Morgunblaðið - 07.06.2008, Síða 32

Morgunblaðið - 07.06.2008, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is GÓÐIR landsmenn. Ég er hjúkr- unarfræðingur og vinn nú nokkrar vaktir í mánuði á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Ég hef í rúm 45 ár unn- ið á ýmsum sviðum hjúkrunar, en er nú við það að gefast upp! Ekki vegna þess, að ég telji starfsþrekið brostið, þótt stundum stappi nærri eftir 8 til 9 tíma vinnulotur, þar sem sífellt eru þrjú til fjögur úrlausnarefni, sum mjög brýn, sem bíða afgreiðslu, með- an einu er sinnt. Nei, ég er við það að gefast upp vegna þess að ég er farin að efast svo mjög um réttmæti þess að starfa áfram við ríkjandi aðstæður, þ.e. mannekluna, vinnuálagið og fjár- sveltið sem yfirleitt er hið sama á þessum stofnunum. Akkorð í hjúkr- unar- og umönnunarstörfum leiðir aðeins til lélegrar þjónustu og því er mér að verða þátttakan í henni óbærileg. Nú er ekki ljóst hvort hjúkrunarfræðingar ná fram kjara- samningum án verkfalls, en BSRB hefur samþykkt sína samninga án þess að ná því yfirlýsta baráttumáli framgengt að fá hækkuð sérstaklega laun kvenna og umönnunarstétta innan sinna vébanda. Samt er þetta líka yfirlýst stefna ríkisstjórn- arinnar. Ágætu valdhafar og landsmenn allir. Við getum ekki lengur unað við óbreytt ástand. Kaup og kjör þessara stétta verður að bæta verulega nú þegar, áður en grunnstoðir þeirrar þjónustu, er við veitum, bresta. Og hjúkrunarfræðingar allir, góðir fé- lagar, sýnum nú samstöðu með sam- starfsmönnum okkar og aðstoð- arfólki og semjum ekki fyrir okkur, fyrr en tryggt er að ríkisstjórnin standi við sína stefnu, líka gagnvart þeim. Ég veit og trúi því, að engin okkar, sem göngum vaktina og vinnum í náinni samvinnu við þessar stéttir, viljum una við þetta ástand lengur. Við verðum að auka aðsókn og eftirspurn til þessara starfa og það verður ekki gert með öðrum hætti. Góð og örugg hjúkrunarþjón- usta verður aldrei veitt nema hún sé byggð á grunni góðrar umönnunar- þjónustu almennt. Þetta vitum við öll. Kæru landsmenn, standið nú með okkur í kjarabaráttu okkar og þeirra svo að ekki komi til verkfalla. Látið í ykkur heyra og hjálpið okkur að halda uppi góðri hjúkrunar- og umönnunarþjónustu fyrir þá sem hennar þarfnast. Hún verður ekki endalaust veitt af allt of fáum ör- þreyttum og illa launuðum starfs- mönnum, hversu frábærir sem þeir annars eru. Ykkar einlæg ÞÓRA Á. ARNFINNSDÓTTIR geðhjúkrunarfræðingur. Ákall til hjálpar umönn- unar- og hjúkrunarstéttum Frá Þóru Á. Arnfinnsdóttur HÚN hefur varla farið fram hjá mörg- um, sú holskefla gagn- rýni sem undanfarið hefur komið fram á ís- lenska sjúkraskrár- kerfið SAGA. Fjallað hefur verið um þetta meðal ann- ars á Læknaþingi ný- verið, í Læknablaðinu síðasta (laek- nabladid.is) og í ýmsum fjölmiðlum. Skemmst er að minnast greinar Friðriks E. Yngvasonar yfirlæknis á lyflækningadeild FSA í Mbl. 18. maí sl. Eitthvað virðist nú hafa dregið úr þessari „skjálftavirkni“ síðastliðnar vikur. Kvikan bullar þó enn undir yfirborðinu. Ekki virðist hörð gagnrýnin þó ætla að leiða til viðbragða stjórnvalda að séð verð- ur. Snemma á 10. áratugnum var ákveðið á æðstu stöðum að SAGA skyldi vera það sem notað yrði á ís- lenskum sjúkrahúsum í framtíðinni. Hvernig sú ákvörðun varð til virðist enginn vilja vita lengur. Kerfi þetta, sem upphaflega var hannað af vanefnum fyrir heilsugæslustöð, var gert að „ríkisstaðli“ fyrir sjúkrahús