Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 30

Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 30
30 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FORSENDA byggðar hvar sem er á landinu er að í boði sé atvinna fyrir íbúana. Af ýmsum ástæðum hefur hallað undan fæti í þessum efnum á und- anförnum árum á Norðausturlandi. Á síðastliðnum tíu árum hefur íbúum á svæðinu frá Húsavík til Raufarhafnar, sem nú heitir Norðurþing, fækkað um 15%. Mest hefur fækkað í aldurshópnum 40 ára og yngri, eða um 25%. Með byggingu álvers á Bakka gefst gullið tækifæri til að snúa vörn í sókn í atvinnu- málum og skjóta styrkari stoðum undir atvinnulífið á landsvæðinu. Ál- verið mun skapa á bilinu 300-400 ný framtíðarstörf auk fjölda afleiddra starfa, en áhrifa þeirra mun gæta langt út fyrir Norðurþing, ekki síst á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu. Á næsta ári verður hafist handa við gerð Vaðlaheiðarganga. Með til- komu þeirra munu samgöngur milli Akureyrar og Húsavíkur batna verulega sem og möguleikar fólksins á svæðinu til að sækja vinnu og þjón- ustu út fyrir heimabyggð. Segja má að með gerð Vaðlaheiðarganga verði það atvinnusvæði sem álverið er reist á stærra og betur í stakk búið til þess að taka á móti svo stórum vinnustað á sama hátt og göngin veita álverinu greiðari aðgang að vinnuafli. 200 ný störf í Eyjafirði Í skýrslu um samfélagsleg áhrif byggingar álvers á Bakka kemur fram að ætla megi að í Eyjafirði verði til um 200 ný störf ef af verkefninu verður. Þau störf eru af ýmsu tagi. Meðan á uppbygg- ingu stendur opnast ýmsir möguleikar fyrir þau fjölmörgu fyr- irtæki og verktaka sem starfa í bygginga- og tæknigeiranum. Til lengri tíma litið má gera ráð fyrir að þjón- ustu- og þekkingariðn- aður á Akureyri og í Eyjafirði geti vaxið á grundvelli þessarar starfsemi. Hér er mikilvægt að hafa það í huga að mörg þeirra afleiddu starfa sem til verða í tengslum við uppbyggingu og rekstur áliðnaðar eru störf sem krefjast háskóla- menntunar auk þess sem þörfin fyrir rannsóknarstarfsemi af ýmsu tagi vex. Full ástæða er þess vegna til að ætla að við Háskólann á Akureyri skapist möguleikar til vaxtar og þró- unar, að skólinn styrkist vegna byggingar og reksturs álversins um leið og nálægð hans verður styrkur fyrir starfsemina. Sveitarfélögin samstiga Sveitarfélögin í Eyjafirði hafa flest lýst stuðningi sínum við þetta verkefni með bókunum í sveit- arstjórnum eða byggðaráðum og ljóst er af umræðum í bæjarstjórn og bæjarráði Akureyrar að drjúgur meirihluti bæjarfulltrúa er hlynntur þessari framkvæmd. Bæjarráð Ak- ureyrar bókaði stuðning við álver á Bakka í febrúar síðastliðnum og samskonar stuðningsyfirlýsingar hafa komið frá öðrum sveit- arfélögum í firðinum. Vilji sveit- arstjórnarmanna og íbúa í Eyjafirði stendur til þess að af þessu verkefni geti orðið vegna þess að fram- kvæmdin er mikilvæg fyrir Húsavík og Norðausturland en jafnframt vegna þeirrar eindregnu afstöðu okkar að framkvæmdin sé mikilvæg og skynsamleg fyrir landið allt. Aukum og tryggjum lífsgæðin Íslendingar hafa alltaf byggt af- komu sína á nýtingu þeirra nátt- úrulegu gæða sem landið hefur upp á að bjóða. Íbúar Norðausturlands þurfa nú á því að halda að grundvöll- ur byggðar á svæðinu sé tryggður með uppbyggingu öflugrar atvinnu- starfsemi. Það liggur beint við að nýta þá náttúruorku sem er á svæð- inu til að snúa vörn í sókn í atvinnu- málum og það má gera með upp- byggingu jarðorkuvers og síðan álvers á Húsavík. Það er skylda stjórnvalda á hverjum tíma að stuðla að jafnvægi í byggð landsins og jöfn- um