Morgunblaðið - 07.06.2008, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 07.06.2008, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 35 ✝ Þorsteinn Sig-urðsson fæddist á Brúarreykjum í Stafholtstungum í Mýrasýslu, nú Borg- arbyggð hinn 5. febrúar 1922. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi föstu- daginn 23. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Þorbjörg Helgadóttir frá Hlíðarfæti í Svína- dal í Hvalfjarðar- strandarhreppi, f. 22.11. 1890, d. 2.7. 1982 og Sig- urður Þorsteinsson frá Neðra- Nesi í Stafholtstungum, f. 26.11. 1883, d. 13.10. 1953. Systir Þor- steins var Ragnhildur f. 1.10. 1923, d. 27.9. 1930. Þorsteinn gekk hinn 24.8. 1951 að eiga Kristjönu Steinunni Leifsdóttur frá Akureyri, f. 25.6. 1924. For- eldrar Kristjönu voru Leifur Kristjánsson úr Þingeyjarsýslu, f . 26.9. 1888, d. 8.6. 1956 og Sigur- björg Þorsteinsdóttir úr Eyja- firði, f. 16.3. 1901, d. 15.12. 1975. Þorsteinn og Kristjana ólu upp þrjár dætur og eru þær: a) Bryn- dís Ósk Haraldsdóttir, f. 29.2. 1952, sambýlismað- ur Bjarni Bærings. Börn Bryndísar og fyrrverandi maka, Gísla Grétars Björnssonar, eru Þorsteinn, Sigur- laug, Fjölnir og Ým- ir Páll. b) Steinunn Þorsteinsdóttir, f. 11.10. 1956. Börn Steinunnar og fyrr- verandi maka, Guð- mundar Arnars Guðmundssonar, eru Hjalti Már, Haukur Daði og Hörður Valur. c) Sigríður Þorbjörg Þorsteins- dóttir, f. 26.2. 1966, maki Bjarni Bjarnason. Börn þeirra eru Þórir og Ingunn. Barnabarnabörnin eru fjögur. Þorsteinn ólst upp á Brúar- reykjum, þau Kristjana bjuggu á Brúarreykjum 1951 til 1990 er þau fluttu að Hraunteig 23 í Reykjavík, stuttu seinna á Kópa- vogsbraut og síðar að Gullsmára í Kópavogi. Í ársbyrjun 2003 fluttu þau á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Þorsteins fer fram frá Reykholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. „Ég kom bara til að kveðja þig, Dísa mín“. Elsku pabbi minn var að fara suður, en hafði dvalið í sumarbú- staðnum um tíma. Alltaf með vak- andi auga á stelpunni sinni í bú- skapnum. Ef mig vantaði svör eða ráð var ætíð á vísan að róa hjá honum pabba mínum. Mínar fyrstu minningar með hon- um tengjast hans fyrsta bíl, en það var Ford’29 sem hann gerði upp. Ef ég stóð á gólfinu í bílnum náði ég rétt með nefið upp á mælaborðið og gat kíkt út. Ég vildi alltaf vera með hon- um í öllu sem hann gerði, en vitan- lega var ekki hægt að vera með barn í eftirdragi í öllum verkum. Ein bernskuminningin er sú að ég sá á eftir pabba fara ríðandi í leitir. Ég ætlaði með honum og fór af stað en festist í girðingu og fannst grenjandi eftir þó nokkra leit. Seinna er ég stálpaðist og gat farið að gera gagn unnum við meira saman. Í þá daga voru kindur á Brúarreykjum og smalaði ég ætíð með pabba. Það þurfti að gæta að lambánum, marka, taka af og reka á fjall. Hann átti seinna Chevrolet-vörubíl sem við notuðum til að keyra ærnar á fjallið. Stóð ég þá aftan á og passaði upp á þær. Þetta voru mestu skemmtiferð- ir hjá okkur. Ég var ekki há í loftinu þegar hann pabbi minn náði í mig suður og tók að sér að fóstra mig, aðeins á öðru ári. Hann talaði oft um það við mig. Mik- ið var ég lánsöm að fá að alast upp á Brúarreykjum í faðmi náttúrunnar og hjá fólki sem var annt um allt sem lifir. Meira að segja vélarnar höfðu líf að mati pabba. „Þú átt að klappa traktornum, þá fer hann í gang,“ sagði hann og meinti það óbeint. Hann fór vel með vélarnar sínar og óttaðist ég að þær mundu bila í mín- um höndum er ég tók við búinu 1990. En hann pabbi minn var aldrei langt frá. Ætíð boðinn og búinn að hjálpa. Er ég horfi til baka rekur mig ekki minni til að hann pabbi hafi nokkurn tíma sagt styggðaryrði við mig. Tók hann ávallt með jafnaðargeði öllum mínum uppátækjum. Þó ég keyrði