landsins og eftir lagfæringar sem kostuðu hátt í milljarð var það tekið í notkun sem sjúkraskrárkerfi á Landspítalanum. SAGA hentar engan veginn til notkunar á sjúkrahúsum. Eðli þess er „eyðu- blaðakerfi“ og skipu- lag gagna í kerfinu byggir á verklagi og þörfum heilsugæslu. Þetta ásamt seinni tíma misvel heppnuðum lagfæringum án heildrænnar endurskipulagningar hefur haft þau áhrif að það ríkir nánast glundroði í kerfinu. Meðal annars er ómögulegt að hafa yf- irsýn yfir sjúkrasögu einstaklings ef heimsóknir eru orðnar margar. Reynt er að telja okkur notend- unum trú um að við þurfum bara að leggja okkur fram um að læra á kerfið. Líkja má því við að reyna að kenna okkur að nota bíl þar sem þarf að opna hanskahólfið til að finna bremsuna eða að færa sætið aftur og kveikja á miðstöðinni til þess að setja í bakkgír. Það er svo sem ekki í frásögur færandi þó að í ljós komi eftir langa notkun að eitthvert tölvukerfi upp- fylli ekki lengur þarfir og kröfur og skipta þurfi því út. Vandamálið hér er að SAGA var dæmd úr leik fyrir löngu síðan. Samt var ekkert raun- hæft gert í því. Skömmu eftir inn- leiðingu SAGA á Landspítala fóru notendur og upplýsingatæknifólk að benda á það með rökum að kerf- ið væri óhentugt og jafnvel ónot- hæft og þar að auki meingallað og tæknileg blindgata. Íslensk erfðagreining vissi líka vel að SAGA væri óhæft til gagna- söfnunar. ÍE lagði í byrjun ald- arinnar fram fjármagn til nýs upplýsingakerfis fyrir Íslendinga. Nefnd á vegum forstjóra spítalans sló því á sama tíma föstu að SAGA- kerfið væri ónothæft og setti af stað undirbúningsvinnu að nýsmíði sjúkragagnakerfis. Fjöldi starfs- manna tók frá 2000 til 2003 þátt í að búa til lýsingar á því hvernig við þyrftum að hafa það kerfi. Sú vinna datt svo, eins og kunnugt er, upp fyrir þegar ÍE fékk ekki það sem hún vildi í gagnagrunnsmálinu. Eft- ir liggja ferkílómetrar af ágætum skjölum sem eru óðum að verða úr- elt. Þrátt fyrir að það lægi ljóst fyrir þegar í upphafi aldarinnar að SAGA væri ónýtt kerfi, hefur gríð- arlegum fjármunum verið varið í að breiða það út um landið. Sjúkra- stofnanir voru þrátt fyrir mótmæli notenda knúnar til að innleiða það til dæmis á Akranesi og á Akureyri. Eitt skýrasta dæmið um þessa sóun er innleiðing þess á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Það var fokdýr aðgerð, meðal annars vegna þess að SAGA er með ein- dæmum þurftafrekt forrit svo skipta þurfti út öllum vélbúnaði. Það þýddi líka verulega afturför í upplýsingatækni fyrir Handlækn- ingadeild FSA sem notaði eigið ódýrt, skilvirkt, öruggt og not- endavænt upplýsingakerfi sem full- nægði mjög vel þeirra þörfum. Auðvitað mátti endurnýja og upp- færa það kerfi en starfseminni var síður en svo greiði gerður með að henda því út fyrir mun verra sjúkraskrárkerfi sem aðeins jók vinnuálag og minnkaði skilvirkni. Alvarlegast er þó að notendur SAGA á FSA hafa orðið varir við meinlega galla innan kerfisins sem beinlínis ógna öryggi sjúklinga. Þeir hafa skrásett slík tilvik og krafist úrlausna en seljandinn hefur ekki enn leyst það mál á viðunandi hátt. Grímseyjarferjan og áhorf- endastúka KSÍ í Laugardal fóru verulega fram úr kostnaðaráætl- unum. Þær framkvæmdir hafa nú verið endurskoðaðar og ábyrgir að- ilar margskammaðir. Þessar fjár- festingar munu samt skila góðu verki þegar þar að kemur. Ferjan mun fljóta og unnendur knatt- spyrnu munu njóta en SAGA er enn að draga til