Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 36

Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 36
36 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Höskuldur RafnKárasonfæddist á Siglufirði 12. maí 1950. Hann lést á Hjartadeild Land- spítalans við Hring- braut 31. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Kári Sumarliðason, f. 16. júní 1916, d. 20. mars 1990, og Mar- grét Guðlaug Boga- dóttir f. 16. apríl 1915, d. 10. mars 2000. Systkini Hösk- uldar eru: Theódór Þráinn Boga- son (sammæðra), f. 16. júní 1935, maki Birna Berg, f. 8. september 1938; Sigurlína Káradóttir, f. 7. mars 1942, maki Hreinn Júlíusson, f. 21. nóvember 1941; og Hjördís Káradóttir, f. 13. júní 1947, maki Stefán Björnsson, f. 22. júní 1947. Dóttir Höskuldar og Víólu Páls- dóttur er Guðrún Sonja Kristins- dóttir, f. 17 febrúar 1969, maki Baldur Benónýsson, f. 12. janúar 1964. Börn þeirra eru a) Arna Björk, sonur hennar er Heimir Már, b) Kristinn, c) Margrét Ýr og d) Bjarki. Fyrri kona Höskuldar var Guð- rún Steinunn Jónasdóttir. Sonur þeirra er Kári, f. 26. september 1973, maki Guðný Bjarnadóttir, f. 8. ágúst 1971. Þeirra börn eru a) Höskuldur Rafn Kárason, andvana fæddur 1. ágúst 2001, b) Leifur Rafn f. 11. ágúst 2003 og c) Magnús Vestmannaeyjum og starfaði þar í mörg ár. Árið 1986 réð hann sig til starfa sem tæknifulltrúi hjá Vinnueftirliti ríkisins og starfaði þar til dánar- dags. Starfssvæði hans var ekki einungis í Vestmannaeyjum heldur ferðaðist hann víða um land í störf- um sínum fyrir Vinnueftirlit rík- isins. Hann var stundakennari við Framhaldsskólann í Vestmanna- eyjum meðfram starfi sínu sem tæknifulltrúi og kenndi þar ýmsar greinar, m.a. rennismíði, einnig kenndi hann á námskeiðum fyrir fiskvinnslufólk og samdi námsefni fyrir þau. Þá sat Höskuldur í stjórn Málm- og skipasmíðasambands Ís- lands. Höskuldur tók þátt í ýmsum félagsstörfum. Hann tók þátt í stofnun Íþróttafélags fatlaðara í Reykjavík 30. maí 1974 og í Vest- mannaeyjum 1979. Hann starfaði með Sjálfsbjörgu í Reykjavík og Vestmannaeyjum og sat m.a. í stjórn Sjálfsbjargar í Vestmanna- eyjum í nokkur ár. Hann starfaði með Kiwanisklúbbunum Esju í Reykjavík og Helgafelli í Vest- mannaeyjum, sat í stjórn Knatt- spyrnufélagsins Týs og var um ára- bil formaður Sveinafélags járn- iðnaðarmanna í Vestmannaeyjum. Höskuldur var virkur félagi í starfi Kórs Landakirkju frá 1978 fram til dánardags og sat í stjórn kórsins um tíma. Útför Höskuldar Rafns fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Rafn f. 18. janúar 2006. Seinni kona Hösk- uldar Rafns er Sig- urleif Guðfinnsdóttir f. 18. nóvember 1956. Þau kynntust árið 1975 og gengu í hjónaband 26. nóv- ember 1977. Börn þeirra eru a) Ármann, f. 20. október 1977, í sambúð með Bjarn- heiði Hauksdóttur, f. 1. nóvember 1980. Dóttir Ármanns og Rakelar Guðmundsdóttur, f. 3 júlí 1979, er Jóna Lára f. 22. maí 2000; og b) Jónas, f. 13. mars 1988. Höskuldur Rafn ólst upp á Siglu- firði og bjó þar fram undir tvítugt. Ungur fór hann á sumrin í sveit að Hvammi í Fljótum til Ingibjargar Bogadóttur og Helga Pálssonar. Hann fluttist til Reykjavíkur tví- tugur að aldri. Hann lagði stund á sjúkraliðanám á Kleppi og útskrif- aðist sem sjúkraliði 1975. Næstu ár starfaði hann í Sjálfsbjargarheim- ilinu og var sölumaður hjá versl- uninni Remedíu. Hann