Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 34

Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 34
34 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Baldur Sigurðs-son fæddist á Klúku í Kaldrana- neshreppi í Strandasýslu hinn 31. júlí 1934. Hann andaðist á heimili sínu, Baldurshaga hinn 30. maí síðast- liðinn.Hann var sonur hjónanna Sigurðar Arn- grímssonar bónda á Klúku, f. 7.9. 1900, d. 26.2. 1978, og Fríðu Ingimundar- dóttur, f. 22.11. 1908, d. 1.6. 1983. Systkini Baldurs eru Katrín, f. 7.10. 1930, d. 18.9. 1987, Ingi- munda Ólöf, f. 12.3. 1933, Lilja, f. 1. 11. 1935, d. 20.11. 1935, Hulda, f. 3.2. 1937, Alda Lilja, f. 6.8. 1938, Kristbjörg Róselía, f. 27.2. 1940, d. 30.5. 1944, Jón, f. 27.10. 1942, Bragi, f. 24.7. 1944, Pálmi, f. 6.8. 1945, Kristinn, f. 29.4. 1948, og drengur, f. 12.5. 1949, d. 12.5. 1949. Baldur kvæntist hinn 29.12. vinna á jarðýtum hjá Búnaðar- félagi Kaldrananeshrepps við jarðræktun og vegagerð, hann var einn af þeim mörgu sem vann við að koma á vegasambandi milli Kaldrananeshrepps og Árnes- hrepps. Hann var mikill sund- og skíðagöngumaður á sínum yngri árum og keppti á mörgum íþróttamótum. Baldur gerði út trilluna Mora ST 113 á grásleppu ásamt Pálma bróður sínum og Arngrími tengdaföður sínum. Baldur og Arngrímur voru með félagsbú þar til Arngrímur lést en þá tók Baldur við búskapnum. Baldur var lengi í hreppsnefnd Kaldrananeshrepps og vann að hinum ýmsu félagsmálum. Baldur hafði gaman af spilum, spilaði brids og seinni árin lagði hann kapal þegar tími gafst til. Baldur hafði sérstakan áhuga á ættfræði og var vel að sér í þeim málum. Baldur var einstaklega bóngóður maður. Hann hafði gaman af börnum og börn hændust að hon- um. Útför Baldurs fer fram frá Hólmavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Kaldrananes- kirkjugarði. 1967 Ernu Arn- grímsdóttur, f. 11.5. 1945. Foreldrar hennar eru Arn- grímur Jóhann Ingi- mundarson, f. 25.7. 1920, d. 9.3. 1985, og Þórdís Loftsdóttir, f. 8.8. 1926. Börn Bald- urs og Ernu eru: a) Árni Þór, f. 10.2. 1964, unnusta Vio- letta Raczkowska. b) Hafdís, f. 6.2. 1966. c) Steinar Þór, f. 1.9. 1982. Sonur hans og Stefaníu Jónsdóttur er Guðjón Örn, f. 2. 8. 2000. Dóttir Steinars Þórs og Magneu Hrannar Jó- hannsdóttur er Anna Theodora, f. 27.2. 2005. d) Sölvi Þór, f. 1.9. 1982. Baldur ólst upp á Klúku hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi. Þau Baldur og Erna bjuggu síðan í Odda þangað til þau reistu hús í landi Odda ár- ið 1978 sem þau nefndu Baldurs- haga. Baldur byrjaði snemma að Elsku pabbi, nú hefurðu fengið hvíldina án þess að kveljast mikið. Að þú skyldir fá að vera heima hérna hjá okkur eins og við öll ósk- uðum til síðustu stundar var yndislegt. Þú greindist með krabbamein fyrir tæpum 14 árum, aðeins 60 ára, en ekki tilbúinn til að gefa eftir þá. Það sýnir best lífslöngunina, seigluna og Klúku- þrjóskuna í þér að ná að halda meininu í dvala þessi 13 ár. Síðasta vetur fór að halla undir fæti aftur en þú varst alltaf með allt á tæru, hvað var að gerast í sauðburði og við fengum alltaf svör þegar við þurftum að spyrja þig í sam- bandi við ættfræði eða hvaða ár eitt- hvað gerðist. Oft komum við inn á rúmstokkinn til þín að leita ráða hjá þér í sambandi við sauðburðinn og margt annað og alltaf gastu leiðbeint okkur. Við eigum margar góðar minningar með þér og erum þakklát fyrir að þau sem eru yngri en við fengu að eignast margar góðar minningar. Líka hvað þú varst alltaf tilbúin að dunda þér með börnunum sem voru hérna og taka þau með þér í verkin sem þú varst að fara að sinna. Takk fyrir allar minn- ingarnar og ekki síst spilastundirnar sem munu hlýja okkur í framtíðinni. Við munum sakna þín sárt. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Þín börn, Árni og Hafdís. Elskulegi faðir okkar. Þín verður sárt saknað hérna, við vitum ekki hver á að segja okkur til þegar við er- um að laga til í fjárhúsunum eða gera við dráttarvélina eða önnur tæki hérna í sveitinni. Okkur er alltaf minnisstætt þegar þú skutlaðir okkur bræðrum á sveitaball í Árnesi og beiðst eftir okkur allt ballið úti í bíl. Svo keyrðir þú okkur heim þegar við vorum tilbúnir til að fara. Þetta er dæmigert um það hvað þú varst tilbú- inn að gera fyrir þína yngstu syni. Þegar okkur vantaði eitthvað þá gerðirðu allt sem þú gast til að gera okkur ánægða og það tókst alltaf. Við erum mjög ánægðir með það að þú fékkst að vera heima alveg til enda og það að þú vissir alltaf hvað var að ger- ast í kringum þig. Við munum alltaf kíkja í rúmið þitt til að gá hvort þú sért þar og við munum alltaf hugsa til þín þegar við þurfum að fá einhver ráð við vandamálum sem eru að hrjá okkur, vegna þess að við vitum að þú gætir leyst þau eins og skot. Við munum alltaf hugsa til þín, okkar yndislegi pabbi. Þínir synir Sölvi og Steinar. Elsku afi. Ég vildi að ég hefði kynnst þér bet- ur, á mínum átta árum hittumst við of sjaldan. Samverustundirnar voru all- ar ánægjulegar, oft tók það mig smá tíma að komast yfir feimnina en þeg- ar sá sigur var unninn sótti ég í þinn félagsskap. Þú varst alltaf eitthvað að dútla úti við og því afar hentug barnapía á meðan við eldri börnin vorum að leik í nágrenni við þig. Þín verður sárt saknað úr sveitinni. Þinn Guðjón Örn. Elsku afi minn. Þrátt fyrir að hafa einungis átt með þér þrjú ár þá veit ég mínu viti og þekki mitt fólk. Ég kom oft í sveitina, minna eftir að þú veiktist. Þegar ég kom heim þá færði ég fréttir, sagði frá ferðum í dráttarvélinni og lang- dvölum í fjárhúsunum. Ég spurði um hvíta skeggið þitt og af hverju þú gerðir hitt og þetta. Nú seinast þegar ég var í sveitinni þá þurfti ég alltaf að fara úr fjárhúsunum eftir að ég var búin að gefa kindunum nammið sitt, til að segja góðan daginn við þig og gefa þér kaffið þitt. Vertu nú yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sigurður Jónssonfrá Prestshólum.) Þín Anna Theodóra. Þegar Erna hringdi og sagði mér að þú værir dáinn þá trúði ég því ekki. Rétt áður hafði Hafdís hringt og sagt mér að koma strax því þér væri að versna svo. En ég náði ekki. Auðvitað vissi ég að það kæmi að þessu, en bara ekki strax. Það er mikil huggun að vita að þú varst tilbúinn að kveðja, þú varst orðinn svo þreyttur. Mikið er ég ánægð að hafa verið svona dugleg að koma norður. Einn morguninn sem við Þórdís komum þá sváfuð þið hjónin svo vært að ég tímdi ekki að vekja ykkur þannig að við fórum beint niður í fjárhús og gáfum. En þú hafðir svo miklar áhyggjur af hverju ég væri ekki komin. Svo sá Erna bíl- inn fyrir utan, þá varðst þú rólegri. Eftir þetta passaði ég mig alltaf á að láta þig vita af mér þó þú værir sof- andi þá ýtti ég í þig. Elsku Baldur, ég þarf að þakka þér svo margt að það kæmist ekki hér fyrir