sín tugmilljónir í „endurbætur“ án þess að skila einu sinni ásættanlegu notagildi. Ríkisendurskoðun ætti nú að snúa stækkunarglerinu að þessari risavöxnu fjárfestingu sem enn er í gangi og rannsaka þróunarsögu hennar og raunverulegan kostnað. Af því má eflaust draga marga lær- dóma. SAGA er það versta sem komið hefur fyrir íslenska heilbrigð- iskerfið fyrr og síðar. Sinnuleysi stjórnenda gegnum tíðina í þessu máli er með eindæmum og hefur seinkað framþróun í upplýs- ingatækni heilbrigðiskerfisins um áratugi. Ástandið versnar bara meðan ekkert er gert til þess að breyta raunverulega um stefnu. SAGA marar í hálfu kafi og mun gera áfram. Best væri að hætta að sjóða í rifurnar og mála yfir ryðið á þeim dalli. Nú þarf frekar að leggja milljónirnar í að finna og sjósetja nýtt og nothæft skip. Grímseyjarferjan hin fyrri – næsta verkefni Ríkisendurskoðunar? Björn Geir Leifsson skrifar um tölvu- kerfi heilbrigð- isstofnana » Grímseyjarferjan nýja er góð fjárfest- ing miðað við sjúkra- skrárkerfið SAGA sem enn kostar tugmilljónir í endurbætur þó það hafi löngu verið dæmt ónýtt. Höfundur er skurðlæknir og áhuga- maður um nothæfa upplýsingatækni. Björn Geir Leifsson Í SUMAR efnir VÍS til þjóðarátaks gegn umferðaslysum í sjöunda skipti. Í ár verður lögð áhersla á að brýna fyrir öku- mönnum að þeir haldi ekki út í umferðina í tímaþröng og stressi heldur gefi sér rúman tíma þegar þeir skipuleggja ferðir sín- ar. Vakin er athygli á hættunni sem fylgir því þegar ökumenn setjast undir stýri án þess að vera í and- legu jafnvægi. Öku- menn sem eru í upp- námi, hvort sem það er vegna þreytu, deilumála eða annarra persónu- legra ástæðna, eru líklegri til að lenda í óhöppum en aðrir. Yf- irskrift átaksins er „Gefðu þér tíma“. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa voru deilur, rifrildi og andlegt upp- nám undanfari fjögurra af 15 bana- slysum í umferðinni árið 2007. Í þremur þessara tilfella kom áfengi einnig við sögu. Reynslan sýnir að slík slys verða gjarnan að sum- arlagi þegar fólk er að skemmta sér og skemmtunin snýst upp í andhverfu sína þegar upp kemur ágreiningur og viðkomandi ekur á brott. Aksturslag þessara öku- manna einkennist oft af kæruleysi, hraðakstri og skeytingarleysi gagnvart hættum en með því leggja þeir bæði líf sitt og annarra í hættu. Meðal þeirra þátta sem trufla einbeitingu ökumanna og sem Þjóðarátak VÍS beinist að í ár er notkun farsíma án handfrjáls bún- aðar. Það fer ekki á milli mála að fylgjast þarf mun betur með því að ökumenn tali ekki í síma á ferð nema þeir noti handfrjálsan búnað. Það vekur athygli að á sama tíma og skráðir eru 308 þúsund farsím- ar hér á landi og bílaeign hefur aldrei verið meiri, þá voru á árunum 2001 til 2006 aðeins 625 öku- menn kærðir að jafnaði á ári fyrir að tala í síma undir stýri (tölur af vef RLS). Þrátt fyr- ir að kærum hafi fjölg- að í 1338 árið 2006 er ljóst að það þarf að leggja mun meiri áherslu á að breyta þessu hegðunarmynstri ökumanna enda er það vaxandi áhættuþáttur í umferðinni hér á landi. Sem dæmi um að ólögleg farsímanotkun ökumanna fer síst minnkandi kom fram í könnun, sem VÍS lét gera milli kl. 16:00 og 18:00, mánudaginn 2. júní, að 343 ökumenn sem óku til suðurs um gatnamót Reykjanes- brautar og Bústaða- vegar á þessum tíma voru að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar. Alls óku um það bil 8.000 bifreiðar um gatnamótin í þessa átt á fyrr- greindu