Morgunblaðið - 07.06.2008, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 07.06.2008, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Halldór Gests-son fæddist á Syðra-Seli í Hruna- mannahreppi hinn 16. nóvember 1942. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi hinn 28. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ása María Ólafs- dóttir, f. í Reykja- vík 8. desember 1908, d. 21. maí 1994 og Gestur Guðmundsson, f. á Sólheimum í Hrunamannahreppi 25. nóvember 1902, d. 11. janúar 1988. Þau voru bændur á Syðra- Seli frá 1934 til 1964, en þá fluttu þau í Vinaminni og síðar í Heima- land á Flúðum. Systkini Halldórs eru: 1) Ólafur dórssyni, þau eiga fimm börn og fimm barnabörn. 6) Skúli Gests- son, f. 5. maí 1947. Halldór ólst upp á Syðra-Seli og gekk í barnaskólann á Flúðum. Vann hann við ýmis landbún- aðarstörf, m.a. heima á Syðra-Seli og í Litlu-Sandvík, þar sem hann komst í kynni við ættfræðistörf sem eftir það áttu hug hans allan. Um 1970 flutti Halldór á Flúðir, þar sem hann bjó allar götur síð- an, og gerðist húsvörður við Grunnskólann á Flúðum, en því starfi gegndi hann allt fram á síð- asta dag. Áhugamál hans, fyrir utan ættfræðirannsóknirnar, sem hann var vel þekktur fyrir, voru m.a. silungsveiðar, fjallaferðir, ljósmyndun og bridge. Eftir Hall- dór liggur geysimikill fróðleikur um ættfræði sem m.a. er að finna í Sunnlenskum byggðum og Ár- nesingar – Hrunamenn I-II. Útför Halldórs fer fram frá Hrunakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Sigurgeirsson, f. 9. janúar 1932, kvænt- ur Maríu Ein- arsdóttur, þau eiga þrjú börn, sjö barna- börn, og fjögur barnabarnabörn. 2) Guðrún Gestsdóttir, f. 16. júní 1936, gift Sveini Finnssyni, þau eiga fimm dætur og sjö barnabörn. 3) Ás- geir Gestsson, f. 2. ágúst 1937, var kvæntur Hrafnhildi Sigurbjörnsdóttur, látin, þau eignuðust sex börn, barnabörnin eru 17, þar af er eitt látið og barnabarnabörnin eru fjögur. 4) Hjalti Gestsson, f. 10. september 1938, d. 8. febrúar 1941. 5) Marta Gestsdóttir, f. 3. október 1940, gift Hauki Stein- Það voru skrýtnar tilfinningar sem bærðust með mér, er ég sat við dán- arbeð Halldórs bróður, 28. maí s.l. er hann var svo óvænt kallaður burt frá okkur. Þá reikaði hugurinn til æskuár- anna heima á Syðra–Seli. Halldór var tveimur árum yngri en ég og lékum við okkur oft saman. Áttum við bú niðri í mýri og byggðum okkur gripa- hús, gerðum tóftir og byggðum yfir með spýtum og þöktum með mosa. Girðingar voru gerðar með snæri. Bú- smalinn var horn, kjálkar og leggir. Féð var rekið á fjall, sem var neðar í mýrinni. Þar var það allt sumarið og ef hundarnir komust í það, sem ekki var óalgengt, þá sögðum við að það hefði lent í tófunni. En Halldór gat líka dundað sér einn og þá fór lítið fyrir honum. Það var svo sannarlega gott að alast upp á Syðra–Seli í stórum hópi systk- ina og frændsystkina. Þau voru líka mörg börnin sem voru í sumardvöl á Seli, svo oft var líf og fjör á fallegum sumarkvöldum, e.t.v. 20 krakkar úti að leika sér ef krakkarnir á Efra–Seli voru með. Það hefur eflaust verið erf- itt fyrir mömmu, Fjólu og Ástu að ná öllum inn á kvöldin, láta alla þvo sér og hátta og þá kannski eins erfitt að vekja á morgnana. Oft var farið niður að Litlu-Laxá á heitum sumardögum og synt í ánni. Á veturna var farið á skauta eða rennt sér á tunnustöfum. Halldór stundaði nám í Flúðaskóla og vann síðan við ýmis landbúnaðar- störf, fyrst heima á Seli, en síðar í Litlu-Sandvík í Flóa. Þar komst hann í kynni við ættfræðina, sem