Morgunblaðið - 07.06.2008, Síða 39

Morgunblaðið - 07.06.2008, Síða 39
aði hann upp stafrétt margt frá Árnes- sýslu, t.d. kirkjubækur, Bændatalið 1762 og Skiptabókina frá 1750 til 1859, sem hann afritaði eftir handriti Jóns Guðmundssonar í Fjalli. Á sínum yngri árum var Halldór vinnumaður í Litlu–Sandvík í Flóa og hafði kynnst þar Páli Lýðssyni, bónda og sagnfræð- ingi. Þeir unnu lengi saman að bænda- tali í Árnessýslu. Páll lést í bílslysi í apríl. Fráfall þeirra er skaði fyrir sunnlenskt fræðasamfélag. Valgeir heitinn Sigurðsson, fræði- maður á Þingskálum á Rangárvöllum og höfundur Rangvellingabókar, hafði eitt sinn orð á því við mig, að engu væri líkara en Halldór hefði sagnar- anda eins og sagt var í gamla daga. Halldór hafði þá skrifað Valgeiri bréf með upplýsingum um fólk, sem hafði flust vestur yfir Þjórsá og Valgeir ekki fundið, en þurfti einmitt þá að finna. Að Valgeiri látnum árið 1994 tók Ragnar Böðvarsson, fræðimaður á Selfossi, við ritstjórn bóka um A.- Landeyjar, Landsveit og Holt. Ég kom að því verki vorið 1995 og hef unnið að því með Ragnari síðan, að- eins er nú eftir að gefa út Holta- mannabók III. Við Ragnar höfum frá upphafi leitað til hans eftir upplýsing- um um fólk, sem kemur þar við sögu. Þekking Halldórs var ómetanleg. Ekki má gleyma heldur að nefna þátt Halldórs í bókunum Árnesingar I-II, sem eru um Hrunamenn og Grímsnesinga. Halldór eignaðist fyrir mörgum árum sína fyrstu PC-tölvu, og skráði mikið af upplýsingum, sem voru á pappír, inn í ættfræðiforritið Espólín eða í Excel-forritið. Hann leita líka upplýsinga á Internetinu. Við Halldór töluðum saman síðast um ættfræði mánudagskvöldið 26. maí, í Skype-símanum. Er hér aftur komið á framfæri þakklæti frá okkur Ragnari Böðvarssyni fyrir alla aðstoð- ina. Kynni mín af Halldóri voru öll á einn veg. Hann var vandaður maður og fræðimaður. Guð blessi minningu Halldórs Gestssonar. Þorgils Jónasson. Nú er vorið hlýrra og fegurra en um margra áratuga skeið, fuglarnir syngja sinn ástaróð og keimur er af sumri. En meðan náttúran dregur lífs- andann örar og færist í aukana erum við minnt á að manninum er afmörkuð stund í þeirri eilífu hringrás. Óvænt var sú frétt að tími Halldórs Gests- sonar væri þrotinn en enginn má sköpum renna. Með Halldóri er genginn mætur mannkostamaður, ljúflingur og mikið prúðmenni sem umgekkst samferða- fólk sitt af nærgætni og sannri hlýju. Hann var hlédrægur, lítillátur og hóg- vær, enginn hávaðamaður en staðfast- ur og viss. Skopskynið var næmt en brosið bjart, ósvikið, endurnærandi og ógleymanlegt. Hann var hvers manns hugljúfi. Halldór starfaði í áratugi við Flúða- skóla. Dagfarsprúður ágætismaður sem átti vel heima á svo fjölmennum vinnustað og öllum þótti vænt um. Halldór var góðum gáfum gæddur, víðlesinn og fjölfróður. Hann helgaði sig fræðistörfum og grúski í frístund- um og var vafalaust í hópi merkustu ættfræðinga landsins. Áhuginn var ódrepandi, afköstin mikil en ná- kvæmnin staðföst. Af þessu ættfræ- ðigrúski hafði hann mikla unun og lífs- fyllingu. Samferðamenn hans í Hrunamannahreppi og víðar nutu einnig góðs af, sem gleggst kemur fram í sveitar- og ábúendalýsingu Hrunamannahrepps. Vonandi koma fræðistörf hans mörgum til góða um ókomna tíð og áríðandi að glata ekki þeim þræði sem Halldór hafði fastatök á. Með Halldóri er genginn góður og traustur vinur. Nútímatæknin vafðist ekki fyrir honum og var hann mér afar hjálplegur í glímunni við tölvutæknina og úrvinnslu ljósmynda. Á því sviði var hann sjálfmenntaður, sem í svo fjöl- mörgu öðru. Halldór hafði yndi af stangveiði og margar ferðir fórum við saman til veiða. Í sumar var ákveðið að fara til Veiðivatna og á Arnavatnsheiði. Sam- an munum við ekki sjá svanina hefja sig til flugs af fjallavötnunum fagur- bláu og hverfa út í fjarskann. Aðstandendum Halldórs Gestason- ar votta ég samúð. Sigurður Sigmundsson. Halldór Gestsson var vinur í raun. Hæverskur en um flesta hluti alvitur, hljóðlátur en hafsjór af fróðleik, hóg- vær en sigursæll, ráðgefandi byrjend- um en afbragðs bridge-spilari, einför- ull en vinamargur, hlédrægur en vinsæll. Hans er nú saknað af föld- anum. Ég hef þekkt til Ásgeirs bróður hans á Kaldbak í hartnær 30 ár og kynntist Halldóri á þeim árum sem reiðtúrar og sumarferðir lágu um Hreppana. Stuttu fyrir aldamótin fluttist