en samt verð ég að geta þess að þú varst mér alltaf svo góður og börn- unum mínum hinn besti afi. Í dag kveð ég þig með söknuði en einnig með þeirri vissu að þetta vildir þú. Elsku Erna, ég veit ekki hvað ég get sagt þér til huggunar en ég get ekki lýst því hvað ég er stolt af þér að hafa látið síðustu ósk hans um að fá að vera heima rætast. Megi góður guð styrkja ykkur öll og hugga. Helga. Þegar ég var lítil varstu alltaf á vél- inni út um allt og alltaf að gera eitt- hvað. Alveg var það ótrúlegt hvað þú nenntir alltaf að hafa mann með í hvað sem er og alltaf vildi ég koma með. Þó svo að leiðin lægi nú kannski bara út í Baldurshaga að leggja kap- al. Þá sat ég og horfði á þig og hélt alltaf í vonina að þú byðir mér í spil, sem þú gerðir. Þú varst alltaf svo duglegur og vildir allt fyrir mann gera. Fyrir það verð ég þér ævinlega þakklát. Aldrei leit ég á þig sem veik- an mann þó svo að baráttan þín sem þú háðir svo hetjulega hafi byrjað þegar ég var á 9 ári. Þú varst ekkert hræddur við að sýna mér allt sem tengdist því þrátt fyrir ungan aldur. Þú vildir að við skildum þetta og vær- um ekki hrædd. Svo nú mörgum ár- um seinna þá veikistu meir, hræðslan kemur aftur og ég vildi vera meira heima. Ég var svo glöð þegar ég var búin að vinna seinustu vaktina, búin að pakka í bílinn og tilbúin til að flytja heim. Því miður kvaddir þú þá nótt og gleðin hvarf, mér tókst ekki að koma heim áður en þú kvaddir. Ég er mjög þakklát fyrir vikuna sem ég kom heim og hitti þig og gat búið til fleiri minningar til að geyma. Elsku Baldur, ég kveð þig í dag með miklum söknuði en mörgum góð- um minningum. Þórdís Adda. Allar þær stundir sem ég fékk með þér eru ómetanlegar. Þolinmæðin þín gagnvart mér var óskiljanleg og aldrei get ég þakkað þér fyrir þá visku og kunnáttu sem þú gafst mér. Þegar við fórum saman og kveikt- um í reykkofanum, ennþá í dag skil ég ekki hvernig þú gast harkað af þér að fara inn. En það sýnir mér bara hve mikill jaxl þú varst, enda lít ég ávallt upp til þín. Áður en þú kvaddir þenn- an heim kom ég til þín að kveðja þig áður en ég fór til Reykjavíkur og þá spurðir þú mig hvort ég væri að verða blindur. Ég skildi ekki alveg, ég helt að þú værir kominn á gleymskuskeið- ið, en NEI. Þú spurðir mig svo „Varstu ekki að klessa á annan snjó- sleða í dag?“ Þá vissi ég vel að þú værir með sjálfum þér eins og alltaf. Hvíldu í friði, elsku Baldur minn, ég mun ávallt hugsa til þín og sakna þín sárt. Ingólfur Árni. Elsku Baldur, við viljum þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum með þér. Þú reyndist börnunum okkar vel og varst ávallt til staðar fyrir þau. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Erna, Árni, Hafdís, Steinar, Sölvi og fjölskylda, missir ykkar er mikill. Við vottum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur. Jón bróðir og Ína. Í dag verður Baldur Sigurðsson frændi okkar borinn til hinstu hvíld- ar. Hann hafði um nokkurt skeið bar- ist við illvígan sjúkdóm sem hann varð að lúta fyrir. Af æðruleysi bar hann harm sinn í hljóði. Við bræður þekktum Baldur allt okkar líf. Syst- kinin frá Svanshóli, Fríða, Arngrímur og Ingimundur, bjuggu í nágrenni hvert við annað. Samskiptin milli bæjanna voru mikil og samkomulagið gott. Á uppvaxtarárum okkar voru mörg ungmenni í Bjarnarfirðinum. Fé- lagslífið var sterkt og íþróttir stund- aðar af kappi allan