hann fékk mikinn áhuga á og stundaði til ævi- loka. Það er mikill fróðleikur sem eftir Halldór liggur á þessu sviði, bæði á út- gefnum bókum og í óbirtum skjölum. Átti hann líka mikið bókasafn um þetta efni. Hann var vandvirkur við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Halldór hafði einnig gaman af því að renna fyrir fisk við fallegt fjallavatn. Þá hafði hann mikinn áhuga á ljós- myndun og átti orðið gott safn af myndum. Halldór var 18 ára þegar ég flutti norður í Eyjafjörð og eftir það hitt- umst við aðeins er hann kom í heim- sókn til mín norður í Hörgárdal, eða ég fór suður í Hreppa. Stoppaði hann aldrei lengi þegar hann kom, eina til tvær nætur og var þá mest úti við, fór kannski upp á fjall eða niður að á. Hann kunni best við sig utandyra. Um 1970 gerðist Halldór húsvörður við Flúðaskóla og gegndi því starfi til síð- asta dags. Veit ég að hann hafði mikla ánægju af starfi sínu, tók miklu ást- fóstri við börnin í skólanum og þau við hann. Hann hafði gaman að því að spila á spil, bæði við börnin sem komu oft til hans, en einnig við félaga sína og þá var spilað brids. Ég heyrði sögu um litla dóttur skólastjórans sem týndist. Þegar hún fannst eftir langa leit var hún snupruð, en þá sagði sú stutta; Ég var ekki týnd, ég var bara að spila við Halldór. Halldór var ókvæntur og barnlaus, bjó lengst af með foreldrum okkar, ýmist í sama húsi eða við hlið- ina á þeim. Var hann þeim stoð og stytta í ellinni, ásamt Skúla bróður okkar. Ég kveð kæran bróður með söknuði og er guði þakklát fyrir að ég gat setið við sjúkrabeð hans síðustu stundirnar. Guð blessi góðan dreng. Marta. Okkur systurnar langar að minnast hans Halldórs, þessa skemmtilega móðurbróður okkar. Frændans okkar fróða sem kom stundum í heimsókn í Eskiholt, ræddi ættfræði yfir kaffi- bolla og laumaði öðru hvoru út úr sér sprenghlægilegum gullkornum. Frændans okkar fyndna sem spurði iðulega sposkur þegar hann hringdi í Eskiholt hvort þetta væri ekki fyrir vestan. Frændans okkar síunga sem okkur fannst aldrei breytast, alltaf svo reffilegur með sitt góðlega blik í aug- um og sposka svip. Það var alltaf jafn spennandi að hitta Halldór þegar við komum sem litlar stelpur í heimsókn til ömmu og afa á Flúðum. Hann var svo merki- legur maður í augum lítilla sveita- stelpna. Virtist vita allt um ættir allra langt aftur í aldir, grúskandi í sínum vistarverum sem maður fékk svo sjaldan að heimsækja, spilandi á spil og hlustandi á fréttirnar. Hann var svo fróður að við héldum að hann hlyti að vita svona um það bil allt. Það er ekki hægt að segja að mikið hafi breyst eftir að við uxum úr grasi. Maður hafði það oft á tilfinningunni að hann vissi betur en flestir aðrir. Að hann vissi að allt prjál og veraldlegt vesen væri varla þess virði. Það væri mikilvægara að vera bara maður sjálf- ur, vera nægjusamur og vera ekkert að æsa sig yfir hlutunum. Hann Halldór sótti ekki mikið í fjöl- menn mannamót og var sjaldan hrók- ur alls fagnaðar í stórum hópi. Hann sagði samt æðioft besta brandarann þó að hann segði hann kannski ekki svo allir heyrðu. Síðustu árin kom hann iðulega í heimsókn til okkar systra þegar við fórum í sumarbústað á Flúðum. Borðaði með okkur, drakk kaffi og heillaði yngstu kynslóðina með sínu rólega fasi. Síðastliðinn mars vorum við í bústað og Halldór kom í kvöldmat. Eftir matinn þegar búið var að koma börnum í ból sátu fjórar syst- ur og prjónuðu eins og þær ættu lífið að leysa. Halldór sat hjá, fylgdist með prjónaæðinu og sagði ekki margt. Skyndilega segir hann þó með sinni rólegu röddu: „Hvernig er það, er allt að verða peysulaust?