Morgunblaðið - 07.06.2008, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 07.06.2008, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 49 Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Stóra sviðið Ástin er diskó - lífið er pönk Lau 7/6 kl. 20:00 Ö Lau 14/6 kl. 20:00 Ö Ath. pönkað málfar Gríman - íslensku leiklistarverðlaunin Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Dauðasyndirnar-guðdómlegur gleðileikur (Litla sviðið) Fim 12/6 kl. 20:00 Lau 14/6 kl. 20:00 Ö Sun 15/6 kl. 20:00 U Miðasala opnar kl. 14.00 8. júní LADDI 6-TUGUR (Stóra svið) Sumarnámskeið Sönglistar Mán 16/6 kl. 10:00 Mán 23/6 kl. 10:00 U Mán 30/6 kl. 10:00 U Mán 7/7 kl. 10:00 Mán 14/7 kl. 10:00 Mán 21/7 kl. 10:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Saga til næsta bæjar (Á Sögulofti) Sun 8/6 kl. 20:00 lífsreynslusögur Sun 15/6 kl. 20:00 gamansögur Sun 22/6 kl. 20:00 úrslitakvöld Landskeppni sagnamann BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 7/6 kl. 15:00 Ö Lau 14/6 kl. 20:00 Ö Sun 15/6 kl. 16:00 Lau 28/6 kl. 15:00 Lau 28/6 kl. 20:00 Þrjár tilnefningar til Grímunnar Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Lau 7/6 kl. 20:00 U Sun 8/6 kl. 16:00 U Lau 14/6 kl. 15:00 Ö Lau 21/6 kl. 15:00 U Lau 21/6 kl. 20:00 U Möguleikhúsið 5622669 / 8971813 | moguleikhusid@moguleikhusid.is Aðventa ((Möguleikhúsið/ferðasýning)) Lau 5/7 kl. 22:00 F edinborgarhúsið ísafirði Langafi prakkari (Möguleikhúsið/ferðasýning) Lau 7/6 kl. 14:30 F Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Tónleikar Inga Backman, Hjörleifur Valsson og ArnhildurValgarðsdóttir Mið 11/6 kl. 20:00 Sigurður Guðmundssonog Memfismafían / Oft spurði ég mömmu Fim 12/6 kl. 14:00 Hvanndalsbræður Tónleikar Fös 13/6 kl. 21:00 Benni Hemm Hemm og Ungfónía. Sitjandi tónleikar. Fim 19/6 kl. 19:00 Benni Hemm Hemm og Ungfónía. Fim 19/6 kl. 22:00 Frú Norma 4711166 | norma@frunorma.is Soffía mús á tímaflakki (Sláturhús - Menningarsetur ) Lau 14/6 frums. kl. 16:00 F Sun 15/6 kl. 16:00 F Þri 17/6 kl. 16:00 F Þri 17/6 kl. 18:00 F Fim 19/6 kl. 18:00 F Verkið er sýnt í Sláturhúsinu - Menningarsetur, við Kaupvang, Egilsstöðum Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Act alone á Ísafirði (Hamrar/Edinborgarhúsið) Mið 2/7 kl. 20:00 steinn steinarr/búlúlala - öldin hans steins Fim 3/7 kl. 12:00 örvænting, það kostar ekkert að tala í gsm hjá guði, álfar, tröll og ósköpin öll, kínki skemmtikraftur að sunnan, lífið hans leifs, englar í snjónum Fös 4/7 kl. 12:00 munir og minjar, súsan baðar sig, ég bið að heilsa, sinfóníuhljómsveit sex strengja, fragile, aðventa Lau 5/7 kl. 13:00 eldfærin, jói, langbrók, pétur og einar, blúskonan einleikinn blúsverkur, völuspá, superhero Sun 6/7 kl. 14:00 chick with a trick, vestfirskir einfarar, aðrir sálmar Leiklistarhátíð Búlúlala - Öldin hans Steins (Hamrar Ísafirði/Ferðasýning) Lau 21/6 kl. 17:00 snjáfjallasetur Mið 2/7 kl. 21:30 Ég bið að heilsa - Jónasardagskrá (Edinborgarhúsið) Fös 4/7 kl. 16:30 Forleikur (Hótel Ísafjörður/Ferðasýning) Lau 7/6 kl. 21:00 vagninn flateyri Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning) Mið 9/7 kl. 16:00 U 169 sýn. Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Lau 7/6 kl. 20:00 Fim 19/6 kl. 20:00 Lau 5/7 kl. 17:00 ÞEGAR ég heyrði að Bubbi hafði valið Pétur Ben til að vinna með sér að sinni næstu plötu brosti ég út í annað og hugsaði með mér: Gott hjá honum, Bubbi gerir rokkplötu næst, en fullur efasemda hugs- aði ég líka, verður hún góð? Nú veit ég svarið en líka að Fjórir naglar er miklu meira en bara rokkplata og betri en ég gat ímyndað mér. Þrjú ár eru liðin síðan tvíburaplöturnar komu út sem Barði Jóhannsson vann með Bubba Morthens. Þennan tíma hefur Bubbi nýtt sér vel. Hann átti stórafmæli, varð fimmtugur, og hélt rækilega upp á það með eft- irminnilegum tónleikum, hann fann ástina á ný, rokkaði gegn rasisma, deildi við blaðamenn og var á milli tannanna á fólki fyrir það helst að vera sá sem hann er. En Bubbi er svo sannarlega bestur þegar hann sinnir tónlistargyðjunni þótt sitt sýnist hverjum um dagsformið hverju sinni. Í dag er óhætt að segja að Bubbi Morthens sé í fantaformi, platan Fjórir naglar sýnir það og sannar svo um munar. Ég er ekki frá því að gamlir aðdáendur sem fíluðu kónginn hvað best á fyrsta áratug ferils hans eigi eftir að fá sér oft af þessari bragðmiklu naglasúpu. Bubbi er búinn að vera í brans- anum í tæplega 30 ár og hefur því ýmsa fjöruna sopið. Hann hefur markað djúp spor og verið öðrum fyrirmynd með metnaði sínum og iðjusemi. En það getur verið erfitt að viðhalda ferskum tón og frum- leika þegar svo lengi hefur verið unnið að tónlist en Bubba tekst það með mikilli prýði á nýju plötunni. Hér líkt og á tvíburaplötunum frá 2005 nýtur hann aðstoðar sér mun yngri manns en það er fyrrnefndur Pétur Ben sem stýrir upptökum og útsetningum af mikilli fagmennsku og frumleika ásamt Bubba. Undir leikur svo spútnikbandið Stríð og friður sem er skipað þeim Pétri Hallgrímssyni, Guðmundi Péturs- syni, Arnari Geir Ómarssyni og Jak- obi Smára Gunnarssyni. Stríð og friður hefur áður spilað með Bubba á plötunum Sól að morgni og Nýbú- inn en ég verð að segja að hljóm- sveitin virkar betur í dag enda virk- ari þátttakandi í allri umgjörð laganna. En það þarf ekki að eyða mörgum orðum í þessa hljómsveit hans Bubba því hún er alveg pott- þétt og aldrei betri en í dag. Ef staðsetja á Fjóra nagla í fjöl- breyttri tónlistarflórunni þá segi ég hana amerísku plötuna hans Bubba. Lögin 13 eru fjölbreytt og stílarnir margir en amerískir í eðli sínu þar sem gítarinn leikur stórt hlutverk. Hér má finna blús, þjóðlagatónlist, sálarsálma, gospel en einnig rokk og ról, skítugt og groddalegt. Tvö lag- anna hafa þó komið út áður á tón- leikaplötunni 06.06.06 en í annarri mynd. Hljómur plötunnar er sérstakur því hann er svo lifandi, engin dauð- hreinsun í gangi og fullkomnunar- áráttan er látin