fluttist til Vestmannaeyja 1977 og vann um skeið á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja en söðlaði um að nokkrum tíma liðnum og fékk starf hjá Vélsmiðj- unni Völundi í Vestmannaeyjum. Þar hóf hann einnig nám í renni- smíði og lauk meistaraprófi í þeirri grein 1. desember 1982. Árið 1981 gekk hann til liðs við Fiskiðjuna í Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn, svo gleymdir þú mér ekki í dags ins amstri nokkurt sinn. Í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð. Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin Því ég sé það fyrst á rykinu, hve langur tími er liðinn. Og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu máli. Því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli. Já, og andlitið þitt málað. Hve ég man það alltaf skýrt, augnlínur og bleikar varir, brosið svo hýrt. Jú ég veit vel, að ókeypis er allt það sem er best, En svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér. Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á. En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá. Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær. Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund. En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund. (Megas.) Elsku Höskuldur, takk fyrir allt og allt, Guð geymi þig. Þín Sigurleif. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Takk fyrir allt. Ármann, Jónas, Bjarnheiður og Jóna Lára. Það var sorgardagur síðastliðinn laugardag þegar við fréttum að Hössi frændi væri dáinn. Þessi fjörmikli og síkáti frændi sem allt- af var gaman að vera í kringum. Margar minningar koma upp í hugann þegar við minnumst Hössa. Sem fjölskylda minnumst við tímanna þegar hann var í vinnuferðum fyrir austan og gisti þá oft og tíðum hjá ömmu Hjöddu. Þá þurfti að fara strax á Heið- arveginn því Hössi frændi var í heimsókn. Hann var alltaf svo hress og sagði svo skemmtilega frá. Eitt sinn sagði hann yngsta meðlimi fjölskyldunnar að hann ætti hvalinn Keikó, sem þá var í Vestmannaeyjum. Það var engin smá-upphefð að eiga slíkan frænda. Síðar varð þetta að gríni þeirra á milli. Hössi var mjög frændrækinn og hafði mikinn áhuga á ættfræði. Það kom vel í ljós þegar ættarmót- in voru haldin í Fljótunum þriðja hvert ár. Hann var sá sem útbjó niðjatal fyrir ættarmótin og hann þekkti alla og allir þekktu Hössa Kára. Við heyrðum síðast í Hössa í vor, þegar hann var leita eftir myndum af ættmennum til þess að nota á næsta ættarmóti sem haldið verður í sumar. Ættarmótin okkar í Fljótunum verða ekki söm án Hössa. Elsku Leifa, Kári, Mannsi, Jón- as, Guðrún Sonja, tengdabörn, litlu barnabörn og langafabarn, við vottum ykkur innilega samúð okk- ar. Megi minning um góðan dreng lifa. Björn, Ólöf, Stefán Ingi og Rakel Dís. Höskuldur Rafn Kárason var öflugur starfsmaður og góður fé- lagi. Fráfall hans varð okkur starfsmönnum Vinnueftirlitsins mikið og óvænt áfall. Hans er saknað og minnst með virðingu og þökk. Höskuldur hóf störf hjá Vinnu- eftirlitinu árið 1986. Það kom til með nokkuð sérstökum hætti. Hann hafði í fyrri störfum mikinn áhuga á öryggismálum og vinnu- vernd og setti sig þess vegna oft í samband við stofnunina og þar á meðal þann sem þetta ritar. Þessi samskipti leiddu síðan til þess að hann var ráðinn til starfa hjá stofnuninni með aðsetur í