Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 46
Hér er hann ekki í skóm predikarans og er það gott… 49 » reykjavíkreykjavík Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is RAGNHEIÐUR Guðfinna Guðna- dóttir lofar blaði sem er blanda af For Him, Vogue og Cosmopolitan, en fyrsta tölublað HFHmagazine kom út í gær. Ragnheiður Guðfinna er annar eig- enda útgáfunnar sem dreift verður ókeypis fjórum sinnum á ári. „HFH er tímarit sem spannar allt sem til- heyrir lífsstíl og er fókusinn á gæði,“ segir hún. „Markhópurinn er fólk sem hefur nef fyrir góðum lífsstíl.“ Um mjög veglega útgáfu er að ræða en tímaritið er alls um 200 blað- síður. Upplag fyrsta tölublaðs er 10.000 eintök og er blaðið skrifað á ensku. „Ísland er orðið fjölþjóðlegt samfélag og við reiknum með að þeir sem vilja lesa blaðið eigi auðvelt með að lesa enskan texta,“ segir Ragn- heiður Guðfinna. Vín, matur, tíska Meðal efnis í nýja blaðinu er sam- antekt yfir spennandi ný hótel út um allan heim og áhugaverða áfanga- staði. „Efni blaðsins er alls ekki bundið við Reykjavík og sækjum við efnivið víðsvegar að úr heiminum,“ segir Ragnheiður. „Matur og vín fá einnig góða umfjöllun, fjallað er um góða veitingastaði.“ Þegar blaðinu er flett má einnig rekast á umfjöllun um undirfatnað, spennandi listasöfn í Lundúnum, hraðskreiða lúxusbíla, demanta, góð ráð við andremmu og húðsnyrtivörur fyrir herramenn. Ragnheiður Guðfinna segir blaðið eiga að vera létt og lítríkt, skemmti- legt og á jákvæðum nótum. „Við vilj- um gefa lesendum góða upplifun og innblástur. Það verður ekkert slúður eða harmsögur í blaðinu.“ Allt sem snertir lífsstíl Morgunblaðið/Frikki Með á nótunum Ragnheiður Guðfinna og Hans F. Hansen ritstjóri.  Tímaritið HFHmagazine er komið út  Létt og litríkt Heimasíða útgáfunnar er www.hfhmagazine.com.  Heimstón- leikaferð Sigur Rósar er hafin en eins og áður hefur komið fram hófst hún í Guadalajara í Mexíkó á fimmtudaginn. Sveitin leikur í kvöld í Mexíkóborg en aflýsa þurfti tónleikum í hinum goðsagnakennda landamærabæ Tijuana sem fram áttu að fara á morgun. Ástæðan ku vera af praktískum toga því ógern- ingur þótti að flytja allt hafurtask sveitarinnar á svo stuttum tíma til Tijuana, enda rúmir tvö þúsund kílómetrar sem skilja borgirnar að. Þess í stað heldur sveitin beinustu leið til Omaha-borgar í Nebraska þar sem hún leikur í Orpheum- leikhúsinu á miðvikudaginn. Sveit- in leikur svo á fernum tónleikum til viðbótar í Bandaríkjunum og lýkur þeim hluta ferðarinnar með sér- stökum tónleikum í nútíma- listasafni New York-borgar MoMa þar sem sýning Ólafs Elíassonar, Take Your Time, stendur yfir. Tónleikum Sigur Rósar í Tijuana aflýst  Tveir þjóðþekktir en jafnframt ólíkir einstaklingar ganga í það heilaga um helgina, tónlistarmað- urinn Bubbi Morthens og borg- arfulltrúinn Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson. Vilhjálmur gengur að eiga Guðrúnu Kristjánsdóttur í Grafarvogskirkju og að því búnu verður boðið til veislu á heimili þeirra hjóna. Bubbi gengur að eiga unnustu sína til nokkurra ára, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur, en at- höfnin og veislan fara fram á Reynivöllum í