ársins hring. Bald- ur tók virkan þátt í íþróttum, einkum sundi, knattspyrnu og skíðaíþróttum. Hann var kappsfullur og seigur og gafst sjaldan upp. Einn veturinn höfðum við finnskan skíðaþjálfara. Baldur var einn fárra sem gat gert sig skiljanlegan við hann, þó hann talaði aðeins hið ylhýra móðurmálið. Baldur var traustur maður, hæg- látur og jafnlyndur en gat skipt skapi væri á hann hallað. Hann var dugnað- arforkur til vinnu. Vann meðal annars á jarðýtum hátt á annan áratug, við jarðvinnslu og vegavinnu á sumrin en snjómokstur að vetrinum. Hann þótti einkar laginn og úrræðagóður með ýtuna. Hann var hjálpsamur og leysti æðioft vanda manna sérstaklega er viðkom vélum. Við bræður þökkum þessum hæg- láta frænda okkar ánægjulega sam- fylgd í áranna rás. Biðjum góðan Guð að styrkja eiginkonu, afkomendur og ættingja í sorg þeirra. Bræðurnir frá Svanshóli, Sigvaldi, Ingimundur, Pétur, Svanur og Ólafur. Elsku Baldur, við viljum kveðja þig með nokkrum orðum. Margar minningar koma upp í hug- ann þegar við hugsum til þín. Meðal annars þegar þú sendir Helenu í Goð- dalinn, fyrsta traktorsferðin hans Arnþórs með þér og ekki má gleyma dúkkunni sem þið Erna gáfuð Höllu í jólagjöf en ekkert annað kom til greina en að skíra hana Baldur. Góðsemd þín, hjálpsemi, rólegheit og jákvæðni mun ávallt fylgja okkur. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Elsku Erna, Árni, Hafdís, Steinar, Sölvi og aðstandendur, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og höfum ykkur í bænum okkar. Með söknuði, Halla, Helena, Arnþór og Sigurður. Baldur Sigurðsson Elsku Nafni, það hefur alltaf verið gott að hafa þig í sveit- inni. Það mun vera erfitt að koma í sveitina því að þú ert ekki hér hjá okkur, þú sem alltaf varst svo góður og þú leyfðir mér svo mikið. Takk fyrir að hafa fengið að vera nafni þinn. Nafni þinn Baldur Steinn. Elsku Nafni, alltaf kallaði ég þig nafna eins og Baldur bróðir gerði. Ég man alltaf eftir því hvað þú varst dug- legur að fara með mér og Baldri að veiða síli í ánni. Það var líka svo gaman að fá að vera með þér í dráttarvél- inni og flytja kindur. Líka að vera með þér í kindunum. Ég sakna þín mikið. Karen Ösp. HINSTA KVEÐJA ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, BALDUR INGIMARSSON, Bjarmastíg 10, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar fimmtudaginn 5. júní. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 12. júní kl. 13.30. Helga Baldursdóttir, Jay Nelson, Guðrún Baldursdóttir, Guðmundur Þór Jónsson, Aðalsteinn Baldursson, Ingibjörg Baldursdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Bergljót Rafnsdóttir, Björn Einarsson og öll börnin. ✝ Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, HELGA BJÖRNSDÓTTIR fyrrum húsfreyja á Desjamýri, Mánatröð 10, Egilsstöðum, sem andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Egilsstöðum þriðjudaginn 3. júní, verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju mánudaginn 9. júní kl. 13.00. Jarðsett verður í Borgarfirði. Guðgeir Ingvarsson, Anne Kampp, Ingunn Ingvarsdóttir, Bergur Bjarnason, Vigfús Ingvar Ingvarsson, Ástríður Kristinsdóttir, Guðríður Ingvarsdóttir, Kristbjörn Þorbjörnsson, Björn Ingvarsson, Karen Erla Erlingsdóttir, Guðrún Ingvarsdóttir, Guðmundur Jónsson, Soffía Ingvarsdóttir, Þorsteinn Bergsson, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.