Vest- mannaeyjum. Höskuldur var reyndar ekki í hefðbundnu starfi eftirlitsmanns einu saman. Hann var jafnframt sérfræðingur í öryggismálum fisk- vinnsluvéla og frysti- og kælikerfa. Á þessum málum hafði hann mikla þekkingu. Hann var því bæði starfsmaður eftirlitsumdæmisins á Suðurlandi og tæknideildar stofn- unarinnar í Reykjavík sem þjónar öllu landinu. Vegna starfa sinna ferðaðist hann um allt land og tók þátt í eftirliti og úttektum en einn- ig og ekki síður fræðslu og hvatn- ingu til forvarna. Vegna þessa var hann vinnufélagi starfsmanna Vinnueftirlitsins í öllum umdæm- um og kunnugur flestöllum fyr- irtækjum landsins í matvælaiðnaði og þeim starfsmönnum þeirra sem höfðu með öryggismál að gera. Höskuldur var fagmaður fram í fingurgóma og óhætt að segja að hann var einn helsti sérfræðingur landsins á sínu sviði. Var mikið til hans leitað eftir ábendingum og leiðsögn. Og í persónulegum kynn- um okkar komst ég að því að hann var fróður um marga hluti óskylda starfinu. Við minnumst Höskuldar vegna mikillar sérþekkingar hans og dugnaðar en þó enn frekar vegna þess að hann var mikill og góður félagi. Aðsópsmikill á fundnum og öðrum samkomum og lét vel í sér heyra, stundum svo að hvessti nokkuð. En alltaf var stutt í hlát- urinn og léttleikann. Á mannfögn- uðum geislaði gleðin og söngurinn tók völdin. Þótt við vinnufélagar hans höf- um misst mikils er söknuður ást- vina hans sárastur. Við vottum þeim einlæga samúð. Gekk hann veg sinn góðu heilli glaður og reifur alls staðar Lyndishlýr í leik og starfi lífsgleðina með sér bar. (H.Z.) Eyjólfur Sæmundsson. Dagurinn kveður, mánans bjarta brá blikar í skýja sundi. Lokkar í blænum, leiftur augum frá, loforð um endurfundi. Góða nótt, góða nótt, gamanið líður fljótt, brosin þín bíða mín, er birtan úr austri skín. Dreymi þig sólskin og sumarfrið, syngjandi fugla og lækjarnið. Allt er hljótt, allt er hljótt, ástin mín, góða nótt. (Ási í Bæ.) Elsku Höskuldur, við þökkum þér fyrir allt sem þú gafst okkur, Guð geymi þig. Elsku Leifa og fjölskylda, við biðjum góðan Guð að styrkja ykk- ur. Guðfinna, Óðinn og Margrét. Skjótt skipast veður í lofti. Eina stundina leikur allt í lyndi en þá næstu er engu að treysta. Þannig komu jarðskjálftarnir í síðustu viku öllum á óvörum. Eins var með andlát Höskulds Rafns Kárasonar s.l. laugardag en fregn um það barst okkur eins og þruma úr heið- skíru lofti. Margar góðar minningar eigum við um Höskuld. Okkur er minn- isstætt þegar við fyrst hittum hann brosmildan og glaðværan og hve hann bauð af sér góðan þokka. Hann var einstakur maður, hlýr og hjálpsamur. Hann taldi ekki eftir sér að aðstoða okkur hjónin þegar við vorum að standsetja húsið okk- ar í Eyjum fyrir margt löngu, eða ef dytta þurfti að þjóðhátíðardóti og öðru slíku. Höskuldur var mjög félagslynd- ur og hafði afskaplega gaman að segja frá og spjalla. Nærvera hans var þægileg og hlátur hans smit- andi og skemmtilegur. Við áttum margar góðar stundir saman, bæði heima við og á þjóðhátíðum og þegar leið á kvöld var iðulega tekið til við að syngja langt fram á nótt. Höskuldur hafði afskaplega gaman af að syngja og hafði mikla og sterka rödd. Hann lá ekki á liði sínu við sönginn frekar en annað sem hann tók sér fyrir hendur enda hefur hann verið einn af burðarásum kórs Landakirkju um langa hríð. Hann var með okkur í sönghóp sem við