“ Þetta er kannski ekki fyndnasti brandari í heimi en þeir sem þekktu Halldór vita hversu ómótstæðilega spaugileg þessi sena var og henni munum við aldrei gleyma. Það er fyrir svona stundir og gullkorn sem við minnumst Halldórs. Hann var svo skemmtilegur og sér- stæður karakter, maður sem gleymist seint. Hvíl í friði, kæri frændi, þín verður sárt saknað. Áshildur, Þórdís, Jóhanna, Sigrún og Gunnhildur. Í dag kveðjum við frænda okkar, Halldór Gestsson. Nú viljum við minnast hans með nokkrum orðum. Halldór ólst upp í stórum barnahópi og bjuggu foreldrar okkar í félagsbúi að Syðra-Seli. Voru 6 börn í vestur- endanum og 6 börn í austurendanum og var þar oft glatt á hjalla í leik og starfi. Halldór er sá fyrsti sem fellur frá úr þessum frændsystkinahópi, langt um aldur fram og er stórt skarð komið í hópinn. Hann gaf mikið af sér með ljúfmennsku sinni og fengu börn- in í leik- og grunnskólanum og allir sem hann þekktu að njóta þess. Ef einhvern vantaði upplýsingar um ætt- ina eða frændfólkið þá var leitað til Halldórs því hann var manna fróðast- ur um allt er sneri að ættfræði. Alltaf var notalegt að fá Halldór í kaffi og spjall. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kæri frændi, hafðu þökk fyrir sam- fylgdina í gegnum tíðina. Hvíl í friði, blessuð sé minning þín. Frændsystk- inin frá Syðra-Seli, Elsa Sigrún, Guðrún, Guðmundur, Margrét, Kristrún og Agnes. Í dag kveðjum við traustan og mæt- an starfsmann Hrunamannahrepps, Halldór Gestsson frá Syðra-Seli. Við skyndilegt fráfall hans erum við svo sannarlega minnt á hve stutt er milli lífs og dauða. Halldór er sá maður sem lengst allra hefur verið starfsmaður Hruna- mannahrepps eða allt frá árinu 1971. Hann var húsvörður í Flúðaskóla og Leikskólanum Undralandi. Í skóla- starfinu er hver einstaklingur hlekkur í stórri keðju í lifandi samfélagi, nem- enda, kennara og annarra starfs- manna og stjórnenda. Halldór var svo sannarlega traustur hlekkur í þessari keðju og í rauninni einn af hornstein- um skólastarfsins. Hann var einstak- lega dagfarsprúður og kippti sér ekki upp við þó upp kæmu mismunandi viðfangsefni í jafn-lifandi stofnunum sem skólarnir svo sannarlega eru. Hann leysti verkefnin af samvisku- semi og yfirvegun, án þess að hafa allt of mörg orð um það. Hann hélt sínu jafnaðargeði og hafði róandi áhrif á umhverfið og börnin hændust að hon- um. Þegar spaugilegar hliðar lífsins birtust honum, brosti hann á sinn sér- staka hátt. Halldór leit oft við á skrif- stofu hreppsins og þrátt fyrir gáska- fullar spurningar mínar lét hann aldrei falla hnjóðs- eða styggðaryrði um nokkurn mann. Halldór var haf- sjór af fróðleik og víðlesinn. Hann hafði gaman af ljóðum og þjóðlegum fróðleik og mér segir svo hugur að alltaf hafi verið bækur á náttborðinu hans sem hann gluggaði í fyrir svefn- inn. Sem ungur maður dvaldi hann í Litlu-Sandvík og kynntist þar bónd- anum og fræðimanninum Páli Lýðs- syni. Sú dvöl og þau kynni höfðu djúp- stæð áhrif á Halldór og fróðleiksfýsn hans. Halldór gekk til starfa sinna eins og endranær miðvikudaginn 28. maí sl. Hann fékk skyndilegt heilablóðfall og var fluttur í skyndi á sjúkrahús til Reykjavíkur þar sem hann andaðist daginn eftir. Nú þegar skólabörnin skunda út í vorið og sumarið leggur Halldór upp í þá ferð sem fyrir okkur öllum á eftir að liggja. Það var falleg stund á Leikskólan- um Undralandi þar sem leikskóla- stjórinn, starfsmennirnir og börnin