Morgunblaðið - 07.06.2008, Page 56

Morgunblaðið - 07.06.2008, Page 56
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 159. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Leitað hagræðingar Til greina kemur að fresta bygg- ingu nýja háskólasjúkrahússins. Þetta segir formaður fjárlaganefnd- ar. »Forsíða Þjóðgarður verður til Vatnajökulsþjóðgarður verður formlega stofnaður í dag, laugardag. Hann mun ná yfir 12% af flatarmáli landsins. » 14 Mætt með æðruleysi Vestmannaeyingar sem flúðu gosið í Heimaey á sínum tíma og settust að á Suðurlandi misstu í síðustu viku aft- ur stóran hluta af innbúi sínu í nátt- úruhamförunum. »2 Landeigendur sterkari Landeigendur höfðu betur en ríkið í 103 tilvikum af 119 þegar óbyggða- nefnd kvað upp úrskurð fyrir aust- anvert Norðurland í gær. » 15 Sömdu við ÍAV Fyrsta skóflustungan að nýju ál- veri í Helguvík var tekin í gær. Geng- ið hefur verið frá samningum við ÍAV um að byggja kerskálann. »8 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Fótmennt sem fyrnist ekki Staksteinar: Hvað á Össur við? Forystugreinar: Þörf á millidómstigi | Útgerðarmenn borgi UMRÆÐAN» Leið mistök í aðgerðum Ungt fólk og námsval Gefðu þér tíma Grimmd í garð gesta Nýmóðins útgáfa af hlöðnu vöruhúsi Maður má ekki vera of gáfaður 59% Vondir rithöfundar LESBÓK» Heitast 18° C | Kaldast 10° C Vaxandi austanátt og rigning suðvestanlands en þurrt fyrir norðan og austan. Austan 10- 20 m/s síðd. » 10 Þótt gestir á tón- leikum Lady & Bird hafi risið úr sætum með lófataki fá tón- leikarnir aðeins þrjár stjörnur. » 47 GAGNRÝNI» Þrjár stjörn- ur Barða TÓNLIST» Paul Simon kemur víst til landsins. » 48 Ásgeir H Ingólfsson fjallar um kvik- myndir sem koma á einn eða annan hátt inn á knatt- spyrnu. » 48 KVIKMYNDIR» Bíó og fótbolti LEIKLIST» Leynileikhúsið kennir krökkum leiklist. » 46 FÓLK» Theron vill ekki gera sig að fífli. » 47 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Er Hilton þunguð eða bara þung? 2. Lélegur kokkur en góð í rúminu 3. Jóhanna Kristjánsdóttir látin 4. Vefmyndavélin skaut yfir markið Íslenska krónan xxxx xx% FYRIR af- greiðslu allra tollskyldra sendinga rukkar Póst- urinn toll- meðferðargjald. Það er því ekki nóg, að borga þurfi póstburðargjöld fyrir pakkann til landsins, tolla og virð- isaukaskatt, heldur þarf að borga fyrir að fá að borga hin opinberu gjöld! Fyrir einfalda og ódýra sendingu er gjaldið 450 kr. og er þá innifalin gerð tollskýrslu. Ef sendingin kostar yfir 30.000 kr. rukkar Pósturinn 2.500 kr. fyrir tollskýrslugerð og 350 kr. fyrir tollmeðferð, samtals 2.850 kr. Þeir sem eiga von á sendingu geta fyllt út tollskýrslu og gengið frá greiðslum hjá tollstjóra og bætist ekki við neitt afgreiðslugjald þar. En jafnvel þótt viðtakandi hafi geng- ið frá öllum greiðslum og skýrslum þarf hann samt að borga Póstinum 350 kr. í tollmeðferðargjald, vænt- anlega fyrir að fá pakkann yfir af- greiðsluborðið. | asgeiri@mbl.is Auratal að velgengninni. Alexander Elís Ebenesersson segist ekki viss um að stærðfræðin verði sinn vett- vangur í framtíðinni þrátt fyrir ótvíræða hæfileika á því sviði. „Ég reyndi að læra allt sem átti að læra og skoðaði vel gömul próf. Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „MÉR þótti þetta alveg rosalega þungt próf og ég þorði alls ekki að búast við þessari einkunn þótt ég vissi að ég hefði verið vel und- irbúin,“ segir Elva Björk Þórhalls- dóttir, nemandi í 9. bekk Borga- skóla. Hún og sex bekkjarsystkin henn- ar fengu 10 í einkunn í samræmdu prófi í stærðfræði. Af þeim tíu nem- endum sem þreyttu prófið úr 9. bekk Borgaskóla hlutu því sjö nem- endur hæstu mögulegu einkunn. Þetta voru auk Elvu Bjarkar þau Sunna Víðisdóttir, Signý Rut Krist- jánsdóttir, Valgerður Tryggvadótt- ir, Gísli Þór Þórðarson, Alexander Elís Ebenesersson og Sæunn Sif Heiðarsdóttir. Stelpurnar fimm eru jafnframt bestu vinkonur. Þessi árangur verður að teljast mjög góður enda prófið ætlað nem- endum í 10. bekk. „Við erum öll bú- in að leggja okkur rosalega mikið fram og þetta er auðvitað bara mik- il vinna. Svo höfum við haft ofsa- lega góðan kennara, hana Berg- hildi,“ segir Elva Björk um lykilinn Ég veit nú ekki hvort ég legg þetta fyrir mig en mér fannst prófið ganga ágætlega,“ segir Alexander hæversklega. Berghildur Valdimarsdóttir, kennari krakkanna, segir það ánægju hvers kennara að fá að kenna slíkum hópi. „Þau hafa upp- skorið eins og þau sáðu og áttu þennan árangur skilið,“ segir Berg- hildur stolt. Þess má einnig geta að krakkarnir leggja flest stund á tón- listarnám og íþróttir með skól- anum. Gáfnaljós í Grafar- voginum Nemendur í 9. bekk Borgaskóla ná eftirtektarverðum árangri í stærðfræði Morgunblaðið/G.Rúnar Stærðfræðingar Þau Signý Rut, Sunna, Valgerður, Gísli Þór, Alexander Elís, Sæunn Sif og Elva Björk geta nú not- ið sumarsins eftir frábæran árangur í samræmdu prófi í stærðfræði. Segja þau kennarann ofsalega góðan. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is VINDILL, sem sir Winston Churc- hill, kveikti sér í og reykti að hluta þegar hann kom í heimsókn hingað til lands árið 1941, er enn til hjá Hjörleifi Hilmarssyni. Faðir hans Hilmar Árnason var staddur á Al- þingi þegar breski forsætisráð- herrann kom þar við og kveikti sér í einum af sínum víðfrægu vindlum. „Hann lagði vindilinn frá sér við eina súluna í alþingishúsinu. Lengi vel áttum við úrklippu úr dagblaði þar sem sjá mátti Churchill og vind- ilinn við súluna. Blaðamaðurinn sem tók þá mynd ætlaði að ná vindlinum en pabbi varð á undan honum. Hann var alltaf þarna meira og minna því afi minn, Árni Bjarnason, var þing- vörður á Alþingi á þessum tíma,“ segir Hjörleifur. Öll þessi ár hefur vindillinn verið geymdur í vindlahólki með skrúfu- loki sem skartar gamla merki Ice- landair eða Flugfélags Íslands eins og það hét á þessum tíma. Og það er greinilegt að Hilmar hefur áttað sig á því hversu merkilegur vindillinn var, því með honum liggur miði þar sem Hilmar hefur skráð nákvæm- lega daginn og stund dags er Churc- hill kom við í þinginu. Uppáhaldsvindlar forsætisráð- herrans ku hafa verið Havanavindlar af tegundinni Romeo y Julieta. | 24 Geymir vindil Churchills Stubburinn í góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að 67 ár séu liðin frá heimsókn forsætisráðherra Breta hingað til lands Morgunblaðið/Árni Sæberg Í HNOTSKURN »Winston Churchill kom tilReykjavíkur 16. ágúst 1941 og fór síðdegis sama dag. »Fyrr í vikunni átti hannsögufrægan fund með Roosevelt Bandaríkjaforseta. »Á Íslandi heimsótti hann Al-þingi, fylgdist með hersýn- ingu á Suðurlandsbraut og kom við á Reykjum í Mosfellssveit.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.