aðgangi íbúanna að lands og lífs- ins gæðum. Það jafnvægi má auð- veldlega tryggja á Norðausturlandi með því að gefa íbúum þess svæðis færi á að nýta þá auðlind sem þar er að finna, orkuna í iðrum jarðar. Ey- firðingar og Þingeyingar eru sam- stiga í stuðningi sínum við slíka upp- byggingu og hvetja stjórnvöld til þess að hvika hvergi frá stuðningi sínum við verkefnið. Hvergi verði hvikað frá stuðningi við Bakka Hermann Jón Tóm- asson skrifar um atvinnu- uppbyggingu á Norðurlandi »Norðlendingar eru samstiga í stuðningi sínum við uppbyggingu á Bakka og hvetja stjórnvöld til þess að hvika hvergi frá stuðn- ingi sínum við verk- efnið. Hermann Jón Tómasson Höfundur er formaður bæjarráðs Akureyrar fyrir hönd Samfylking- arinnar. GESTRISNI hefur löngum verið dyggð í augum Íslendinga. Frá unga aldri lesum við um hvernig forfeður okkar og mæður á ferð um landið nutu húsa- skjóls og matar ætt- ingja eða ókunnugra sem oft bjuggu sjálfir við þröngan kost. Vel var gjört við gesti og gang- andi. Annað var skömm, enda mannslíf oft í húfi. Þótt samfélagsbreytingarnar eftir seinni heimstyrjöld drægju úr vægi gestrisni Íslendinga má segja að mikilvægi hennar hafi aukist aftur í hnattvæðingu nútímans. Í stað sam- landans sem þáði viðurgjörning áður tökum við á móti fólki af öðrum upp- runa, frá öðrum löndum, oft fjar- lægum og ólíkum okkar. Sumir þess- ara gesta koma sem makar Íslendinga til að setjast hér að til frambúðar. „Blönduðum“ hjóna- böndum hefur fjölgað undanfarin ár og hefur mikið verið rætt og ritað um að samfélag okkar, félagslegt kerfi og löggjöf sé illa undirbúið til að tak- ast á við þær breytingar sem óhjá- kvæmilega fylgja slíkum gestkom- um. Markmið þessarar greinar er að benda á brotalöm þar. „Misjafn sauður í mörgu fé.“ Hið gamla máltæki gildir enn þótt sam- félagsgerð okkar hafi breyst. Flestir Íslendingar eru enn góðir gestgjafar en alltaf eru einhverjir sem bregðast skyldum sínum, bjóða hingað gestum og veita þeim ekki sómasamlegar móttökur. Sú hegðun snýr því miður einnig að erlendum maka sumra sem hafa oftar en ekki yfirgefið samfélög sín, sagt upp vinnu og/ eða selt eigur sínar, og stundum slitið kær fjöl- skyldubönd, jafnvel brotið allar brýr að baki sér. Allt til að gift- ast íslenskum ein- staklingi sem að auki aðhyllist ólík trúar- brögð. Gestir þessir mega hingað komnir sumir þola illa meðferð, andlegt og líkamlegt of- beldi. Þeir vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér, eru félagslega einangraðir, ómælandi á íslenska og jafnvel enska tungu. Séu þeir með uppsteyt hótar íslenski „gestgjafinn“ þeim skilnaði og „heimsendingu“. Sé gesturinn frá landi utan EES hefur hann, í mörg- um tilvikum, ekki réttindi til að dvelja hér á eigin forsendum. Gest- gjafinn gengur jafnvel svo langt að segja að það geri ekkert til þótt mak- inn fari, aðrir komi í hans stað. Gest- urinn hefur um tvennt að velja: fara aftur heim til íslensks maka síns í að- stæður sem fæstir kjósa sjálfviljugir, eða snúa til baka til heimalandsins þar sem ýmsir erfiðleikar bíða hans, s.s. atvinnu- og/eða húsnæðisleysi og jafnvel útskúfun ættingja. Þessum greinarskrifum er ætlað að vekja okkur öll til umhugsunar um að ábyrgð fylgir því að bjóða til okkar gestum. Í fyrsta lagi hvílir ábyrgð á Íslendingum sem ákveða að bjóða til sín erlendum maka. Ekki skal leika sér með líf og aðstæður annarra. Þótt við Íslendingar séum heppnir, hér er næg vinna og lífið til- tölulega auðvelt, félagslegt kerfi tek- ur við ef eitthvað bjátar á, er svo ekki allsstaðar. Þess vegna verður ákvörðun um búferlaflutning að vera