lönd og leið án þess þó að ganga á gæðin. Bubbi er í miklum ham í flutningi laganna og syngur vel (enda frábær söngvari), röddin er góð og afslöppuð. Bubbi er nokkuð merkilegur þjóðfélagsrýnir sem fer sínar eigin leiðir. Hér er hann ekki í skóm predikarans og er það gott. Þess í stað nálgast hann efnið eftir skemmtilegum krókaleið- um og oft bakdyramegin þar sem meiningin birtist ekki hlustandanum um leið og á er hlýtt heldur við sí- endurteknar hlustanir. Bubbi er fullþroska í sinni iðju og er næmur fyrir því þjóðfélagi sem hann til- heyrir, umhverfi sínu og því sem mæðir á hinum venjulega Íslendingi. Bubbi veit hvað meðal-Jóninn vill en líka hvað þarf að leggja á sig til að hægt sé að vera maður meðal manna í efnishyggjusamfélagi eyjaskeggja. Þetta kemur skýrt fram í textum plötunnar og tónlistin endurspeglar það enn fremur. Hér er enginn falskur tónn og textarnir beittir þeg- ar það á við, engin sölumennska heldur þægileg nánd og vinsemd. Textar skífunnar eru af ýmsum toga og falla vel að lögunum, hvort heldur sem fjallað er um ástina, vonbrigði lífsins, depurð og eftirsjá eða við- kvæm málefni eins og misnotkun og það vonda sem í heiminum býr. Söngur fangans („Þegar tíminn er liðinn“) sem þekkir ekki frelsið er tvímælalaust eitt af betri lögum árs- ins það sem af er og „Bláu augun þín“ er fallegur saknaðaróður sam- inn í ókunnri borg. Hins vegar er hið nöturlega en jafnframt kraftmikla lag „Græna húsið“ það sem skilur hvað mest eftir. Þar fjallar Bubbi um misnotkun og barnaníð á áhrifa- mikinn hátt. Röddin er reið og hrjúf á meðan lagið hljómar eins og eitt- hvað sem Singapore Sling gæti hrist fram úr erminni. Annars má finna áhrif frá mörgum ólíkum listamönn- um á plötunni, allt frá Tom Waits („Þú ert ekki staur“), T–Bone Bur- nett og Bob Dylan („Mundu drott- inn“), Joy Division („Snærið varð að duga“ og „Femmi“), U2 í kringum 1987 („Myndbrot“) og Wilson Pic- kett („Fjórir naglar“). Fílingurinn er alltaf til staðar og stílbrigðin vel útsett, hvort heldur sem á í hlut hart rokk, ljúf kassagítarslög eða blús- aðir sálarsálmar. Þetta gengur allt upp hjá Pétri og Bubba í þessum 13 lögum. Málið einfalt, Fjórir Naglar er fjölbreytt, innhaldsrík og bragðmikil súpa. Bubbi er í toppformi þó svo að hafa með árunum orðið fjarlægur og nánast ósnertanlegur, hvort heldur sem er af eigin rammleik eða skipað þannig í flokk – að vera kóngur er ekki auðvelt. Nú er hann hins vegar stiginn til jarðar, tilbúinn að taka þátt í leiknum með sína allra bestu plötu í árabil. Velkominn aftur! Morgunblaðið/Árni Sæberg Fullt hús „Í dag er óhætt að segja að Bubbi Morthens sé í fantaformi, platan Fjórir naglar sýnir það og sannar svo um munar,“ segir meðal annars í umsögn gagnrýnanda Morgunblaðsins sem gefur nýju plötunni fullt hús. Jóhann Ágúst Jóhannsson Bragðmikil naglasúpa TÓNLIST Geisladiskur Bubbi – Fjórir naglar bbbbb , ,í morgungjöf?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.