Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 31

Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 31 SÚ ÁKVÖRÐUN að fara ekki í frekari rannsóknir á jarð- hitasvæðinu við Bitru vegna neikvæðra og óafturkræfra um- hverfisáhrifa markar tímamót í umhverf- ismálum. Hún þarf hinsvegar ekki að þýða hægagang í jarðvarmavirkjunum Orkuveitu Reykjavíkur á næstu árum. Orku- veita Reykjavíkur hefur uppi metn- aðarfull áform um virkjun jarð- varma. Í dag afkasta jarðvarmavirkjanir OR 243 mega- vöttum (MW) sem skiptist þannig að virkjunin á Nesjavöllum afkastar 120 MW og Hellisheiðarvirkjun gef- ur af sér 123 MW. Áætlanir gera ráð fyrir að á Hellisheiði bætist við 90 MW síðar á þessu ári, og svo aftur 90 MW 2010. Á Nesjavöllum er til skoðunar að bæta við 45 MW vélasamstæðu. Til viðbótar þessum virkjunum hefur stjórn Orkuveitunnar samþykkt að halda áfram undirbúningi virkjunar í Hverahlíð sem áætluð er 90MW. Gangi allar þessar áætlanir OR eftir verður raforkuframleiðsla jarð- varmavirkjana fyrirtækisins árið 2012, 558MW, sem er vel rúmlega tvöfalt það afl sem framleitt er í dag. Auk þessa eru fleiri virkjanakostir á rannsóknarstigi. Því fer þannig víðs- fjarri að Orkuveitan sé komin á ein- hverja endastöð í raforkufram- leiðslu, þó ekkert verði af Bitruvirkjun. Þær tilraunaboranir sem farið hafa fram á Bitrusvæðinu taka ekki af allan vafa um virkjanleika svæð- isins. Til þess að kveða upp úr í þeim efnum þyrfti að minnsta kosti þrjár tilraunaholur til viðbótar sem kosta um milljarð króna. Ekki var talið réttlætanlegt að fara út í þann kostn- að nema fyrir lægi ákvörðun um að af virkjuninni yrði, reyndust nið- urstöður jákvæðar. Þannig er ekki hægt að halda því fram að ákvörðun um að fara ekki í Bitruvirkjun hafi verið ákvörðun um að sleppa ein- hverju sem fast hafi verið í hendi. Í undirbúningi að Bitruvirkjun hafa starfs- menn Orkuveitunnar lagt sig fram um að þróa mögulega virkjun þann- ig að sátt gæti orðið um hana. Enda hefur frá upphafi verið vitað að svæðið er náttúruperla og varhugavert að raska því með virkjun. Þrátt fyrir að allt hafi verið gert til að taka tillit til umhverfisins á svæðinu við hönnun virkjunar- innar dregur álit Skipu- lagsstofnunar fram að það nægi ekki. „Bygging Bitruvirkjunar er ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu“ segir þar orðrétt. Einnig kemur fram í álitinu að Skipulagsstofnun telji að ekki sé gerlegt að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum við framkvæmdina með mótvæg- isaðgerðum þannig að hún teljist ásættanleg. Áhrif á jarðhitakerfi Hengilssvæðisins? Í áliti Skipulagsstofnunar vegna Bitruvirkjunar vega umhverf- isþættir sem snúa að óvissu um jarð- hitakerfið þungt. Ekki síst óvissa um hugsanleg samanlögð áhrif Bitru- virkjunar, Nesjavallavirkjunar, Hellisheiðarvirkjunar og Hvera- hlíðavirkjunar á jarðhitaauðlindina á Hengilssvæðinu, enda jarðhitasvæði þessara virkjana samtengt. Þá kem- ur fram í umsögn Orkustofnunar að of mikil óvissa sé fyrir hendi um vinnslugetu virkjunarsvæðis Bitru- virkjunar og Hverahlíðavirkjunar, m.a um tengsl þeirra við núverandi virkjunarsvæði, til að hægt sé að leggja mat á hvort áform um þessar virkjanir fái staðist. Fjárfestingarþörf Orkuveitunnar Orkuveitan og samstarfsaðilar hennar munu á næstu árum eiga fullt í fangi með þær virkjanir sem fyr- irhugaðar eru, þrátt fyrir að