Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 29

Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 29
ÚTI 27 á ísl. fyrir skáta. Það var „Handbók skátaforingja“, sem út kom árið 1919. Samdi liann og bjó undir pientun ]iá bó1; ásamt Arsæli beitnum Gunnarssyni. Þá samdi hann og að öllu leyti „Heragabálk skáta“, sem út kom um líkt leyti. — Efni þeirrar bókar var að mestu leyti endurprentað í liinni nýju skátabók (ár- ið 1931), undir nafninu Göngubálkur. Hann hefir ritað ýmislegt um ísl. skáta í innlend og útlend blöð og í þetta blað — „Úti“ — hefir hann ritað ýmislegt á hverju ári, síðan það bóf göngu sína fyrir 6 árum. Hann átti, eins og fyr seg- ir, mestan og bestan þátt í því að breyta Væringjafjel. í skátafjel. og kendi með- limum þess ýmislegt það, sem livergi var kent í öðrum fjelögum, svo sem ýmsar útiæfingar, gönguæfingar, leiki og fleira. Hann vann mikið að því, að B. í. S. var stofnað, og sem form. stjórn- ar þess hefir hann átt frumlcvæði að mörgum nýmælum, sem stjórnin hefir unnið að í þarfir skátafjelagsskaparins hjer á landi. Um starfsemi Væringjafjelagsiiis árið 1925 segir (Ársæll Gunnarsson), í fyrsta blaði Liljunnar (1926) svo: í Væringjafjelaginu munu nú vera um 150 drengir. Fyrsta sveit Væringja liefir Ísl. þátttakendur d skátainótinu í Ungverja- landi !. nú, eftir að vera búin að vera húsnæðis- laus lengi fengið lánað hestbús endur- gjaldslaust hjá Guðmundi Björnssyni landlækni. í liaust unnu skátarnir að því að innrjetta það og liefir sveitin nú eign- ast þar ágæta bækistöð, sem óspart er notuð. Nú nýlega var stofnuð þriðja sveit innan Væringjafjelagsins með 15 drengjum úr annari sveit og um 15 ný- liðum. Sveitarforingi verður Jón Þórðar- son. Ylfingasveitina (drengir 8—11 ára) hefir landlæknir einnig skotið skjólshúsi yfir. Lánaði bann þeim gamalt hænsna- hús, sem nú hefir verið innrjettað. Þar hafa Ylfingar komið saman og mikil gleði verið á ferðum. Við þökkum land- lækni fyrir hjálpina. Hann hefir ineð þessu gjört skátunum meiri greiða en hann sjálfur hefir hugboð um“. Þetta ár var hið fyrsta almenna skáta- mót haldið á Islandi. Fór það fram uin mánaðarmótin júli—ágúst í Þrastarskógi. Væringjafjelagið stóð fyrir mótinu og var Sigurður Ágústsson mótstjóri. Þátt- takendur voru um 50 frá þessum fje- lögum: Skátafjel. Birkibeinar á Eyrar- liakka( form. Aðalsteinn Sigmundsson, hann var og skógarvörður í Þrastaskógi og var það mest fyrir hans atbeina að mótið fjekst haldið þar), Skátafjelag Hafnarfjarðar (form. Gísli Sigurðsson) og skátafjelögin „Ernir“ (form. H. Tlior- arensen) og „Væringjar“ (form. Ársæll Gunnarsson) úr Reykjavík. Um mót þetta bitist nánari frásögn í einni Les- bók Morgunblaðsins, þá um haustið. Á afmæli Væringjafjelagsins, sumar- daginn fyrsta þetta ár voru þeir Sigurður Agústsson og Jón Oddgeir útnefndir til sveitarforingja. Þann vctur liöfðu þeir báðir starfað sem sveitaforingjar, Sig. fyrir 1. sv. og Jón fyrir 2. sv., en voru ekki forml. útnefndir fyr en þá um vorið

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.