Morgunblaðið - 07.06.2008, Síða 47

Morgunblaðið - 07.06.2008, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 47 Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 – FAX 570 4810 www.gimli.is - www.mbl.is/gimli Vorum að fá í sölu tvö sérlega glæsileg fullbúin 90 fm heilsárshús með stórri verönd. Rafmagn, heitt og kalt vatn komið. Húsin eru á 7500 fm og 10.500 fm eignarlóðum, frábær staðsetning. Þrjú svefnherbergi, baðherbergi, stofa og eldhús. Mýrarkot er steinsnar frá Kiðjabergi og stutt er í Minni Borg. Frá Reykjavík er um 65 km og að Selfossi er um 15 km. Húsin eru boðin á kr. 20.9 millj. Hvort um sig. Tilboðið stendur til 11 júní 2008. Traust þjónusta í 30 ár Mb l. 1 00 87 77 MÝRARKOT Grímsnes- og Grafningshreppi TÓNLISTARMENNIRNIR Barði Jóhannsson í Bang Gang og Keren Ann hafa notið mikillar velgengni á undanförnum árum, hérlendis og ytra. Þekktust eru þau fyrir hóg- værar og einlægar lagasmíðar sín- ar sem skarta afar fínlegum rödd- um þeirra, þó að lög þeirra geti raunar spannað allan tilfinn- ingaskalann. Það var því vægast sagt forvitnilegt að heyra auglýsta tónleika þar sem lög þeirra yrðu útsett fyrir stærðarinnar sinfón- íuhljómsveit af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni. Lagasmíðastíll þeirra tveggja er um margt líkur eins og vel kom fram á tónleikunum. Ýmist voru flutt lög sem þau hafa samið í sam- einingu eða hvort í sínu lagi. Lög þeirra eru flestöll afskaplega la- græn og grípandi og oft mjög formfrjáls, sem endurspeglast e.t.v. best í því að þau virðast geta rúllað endalaust. Fáskipaður stúlknakór söng með fullmannaðri sinfón- íuhljómsveit þar sem ekkert var sparað í hljóðfæraútsetningum. Sviðið hýsti þannig m.a. sembal og theremín, hljóðfæri sem sjaldan sjást í Háskólabíói. Flauelsmjúk og seiðandi rödd Kerenar Ann naut mikillar hylli áheyrenda, en það var ánægjulegt að heyra hana loks syngja á móð- urmáli sínu, frönskunni, í „Que n’ai-je“, tungumáli sem drýpur fal- lega af vörum hennar. Barði var ögn óöruggari í söng sínum, enda án gítarskjaldarins góða, en rödd hans skein þó stundum fallega í gegn, t.d. í laginu „One More Trip“ úr eigin smiðju. Kvikmyndabragur var á útsetn- ingunum og einföld lög oft færð í ævintýralegan og skemmtilegan búning. Útsetjari hefur þó líklega átt í mesta basli við að búa til við- eigandi enda á mörg laganna, en stundum varð útkoman í besta falli klisjukennd. Það sem helst truflaði oft áhrifaríkan og tilfinningaþrung- inn flutning var afskaplega dauf og allt að því klaufaleg sviðsframkoma tvíeykisins. Á stundum virtist einn- ig vídeólistin uppi á tjaldi vera gjörsamlega á skjön við tónlistina, en e.t.v. hefur það verið tilgang- urinn. Það verður þó ekki af Barða tekið að geta haldið uppi góðri stemningu með gallsúrum húmor sem á sér fáa líka. Tónleikagestir létu í ljós ánægju sína í lok tónleika með því að rísa strax úr sætum með kröftugu lófa- taki. Því verður ekki neitað að tví- menningarnir eru gríðarlega frjóir og afkastamiklir hugvitsmenn á sviði tónlistar, en það er svosem ekki allra að standa uppi á sviði. Hugvit og marengs Morgunblaðið/Golli Barði og Keren Ann „Flauelsmjúk og seiðandi rödd Kerenar Ann naut mikillar hylli áheyrenda...“ Barði og Esther Talía Sungu fyrsta vinsæla lag Bang Gang, „So Alone“. TÓNLIST Háskólabíó Sinfóníutónleikar með Lady & Bird. Söngvarar og lagahöfundar: Barði Jó- hannsson og Keren Ann Zeidel. Einnig sungu Esther Talía Casey og Magnús Jónsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék hljómsveitarútsetningar Þorvalds Bjarna Þorvaldssonar undir stjórn Daniel Kawka. Vídeó og ljósahönnun: Franck Esposito. Fimmtudaginn 5. júní kl. 19.30. Listahátíð í Reykjavík – Tónleikar bbbnn Alexandra Kjeld , ,í morgungjöf? LEIKKONAN fagra Charlize The- ron er ekki mikið fyrir sviðsljósið, og hefur lítinn áhuga á að láta taka af sér myndir í veislum með fína og fræga fólkinu. Þá segist hún ekkert skilja í sumum Hollywood-stjörnum sem virðist þrífast á slíku. „Þetta er ekkert annað en sorg- leg þörf fyrir einhvers konar við- urkenningu. Ég hef heyrt fólk segja að þótt maður vilji ekki vera í slúð- urblöðunum verði maður að vera það, ferils síns vegna. Fólk heldur sem sagt í alvöru að það sé mik- ilvægt. En svo er ekki,“ segir The- ron. „Fólk segir jafnvel að þetta sé hluti af vinnu manns. En það er ekki þannig. Það er ekki hluti af minni vinnu að fara út og gera sjálfa mig að fífli.“ Reuters Glæsileg Charlize Theron. Ekkert slúður takk!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.