Bitra verði ekki virkjuð. Fjárfestingar OR vegna framangreindra virkjana, gangi allar áætlanir eftir, munu nema um 50-60 milljörðum króna. Fjárfestingar í virkjunum eru lang- tímafjárfestingar sem skila eiga arði til langs tíma litið og ljóst að OR mun ekki hafa tekjur af þeim fyrr en að framkvæmdatíma liðnum. Einnig er rétt að líta til þess að fyrsti fjórðungur þessa árs var Orkuveitunni erfiður og var tap á ársfjórðungnum 17 milljarðar, en tapið má rekja til gengisáhrifa. Eig- infjárhlutfall Orkuveitunnar er um 34% 31.3.2008 samkvæmt ársfjórð- ungsuppgjöri, en var um 46% í lok árs 2007. Vonir standa til að þessi staða jafni sig að nokkru leyti þegar líður á árið en fyllsta ástæða er til að stíga varlega til jarðar í fjármálum OR næstu misserin. Ef eiginfjárhlut- fallið fer undir 30% getur það haft áhrif á þau lánakjör sem fyrirtækinu bjóðast. Nauðsynlegt er að taka tillit til þessara þátta þegar virkjana- áform OR eru til umfjöllunar. Skynsamleg niðurstaða Það hefði verið stílbrot og stefnu- breyting í umhverfissögu Orkuveit- unnar, ef svo afgerandi niðurstaða sem endurspeglast í álit Skipulags- stofnunar hefði verið höfð að engu. Samfylkingin hefði aldrei staðið að slíkri afgreiðslu. Álit Skipulagsstofn- unar er góður grunnur um hvert sé skynsamlegt að stefna í virkj- unarmálum á svæðinu. Að öllu sam- anteknu er raunsæ og skynsamleg niðurstaða að setja virkjunaráform- um á Bitru til hliðar. Nýting vistvænnar orku í sátt við umhverfið er aðalsmerki Orkuveit- unnar, þess vegna hefur fyrirtækið sérhæft sig í virkjun jarðvarma. Af sömu ástæðu mun Orkuveitan ekki ráðast í framkvæmd sem hafa mun svo mikil óafturkræf áhrif á um- hverfið. Jarðvarmavirkjanir Orkuveitunnar Sigrún Elsa Smáradóttir segir frá áformum Orku- veitu Reykjavíkur um virkjun jarð- varma » Það hefði verið stíl- brot og stefnubreyt- ing í umhverfissögu Orkuveitunnar, ef svo afgerandi niðurstaða sem endurspeglast í álit Skipulagsstofnunar hefði verið höfð að engu. Sigrún Elsa Smáradóttir Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar. NÚ líður að því að nemendur í 10. bekk ljúki grunnskóla og langflestir þeirra hefja nám í framhaldsskóla. Sumir nemendur eru alveg ákveðnir hvað þeir vilja læra og velja sér námsbraut í sam- ræmi við það á meðan aðrir eru óákveðnir. Rannsóknir hafa sýnt að áhrif foreldra á náms- vali nemenda eftir 10. bekk eru mik- il. Í rannsókn sem ég gerði til MA- gráðu í náms- og starfsráðgjöf rann- sakaði ég hvað nemendur telja að hafi áhrif á námsval þeirra og hvern- ig þeir nýttu sér náms- og starfs- fræðslu og niðurstöður áhugasviðsk- annanna við valið. Þar kom fram að nemendur töldu mikilvægt að for- eldrar væru inn í valferlinu án þess að beita þrýstingi eða stýringu. Til að foreldrar geti aðstoða börn sín við námvalið þurfa þeir að þekkja til framhaldsskólanna og námsbraut- anna sem þeir bjóða upp á. Náms- og starfsráðgjafar grunnskólanna fara með nemendur í 10. bekk í heimsóknir í framhalds- skólana en núna þessa dagana eru þeir með opin hús sem eru hugs- uð fyrir nemendur og foreldra þeirra til að koma og skoða skólana og fá upplýsingar um námsframboðið. Það er mikilvægt að foreldrar nýti sér þessi heimboð framhaldsskólanna og fari og skoði skólanna með börnum sínum einnig eru þeir flestir með mjög góðar heima- síður sem gott er fyrir foreldra að skoða til að vera betur inn því