vel ígrunduð og ábyrgðin að ná alla leið – líka ef hjónabandið gengur ekki. Það er ekkert grín að vera bú- settur í fjarlægu og framandi sam- félagi, búinn að brjóta brýr að baki sér og enda í ofangreindum að- stæðum. Í öðru lagi má nefna ábyrgð okkar allra. Við erum öll gestgjafar. Þótt stöku samlandar standi ekki í stykk- inu er ekki þar með sagt að við hin getum ekki gert betur og viðhaldið fornri ímynd. Ef við vitum af lélegum gestgjafa sem misnotar gest sinn er skylda okkar að skerast í leikinn, ekki sitja hjá og hugsa að þetta komi okkur ekki við. Í þriðja lagi hvílir ábyrgð á lög- gjafarvaldi og framkvæmdavaldi. Samkvæmt núgildandi lögum um er- lenda ríkisborgara utan ES eru gest- ir okkar sem hér er fjallað um oft í erfiðum aðstæðum, réttindalausir og verða sendir heim. Þeir geta átt erf- itt með að fá tilskilin leyfi til að fram- fleyta sér á meðan þeir bíða eftir að kerfið taki mál þeirra fyrir. Gangi gestgjafar þeirra í skrokk á þeim kostar eitt áverkavottorð 26.000 krónur fyrir þá sem ekki hafa að- gang að heilbrigðiskerfi okkar. Það er erfiður biti að kyngja þegar tekj- urnar eru engar! Flestir þessara ein- staklinga hafa ekkert annað til saka unnið en að sætta sig ekki við heim- ilisofbeldi. Það á enginn að þurfa að þola og er ekki viðurkennd hegðun hér á landi. Er þetta réttlátt? Grimmd í garð gesta Ábyrgð fylgir því að bjóða til okkar gestum, segir Hildur Guð- mundsdóttir » Stöðu erlendra maka Íslendinga frá lönd- um utan EES sem beitt- ir eru ofbeldi á heim- ilum sínum er verulega ábótavant. Ábyrgðin er okkar. Hildur Guðmundsdóttir Höfundur er mannfræðingur og starfar í Kvennaathvarfinu. DAGANA 7. til 8. júní heldur Samband ungra framsókn- armanna þing sitt. Um er að ræða 70 ára afmælisþing en sam- bandið var stofnað á Laugarvatni hinn 13. júní árið 1938. Æ síð- an hefur SUF verið aflvaki nýrra og ferskra hugmynda innan Framsókn- arflokksins og innan vébanda sambandsins hafa margir leiðtogar flokksins stigið sín fyrstu skref. Nægir þar að nefna tvo af núverandi leiðtogum flokksins, en Guðni Ágústsson var for- maður SUF á ár- unum 1980 til 1982 og Siv Friðleifsdóttir leiddi samtökin fyrst kvenna á árunum 1990 til 1992. Það hefur frá upp- hafi verið eitt af helstu markmiðum SUF að berjast fyrir framgangi ungs fólks innan Framsókn- arflokksins og er það ekki ofsögum sagt að Framsóknarflokkurinn hafi verið flokka duglegastur við að veita ungu og efnilegu fólki tæki- færi. Þegar horft er til sögunnar stendur vitaskuld upp úr sú stað- reynd að Eysteinn Jónsson settist fyrst á Alþingi Íslendinga aðeins 26 ára gamall og var orðinn fjár- málaráðherra ári síðar. Halldór Ás- grímsson var einnig aðeins 26 ára gamall þegar hann var fyrst kjör- inn á þing. Kosningarnar 2003 voru svo frá sjónarhóli ungs framsókn- arfólks sérstaklega ánægjulegar. Þá náðu bæði formaður og varafor- maður SUF kjöri til Alþingis. Dagný Jónsdóttir, þá 27 ára og Birkir Jón Jónsson sem varð þar með næstyngsti Al- þingismaður til þessa, aðeins 23 ára gamall. Einnig verður að nefna núverandi ritara Framsóknarflokksins, Sæunni Stefánsdóttur en hún var kjörin í það embætti um svipað leyti og hún tók sæti á Alþingi, þá 28 ára göm- ul. Og þvert á það sem menn kunna að halda að þá er núverandi þingflokkur Framsókn- armanna að meðaltali yngstur allra þing- flokka á Alþingi og tæp 30% hans eru á SUF- aldri. Þó að árangur ungs fólks innan stjórn- málaflokka verði ef til vill ekki metinn eftir fjölda ungra þing- manna þá hlýtur þessi upptalning að sýna fram á að það að innan Framsóknarflokksins er ungu fólki treyst til