vélarnar út í skurð á háannatíma og allt kengbognaði, sagði hann bara: „Jæja, Dísa mín, nú fór illa“. Mikið skammaðist ég mín þá. Pabbi var mikið fyrir bókmenntir og kveðskap ýmiss konar. Rímur hélt hann mikið upp á og reyndi að kenna mér að fara með þær. Ekki gekk það nú nógu vel, honum fannst ég bara syngja þær. En mikið var hann feginn þegar ég las Njálssögu í skóla og sagði að nú gætum við talað saman. Hann hélt mikið upp á fornsögurnar og einnig vitnaði hann mikið og oft í Sjálfstætt fólk. Hann las mikið og valdi einung- is lesefni sem veitti honum fróðleik. Fór hann þá á fornsölur og leitaði upp það sem gaf honum gildi. Ég dá- ist að því hvað hann gat skipulagt tímann sinn vel. Að gefa sér tíma til að huga að áhugamálum eins og hann þurfti að vinna mikið. Dagbók skrif- aði hann upp á hvern einasta dag. Það er margs að minnast og margs að sakna, en á þessari stundu er mér þakklæti efst í huga. Guð er náðugur og Guð er góður. Hann hefur nú veitt honum pabba mínum náð og tekið hann í faðm sinn. Mömmu minni, systrum og öðrum ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Bryndís Ósk Haraldsdóttir. Elsku pabbi minn, það var ljúfsárt að fylgja þér síðustu stundirnar, ljúft að sjá friðinn færast yfir, en ótrúlega sárt að hafa þig ekki hjá okkur leng- ur. Og minningarnar hrannast upp. Við fjölskyldan að stússast í búverk- um og gegningum, ferðir í Borgarnes á Rússanum, þar sem öll gömlu góðu söng- og revíulögin voru sungin. Minningar um hitaveitulögnina, mest allt unnið heima og ég þá bara lítil títla að sendast og hjálpa ykkur mömmu. Pabbi að segja mér sögur eða fara með ljóð og rímur, sem hann kunni ógrynni af, eða samverustund- irnar við að hlusta á útvarpsleikritin, bernskuminning um pabba sem gat allt, og hafði alltaf tíma til að hlusta og miðla. Og framkvæmdaárin á Brúar- reykjum, minningar um vorið, bjart- ar lygnar sumarnætur við jarðvinnu, verið að sá í flög, byggingafram- kvæmdir, fjósverkin, mjaltir, nostur við bústofninn og svo ótal margt fleira, já þau voru stórhuga og sam- hent hjón pabbi og mamma og rækt- uðu sitt af natni og stakri prýði. Þó gáfu pabbi og mamma sér tíma til að skreppa í stutt ferðalög innanlands, og síðar í utanlandsferðir þegar við dætur þeirra gátum leyst þau af. Pabbi var vel gefinn maður og bætti sér upp skort á langskólanámi með lestri bóka og fræðigreina, hann var eins og alfræðiorðabók á sínum áhugasviðum sem voru býsna mörg. Áður en pabbi og mamma hættu bú- skap að Brúarreykjum voru þau búin að koma sér upp sælureit á landinu, sumarbústað sem þau dvöldu í, gjarnan sumarlangt eftir að þau fluttu til Reykjavíkur og síðar í Kópavog, en síðustu árin eftir að þau fluttu á Hrafnistu fækkaði ferðun- um. Og margar eru minningar fjöl- skyldu minnar um dvöl í sumarhús- inu með pabba og mömmu. Núna í lok apríl kom ég í venju- bundna heimsókn á Hrafnistu til pabba og mömmu, fór þá pabbi að tala við mig um frágang á ýmsu, lausa enda sem hann var að ganga frá, mér var brugðið og vildi vita hvað hann væri að hugsa, hann sagði mér að nú væri sínum tíma ljúka og nokkur atriði sem hann vildi ganga frá áður en hann færi. Allt gekk upp eins og hann vildi, eina sem pabbi gat ekki gengið frá og hafði áhyggjur af, var mamma, pabbi hafði áhyggjur af hver myndi hugsa um hana að sér gengnum, ég fullvissaði hann um að við dæturnar, tengdasynir og barna- börnin tækjum það að okkur, en ekki grunaði mig í þessu samtal okkar feðgina, að svo stutt væri í andlátið. Elsku pabbi minn, hafðu hjartans þökk fyrir allt, fyrir að vera til staðar þegar ég þurfti á þér að halda hvort sem var í gleði eða sorg, fyrir um- hyggjuna fyrir sonum mínum, Hjalta, Hauk og Herði, alltaf vildir þú vita hvað þeir voru að gera, hvort þeir ætluðu ekki að mennta sig