fjöl- breytta námsframboði sem skólarnir bjóða upp á. Náms- og starfsráðgjafar í grunn- skólunum undirbúa nemendur undir námsvalið á fjölbreyttan hátt, s.s. með náms- og starfsfræðslu og bjóða þeim að taka áhugasviðskannanir. Því miður eru alltof fáir grunnskólar í Reykjavík sem bjóða upp á náms- og starfsfræðslu hvort sem er sem fasta tíma á stundaskrá, í vali, eða innan lífsleikninnar. Í rannsókninni kom fram að ef náms- og starfs- ráðgjafarnir kenndu ekki lífsleikn- ina þá var lítil náms- og starfs- fræðsla þar inni. Þetta er alvarlegt mál þar sem náms- og starfsfræðsla er undirstaðan undir vel ígrundað og markvisst námsval. Rannsóknin sýndi að þeir nemendur sem fengu náms- og starfsfræðslu skiptu síður um framhaldsskóla eða námsbraut eftir að þeir hófu nám í framhalds- skóla. Sjö nemendur fengu náms- og starfsfræðslu, sex í vali og einn í lífs- leikni en 5 fengu enga fræðslu. Af þeim sem fengu fræðsluna skipti að- eins einn nemandi um skóla (fékk ekki skólann sem hann sótti um í fyrsta vali) en enginn um náms- braut. Af þeim sem fengu ekki fræðsluna skiptu fjórir um náms- braut og einn skipti einnig um skóla, aðeins einn af þeim nemendum hélt sig við upphaflegt námsval. Að skipta um námsbraut eða skóla get- ur leitt til upplausnar og aukið líkur á brottfalli úr framhaldsskólanum. Áhugasviðskannanirnar sem margir náms- og starfsráðgjafar í grunnskólanum bjóða nemendum sínum að taka eru annars vegar „Í leit að starfi“ eða hins vegar „Bend- ill“. Hlutverk áhugasviðskannanna er að aðstoða nemendur við náms- og starfsval sem hæfir áhugasviði þeirra og gera upplýsingaöflun um mögulegan starfsvettfang og náms- leiðir markvissari. Rannsóknin sýndi að nemendur telja að áhuga- sviðskannanir komi að notum við námsvalið á þrjá vegu. Í fyrsta lagi aðstoðar hún þá við að greina áhuga- svið sitt og í tengslum við það ýmist að víkka út eða þrengja námsvalið. Í öðru lagi staðfestir hún eða stað- festir ekki ákveðnar hugmyndir þeirra um námsval. Í þriðja lagi fannst þeim hún vera gott tæki til að setjast niður með náms- og starfs- ráðgjafanum og fá ráðgjöf og upp- lýsingar um nám og störf. Til að áhugasviðskannanir nýtist nem- endum varðandi námsvalið er mik- ilvægt að foreldrar vanmeti ekki sinn þátt í valferlinu og setjist niður með börnunum og fari með þeim yfir niðurstöðurnar og í framhaldinu að- stoði þau við að skoða alla mögu- leika. Til að minnka brottfall nem- enda í framhaldsskóla þarf að undirbúa þá eins vel og kostur er undir námsvalið. Það er hlutverk skólayfirvalda, náms- og starfs- ráðgjafa og foreldra. Ungt fólk og námsval Ingibjörg Þórdís Þórisdóttir fjallar um mikilvægi for- eldra í aðstoð í námsvali barna Ingibjörg Þórdís Þórisdóttir » Til að foreldrar geti aðstoða börn sín við námvalið þurfa þeir að þekkja til framhalds- skólanna og námsbraut- anna sem þeir bjóða upp á. Höfundur er MA í náms- og starfsráðgjöf. BEST að byrja á spurningum sem ég krefst svara við. Hvers vegna voru táknmáls- fréttir felldar niður þeg- ar jarðskjálftinn gekk yfir á Suðurlandi? Hvers vegna var ekki túlkur fenginn á skjáinn til þess að túlka fréttir sem fluttar voru af skjálfta- svæði? Var táknmáls- túlkur fenginn á neyð- armóttöku og ef ekki hver var þá ástæðan? Brugðust almannavarn- ir sérstaklega við vegna þessa hóps, t.d. með því að hafa samband við Fé- lag heyrnarlausra? Ef svörin verða