Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 4

Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 4
ÚTI tækið segir. Þið getið til dæmis safnað plöntum, nafngreint það af þeim sjálfir, sem ykkur er fært að glíma við með hjálp þeirra bóka, sem til eru á íslensku, en sent olckur hitt, sem þið getið ekki unnið bug á. Eftir þvi sem fram líða stundir eignist þið snoturt plöntusafn, þið öðlist þekkingu á sveit ykkar og hver planta í safninu minnir ylckur á sumarstundirnar í náttúrunni. En plöntu- safnið ykkar gerir meira en aðeins það að skapa ykkur sjálfum gleði og þekk- ingu, því það er einn kaflinn í bók þeirr- ar þekkingar, sem öll plöntusöfn, sem til eru, og fagmenn ná til, gefur okkur um gróðurlendi lands vors. Eftir þvi sem fleiri og fleiri plöntusöfn komast i liendur fagmanna, eftir því eykst þekk- ing okkar á útbreiðslu íslenskra plöntu- tegunda. Hvert plöntusafn, hver svo sem þvi hefir safnað, er því steinn í bygg- ingu þekkingar og fróðleiks um gróður landsins. Allir geta safnað plöntum, en engin getur að óreyndu gert sjer í liug- arlund, hversu skemtilegt og heillandi starf það er, strax þegar komið er yfir liin fyrstu erfiðu byrjunastig. Öllu verra fyrir íslenska alþýðu er að eiga við dýrin en plönturnar, vegna þess að þar skortir okkur tilfinnanlega hand- hægar bælcur við almennings hæfi. Um plönturnar höfum við ágæta bók, þar sem er Flóra Stefáns skólameistara, en um dýrin, sem að tölu eru margfalt fleiri en blómplönturnar, eigum við að- eins bækur um tvo flokka hryggdýra, „Spendýrin“ og „Fiskarnir“, háðar eftir dr. Bjarna Sæmundsson. Dýraflokkar þeir, sem skátar ef til vill vildu veita athygli og viðráðanlegar væru, eru t. d. ýmis skordýr, eins og t. d. vorflugur, fiðrildi eða bjöllur, eða þá lindýraflokk- arnir, t. d. landsniglar og vatnasniglar. Um alla þessa flokka vantar mjög til- finnanlega bækur, enda þótt til sje um suma þeirra merkar vísindalegar rit- gerðir á erlendum málum. En einmitt vegna þess, að þekking okkar á þeim er af mjög skornum skamti, er þess brýn þörf að liefjast handa, rannsaka hvað margar tegundir finnast hjer, þvi altaf geta nýjar bæst í hópinn við það, sem þegar er þekt, hversu víða þær finnast, og livert er heimkynni þeirra. Til slíkra rannsókna þarf að safna gögn- um, alstaðar af landinu, það er metnað- aratriði fyrir okkkur Islendinga að taka þátt í rannsóknum okkar eigin lands, en láta ekki erlenda vísindamenn, sem ferðast hér nokkra mánuði ganga frá borði með starfið og heiðurinn. Það sem fyrst og fremst rnyndi há rannsóknum sem þessum, er eins og fyr er getið bókaskorturinn. Þvi eigi er hægt að ætlast til þess, að þeir, sem gögnum safna, t. d. skátar, geri það með ljúfum hug, nema þá og því aðeins að þeir beri eitthvað úr býtum sjáifir, þótt eigi sjeu það peningar. Launin fyrir slik störf er gleði sú, sem þau liafa í för með sjer, en gleðin skapast fyrst, ef manni er fært að öðlast þekkingu og skilning á starfinu, og síðast en ekki sist, dálítið safn af dýraflokki þeim, sem maður leggur stund á. Mjer hefir oft dottið í hug að láta „Náttúrufræð- inginn“ bæta úr bókaskorti um ýmsa dýraflokka, ef honum entist aldur til. Vona jeg að eitthvað verið úr þessu áð- ur en langt um liður, og likindi eru til að landsníglarnir verði fyrst teknir til reynslu, ef til vill með vorinu. Þar þyrftu að vera taldar allar þær tegundir af is- lenskum landsniglum, sem þektar eru, þeim lýst og mynd höfð af hverri teg- und. Loks þyrftu að vera ákvörðunar- lyklar, til þess að hver sá sem heftið hefði í hönd, gæti sjálfur ákvarðað þær tegundir, er hann fyndi. Eftir því, sem Framh. á bls, 15.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.