stofnuðum í Eyj- um og starfaði í nokkur ár og sum- ir kölluðu í gríni „Kommakórinn“ vegna stjórnmálaskoðana meðlim- anna. Þarna naut Höskuldur sín vel og var mikilvægur hlekkur og góður félagi í þeim hópi. Þó Hösk- uldur yrði með árunum mikill Eyjamaður var hann alla tíð mjög stoltur af norðlenskum uppruna sínum og þótti vænt um heimabæ sinn Siglufjörð. Höskuldur hafði mikinn áhuga á ættfræði og var búinn að koma sér upp miklum gögnum í því skyni að rekja ættir fólks. Nutum við góðs af þeirri vinnu ásamt mörgum öðrum. Við viljum að lokum þakka Höskuldi Rafni Kárasyni skemmti- leg og góð kynni gegnum árin. Þau hafa alla tíð verið okkur mikils virði og við stöndum ríkari eftir. Elsku Leifa og fjölskylda, við sendum okkar einlægustu samúð- arkveðjur til ykkar allra. Megi all- ar góðar vættir styrkja ykkur og styðja. Hafsteinn og Hildur. „Vertu velkominn. Ég heiti Höskuldur og ef þig vantar eitt- hvað læturðu strax vita“. Þannig heilsaði Höskuldur mér þegar ég kom í Sjálfsbjargarheimilið fyrir 36 árum. Hann starfaði þá þar, en heim- ilið var nýtekið til starfa. Strax sá maður hvaða mann hann hafði að geyma því ef hann var ekki á vakt var hann oftast að snúast eitthvað með eða fyrir vistmenn. Með þeirri hlýju og glaðværð sem hann gekk fram í lifir minning hans enn svo ef maður nefnir hann við fólk þá kemur bros á vör. Þegar Í.F.R., fyrsta íþróttafélag fatlaðra, var stofnað lá beinast við að leita til Höskuldar og þar kom hann að eins og hans var von og vísa og sat í fyrstu stjórn með sinn ákafa og dugnað. Saman gengum við síðan í Kiwanisklúbbinn Esju. Strax tókst með okkur góð vinátta og alla tíð hafa staðist þessi orð hans: „Ef þig vantar eitthvað læturðu strax vita.“ Enda var hann „almúlig- mann“ og virtist geta og kunna allt. Ef hann vissi eða kunni ekki aflaði hann sér strax upplýsinga og þekkingar. Oft þegar hann kom í heimsókn mátti hann þola að ég sagði: „Æi, Hössi minn, geturðu reddað þessu fyrir mig?“ hvort sem það var að skipta um peru eða lagfæra eitthvað í tölvunni. Nú á þessum tímamótum koma upp í hugann margar ánægjustundir sem þrátt fyrir söknuð og trega kalla fram bros. Því hvarvetna á góðum stundum var hann hrókur alls fagnaðar. Það birti alltaf á heimili mínu og nýtt andrúmsloft skapaðist þegar hann kom og gisti. Kæri vinur, nú ertu horfinn á vit nýrra heimkynna. Eitt er víst að þar verður hlegið dátt og sungið hátt. Þú hafði alla þá mannkosti sem drengur góður hefur til að bera og lést fólk og samfélagið njóta þess. Þú varst alltaf tilbúinn til að leggja góðum málum lið og vakandi fyrir hagsmunum fatlaðra. Eftir að þú fluttir til Vestmanna- eyja tókstu svo upp þráðinn og starfaðir um árabil að íþróttum fatlaðra þar og síðan málefnum Sjálfsbjargar. Á ferðum þínum á vegum Vinnueftirlitsins um landið varstu óþrjótandi við að benda fólki á ef aðgengi fatlaðra var ábótavant. Höskuldur Rafn Kárason ✝ Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓHÖNNU HRAFNHILDAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Patreksfirði, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki St. Jósefsspítala í Hafnarfirði fyrir góða umönnun og hlýhug. Helgi Hersveinsson, Hera Helgadóttir, Reimar Georgsson, Kristján A. Helgason, Jóna S. Marvinsdóttir, Helgi Hrafn Reimarsson, Arnar Marvin Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.