tímabili og af ökumönnum sem töluðu í farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar voru 22 at- vinnubílstjórar en 321 almennur bílstjóri. Okkar könnun náði aðeins til aksturs í aðra áttina á einum gatnamótum í Reykjavík á tveggja klukkustunda tímabili. Á þessum stutta tíma vorum við vitni að álíka mörgum brotum og að jafnaði voru kærð á öllu landinu á sex mánaða tímabili á árunum 2001 til 2006. Það sjá það allir að hér þarf að verða breyting á. Lögreglan þarf að gera stórátak í því að kæra þá sem brjóta umferðarlögin á þennan hátt og stefna þannig eigin lífi og annarra í stórhættu. Með Þjóðar- átaki VÍS vill félagið virkja alla þjóðina í baráttunni við umferð- arslysin og beina um leið sér- staklega athyglinni að hinum und- irliggjandi ástæðum umferðarslysanna sem oft eru tímaskortur, andvaraleysi og streita. Gefum okkur tíma í um- ferðinni og komumst heil á áfanga- stað. Gefðu þér tíma Ragnheiður Dav- íðsdóttir vekur at- hygli á átaki VÍS gegn umferð- arslysum Ragnheiður Davíðsdóttir »Með Þjóðar- átaki VÍS vill félagið virkja alla þjóð- ina í baráttunni við umferð- arslysin … Höfundur er forvarnafulltrúi VÍS. ÞAÐ er afar fögur hugsjón að vilja hjálpa þeim sem við sára nauð búa og söknuð sinna nánustu. Slíkur sam- hjálparvilji væri jafnvel talinn há- kristilegur, þó af heiðingja væri veitt- ur. Ég held að íslenska þjóðin sé alin upp við þessa hugsun, því sé varla ástæða að væna hana um vilja-leysi til samhjálpar. Við megum samt aldrei verða svo hugfangin af því að sýna umheiminum hversu heitt við elskum að sýna mannkærleika og virða mannréttindi að við gleymum þeim sem næst okkur standa. Á Íslandi búa margir við mjög bág kjör, langveik börn fá ekki inni á til- hlýðilegri stofnum og foreldrum meinað um fjárhaglega aðstoð til að- hlynningar, þó svo að barnið eigi sið- ferðislegan rétt til slíkrar aðhlynn- ingar. Geðfatlaðir búa við fordóma og vanhirðu stjórnvalda, þroska- hamlaðir eru nánast látnir sjá um sig sjálfir og algjörlega vanhirtir af kerf- inu og stundum féflettir af óprúttnum aðilum án þess að þeim sé veitt að- stoð. Heimaþjónusta sem þeir eiga að njóta oft veitt með hangandi hendi eða sleppt, umkomulausir og aldraðir finnast látnir í íbúð sinni þar til fólk hefur kvartað undan nálykt. Aldraðir eru hýrudregnir um 10 þús. á mánuði, miðað við kjarasamninga. Félags- málaráðherra benti að vísu á það að kostnaður ríkisins hefði aukist stór- lega vegna hækkunar á lífeyri en gleymdi því að stærsti hlutinn var sú upphæð sem ellilífeyrisþegum var gert skylt að greiða ríkinu mán- aðarlega vegna tekna maka og þótti ekki umtalsvert. Þetta er smá upptalning á þeim at- riðum sem stjórnvöld gætu hugað að svo þeir ættu hægara með að réttlæta fjáraustur úr landi til hjálparstarfa, sem flestir landsmenn munu vera sammála að sé veita, þegar um nátt- úruhamfarir er að ræða. Ekki er óal- gengt að ráðherrar bendi á að fátækt verði ekki útrýmt og að fólk í fátæk- um löndum hafi það miklu verra en við. Svona rökfærsla er varla hald- meiri en hálmstrá. Margt af því sem hér hefur verið nefnt er hægt að laga með hugarfarsbreytingu til verkefn- isins og vilja til framkvæmda. En það vekur litla athygli útávið og því ekki áhugavert pólitískt séð. Það er ástæð- an fyrir vanhirðunni. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Valshólum 2 Rvík Samhjálpin Frá Guðvarði Jónssyni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.