þau að þjónusta við þennan hóp hafi fallið niður vegna hugsunarleysis þá eru það óafsak- anleg svör, ekki síst í ljósi þess að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi hópur er afskiptur þegar um er að ræða náttúruhamfarir eins og í ljós kom þegar snjóflóðin á Vestfjörðum áttu sér stað. Þá var það sama upp á teningnum. Ekkert upplýsingaflæði né sérstök áfallahjálp til heyrnar- skertra og heyrnarlausra sem áttu þó einhverjir sín ættmenni og vanda- menn á þeim slóðum. Varla geta for- svarsmenn sjónvarps og almann- varna verið svo illa upplýstir að vita ekki að þessi hópur hlýtur að vera til staðar hér á landi eins og annars staðar. Hópur sem á sér ættingja, vini og vandamenn á hamfarasvæð- um og fyllist kvíða um hugsanleg af- drif þeirra. Er vankunnáttan virki- lega svo mikil á eðli heyrnar- skerðingar að fólk átti sig ekki á því að þessi hópur getur ekki lesið vara- mál sér að gagni, hvað þá heldur þeg- ar þulur sést ekki á skjánum meðan hann lýsir atburðum! Ég hef farið víða um hinn vestræna heim og fylgst með fréttaflutningi í sjónvarpi. Ég fullyrði að hvergi hef ég séð eins lélega þjónustu sjónvarps við heyrnarlausa eins og hér á landi og það í sjónvarpi allra landsmanna. Tilheyra ekki heyrnarlausir öll- um landsmönnum? Það er ekki að sjá. Reyndar kórónuðu almanna- varnir skömmina með því að biðja landsmenn um að nota ekki síma- kerfið og vera ekki að fara austur fyrir fjall. Reyndar skil ég þá ákvörðun vel, en eins og málum var háttað voru það einu mögu- leikar heyrnarlausra að afla sér frétta, þ.e. ann- aðhvort með SMS eða myndsíma og/eða fara austur fyrir fjall og kanna málin. Nú í vetur er frum- varp búið að þvælast í nefndum Alþingis um rétt táknmálsins. Sá seinagangur að koma því í framkvæmd er ótrúlegur, ekki síst í ljósi þess að þessi rétt- indamál heyrnarlausra eru ekki að koma í fyrsta skipti upp á borð al- þingismanna. Þessi málefni heyrn- arlausra hafa hvað eftir annað verið þar til umræðu. Sannleikurinn er sá að alþingismenn draga lappirnar. Væri táknmálið löglega viðurkennt sem móðurmál heyrnarlausra væri það tryggt að sjónvarp og almanna- varnir gætu ekki sniðgengið þá öðru- vísi en brjóta lög. Reyndar fullyrði ég að mannréttindalög hafi verið brotin á þessum hópi þegar honum var meinað að fylgjast með fréttum af hamförunum fyrir austan fjall. Ég samgleðst Pólverjum yfir því að sjón- varpið skyldi sjá sóma sinn í að hafa fréttir á pólsku vegna hamfaranna á Suðurlandi en ég skil hins vegar ekki hvaða hvatir lágu að baki því að veita heyrnarlausum Íslendingum ekki sömu þjónustu. Forsvarsmenn sjónvarps og al- mannavarna, munið að ég, sem hef ykkur sem þjónustuaðila við mig eins og aðrir landsmenn, krefst opinberra svara við ofangreindum spurningum. Sjáið sóma ykkar í að biðja hóp heyrnarlausra opinberlega afsökunar á þessum leiðu mistökum. Leið mistök í aðgerðum Valdís Ingibjörg Jónsdóttir sendir forsvarsmönnum Ríkissjónvarpsins og Almannavörnum fyrirspurn vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi Valdís Ingibjörg Jónsdóttir » Almanna- varnir og Ríkissjónvarpið brugðust alger- lega heyrn- arlausum þegar jarðskjálftarnir riðu yfir Suður- land. Höfundur er tal- og raddþjálfari og móðir heyrnarlauss einstaklings. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka að- sendra greina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.