meira og varst jafnframt svo stoltur af öll- um barnabörnunum þínum og barna- barnabörnum. Og nú nýverið þegar Hjalti og Sólrún komu með börnin í heimsókn hafðir þú orð á því hvað hann Hjalti ætti fallega fjölskyldu. Að lokum vil ég færa starfsfólki Hrafnistu bestu þakkir fyrir umönn- un pabba þessi ár hans þar. Bið ég þér blessunar pabbi minn, blessuð sé minning þín. Þín dóttir, Steinunn. Það er skrítið til þess að hugsa að hann afi sé farinn. Það er aldrei hægt að venjast þessari tilfinningu. Margar minningar koma upp í huga mér þegar ég hugsa um afa. Mín fyrsta er þegar ég horfi á hann smíða fínu stofuna sína, ég hef ekki verið há í loftinu þá. Það var alltaf gaman á sumrin þegar ég dvaldi hjá ömmu og afa, alltaf leyfði hann mér að sitja á traktornum hjá sér úti á túni og fór ég hring eftir hring með honum, sat meira segja á brettinu, það væri örugglega ekki leyfilegt í dag, eða fyrir aftan hann á bláa For- dinum. Gaman var að elta hann út um allt þegar hann var að vinna úti, þá mjög oft að huga að vélunum, í kringum smíðahúsið sem hann vann mikið. Stundum fékk ég meira að segja að koma út í afaherbergi, en það var ekki staður fyrir litla skottur sem voru forvitnar og vildu prófa allt. Það voru margir bíltúrarnir sem ég fór með þér ásamt ömmu, kíktum í kaffi á bæi og sungum svo alla leið- ina heim, ég söng og þið hlustuðuð. Afi kunni ógrynni af sögum og kvæð- um og var alltaf gaman að hlusta á það. Þegar ég var í Keflavík sem krakki sendu þið amma mér bréf með teikn- ingum frá ömmu og kvæðum frá þér. Alltaf mun ég varðveita allar þessar góðu minningar um afa, duglegur og góður maður. Blessuð sé minning þín. Þín dótturdóttir, Sigurlaug. Þorsteinn Sigurðsson Öldungur virtur er fallinn frá, fyrrum höldur góðrar jarðar. Nú andinn er frjáls og ferðast má, um fagrar lendur Borgarfjarðar. Þar hinstu hvíluna kaus hann sér, við heilsumst og kveðjumst í bráðina, hér. (HB) Hjartans samúðarkveðjur til ástvina. Þorsteinn, Hrafnhildur og fjölskyldur. HINSTA KVEÐJA Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík •  566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali                          ✝ JÓNA BIRTA ÓSKARSDÓTTIR frá Hábæ, Þykkvabæ, Stangarholti 5, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 1. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. júní kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Gísli Jónsson, Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Sigurður Hreinsson, Bryndís Hulda Guðmundsdóttir, Ragnheiður Gísladóttir, Björk Gísladóttir, Guðbrandur Örn Arnarson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GYÐA BÁRÐARDÓTTIR, Grenivöllum 14, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 5. júní. Böðvar Ingvason, Sigríður Jenný Hrafnsdóttir, Heimir Ingvason, Guðrún Hulda Heimisdóttir, Sigurbjörg Ingvadóttir, Vignir Þorgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR HERBORGAR INGÓLFSDÓTTUR, Sólbrekku 10, Húsavík. Þuríður Freysdóttir, Katrín Freysdóttir, Einar Friðþjófsson, Jóna Björg Freysdóttir, Bjarni Hilmar Ólafsson, Ingólfur Freysson, Guðrún Kristinsdóttir, Sveinn Freysson, Sigríður Steinunn Vigfúsdóttir, barnabörn og barnbarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, dóttir, systir og mágkona, ÓLÖF G. TRAUSTADÓTTIR GERSTACKER, Round Rock, Texas, lést á heimili sínu miðvikudaginn 4. júní. Lee R. Gerstacker, Agnes Sigurðardóttir, Ástríður Traustadóttir, Óskar Már Ásmundsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, STEFANÍA ÓLÖF STEFÁNSDÓTTIR, Laufbrekku 4, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 5. júní. Guðbrandur Ingólfsson, Björn Ingólfsson, Erla Steinunn Friðþjófsdóttir, Þuríður Ingólfsdóttir, Jóhannes Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.