minntust þessa mæta félaga okkar með því að tileinka honum vorsýningu nemenda. Á sama hátt var Halldórs minnst með virðulegum hætti við skólaslit Flúðaskóla í vikunni. Ég vil fyrir hönd hreppsnefndar Hrunamannahrepps þakka Halldóri fyrir störf hans í þágu hreppsins. Minning um samviskusaman, yfirveg- aðan og velviljaðan mann lifir. Blessuð sé minning Halldórs Gestssonar. Ísólfur Gylfi Pálmason. Grúskaði í gömlum gjörðabókum, ættir þar ýmsar upp hann leitaði, hafði í heiðri Haukdæla orðin að setja í sjóðinn það er sannara reyndist. Á öllum tímum Íslandssögunar hafa verið til menn, sem haldnir voru þeirri áráttu að sitja við skriftir. Þeim gat skotið upp hvar sem var á landinu og í hvaða ætt sem var – oft sínum nánustu til lítillar gleði og sveitung- unum til undrunar ef ekki aðhláturs. Samt er það svo að nöfn þessara manna lifa lengst meðal kynslóðanna því að það sem þeir skrifuðu var sjálf- ur menningararfurinn. Halldór Gests- son var einn þeirra, að vísu heppnari en margir hinna því hann fékk að lifa tölvubyltinguna miklu. En hann byrj- aði líkt og þeir hinir og afritaði kirkju- bækur og önnur gömul gögn með pennann einan að vopni. Halldór var fæddur að Syðra-Seli í Hrunamannahreppi og voru foreldrar hans þremenningar af Víkingslækj- arætt. Hann naut almennrar skóla- göngu þeirrar tíðar en var svo hepp- inn að ráðast ungur sem fjósamaður niður í Flóa til Lýðs Guðmundssonar í Litlu-Sandvík. Þar hitti hann fyrir sinn Espólín, líkt og Gísli Konráðsson fyrrum á Frostastöðum, þar sem var Páll Lýðsson. Þeir feðgar, Páll og Lýður, bjuggu þá félagsbúi í Litlu- Sandvík. Efalítið er að Sandvíkurdvöl- in hafði mikil og mótandi áhrif á Hall- dór og þar byrjaði hann fyrir alvöru að grúska í ættfræði sem varð hans mikla ástríða allt til lokadags. Árin þar á eftir vann hann ýmiss konar verkamannavinnu og fór á nokkrar vertíðir sem háseti. En 1971 réðst hann sem húsvörður við nýbyggðan Flúðaskóla og var þar vel ráðið. Bæði var Halldór frábær húsvörður sem átti gott með að umgangast ungdóm- inn og var vinur og velgjörðarmaður allra starfsmanna skólans. Húsvarð- arstarfið var jafnframt gæfa Halldórs Gestssonar því með því fékk hann lífs- festu sem honum var nauðsyn og fljót- lega litla íbúð. Þótt launin væru lengst af lág og íbúðin ekki stór nægði það honum fyllilega því Halldór gerði eng- ar kröfur til samfélagsins. Efnalegt ríkidæmi var honum hjóm eitt og þyrftu fleiri að vita. Þar sem stutt var í skólann átti fræðimennskan og hús- varslan býsna vel saman og það nýtti hann vel. Á þessum árum komu tölv- urnar og þurfti þá að uppvísa kenn- araliðið um þá galdrastigu tækninnar og fylgdist Halldór með, enda opinn fyrir nýungum. Fór þá verulega að ganga þegar hann komst yfir Espólín- forritið og snaraði hann öllum fyrri handskriftunum þar inn. Svo iðinn var hann við innsláttinn að trúlega er hvergi að finna eins stórt og fræðilegt ættfræðisafn sem í tölvunni hans. Halldór Gestsson var aðeins 65 ára, vel á sig kominn að haldið var, lítið eldri en Gísli Konráðsson þá hann hætti búskaparbasli í Skagafirði og var ráðinn fyrstur manna einvörð- ungu í fræðagrúsks til Flateyjar. Því var allt útlit fyrir að Halldór gæti helgað sig fræðimennskunni lengi enn. „En eigi má sköpum renna“. Í einu vetfangi var hann allur án nokk- urra fyrirboða. Sá er þetta ritar átti Halldór Gestsson sem vin og ná- granna langa tíð. Því er „tregt tungu að hræra“. Jón Hermannsson. Mikið óskaplega varð ég sorgmædd er mér bárust þau hörmulegu tíðindi að hann Halldór