aftur verður leiðrétt- ing á verðinu hjá þeim sem eru með góða fasteign því fleiri bjóða í slíka eign og verðbil verður meira milli hverfa sem er gott því þá hafa þeir möguleika á að eignast hús- næði sem minna hafa á milli hand- anna. Leiguverð myndi líka lækka. Og þeim þarf að hjálpa sem hvorki geta leigt né keypt. Núna eru allir að bíða og á meðan glatast fé og tækifæri. Eftir hverju er- um við að bíða? Að verðbólgan verði búin að éta fasteignaverðið niður um 15% þannig að við fáum sömu krónutölu eftir ár og okkur líði betur af því að ásett verð fékkst? Þeir sem eru að kaupa íbúð í fyrsta skipti hafa haldið að sér höndum of lengi vegna lof- orðs um niðurfellingu á stimpilgjaldi. Þetta er auðleyst með því að félagsmálaráðherra lofi þessu fólki að þegar og ef niðurfellingin verði að veruleika fáist endurgreiðsla gegn kvittun. Það getur verið hættulegt þegar allir tala um stöðnum, að halda að sér höndum og að út- litið sé svart, því þannig tal leiðir til þess að það hægir hættulega á hjólum efnahagslífsins og gerir engum gagn. Og allir eru hræddir og það er vond tilfinning. Sigríður Hanna Jóhann- esdóttir skrifar um fast- eignamarkaðinn Sigríður Hanna Jóhannesdóttir »Lækkum verð á fasteignum; Seðlabankinn láni bönk- unum; bankar láni okkur, Íbúðalánasjóður hækki hámark á lánum og snúum vörn í sókn. Hættum að halda að okkur höndum Höfundur er skrifstofu- og fjármálastjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.