Kjós. Ný plata Bubba, Fjórir naglar, kom út í gær og fær hún fullt hús í dómi í Morg- unblaðinu í dag. Það má því leiða líkum að því að Bubbi verði í miklu stuði í Kjósinni í kvöld... Gengið í það heilaga Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „LEIKLISTIN getur kennt okkur á mjög skömmum tíma að bera virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum og vinna saman í hóp. Við höfum fylgst með einstaklingum sem máttu sín lítils félagslega taka stakkaskiptum í gegnum leiklistina, byrja að hafa gaman af sjálfum sér og þora að gefa sig í samvinnu við aðra,“ segir Agnar Jón Egilsson þegar hann er spurður hvaða gagn er af því fyrir börn og unglinga að læra leiklist. Agnar er framkvæmdastjóri Leynileikhúss- ins og hefur umsjón með sumarnámskeiðum leikhópsins fyrir 7 til 20 ára börn og ung- linga. Haldin eru almenn spunanámskeið fyrir börn 7 til 15 ára, og sérnámskeið fyrir 12 til 20 ára ungmenni þar sem farið er í saumana á söngleikjum, ritun leikrita og förðun og leikgervum. Úrvalskennarar sem taka leiklistina alvarlega Kennsla er í höndum reyndra fagmanna. Ásamt Agnari annast kennslu þau Bjarni Snæbjörnsson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Þóra Karítas Árna- dóttir, Vigdís Másdóttir, Selma Björnsdóttir, Þór Tuliníus og Ásta Hafþórsdóttir. „Fyrst og fremst er þetta gaman, en nám- skeiðin eru um leið krefjandi,“ segir Agnar. „Um leið og einhver hluti af námskeiðinu verður að pössun þá minnkar bilið á milli leikjanámskeiðs og leiklistarnámskeiðs og þá er maður ekki að gera listgreininni eða nem- endum nokkurn greiða. Við höldum okkur við fjóra tíma á dag sem er sá tími sem hægt er að halda einbeitingu barnanna.“ Frjó, fyndin og pólitísk Agnar segir mikla áherslu lagða á persónu- lega leiðsögn á námskeiðinu og er hver kenn- ari ekki með fleiri en átta nemendur í sinni umsjá á hverju námskeiði. „Farið er í gegnum skemmtilegar og uppbyggjandi æfingar sem blanda saman leikjum, hreyfingu og ímynd- unarafli. Við virkjum fantasíuna og sjálfs- traustið,“ segir hann. „Og það er svo ótrúlegt hvað börnin reynast frjó, fyndin og pólitísk.“ Leið til að finna rétta hillu Námskeiðin eru aldursskipt þannig að 7 og 8 ára eru saman, 9 og 10 ára saman og þann- ig koll af kolli. Sérnámskeiðin í söngleik, leik- ritun, trúðaleik og förðun og leikgervum eru einkum ætluð börnum og unglingum sem hafa einhverja reynslu í leiklist. „Ekki síst eru sér- námskeiðin ætluð þeim sem vita kannski ekki alveg hvar í leiklistinni þau eiga heima,“ seg- ir Agnar að lokum. Fantasían virkjuð  Leynileikhúsið með sumarnámskeið fyrir börn og unglinga í leiklist, förðun, söngleikjum og leikritun  Valinn hópur leikhúsfólks sér um kennsluna Morgunblaðið/G.Rúnar Lífleg Nokkrir leiðbeinenda bregða á leik: Selma með Selmu Rún í fanginu, Bjarni prílandi, Sólveig og Sigríður Eyrún í kofanum, Agnar Jón brosir sínu blíðasta og Þóra Karítas hlær að öllu saman. Sumarnámskeið Leynileikhússins fara fram í Austurbæ. Nánari upplýsingar eru á www.leyni- leikhusid.is og í síma 864 9373. Spunanámskeiðin eru haldin kl. 9 til 13 virka daga en sérnámskeiðin frá 13 til 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.