vinur minn væri lát- inn eftir stutt og snörp veikindi. Hann sem hefur verið fastur punktur í til- veru minni sl. 13 ár, alveg síðan ég settist að í þessari fallegu sveit. Ein- hvern veginn hefur það verið jafn- sjálfsagt að Halldór væri til staðar hér alla daga rétt eins og Miðfellið sem alltaf er á sínum stað. Það er skrýtið þetta líf. Við sem fyrir fáeinum dögum þeystum á fjórhjólum glöð og hress um Þjórsárdalinn þveran og endilang- an áttum stórkostlegan dag saman, vinnufélagarnir. Mikill er missir okk- ar Hrunamanna. Fallinn er frá stór- kostlegur fræðimaður, fáir þekktu sveitina okkar betur en Halldór, hvern krók og kima, öll örnefni, já, hverja þúfu. Þvílíkur hafsjór af fróð- leik sem hann miðlaði til okkar, hann var snillingur í að muna og segja sög- ur frá gamalli tíð, svo ekki sé nú minst á ættfræðina sem var honum afar hugleikin, Halldór var mikill náttúru- unnandi. Já, fráfall Halldórs er sann- arlega mikið áfall fyrir samfélagið okkar. Svo mikill og sterkur persónu- leiki var hann og allra manna hugljúfi. Börnin á þessum bæ sjá ekki fram á áframhaldandi skólahald í Flúðaskóla án Halldórs. Þar hefur hann starfað í áratugi og verið stór hlekkur í skóla- starfinu. Halldór húsvörður var mjög laghentur, kunni ráð við öllu, gat allt, kunni allt, alltaf til staðar og alltaf til þjónustu reiðubúinn við að aðstoða nemendur og starfsfólk. Hans verður sárt saknað. Mikil er sorg barnanna. Ekki var síður gott að eiga Halldór að heima, skanna myndir, skrúfa upp og setja saman. Að loknu verki sterkt og gott kaffi, troðið í pípu, spjall og væn kökusneið. Þetta voru afar skemmti- legar stundir. Gott er að eiga góða að. Þessar minningar er gott að orna sér við í fallega sófanum sem við nýverið hjálpuðumst við að setja saman! Ég var lánsöm og mikillar gæfu aðnjót- andi að fá að kynnast Halldóri Gests- syni. Hvíl þú í friði, kæri vinur. K. Kristín Daníelsdóttir. Halldór Gestsson fræðimann á Flúðum þekkti ég frá því í desember 1987. Það var vegna áhuga á ættfræði, sem kynni okkar tókust. Ég var að leita að foreldrum formóður minnar, Dýrfinnu Stefánsdóttur, en sú ágæta kona var fædd um 1760. Einhvern grun hafði ég þá, að hún væri úr Hrunamannahreppi vegna Dýrfinn- unafnsins. Ég hafði orð á þessu við fé- laga mína í ættfræðinni og var bent á Halldór. Hann væri allra manna fróð- astur um fólk úr Árnessýslu – nefni- lega frá Manntalinu 1703 til þessa dags. Ekki þarf að orðlengja, að Hall- dór tók erindi mín vel. Auðvitað var Dýrfinna úr Hrunamannahreppi, með vissu dóttir Þorbjargar Jónsdóttur, sem var ógift vinnukona, síðast í Birt- ingaholti. Hins vegar var ekki auðvelt að sanna með heimildum, að faðir hennar væri Stefán Gíslason, kvæntur bóndi þar í sveitinni, en engan vissi Halldór líklegri, vegna þess að dóttir Stefáns, Gunnhildur húsfreyja í Götu í Selvogi, ól upp Kolbein Jónsson, son Dýrfinnu. Í framhaldi af þessu tókum við Halldór að bera saman bækur okkar. Halldór sinnti fræðimennsku af mikill elju í tómstundum. Hann átti gott handbókasafn í ættfræði, sem hann bætti stöðugt við. Ljósritunarvélar urðu ekki algeng- ar fyrr en um 1970. Fyrir 1970 skrif- Halldór Gestsson Elsku Halldór. Mér finnst leiðinlegt að þú sért dáinn því að þú varst alltaf svo mikill vinur minn. Þú varst alltaf svo í skemmtilegur og ég held að allir í Flúðaskóla sakni þín mjög mikið. Takk fyrir að hafa verið svona góður vinur og ég á eftir að sakna þín mikið. Þín vínkona, Sunneva Sól Árnadóttir. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.