verka og fyrir því er borin virðing. SUF hefur undanfarin 70 ár verið merkisberi ungs fólks í flokknum og þó að stundum hafi gefið á bát- inn og gustað um menn og málefni þá hefur sambandið og þeir ein- staklingar sem því hafa stýrt á hverjum tíma aldrei gefist upp í baráttu sinni fyrir hagsmunum ungs fólks. Á afmælisþingi SUF munu koma saman framtíðarfor- ystumenn Framsóknarflokksins, móta stefnu sambandsins og kjósa sér nýjan formann og stjórn. Miðað við það mannval sem þar býður sig fram til starfa er ljóst að Fram- sóknarflokkurinn þarf ekki að kvíða framtíðinni. Öflugt SUF í 70 ár Stefán Bogi Sveins- son skrifar í tilefni 70 ára afmælis SUF Stefán Bogi Sveinsson » Samband ungra fram- sóknarmanna heldur nú upp á 70 ára afmæli sitt og er stolt af velgengni og áhrifum ungs fólks innan Framsókn- arflokksins fyrr og nú. Höfundur er varaformaður SUF. NÝLEGA birtist grein eftir dósent við auðlindadeild Háskól- ans á Akureyri undir fyrirsögninni Er ýsu- stofninn að hrynja líka? Höfundur grein- arinnar fullyrðir að all- ar líkur séu á því að einhver ofveiði sé búin að erfðabreyta ýsunni og minnka meðalýs- una um þriðjung á ör- fáum árum og var sú skýring gefin að ýsan væri nú þriðjungi létt- ari en hún var 1987. Með greininni fylgdi síðan nær óskiljanlegt línurit þar sem viðmiðunarstofn var bæði bak- reiknaður og framreiknaður. Þessi framsetning er mjög kúnst- ug í ljósi þess að ýsustofninn var reiknaður þrisvar sinnum stærri ár- ið 2007 en 1987 og á þessum 20 árum hafði meðalvöxtur ýsunnar bæði ris- ið og hnigið nokkrum sinnum. Í sjálfu sér er það eðlilegasti hlut- ur í náttúrunni að meðalvöxtur drag- ist saman þegar þéttleiki dýra vex og minna er að bíta og brenna fyrir hvern og einn einstakling en það sem flækir dæmið er að með hlýnun sjávar óx útbreiðslusvæði ýsunnar sem leiddi til stærri veiðistofns. Það er löngu orðið tímabært að þeir sem fjalla um vöxt og viðgang fiskistofna hætti að líta á hverja og eina fisktegund sem sjálfstæða ein- ingu sem lifir sínu lífi í samræmi við reikniformúlu þar sem veiðin er eina breytan sem ekki er óbreytanlegur fasti. Í fyrra var mikil umræða um sandsílið, þ.e. að nýliðun hefði brugðist nokkur ár í röð, og höfðu ýmsir áhyggjur af framtíð sandsílastofnsins og fugla, s.s. lundans, sem lifa á sílinu í ljósi þeirr- ar umdeildu kenningar að hrygningarstofn þurfi að vera stór til að gefa mikla nýliðun. Ýmsum kenningum var haldið á lofti, t.d. voru gróðurhúsaáhrifin illræmdu dregin fram þrátt fyrir að sílið góða lifi miklu sunnar í mun heitari sjó. Nú berast þær fréttir frá sjómönnum að sandsílið virðist vera við hestaheilsu þar sem þorskurinn lítur vart við beitu á önglum sem lagðir eru á botni og út úr þeim þorskum sem veiðast vellur sílið. Það skyldi þó aldrei vera að ástæðan fyrir því að það sé farið að bera á aukningu í síli sé sú að ýsan sé farin að gefa eftir. Allt tal um hrun fiskistofna og eyðingu þeirra er orðum aukið. Það er ekkert óeðlilegt að fiskistofnar sveiflist, hvort sem það er þorsk- urinn, ýsan eða sandsílið. Það er frá- leitt að ætla að það hlaðist upp ein- hver ógrynni af fiski í hafinu við það eitt að veiðum sé hætt eða þær minnkaðar. Það ætti Íslendingum að vera ljóst ef skoðuð er tveggja ára- tuga reynsla af kvótakerfinu þar sem minnkaðar veiðar hafa alls ekki leitt til þess að hægt verði að veiða meira síðar. Að hrynja upp á við Sigurjón Þórðarson skrifar um ástand fiskistofna Sigurjón Þórðarson » Allt tal um hrun fiski- stofna og eyð- ingu þeirra er orðum aukið. Höfundur er líffræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.