ég ásamt fjölskyldu minni að Flúðum og nutum við þar nærveru Halldórs í störfum hans fyrir skólann. Bónbetri og hjálpsamari mann áttu Gullhrepparnir ekki, með þó öllu sínu mannvali. Ráðgjöf, greiðar, snúning- ar, hvergi var betra að sækja en til Halldórs. Spilamennska, ættfræði, pípulagnir eða dýrahald, jafnvel í píputóbaksumræðum sló enginn hon- um við. Á réttardaginn, þegar söngur og gleði ríða húsum í eiginlegri merkingu og hestlausir menn þurfa að sækja heim bændur og búalið upp um allar sveitir, belgja sig út af kjötsúpu og söngolíu, hver bauðst þá ekki til að aka Gamla-Nóa fram á rauðar nætur. Það er einkennilegur mælikvarði, en þegar ég hugsa til þess þá man ég ekki eftir að hafa leyft öðrum að svífa um á fimmtugum Víponinum nema Halldóri. Ætli það segi ekki meira en mörg orð. Honum var treystandi fram í fingurgóma. Það er miklum söknuði að ég nú kveð þennan gamla hollvin og höfð- ingja en með hlýju í hjarta yfir þeirri gæfu að hafa eignast, átt og ræktað með honum vináttu okkar alla tíð. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til aðstandenda. Ólafur B. Schram. Örfá orð eru einmitt í anda Hall- dórs. Því langar mig til að skrifa örfá orð um kæran samstarfsmann sem hvarf svo skyndilega á braut. „Hvaða vesen er núna“? spurði hann mig oft, þegar ég þurfti að leita til hans með, oftar en ekki, vesen. Vesen okkar Halldórs gekk oftast út á reddingar vegna alls konar uppákoma í skólan- um eða á öðrum vettvangi. Fámáll, lít- illátur, bóngóður og snöggur til, ef því var að skipta. Hafði kannski einhver orð um vesenið á manni alla tíð en hafði lúmskt gaman af, sérstaklega ef í kjölfarið var hægt að pæla svolítið í uppákomunni og staðsetja gesti og gangandi út frá ættfræði eða hvaðan af landinu það kom. Mikið þakka ég Halldóri samferðina og samvinnu alla í gegnum tíðina. Aðstandendum votta ég samúð. Anna Ásmundar. Okkur langar að minnast Halldórs Gestssonar vinar okkar, sem lést svo snögglega. Erum við enn ekki farnar að átta okkur á að hann komi ekki oft- ar í kaffisopa til okkar en það gerði hann á hverjum morgni og spjallaði um lífið og tilveruna. Halldór var mjög fróður maður, ættfræðingur mikill og var oft spáð í ættir manna við hann. Halldór var einstaklega barn- góður, og þó Halldór ætti ekki börn sjálfur þá hændust öll börn að honum. Verður hans sárt saknað af börnunum í skólanum. Það var unun að sjá hann tala við leikskólabörnin yfir girð- inguna, flestöll þekktu hann með nafni og voru svo glöð að sjá hann. Halldór var ólatur við að fara út í búð fyrir okkur ef eitthvað vantaði, þá sagði hann gjarnan brosandi „Á ég ekki að kaupa rjóma líka?“ Hann naut þess að borða góðan mat og voru kökur eins og hjónabands- sæla í sérstöku uppáhaldi hjá honum og ekki sakaði að hafa rjóma með. Bíl- ferðin, sem þú varst búinn að bjóða okkur að fara með þér í, verður ekki farin. Þú fórst í lengra ferðalag. Við óskum þér góðrar ferðar og vonum að þú fáir bæði hjónabandssælu og rjóma. Kæri Halldór, við þökkum þér allar ánægjulegu samverustundirnar sem við áttum með þér í eldhúsinu. Við söknum þín. Hvíl í friði, kæri vin- ur. Ólöf, Katrín, Ingibjörg og Marta.  Fleiri minningargreinar um Hall- dór Gestsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 39 MESSUR Á MORGUN AKRANESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Svavar Alfreð Jónsson, fé- lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja, org- anisti er Petra Björk Pálsdóttir. Helgistund kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og Arnór B. Vilbergsson leiðir söng. ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Margrét, Davíð og Sigrún sjá um stundina. Boðið upp á grillaðar pylsur að stundinni lokinni. Mömmur, pabbar, af- ar, ömmur hvött til að mæta með börn- unum. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Mar- gréti Svavarsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í safnaðarheimilinu eftir messu. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Þau börn sem sækja sumarnámskeið Bessastaðasóknar eru sérstaklega boðin velkomin ásamt fjöl- skyldum sínum. Guðsþjónustan markar upphaf sumarnámskeiðanna. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson leiðir stundina ásamt Álftaneskórnum sem Bjartur Logi Guðna- son stýrir. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson, kór Breiðholts- kirkju syngur, organisti Julian Isaacs. Kaffisopi í safnaðarheimili eftir messu. BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Organisti er Skarphéðinn Hjartarson og prestur sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Eftir messu er kaffi. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar, Dómkórinn syngur, org- anisti er Marteinn Friðriksson. EGILSSTAÐAKIRKJA | Messa – ferming kl. 14. Organisti Torvald Gjerde. FELLA- OG Hólakirkja | Helgistundir kl. 20 og verða þær á þeim tíma í júnímánuði. Félagar úr kirkjukór Fella- og Hólakirkju leiða almennan safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttir kantors kirkjunnar. Prestur sr. Guðmundur K. Ágústsson, kirkjuvörður og meðhjálpari er Kristín Ing- ólfsdóttir. Boðið upp á kaffi í safn- aðarheimili að lokinni helgistund. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Guðsþjónusta fellur niður sunnud. 8. júní. FRÍKIRKJAN KEFAS | Grillveisla og sam- vera kl. 17.30. Máltíð og skemmtileg stund. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Sumarguðsþjón- usta kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson predikar og þjónar fyrir altari, barn borið til skírnar. Lofum Guð fyrir fegurð sköpunar- innar og það undur sem lífið er. Tónlist- astjórarnir Anna Sigga og Carl Möller leiða tónlistina. GAULVERJABÆJARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari, kór Grafarvogskirkju syngur, organisti er Aðalheiður Þorsteins- dóttir. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10, bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Alt- arisganga. Samskot til langveikra barna. Messuhópur þjónar, kirkjukór Grens- áskirkju leiðir söng, organisti Ástríður Har- aldsdóttir, prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. GRUND, dvalar- og hjúkrunarh. | Guðs- þjónusta kl. 14. Prestur sr. Sveinbjörn Bjarnason, organisti er Kjartan Ólafsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Flutt verður messa nr. 7 í B dúr, „Kleine Orgelmesse“ eftir Josef Haydn. Flytjendur eru Barböru- kórinn í Hafnarfirði auk Kammersveitar Hafnarfjarðarkirkju sem Júlíana Elín Kjart- ansdóttir fiðluleikari leiðir. Einsöngvari er Þóra Björnsdóttir, kantor Guðmundur Sig- urðsson. Prestur er sr. Þórhallur Heim- isson, ræðuefni: Syndari Jesú Krists. Ritningarlestra lesa Halldóra Björk Jóns- dóttir og Magnea Þórsdóttir. Meðhjálpari er Ottó R. Jónsson. Messan hefst kl. 11 og verður útvarpað á Rás 1. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja, org- anisti er Björn Steinar Sólbergsson. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. María Ágústsdóttir, organisti er Dou- glas A. Brotchie. HJALLAKIRKJA | Helgistund kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson annast stundina. Fé- lagar úr kór kirkjunnar sjá um tónlist- arflutning og leiða safnaðarsöng. Bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. www.hjallakirkja.is HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Sam- koma kl. 17. Ingibjörg Jónsdóttir talar. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 20 í umsjá Anne Marie Rein- holdtsen. Bæn þriðjudag kl. 20. Bæn og lofgjörð fimmtudag kl. 20. Umsjón Elsa- bet Daníelsdóttir og Björn Tómas Kjaran. Opið hús kl. 16-17.30 þriðjudag til laug- ardags. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa | Ferming- arguðsþjónusta kl. 12.30. Ath. breytta tímasetningu. Söngkór Hraungerði- sprestakalls undir stjórn Ingimars Páls- sonar leiðir almennan safnaðarsöng. Prestur er Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Fermd verða: Guðmundur Bjarnason Túni, Iðunn Sigurðardóttir Oddgeirshólum 4, Ír- is Björk Garðarsdóttir Langholti 2 og Krist- rún Steinþórsdóttir Oddgeirshólum 1. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Int- ernetional church service in the cafeteria kl. 12.30. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Ásmundur Magnússon, Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Barna- kirkjan er í fríi í sumar. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN | Samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyrirbænum. Keith Reed syngur einsöng og predikar. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru Reyðarf. | Messa kl. 11. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30. Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga er messa á latínu kl. 8.10. Laug- ardaga er barnamessa kl. 14 að trú- fræðslu lokinni. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa 2. og 3. sunnudag í mán- uði kl. 16. Suðureyri | Messa 1. og 4. sunnudag í mánuði kl. 16. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laug- ardaga er messa á ensku kl. 18.30. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16, miðviku- daga kl. 20. KEFLAVÍKURKIRKJA | Ef veður leyfir fer guðsþjónustan fram í garðinum við kirkj- una. Sungnir verða sumarsálmar og drukkið kaffi undir heiðum himni. Prestur er sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Helgihaldið hefst kl. 11. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópa- vogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Undirleikari Peter Máté. Kaffi eftir messu. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta í Fossvogi kl. 10.30 á stigapalli á 4ju hæð. Rósa Kristjánsdóttir djákni og Helgi Bragason organisti. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Yrsa Þórðardóttir predikar og þjónar ásamt sóknarpresti sr. Jóni Helga Þór- arinssyni. Kórinn Vox Academica syngur, Þóra Passauer syngur einsöng, organisti er Kári Allansson. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Sóknarprestur þjónar ásamt meðhjálpara, organista og kór kirkjunnar. Messukaffi. Ath.: sumartíminn í safnaðarstarfinu og verður messað fram á mitt sumar kl. 20. Kyrrðarstundir eru í hádegi alla fimmtu- daga. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Lágafellskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng, organisti Guðmundur Óm- ar Óskarsson, prestur sr. Ragnheiður Jónsdóttir. LINDASÓKN í Kópavogi | Sameiginleg guðsþjónusta Linda- og Digranessafnaða í Digraneskirkju kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar. LÖGMANNSHLÍÐARKIRKJA | Ferming- armessa verður laugardaginn 7. júní kl. 16. Messa sunnudag kl. 14. Sr. Gunn- laugur Garðarsson þjónar, félagar úr Kór Glerárkirkju syngja, organisti Hjörtur Steinbergsson. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng, organisti Sigríður Steingrímsdóttir. Rúnar Reyn- isson starfsmaður Neskirkju prédikar. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Kaffi og spjall eftir messu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kjartan Jónsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir alt- ari, organisti er Dagmar Kunakova og meðhjálpari er Kristjana Gísladóttir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Árleg göngu- messa í samvinnu við Hornstrandafara FÍ verður í dag laugardag kl. 9. Byrjað er á messu í kirkjunni og að henni lokinni er haldið í rútu að fjallinu Þorbirni að norð- anverðu þar sem gangan hefst. Staldrað verður við Eldvörpin og „Tyrkjabyrgin“. Gangan er u.þ.b. 10 km. Farið verður í sund í Grindavík að göngu lokinni og snætt í Salthúsinu.Verð fyrir rútu, kvöld- verð og sund er 6.000 kr. og greiðist í rút- unni í reiðufé. Lesmessa verður á sunnu- dag kl. 11. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17, ,,Dauðasek eða hvað?“ Ræðumaður er Guðlaugur Gunnarsson, lofgjörð. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Léttur hádegisverður eftir messu. Morguntíðir þriðjud.–föstud. kl. 10. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar, kirkjukórinn leiðir sönginn, organisti Jón Bjarnason. Altarisganga. seljakirkja.is SELTJARNARNESKIRKJA | Kyrrðarstund, kl. 11, í umsjón Kristjáns Einarssonar. Ritningarlestrar, hugleiðing og bæn. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Eiríkur Jóhannsson prófastur í Hruna annast prestsþjónustuna. VEGURINN, kirkja fyrir þig | Bænastund kl. 18.30. Samkoma kl. 19. Björgvin Ósk- arsson predikar. Lofgjörð, fyrirbæn og samfélag í kaffisal á eftir. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari, kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Hressing í safnaðarheimlinu að lokinni messu. www.gardasokn.is VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Helgi- stund kl. 20. Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari, organisti er Guðmundur Vil- hjálmsson. Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonIngjaldshólskirkja. ORÐ DAGSINS: Hinn týndi sauður. (Lúk. 15)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.